„Dapurlegt“ að sjá Róbert Spanó taka við nafnbót í Tyrklandi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi forstjóra Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­stofn­unar ÖSE, þótti „dapurlegt“ að sjá Róbert Spanó, forseta MDE taka við heiðurdoktorsnafnbót í Tyrklandi á dögunum.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Auglýsing

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dóttir segir að sér þyki „dap­ur­legt“ að fylgj­ast með heim­sókn Róberts Spanó, for­seta Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu til Tyrk­lands. „Hann ætti að vita það manna best að það vantar mikið upp á að mann­rétt­indi séu virt og farið sé að reglum rétt­ar­rík­is­ins í Tyrk­land­i,“ ritar Ingi­björg Sól­rún á Face­book, en Róbert tók í vik­unni við heið­urs­dokt­ors­nafn­bót frá Ist­an­búl-há­skóla og hefur verið gagn­rýndur fyr­ir.

Ingi­björg Sól­rún segir að nú þegar fjögur ár séu liðin frá valda­ránstil­raun­inni í Tyrk­landi sé enn verið að ásaka emb­ætt­is­menn, dóm­ara, fræði­menn, blaða­menn, kven­frels­is­kon­ur, mann­rétt­inda­fröm­uði og fleiri um að vera hand­bendi hryðju­verka­sam­taka – oftar en ekki vegna þess eins að þau lýsa yfir skoðun sem gengur gegn stefnu AKP-­flokks­ins sem Erdogan Tyrk­lands­for­seti leið­ir.

„Óvíða eru jafn margir blaða­menn á bak við lás og slá og fjöld­inn allur af dóm­urum og háskóla­kenn­urum hafa verið reknir og sóttir til saka á þeirri for­sendu að þeir séu hlið­hollir hryðju­verka­mönn­um,“ skrifar Ingi­björg Sól­rún, sem sjálf bjó í Tyrk­landi þegar valda­ránstil­raunin var gerð og seg­ist hún gera sér mjög vel grein fyrir alvöru þeirrar árás­ar. 

Auglýsing

Hún segir það þó óverj­andi að nota valda­ránstil­raun­ina sem „af­sökun fyrir því að ásækja alla þá sem bjóða póli­tískum rétt­trún­aði AKP flokks­ins byrg­inn og útmála þá sem hryðju­verka­menn. Ég neit­aði að taka þátt í því hjá ODIHR og tyrk­neskum stjórn­völdum fannst ég eiga að gjalda fyrir það með stöðu­missi. Það er í takt við ann­að,“ segir Ingi­björg Sól­rún, en eins og hún ræddi við Kjarn­ann í kjöl­far þess að hún lét skyndi­lega af störfum hjá ÖSE beittu Tyrkir sér gegn því, ásamt Tadsík­ist­um, að hún yrði end­ur­ráðin sem for­stjóri Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­stofn­unar ÖSE.

Ástæðan fyrir því að Ingi­björg Sól­rún var ekki í náð­inni hjá Tyrk­landi og Tads­ík­­­ist­an var að hennar sögn sú að hún var ekki til­búin að skil­greina ákveðin félaga­sam­tök sem hryðju­verka­sam­tök.

Segir Róbert hafa tekið þátt í hvít­þvætti

„Nú kemur for­seti Mann­rétt­inda­dóms­stóls­ins til Tyrk­lands, hittir for­set­ann og aðra ráða­menn og þiggur heið­urs­dokt­ors­nafn­bót úr þeirra hendi en mann­rétt­inda­fröm­uð­urn­ir, gagn­rýnu blaða­menn­irnir og full­trúar frjálsu félaga­sam­tak­anna fá hvergi að koma nærri. Inn á við í Tyrk­landi virkar þetta auð­vitað eins og hvít­þvottur og til þess eru ref­irnir skorn­ir,“ segir Ingi­björg Sól­rún og gagn­rýnir jafn­framt þau svör sem Róbert Spanó hefur veitt fjöl­miðlum aðspurður út í gagn­rýn­is­radd­ir, en hann hefur sagt að hefð sé fyrir því að for­setar MDE þiggi heið­urs­nafn­bætur frá ýmsum aðild­ar­löndum og slíku boði hafi aldrei verið hafn­að.

„Ró­bert Spanó segir að það sé hefð fyrir því að for­seti Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins þiggi heið­urs­dokt­ors­nafn­bót en mér er til efs að það sé hefð fyrir að þiggja hana í ríki þar sem staða mann­rétt­inda er með þessum hætti og hið akademíska frelsi jafn bág­borið og það er í Tyrk­land­i,“ segir Ingi­björg og bendir á að í Tyrk­land sé á meðal þeirra ríkja sem verst standi í sam­an­burði á akademísku frelsi.

„Mér er nær að halda að það hafi verið for­dild en ekki hefð sem réði því að Róbert Spanó þáði þessa veg­tyllu,“ ritar Ingi­björg Sól­rún.

Mikið finnst mér dap­ur­legt að fylgj­ast með heim­sókn Róberts Spano, for­seta Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu, til Tyrk­lands....

Posted by Ingi­björg Sól­rún Gísla­dóttir on Sat­ur­day, Sept­em­ber 5, 2020


Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“
Kjarninn 1. desember 2020
Frumvarp Páls breytir litlu um samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp takmarkanir á úthlutaðri aflahlutdeild. Það gengur mun skemur en aðrar tillögur sem lagðar hafa verið fram til að draga úr samþjöppun í sjávarútvegi.
Kjarninn 1. desember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Hefði verið gott að „átta sig fyrr á því að þessi bruni væri öðruvísi en aðrir“
Dagur B. Eggertsson segir að borgaryfirvöld verði að taka til sín þá gagnrýni sem eftirlifendur brunans á Bræðraborgarstíg hafa sett fram á þann stuðning og aðstoð sem þeir fengu.
Kjarninn 1. desember 2020
Barist við elda í Ástralíu.
Eldar helgarinnar slæmur fyrirboði
„Svarta sumarið“ er öllum Áströlum enn í fersku minni. Nú, ári seinna, hafa gróðureldar kviknað á ný og þó að slökkvistarf hafi gengið vel um helgina er óttast að framundan sé óvenju heit þurrkatíð.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Húsarústirnar standa enn.
Dómstjóri synjar beiðni um lokað þinghald í manndrápsmálinu á Bræðraborgarstíg
Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur hefur synjað beiðni um lokað þinghald í máli mannsins sem er ákærður fyrir brennu og manndráp á Bræðraborgarstíg 1 í sumar. Þrír fórust í eldsvoðanum og tveir slösuðust alvarlega.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiErlent