Kaninn, landinn og sáttin

Símon Vestarr svarar grein Jóhanns Friðriks Friðrikssonar.

Auglýsing



Við erum orðin vön því að stjórn­mál sé eitt­hvað sem við verðum fyr­ir, ekki eitt­hvað sem við iðk­um. Þess vegna eigum við erfitt með að sjá fyrir okkur að við getum verið ger­endur á hinu stjórn­mála­lega sviði. Við högum okkur í raun ekki eins og full­orðið fólk í umræð­unni af því að við höfum ekki fengið tæki­færi til þess að þroskast sem þátt­tak­endur í stjórn­mál­um. Við erum í vissum skiln­ingi börn. Við myndum okkur kannski skoð­anir og höldum þeim jafn­vel fram en göngum út frá því að hafa þurfi vit fyrir okk­ur. Þess vegna viljum við á end­anum bara að mamma og pabbi hætti að ríf­ast. Margir önd­uðu því léttar þeg­ar VG og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn gengu í eina sæng sam­an. Einn þeirra var Jóhann Frið­rik Frið­riks­son. 

Í grein­inni „Guð blessi Ísland“ dregur Jóhann upp mynd af eft­ir­hruns­stjórn­málum og byrjar á því að bera saman kosn­ingu Obama í Banda­ríkj­unum og stjórn­mála­um­ræð­una á Íslandi á mán­uð­unum í kjöl­far hruns­ins. Hann skrif­ar: „Strax frá byrjun tal­aði Obama um bjart­ari tíma ef allir legð­ust á eitt og lagði áherslu á það að hann væri for­seti allrar þjóð­ar­inn­ar, ekki bara þeirra sem hann kusu. Sjaldan heyrði maður for­sæt­is­ráð­herra sem hér sátu tala í þá átt. Hér heima fannst mér hat­rið alls­ráð­andi og átakapóli­tíkin í tísku.“ Hann tekur nokkur dæmi og bætir svo við: „Heima var upp­hrópun­arpóli­tíkin nefni­lega hafin strax í byrjun krepp­unn­ar.“ 

Þar með leggur hann grunn að sögu­skoðun sinni sem hljóðar nokkurn veg­inn svona: Stjórn­mála­menn í Banda­ríkj­unum brugð­ust við komu krepp­unnar af yfir­vegun en smám saman náði svokölluð „upp­hrópun­arpóli­tík“ að festa ræt­ur, sem varð til þess að Trump var kos­inn. Á Íslandi var þetta öfugt að mati Jóhanns. Við byrj­uðum á hatrömmum deilum en eygjum nú von um að vera að kom­ast út úr þeim praxis og yfir í nýtt skeið sátta­stjórn­mála. Hann tekur ekki afstöðu til mál­efn­anna sjálfra heldur tekur yfir­lits­mynd af tóni umræð­unnar í lönd­unum tveimur og litar í eyð­urn­ar. Við skulum líta fram­hjá stað­reyndum eins og þeirri að byssu­sala rauk upp úr öllu valdi í Banda­ríkj­unum um leið og Obama var kjör­inn, auk þess sem vef­þjónar sem hýstu heima­síður kyn­þátta­hat­ara­sam­taka hrundu á síð­ustu mán­uðum árs­ins 2008 vegna skyndi­lega auk­innar umferðar og gefa okkur að heild­ar­mynd Jóhanns sé í aðal­at­riðum rétt.

Auglýsing

Hvað segir það okk­ur?

Til eru tvær leiðir til að skoða orsakir og afleið­ingar á hinu stjórn­mála­lega sviði. Gróf­lega mætti kalla þær efn­is­hyggju og hug­hyggju. Á meðan efn­is­hyggjan gerir ráð fyrir því að póli­tískar svipt­ingar eigi rætur sínar að rekja til raun­að­stæðna hjá fólki og að þær aðstæður móti ríkj­andi við­horf er nálgun hug­hyggj­unnar á þann veg að það séu fyrst og fremst ríkj­andi við­horf sem móti raun­að­stæð­ur. Það er því skilj­an­legt að hug­hyggju­fólk hall­ist að því að yfir­vegun ráða­manna sé mik­il­væg­asti þátt­ur­inn í því að koma öllu á réttan kjöl og lít­i fram hjá þætti órétt­lætis í afbökun stjórn­mála. Þetta fólk botnar hvorki upp né niður í kosn­ingu Don­alds Trump af því að það er blint á það hvernig kap­ít­al­ismi elur af sér ójöfn­uð, ójöfn­uður elur af sér stétta­gremju og stétta­gremja sem fær ekki eðli­lega útrás (sér­stak­lega í kæf­andi elít­isma banda­rískrar stjórn­mála­um­ræðu) verður að sála­ræt­andi hatri. 

For­set­inn Don­ald JTrump er skil­getið afkvæmi þeirrar sam­fé­lags­spennu sem kap­ít­al­ismi leiðir af sér. Lausnin er ekki að allir andi djúpt og séu kurt­eis­ari. Auð­vitað er mikið upp­byggi­legra að orða hlut­ina mál­efna­lega og barna­leg útlegg eins og upp­nefni og gíf­ur­yrði eru ekki áhrifa­ríkar leiðir til að finna lausn­ir. En þau útlegg eru ekki orsök hat­urs­ins í umræð­unni held­ur afleið­ing þess. Orsök gremjunnar er ekki hug­mynda­fræði­legt sjón­ar­horn heldur ber­sýni­legt og kald­rifjað órétt­læt­i. Freud kennir okkur að bæl­ing elur af sér óeðli og það sýndi sig svo ekki var um villst haustið 2016 í Banda­ríkj­un­um. 

Barack Obama var nefni­lega síð­asta fals­vonin sem auð­vald­inu í Banda­ríkj­unum tókst að selja almenn­ingi. Hann bauð sig fram sem boð­bera nýrra tíma í póli­tík, tal­aði um von og breyt­ing­ar, not­aði slag­orð sós­í­alist­ans César Chavez (Sí, se puede! = Yeswe can!) og stýrði svo land­inu að eigin sögn eins og hóf­sam­ur Repúblikani. Það er satt sem Jóhann segir að Obama-­stjórnin lagð­ist í fáheyrðar aðgerðir „til þess að koma hjólum atvinnu­lífs­ins aftur í gang“ en umbóta­að­gerðir hans í heil­brigð­is­málum voru eftir rúm­lega ára­tugs­gam­alli for­skrift Repúblikana og hann jók líka við hern­að­ar­um­svif Banda­ríkj­anna í Mið-Aust­ur­löndum og víkk­aði veru­lega út hler­un­ar­starf­semi þá sem Bus­h-­stjórnin hóf. Er eitt­hvað skrýtið að amer­íska þjóðin hafi verið reið Demókröt­un­um? Og svo bætti flokks­for­ystan gráu ofan á svart með því að svindla í for­kosn­ing­unum í þágu Hill­ary Clinton til að hafa útnefn­ing­una af krat­an­um Bernie Sand­ers. Auð­vitað er for­áttu­heimsku­legt að kjósa fas­ista eins og Trump í þeim til­gangi að rétta Was­hington mið­fingur í geð­vonskukasti en reiði sem fær ekki heil­brigðan far­veg mun finna sér óheil­brigðan í stað­inn.

Og hvað með Ísland?

Jóhann víkur nú athygl­inni að kosn­ing­unum á Íslandi í októ­ber 2017 og skrif­ar: „Í takt við kosn­ing­ar Trumps fylgdu mykju­dreif­andi lyga­aug­lýs­ingar ver­ald­ar­vefs­ins og þá stóð fátt sem aðskildi örríkið og risa­veld­ið. Eftir kosn­ingar á Íslandi hvað þó óvænt við nýjan tón. Nú var ljóst að menn urðu að vinna saman ef starf­hæf rík­is­stjórn ætti að nást. Ákall eftir meiri sam­vinnu var skýr og almenn­ingur vakn­aður til lífs­ins.“ Þessi rök­semd er algjör­lega úr lausu lofti grip­in. Mér er fyr­ir­munað að skilja hvernig nokkur mann­eskja getur sett fram þá túlkun að kosn­inga­nið­ur­stöður sem komu átta flokkum inn á þing hafi verið „ákall eftir meiri sam­vinn­u.“ Auð­vitað settu for­menn stóru flokk­anna þetta fram svona, enda þeim í hag. En hver neyddi okkur til að apa eftir þeim þetta kjaftæði? Kosn­ing­arnar voru ákall um breyt­ing­ar, ekki þingsam­stöðu. Og eins og í Banda­ríkj­unum leit­aði gremjan yfir órétt­læt­inu til flokka lýð­skrumara (Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins) þar sem eng­inn rót­tækur val­kostur stóð fólki til boða. 

VG hlaut risa­vaxna fylg­is­aukn­ingu í könn­unum en glopraði henni niður fyrir tutt­ugu pró­sentin með því að neita að úti­loka sam­starf við íhald­ið; með því að neita að vera rödd rót­tækra breyt­inga. Auð­vitað er satt hjá Jóhanni að nóg var um „mykju­dreif­andi lyga­aug­lýs­ing­ar“ og óneit­an­lega er alltaf gagn­legra að vera mál­efna­legur en ræt­inn. En það að forð­ast ill­kvittni gagn­vart hug­mynda­fræði­legum aðstæðum er ekki það sama og að bjóða þeim með sér í rík­is­stjórn­ar­sam­starf. Tökum dæmi: Að kalla Bjarna Ben drullu­sokk er ómál­efna­legt og óhjálp­legt. Að kalla hann Pana­ma­prins er kannski líka óþarfi. En að kalla hann spillt­an? Það er ósköp ein­fald­lega sann­leikur sem all­ir lands­menn eiga rétt á að fá að vita. Mál­tækið seg­ir: oft má satt kyrrt liggja. En það á ekki við um heil­indi stjórn­mála­manna. Og hér komum við að lýð­ræð­is­legum þroska íslensku þjóð­ar­inn­ar.

Bak við heift­ina í íslenskri stjórn­mála­um­ræðu er raun­veru­leg neyð fólks sem sam­fé­lag okkar hefur brugð­ist. Við strokum þá neyð ekki út með því að láta Katrínu vera kurt­eisa við Bjarna eða með því að festa upp platta sem á stend­ur: „Öll dýrin í skóg­inum eiga að vera vin­ir.“ Raun­veru­leg sam­ræðu­stjórn­mál byggj­ast á gagn­kvæmu trausti og Sjál­stæð­is­flokk­ur­inn er ekki trausts­ins verð­ur. Við þurfum að horfast í augu við það að Íslend­ingar eru ekki allir á sama báti og að sum okkar sjá bein­línis hag sinn í því að við­halda eymd ann­arra. Við þurfum að þroskast. Stétta­bar­átta er ekki marxískur til­bún­ingur heldur raun­veru­leg átök um fram­tíð þjóð­ar­innar og heims­ins alls. Hverjir vita þetta manna best? Eigna­stétt­in. Enda er hún ekki í neinum sátta­hug. Hún er ekki mamma okkar eða pabbi og það eru full­trúar hennar á þingi ekki held­ur. Hún vill bara fá að halda áfram að færa auð þjóð­ar­innar upp á við til sín og sinna án þess að almenn­ingur skipti sér af. Þess vegna ávarpar hún okkur sem börn og von­ast til þess eins að við förum nú að halda kjafti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar