Fimmþætt krafa um launaleiðréttingu

Hjördís Albertsdóttir segir að nú sé einmitt rétti tíminn til að semja við kennara og semja vel. Það sem blasi við sé að laun grunnskólakennara eiga og verði að hækka. Krafan sé skýr og á bak við hana er fullkomin alvara.

Auglýsing



Í Háva­málum er svo ort um hvernig tækla skuli var­huga­vert fólk: „Fag­urt skaltu við þann mæla en flátt hyggja.“ Á aðvent­unni hef ég verið þungt hugsi um stöðu kjara­mála og hafa þá þessi orð, hvað eftir ann­að, komið upp í huga mér. Það liggur ein­hver óein­lægni í loft­inu sem gæti, ef allt fer á versta veg, grafið undan öllum stöð­ug­leika og sam­vinnu.

Árið end­aði á sprengju. Flug­virkjar fóru í verk­fall og sam­tök atvinnu­lífs­ins ákváðu að það væri góð hug­mynd að gera verk­fallið að upp­gjöri um stöð­ug­leika og Salek (Sam­starf um launa­upp­lýs­ingar og efna­hags­for­sendur kjara­samn­inga). Fram­kvæmda­stjóri SA steig ítrekað fram og tal­aði um að það kæmi ekki til greina að mæta fárán­legum kröfum flug­virkja og það yrði ekki hvikað frá þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið í kjara­málum í land­inu, m.a. í sam­starfi við ríki og sveit­ar­fé­lög. Lína hafi verið dregið í sand­inn og þar við skyldi sitja. Það var líka full­ljóst að krafa atvinnu­rek­enda var sú að sett yrðu lög á verk­fallið ef flug­virkjar gæfu sig ekki. Þegar svo í ljós kom að sá kostur var póli­tískt ómögu­legur var allt í einu samið, öllum að óvör­um. Samn­ing­ur­inn hefur nú verið sam­þykktur meðal flug­virkja með atkvæða­greiðslu

Ekki man ég eftir því að nokkurn tíma hafi verk­falli lokið með samn­ingi sem svo er haldið leyndum fyrir almenn­ingi. Blaða­menn misstu líka áhug­ann og hafa ekki nennt að fylgja mál­inu eft­ir. Heim­ildir mínar herma þó að það sé um marg­falt meiri hækk­anir að ræða en þau 1,3 - 1,6% sem BSRB og ASÍ hafa verið að semja um fyrir suma af sínum félags­mönnum á sama tíma.

Auglýsing

Við skulum ekki gleyma því að flug­virkjar voru í ASÍ og ef þeir væru það enn heyrðu þeir undir Salek í dag. Þeir sögðu sig þó úr sam­band­inu á sínum tíma, lík­leg­ast töldu þeir hags­munum sínum betur borgið utan þess. Þessir tíma­móta­samn­ingar flug­virkja senda því smærri aðild­ar­fé­lögum innan ASÍ heldur betur öflug skila­boð. Alþýðu­sam­band Íslands er ekki lengur það félag sem laun­þegar flykkja sér á bak og líta á sem öfl­ugan málsvara sinn. Nýjasta dæmi þess er krafa sjó­manna í Grinda­vík um alls­herj­ar­at­kvæða­greiðslu um það hvort þeir ættu að fylgja for­dæmi flug­virkja og ganga úr sam­band­inu. Nær allir greiddu atkvæði með úrsögn úr ASÍ. Það er grafal­var­legt mál.

Krafa flug­virkja var mjög eðli­leg og sann­gjörn. Kannski var tíma­setn­ingin á verk­fall­inu umdeil­an­leg en það er ekk­ert óeðli­legt við það að grund­vall­ar­stétt í góð­ær­is­geira geri kröfu um kjara­bæt­ur. Það hefur orðið gríð­ar­leg spreng­ing í ferða­manna­straumi til lands­ins og það er afleit rök­semd (sem kom fram hjá við­semj­endum flug­virkja) að við slíkar aðstæður sé það nán­ast heilög skylda stjórn­enda fyr­ir­tækja að reyna að fá alla þjón­ustu og vinnu­afl eins ódýrt og mögu­legt er. Þetta er sér­lega óvið­eig­andi í ljósi þess að í febr­úar 2017 sendi Icelandair frá sér afkomu­við­vörun á sama tíma og lagt var til að félagið greiddi eig­endum sínum hátt í 600 millj­ónir í arð. Þetta er bók­staf­lega snar­ga­lið.

Kjara­bar­átta á Íslandi stendur á kross­göt­um. Hjá stórum hópi launa­fólks hefur hún verið afar veik­burða. Það hefur þó ekki komið mjög að sök þar sem við höfum verið ótrú­lega heppin með það að ofsa­vöxtur í ferða­þjón­ustu hefur haldið uppi vel­sæld og kaup­mætti. Aðstöðu­munur milli hópa hefur þó um leið verið gríð­ar­leg­ur. Á sama tíma og eig­endur Icelandair geta skammtað sér mörg hund­ruð millj­ónir úr félag­inu, jafn­vel þegar hagn­að­ar­á­ætl­anir bregðast, krefst atvinnu­lífið þess að lögum sé beitt á þá starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins sem neita að láta skammta sér úr hnefa.

Að þessu leyti var bar­átta flug­virkja grund­vall­ar­bar­átta. Afleið­ingar samn­ings­ins eiga enn eftir að koma í ljós en kalt mat er það að marg­falt lík­legra sé að þessi samn­ingur stefni stöð­ug­leika í hættu en launa­kjör bisk­ups eða dóm­ara. Það er nokkuð ljóst að hafi Salek-ramm­inn verið brot­inn á bak aftur með samn­ingnum munu aðrir hópar ekki láta bjóða sér að vera haldið innan hans.

Tals­menn stöð­ug­leika líta eflaust á flug­virkja sem ófrið­ar­seggi. Það finnst mér afar órétt­látt. Kröfu um stöð­ug­leika má aldrei byggja á rang­læti! Aug­ljós­ast og rétt­lát­ast er að starfs­fólk í ferða­þjón­ustu njóti upp­sveiflu í geir­an­um, þetta sama starfs­fólk mun svo sann­ar­lega fá að finna fyrir því þegar kemur að nið­ur­sveifl­unni.

Sam­vinna og traust á vinnu­mark­aði er algjör­lega gegn­um­sýrt af van­trausti. Við grunn­skóla­kenn­arar finnum oft fyrir því. Við­semj­endur okkar tala nú ekki oft um okkur í fjöl­miðlum en þegar það ger­ist er það á þann hátt sem hend­ingin úr Háva­málum lýsir hér að ofan. Engir tala oftar um mik­il­vægi grunn­skóla­kenn­ara en þeir sem standa hvað harð­ast gegn kjara­bótum okk­ar.

Nú um ára­mótin eru runnin upp önnur mán­aða­mótin hjá samn­ings­lausum grunn­skóla­kenn­ur­um. Ekki er hægt að skilja það litla sem gefið er upp öðru­vísi en að við séum föst í ein­hvers­konar bið­röð eftir lend­ingu.

Ef ekki verður samið við okkur fljót­lega verður það hin stóra kjara­bar­átta næstu mán­aða. Við eigum skýra kröfu á veru­legar kjara­bæt­ur, svo ein­falt er það. Krafan er að öllu leyti mál­efna­leg og rétt­læt­an­leg og ekk­ert sem ætti að standa í vegi fyrir því að hægt sé að gera góðan samn­ing við okk­ur.

Fyr­ir­staðan er þó tví­þætt.

Ann­ars vegar að í land­inu eru sum hver illa rekin og fátæk sveit­ar­fé­lög sem geta illa rekið sér­fræði­þjón­ustu með sér­fræði­laun­um.

Hins vegar að við­semj­endur okkar grunn­skóla­kenn­ara hafa sagst ætla að draga línu í sand­inn í nafni stöð­ug­leika.

Það er ósköp ein­falt að svara fyrri mót­bár­unni. Það er ekki hlut­verk okkar launa­fólks að nið­ur­greiða með launum okkar verk­efni sem sveit­ar­fé­lög eru ófær um að sinna. Ráði þau ekki við verkið á að taka það af þeim eða veita þeim stuðn­ing. Um það þarf ekki að hafa fleiri orð.

Seinni mót­báran er jafn veik­burða í okkar til­felli og hún var í til­felli flug­virkja. Ætli sveit­ar­fé­lögin sér að standa við þessa línu sína og krefja lög­gjafann um bak­trygg­ingu munu þau þvinga okkur grunn­skóla­kenn­ara til átaka af fullum þunga.

Nú er einmitt rétti tím­inn til að semja við okkur og semja vel. Staða sveit­ar­fé­lag­anna er betri en hún hefur verið um langa hríð. Þau eru mun betur í stakk búin til að bæta kjör grunn­skóla­kenn­ara en oft áður. Það má vel vera að styrkja þurfi tekju­stofna þeirra í fram­tíð­inni til að sinna verk­efn­inu, það er ein­ungis sann­gjörn krafa sem leiðir af því að fela sveit­ar­fé­lög­unum verk­efni af þeirri stærð­argráðu sem grunn­skól­inn er.

Við grunn­skóla­kenn­arar eigum nefni­lega að minnsta kosti fimm­þætta kröfu um kjara­bæt­ur.

og fyrir því ætla ég að færa mál­efna­leg og skýr rök.

Í fyrsta lagi hefur grunn­skóla­kenn­urum verið haldið niðri í launum m.a. af þeirri ástæðu að líf­eyr­is­rétt­indi þeirra séu betri en margra ann­arra. Nú um síð­ustu ára­mót voru líf­eyr­is­rétt­indin hins vegar skert veru­lega og fyrir það eitt eigum við inni ríf­lega launa­hækk­un.

Í öðru lagi verður kenn­ara­starfið að vera launa­lega sam­keppn­is­hæft. Helm­ingur mennt­aðra kenn­ara er í öðrum störfum og það stefnir hratt í óefni. Að sjálf­sögðu er hægt að grípa til stuðn­ings­að­gerða eins og að gera námið styrk­hæft en það er ekki hægt að horfa fram hjá því að launin eru of lág og þau þurfa að hækka. Á meðan launin eru of lág er sjálf­krafa minni aðsókn í námið þrátt fyrir stuðn­ing. Hækkun launa þarf að vera hlut­falls­leg miðað við aðrar stéttir svo fólk hætti að flýja starfið og þeir sem mennt­aðir eru nú þegar komi helst til baka.

Í þriðja lagi hafa hæfni- og mennt­un­ar­kröfur til grunn­skóla­kenn­ara verið auknar veru­lega á síð­ustu árum. Um leið og það var gert var því lofað að því fylgdi launa­leið­rétt­ing. Það var (fáum að óvörum) að sjálf­sögðu svik­ið. Nú er tíma­bært að efna það!

Í fjórða lagi bitnar ómál­efna­legur kyn­bund­inn launa­munur á grunn­skóla­kenn­ur­um. Við erum að stærstum hluta konur og af þeirri ástæðu einni eru launin of lág, ekki vegna mennt­un­ar­krafna að starfs­ins sjálfs heldur vegna þess að kenn­arar til­heyra kvenna­stétt. Kyn­bund­inn launa­munur er þjóð­ar­skömm og hluti af kerf­is­bund­inni kúg­un. Þetta þarf að laga og það strax og fátt betur til þess fallið en kjara­samn­ing­ar.

Í fimmta lagi er almenn sátt um kjara­bætur grunn­skóla­kenn­ara. Launa­leið­rétt­ing til þeirra ógnar ekki stöð­ug­leika. Gylfi Arn­björns­son kom fram í fjöl­miðlum á aðvent­unni og sagði að aðilar vinnu­mark­að­ar­ins hefðu fyrir sitt leyti sam­þykkt launa­bætur til grunn­skóla­kenn­ara umfram aðra hópa. Hann átti reyndar við að þessar hækk­anir hafi nú þegar verið veittar og væru ríf­leg­ar, það er nú bara alls ekki rétt og hluti af þessum eilífa blekk­ing­ar­leik sem verið er að leika. Aðgerðir kenn­ara síð­asta vetur skil­uðu því að öll Salek-hækk­unin var sett á einu bretti inn í samn­ing­inn, enn hafa kenn­arar samt ekki brotið Salek-ramman á bak aftur og verði engar frek­ari hækk­anir hafa grunn­skóla­kenn­arar ekki fengið neinar hækk­anir umfram aðra hópa eins og Gylfi sjálfur talar um að sé sátt um. Hvort þeir fái hækk­anir umfram aðra hópa ræðst af þeim samn­ingi sem nú á að gera. Þess vegna geta sveit­ar­fé­lögin ekki sam­tímis samið við grunn­skóla­kenn­ara og fram­fylgt ein­hliða ramma­sam­komu­lag­inu. Hækk­unin myndi ekki ógna neinum stöð­ug­leika, að minnsta kosti ætti ASÍ algjör­lega að geta sætt sig við það því for­seti sam­bands­ins hef­ur, sjálfur úr hásæti sínu, þegar lýst því yfir að það sé ásætt­an­legt.

Af ofan­greindu er aug­ljóst að kjara­bætur til grunn­skóla­kenn­ara eru mál­efna­leg­ar, ásætt­an­leg­ar, þarfar og tíma­bær­ar. Það er alveg ljóst að stöð­ug­leiki á vinnu­mark­aði verður ekki keyptur með því að halda kenn­urum niðri og hvað þá stöð­ug­leiki í mennta­mál­um. Það sem stendur helst í vegi fyrir samn­ingum er ein­hver rót­gró­inn óheið­ar­leiki í kjara­mál­um. Síð­ustu samn­ingar voru mjög fegraðir og ýktir þegar um þá var tal­að, bæði af við­semj­endum okkar og okkar eigin for­ystu.

Það sem blasir við er að laun grunn­skóla­kenn­ara eiga og verða að hækka. Það er kjarni máls­ins. Krafan er skýr og á bak við hana er full­komin alvara. Sveit­ar­fé­lögin verða að átta sig á þessu og grípa tæki­færið til að ganga til samn­inga við kenn­ara með það að mark­miði að leið­rétta og bæta kjör­in. Vilji þau frekar fara átaka­leið verða þau að bera ábyrgð á því svo og fyr­ir­sjá­an­legri eyði­legg­ingu heillar starfs­stétt­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar