Fjármálamarkaðir í miðju breytingaskeiði

Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir að fjármálafyrirtæki hér á landi byggi á traustum grunni. Nú standi yfir breytingarbylur í fjármálaþjónustu og taka þurfi stöðuna í sameiningu um hvernig eigi að bregðast við.

Auglýsing

Miklar og áhuga­verðar breyt­ingar eiga sér nú stað á fjár­mála­mörk­uðum um heim all­an. Þróun í staf­rænni tækni er hröð á öllum sviðum og þar er fjár­mála­þjón­usta engin und­an­tekn­ing. Fjár­tækni­fyr­ir­tæki (e. fin­tech) eru orðin fyr­ir­ferða­mikil á mark­aði með fjár­mála­þjón­ustu sem er að umbreyta sam­keppn­isum­hverf­inu. Þessi þróun ásamt inn­leið­ingu nýrrar greiðslu­miðl­un­ar­til­skip­unar Evr­ópu­sam­bands­ins (PSD II) mun valda því straum­hvörfum á fjár­mála­mörk­uðum á næstu árum og telja flestir sér­fræð­ingar ein­sýnt að sam­keppn­isum­hverfið eigi eftir að ger­breytast: fjár­tækni­fyr­ir­tæki og alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki á borð við AmazonApple og fleiri eru í vax­andi mæli ásamt fjar­skipta­fyr­ir­tækjum að gera sig gild­andi þegar kemur að veit­ingu fjár­mála­þjón­ustu.

Fjár­mála­fyr­ir­tæki eru hátækni- og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki

Íslensk fjár­mála­fyr­ir­tæki standa frammi fyrir bæði áskor­unum og tæki­færum í þessum efn­um. Þegar litið er yfir árið þá sjást þess glögg merki að þau eru í óða önn að búa sig undir breyt­ingar enda hafa þau kynnt fjöl­marg­ar  tækni­lausnir sem stand­ast sam­an­burð við það fremsta sem þekk­ist beggja vegna Atl­antsála. Þetta minnir okkur líka á að íslensk fjár­mála­fyr­ir­tæki eru mik­il­vægur vett­vangur fyrir nýsköpun og þau veita fólki með fjöl­breytta menntun spenn­andi starfs­vett­vang.

Á und­an­förnum árum hafa verið gerðar feiki­lega miklar breyt­ingar á reglu­verki fjár­mála­mark­aða á vett­vangi ESB. Þessar breyt­ingar ásamt hinni öru þróun fjár­tækn­innar í krafti  staf­rænu bylt­ing­ar­innar gera að verkum að fjár­mála­kerfi 21. ald­ar­innar mun eiga fátt sam­eig­in­legt með kerf­inu eins og það var fram til árs­ins 2008. 

Auglýsing

Ræðum inni­hald

Á vett­vangi stjórn­mál­anna mætti oftar ræða um þessar miklu breyt­ingar  þegar þar á sér stað umræða um fjár­mála­mark­að­inn. Á meðan það sem er helst rætt á því sviði eru hversu mikið ríkið eigi að eiga í fjár­mála­fyr­ir­tækjum eða hvernig megi sækja meira fjár­magn til fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna inn í sam­neysl­una, þá eru að eiga sér stað stór­tækar breyt­ingar á fjár­mála­mörk­uðum sem kalla miklu frekar á spurn­ingar eins og hvernig við ætlum að gera íslenskum fjár­mála­fyr­ir­tækjum kleift að taka þátt í þeim og þeirri hörðu sam­keppni sem þeim fylg­ir. Þá er einnig mik­il­vægt nú þegar við stöndum í þessum breyt­ingum miðjum að kort­leggja hvaða áhrif þessar breyt­ing­ar, sem geta leitt af sér meiri sækni í fjár­mála­þjón­ustu þvert á landa­mæri, munu hafa á íslensk fjár­mála­fyr­ir­tæki og íslenskt efna­hags­líf. Staf­ræna kyn­slóðin er komin inn á mark­að­inn og hún hugsar þessa hluti að mörgu leyti með nýjum hætti, enda alist upp með græjurnar í hönd­un­um. Tím­inn til þessa að kortleggja þessa stöðu er því nún­a. 

Rík­is­um­svifin á fjár­mála­mark­aði meiri  en árið 1997

Þetta er sér­stak­lega mik­il­vægt meðal ann­ars í ljósi þess hve íslenska ríkið er umsvifa­mikið á fjár­mála­mark­aði. Þannig er eign­ar­hlutur rík­is­sjóðs í banka­kerfi lands­ins er ríf­lega fimm sinnum hærri í dag en árið 1997 en þá átti rík­is­sjóður allt hlutafé Bún­að­ar­bank­ans, Fjár­fest­inga­banka atvinnu­lífs­ins og Lands­bank­ans. Þannig var hlutur íslenska rík­is­ins í bók­færðu eigið fé við­skipta­bank­anna sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu tæp­lega 19% í árs­lok 2016. Vart þarf að taka fram að álíka rík­is­um­svif á fjár­mála­mark­aði þekkj­ast ekki annar staðar á Vest­ur­lönd­um.

Sann­gjörn sam­keppn­is­skil­yrði

Eitt helsta áherslu­mál SFF er að íslenskur fjár­mála­mark­aður búi við sömu reglur og skil­yrði og önnur fjár­mála­fyr­ir­tæki sem starfa á hinu sam­eig­in­lega evr­ópska mark­aði. Því miður er það ekki raun­in. Ýmis íslensk sér­á­kvæði eru fléttuð saman við evr­ópskar reglur þegar þær eru inn­leiddar hér á landi. Við þetta bæt­ist að skattaum­hverfi aðild­ar­fé­laga SFF er sér­stak­lega íþyngj­andi og þekk­ist slíkt hvergi í Evr­ópu. Hér á landi eru þrír skattar lagðir sér­stak­lega á fjár­mála­fyr­ir­tæki: banka­skatt­ur, fjár­sýslu­skattur og sér­stakur fjár­sýslu­skatt­ur. Banka­skatt­ur­inn, sem er í raun skatt­lagn­ing á inn­lán og skulda­bréfa­fjár­mögnun fjár­mála­fyr­ir­tækja,  er um 10 sinnum hærri hér á landi en almennt tíðkast hjá þeim Evr­ópu­löndum sem leggja á slíkan skatt.

Þessi skatt­lagn­ing hefur víð­tæk áhrif. Hún eykur rekstr­ar­kostnað fjár­mála­fyr­ir­tækja og veikir sam­keppn­is­stöðu þeirra gagn­vart öðrum fyr­ir­tækj­um. Afleið­ing­arnar eru að lán­veit­ingar og fjár­mála­þjón­ustan flyst til aðila sem ekki lúta eft­ir­liti FME sem fjár­mála­fyr­ir­tæki. Með öðrum orðum ýtir skatt­lagn­ingin undir skugga­banka­starf­semi sem svo eykur fjár­mála­lega kerf­is­á­hættu.

Dýr­keyptur banka­skattur

Banka­skatt­arnir sér­stöku valda rík­inu jafn­framt kostn­aði þegar allt kemur til alls. Eins og fram kom í grein­ingu Yngva Arnar Krist­ins­son­ar, hag­fræð­ings SFF, sem birt­ist í Hnot­skurn, riti SFF,  rýra  sér­stakir skattar á borð við banka­skatt­inn virði eign­ar­hluta íslenska rík­is­ins í fjár­mála­kerf­inu um 150 millj­arða að minnsta kosti.

Í umræð­unni gleym­ist oft sú stað­reynd að bankar og spari­sjóðir eru í harðri sam­keppni við aðra lán­veit­endur sem búa við mun hag­felld­ara skattaum­hverfi. Þannig borga til að mynda líf­eyr­is­sjóðir ekki banka­skatt en þeir eru harðri sam­keppni við aðild­ar­fé­lög SFF við veit­ingu fast­eigna­lána svo dæmi séu tek­in. Erlend fjár­mála­fyr­ir­tæki greiða eðli máls­ins ekki heldur þessa skatta en þau hafa gert sig gild­andi hér á landi í lán­veit­ingum til stórra íslenskra fyr­ir­tækja á und­an­förnum árum. Allar líkur eru á því áfram­hald verði á þess­ari þróun nú þegar gjald­eyr­is­höftum hefur verð aflétt. Það verður eitt helsta bar­áttu­mál SFF á kom­andi ári að íslensk fjár­mála­fyr­ir­tæki fái að búa við sam­bæri­legt sam­keppn­isum­hverfi og aðrir á sama mark­að­i. 

Áskor­anir við inn­leið­ingu ESB-reglna

Ein stærsta áskor­unin sem EES ríkin standa nú frammi fyrir er að tryggja sam­ræmi í reglu­verki innri mark­aðar Evr­ópu. Þar standa EES ríkin frammi fyrir því að mis­ræmi hefur skap­ast og mun halda áfram að skap­ast í því hvenær reglu­verk tekur gildi í Evr­ópu, hvenær það er inn­leitt í EES ríkj­unum og ekki síst hvenær það er tekið upp í EES samn­ing­inn. Vegna inn­leið­ing­ar­hall­ans sem hefur skap­ast fara EES ríkin stundum þá leið að taka reglu­verk upp áður 

en það er komið inn í EES samn­ing­inn. Þó það sé jákvætt er það engu að síður áskorun því þá er ein­ungis verið að taka reglu­verkið inn í íslenskan rétt en staðan gagn­vart evr­ópskum eft­ir­lits­stofn­unum á fjár­mála­mark­aði er óljós­ari eða hrein­lega ekki orðin virk. Þá má ekki gleyma því heldur að nú þegar fjár­magns­höftum hefur verið lyft hér á landi þá geta komið upp tækni­leg vanda­mál við þessar aðstæður þar sem það reglu­verk sem ekki er komið inn í EES samn­ing­inn gildir þá í raun ekki fyrir EES ríkin þrjú á innri mark­aðn­um. Stjórn­völd allra þriggja EES ríkj­anna gera sér grein fyrir þessu og eru því að leggja mikla áherslu á að vinnan gangi hratt og örugg­lega fyrir sig. Við hjá sam­tök­unum höfum tekið upp náið sam­starf við syst­ur­sam­tök okkar í Nor­egi og Liechten­stein þar sem við erum að vinna mat á því hversu víð­tæk áhrif það getur haft á EES ríkin þegar gild­is­töku mis­ræmið á sér stað. Fram­kvæmda­stjórn ESB hefur jafn­framt ákveðið að setja meiri kraft í þessa vinnu sín megin en fyr­ir­sjá­an­legt er að fram­hald verði á þessu mis­ræmi ein­fald­lega vegna þess magns sem bíður inn­leið­ing­ar. En um er að ræða um 355 gerð­ir, stórar og smáar sem unnið er að og þarf að taka upp í EES samn­ing­inn á næstu miss­er­um. Áhyggjur okkar hjá SFF af þessu snúa ekki síst að þeim til­skip­unum og gerðum sem heyra undir Evr­ópska eft­ir­litið með fjár­mála­mörk­uðum sem Ísland varð aðili að á seinni hluta síð­asta árs. Mik­il­vægt er því fyrir mark­að­inn að hann sé upp­lýstur um stöð­una hverju sinni svo hann fái skýra mynd af því hvenær áætl­anir geri ráð fyrir að ein­staka inn­leið­ingar hafi að fullu tekið gildi innan Íslands, Nor­egs og Liechten­stein. 

Sam­tal við stjórn­völd og fólkið í land­inu

Fjár­mála­fyr­ir­tæki hér á landi byggja á traustum grunni. Sama má segja um allt umhverfið líkt og Fjár­mála­eft­ir­litið sem hefur eflst veru­lega á und­an­förnum árum að ógleymdum Seðla­banka Íslands. Þá hefur reglu­verk verið styrk mjög og öll umgjörð ber það með sér að lær­dómur er dreg­inn af hrun­inu og sá lær­dómur nýttur til fulls svo ekki komi upp önnur eins staða og haustið 2008. Gremja út í fjár­mála­kerfið hefur verið skilj­an­leg en við teljum þó mik­il­væg­ast nú. Að hefja umræðu um inni­hald fjár­mála­þjón­ustu hér á landi. Ræða breyt­ing­arnar sem gerðar hafa ver­ið. Fara yfir hvar rifið hefur verið full fast í hand­brems­una líkt og í reglu­verki utan um sveigj­an­leg starfs­kjör sem hefur leitt af sér of háan fasta­kostnað hjá minni fjár­mála­fyr­ir­tækjum og innan ákveð­inna deilda hinna stærri. Þá verðum við að ræða það opin­skátt hvort banka­skatt­arnir sér­stöku séu skyn­sam­legir til lengri tíma eins og raunin er orðin og hvaða áhrif þeir munu þá hafa á arð­greiðslur til eig­enda sinni (rík­is­ins að stærstum hluta nún­a), en einnig hvort rétt­læt­an­legt sé að vera með skekkju í sam­keppn­isum­hverf­i ­sem þessa þar sem öflug og heil­brigð sam­keppni byggir á því að allir sitji við sama borð, lúti sömu lög­málum og sama eft­ir­liti. Við viljum eiga þetta sam­tal við alla sem hag hafa af heil­brigðu fjár­mála­kerfi og þá telst okkur til að lang­flestir Íslend­ingar eigi erindi inn í þetta sam­tal ásamt stjórn­völdum og atvinnu­lífi.

Til þess að svo megi verða munum við halda áfram að vinna okkar grein­ingar og gefa út álit. Og hvetjum við alla að kíkja á það efni sem finna má á vef­síðu okk­ar SFF.is, á Face­book síðu sam­tak­anna og á Twitter. Segið okkur álit ykkar og hlökkum við til að eiga efn­is­ríkar umræður um allt það sem undir er fjár­tækn­in, EES mis­ræm­ið, skatt­heimt­an, sam­keppn­in, þjón­ust­una og ein­staka þættir starf­semi fjár­mála­mark­aða. Það er of mikið undir í þessum breyt­ingum sem eru að eiga sér stað og nefndar hafa verið í þess­ari yfir­ferð til þess að halda áfram að takast á um liðna tíð, veru­leik­ann sem var. Nú skulum við í sam­ein­ingu taka stöð­una eins og hún er og leit­ast við að svara spurn­ing­unum um hvert við viljum halda héðan og hvernig við tryggjum íslenska hags­muni í þeim breyt­inga­byl sem nú gengur yfir. 

Við sem störfum á skrif­stofu Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja, stjórn þeirra og aðild­ar­fyr­ir­tæki óskum lands­mönnum öllum ljóss og friðar yfir­ há­tíð­irn­ar og far­sældar í lífi og starfi á nýju ári. Hlökkum til sam­starfs og sam­tals á árinu 2018 – það er í okkar höndum allra að gera það að far­sælu ári þegar við lítum til baka að nýju eftir 365 daga. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit