Kunnuglegar bólubjöllur Bitcoin

Björgvin Ingi Ólafsson þekkir vel til Bitcoin, en segja má að árið 2017 hafi verið stóra-Bitcoin árið á mörkuðum.

Auglýsing

Bitcoin átti árið 2017. Gengið hátt í tutt­ugu­fald­að­ist þegar best lét en end­aði árið með um þrettán földun frá upp­hafi árs. Flugið er svipað og varð á gulli fjöru­tíu árin fram að toppi gull­verðs árið 2011 (gull hefur lækkað um 40% síð­an, svipað og Bitcoin frá hæsta punkti árs­ins 2017).

Tím­inn frá því fólk hafði ekki heyrt á Bitcoin minnst, fór að spyrja hvað Bitcoin sé, í að spyrja undir lok árs hvernig kaupi ég Bitcoin, hefur verið ótrú­lega stutt­ur. Bitcoin hefur farið á flug um sam­fé­lags­miðla, frétta­miðla og fjöl­skyldu­boð, flug sem lætur ein­fald­lega allar fjár­mála­bólur sög­unnar líta illa út hvort sem litið er til umfjöll­unar eða verð­þró­un­ar.

Það er auð­velt að segja að kunn­ug­legar bólu­bjöllur séu farnar að klingja. Með sama hætti og í fyrri bólum ræðir ólík­leg­asta fólk við mann um Bitcoin. Alveg eins og þegar hluta­bréfa­ráð­gjöfin fyrir ára­tug var áber­andi segja leigu­bíl­stjórar manni núna í óspurðum fréttum frá Bitcoin.

Auglýsing

Bitcoin. Hvað gerist næst?

Fjöl­margar dæmisögur er hægt að segja til að sann­færa mann um að Bitcoin bóla sé í gangi. Bitcoin appið Coin­Ba­se, þar sem hægt er að fylgj­ast með þróun og eiga við­skipti með Bitcoin, er vin­sælasta appið í Banda­ríkj­unum. Það skýtur bæði Face­book og Instagram öpp­unum ref fyrir rass. Hvernig er hægt að trúa að þetta sé ekki bara bóla?

Þeir sem lengi hafa verið á Bitcoin vagn­inum segja almenn­ing ein­fald­lega ekki skilja Bitcoin frekar en inter­netið á sínum tíma. Hrein­trú­aðir segja að Bitcoin sé ein­fald­lega það ólíkt því sem við þekkjum að ekki sé hægt að bera það saman við neitt ann­að. Bitcoin breyti ein­fald­lega lands­lag­inu. Ein vin­sælasta söluræðan er að alveg eins og það var ekki fyr­ir­séð á tíunda ára­tugnum hvað inter­netið gæti gert fyrir dreif­ingu og miðlun upp­lýs­inga þá átta fáir sig nú á því hvað Bitcoin, og þá ekki síður Blockchain tæknin sem er á bak við Bitcoin, getur gert fyrir pen­inga og fjár­mála­kerf­ið. Nokkuð kraft­mik­ið, ekki satt? Hvort Bitcoin breytir öllu eða engu er þó enn algjör­lega óljóst.

Er hægt að búa til traust án sterkra stofn­ana?

Dularfulli Bitcoin stofnandinn ætti kannski að vera maður ársins?Það er mjög auð­velt að skrifa skemmti­legar Bitcoin sögur og pæl­ing­ar. Upp­á­haldið mitt er að hugsa um Bitcoin sem merki­lega til­raun til að búa til dreif­stýrt traust. Hingað til hefur traust í sam­fé­lagi orðið til á grunni sterkra stofn­ana eins og seðla­banka, þingi eða skóla. Ef traust mynd­ast um eitt­hvað eins og Bitcoin verður í fyrsta sinn til dreif­stýrt traust — ­traust til nets í stað traustrar stofn­un­ar. 

Það er svo margt áhuga­vert umfram ævin­týra­lega hækkun Bitcoin síð­ustu mán­uði. Til­urð Bitcoin er sveipuð dulúð, höf­und­ur­inn er leyni­per­sóna, yfir­völd tor­tryggja til­gang þess og hlut­verk og und­ir­liggj­andi flókna tækni skilja fáir.

Bitcoin hefur jafn­framt um margt þró­ast öðru­vísi en lagt var upp með á sínum tíma. Raun­veru­leik­inn er mjög ólíkur hinni útópísku heims­mynd sem margir teikn­uðu upp og heill­uð­ust af.

- Í stað þess að vera mynt sem hægt er að nota til að kaupa víða vörur og þjón­ustu er Bitcoin fyrst og fremst spá­kaup­mennsku­eign í ætt við hrá­vöru eins og gull.

- Í stað þess að vera skil­virk leið til við­skipta er við­skipta­kostn­aður mik­ill, við­skipti tíma­frek og orku­sóun gríð­ar­leg. Dag­lega eru 300.000 Bitcoin færslur sem hver þarf 215 kílóvatt­stund af orku.

- Í stað þess að vera dreif­stýrð og engum háð er bæði eign­ar­haldið á stærstum hluta Bitcoin sem og reikni­getan til námu­graft­ar­ins á fárra hönd­um. Um 1,000 stór­laxar eiga yfir 40% af virði Bitcoin og meira en helm­ingur námu­graft­ar­kraft­anna, þess sem þarf til að búa til ný Bitcoin, er á valdi fjög­urra stærstu náma­fé­lag­anna. Stærsta námu­fé­lag­ið, hið kín­verska Ant­Pool, er með 17% af reikni­kraft­in­um.

Betra en gull?

Sumir trúa því að Bitcoin sé raf­rænt gull og að Bitcoin geti myndað sams konar grunn fyrir við­skipti fram­tíðar og gull eða Banda­ríkja­dal­ur. Sumir spá því að það verði „Bitcoin-­fót­ur“ á gjald­miðlum og við­skiptum í fram­tíð­inni og þjóða­gjald­miðlar líði undir lok.

Bitcoin, hefur eins og gull, ekk­ert eig­in­legt virði. Papp­ír­inn í doll­ara­seðl­inum hefur að sama skapi ekk­ert virði. Það er ein­fald­lega sann­fær­ingin um að þú getur skipt þessum bleðli, eða gull­stöng, fyrir verð­mæti sem grund­vallar verð­mæti seð­ils­ins. Alveg eins gildir að virði Bitcoin felst í því að eig­andi Bitcoin trúir því að ein­hver annar vilji taka við Bitcoin gegn afhend­ingu verð­mæta. Þeir halda svo á Bitcoin, en nota það ekki í við­skipt­um, því þeir trúa því að virðið verði meira í fram­tíð­inni en í dag.



Ómögu­legt að segja hvað ger­ist næst

Það er ekki ofsögum sagt að mjög erfitt er að segja hvernig þróun á Bitcoin verð­ur. Við getum spurt okkur hvort eiga megi von á því að gengi Bitcoin lækki árið 2018 um 70% eins og gerð­ist 2014 eða hækki eitt­hvað í lík­ingu við árið 2017.

Sann­færður um kraft Blockchain

Ég er sann­færður um að Blockchain tæknin sem Bitcoin byggir á mun í fram­tíð­inni hafa áhrif á fjár­mála­kerf­ið. Ég trúi líka að ein­hver dulkóð­un­ar­mynt í ætt við Bitcoin mun hafa mikil áhrif í fram­tíð­inni. Ég trúi hins vegar ekki að Bitcoin sé stóra svarið við umbreyt­ingu fjár­mála­þjón­ustu eða að sú dulkóð­un­ar­mynt sem mun hafa mestu áhrifin sé komin fram. Eina sem við vitum er að flug Bitcoin var sögu­legt árið 2017, Bitcoin komst í almenna umræðu og spenn­ing­ur­inn fyrir fram­þróun fjár­mála­þjón­ustu er meiri en nokkru sinni fyrr.

Auð­velt er að trúa því að Bitcoin árið 2018 verði ólíkt 2017. Ef Bitcoin tekur yfir 2018 eins og 2017 þá hefur tekið Bitcoin í alvöru tekið yfir (fjár­mála)heim­inn. Hækkun árs­ins 2017 var það svaka­leg að ef hún heldur eins áfram 2018 mun virði Bitcoin fara yfir verð­mæti allra hluta­bréfa í kaup­höll­inni í London í júní, yfir verð­mæti allra hluta­bréfa í kaup­höll­inni í New York í októ­ber og yfir sam­an­lagt virði allra hluta­bréfa skráð á öllum mörk­uðum í heim­inum í apríl 2019[1]. Ég treysti mér til að spá að það ger­ist ekki.

Höf­undur er hag­fræð­ingur og stýrir stefn­u­­­mótun og mark­aðs­­­málum hjá Íslands­­­­­banka.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar