Kjósum um Borgarlínuna

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson segir að í Borgarlínuverkefninu virðist ekki vera snefill af íbúalýðræði. Hann vill að kosið verði um Borgarlínu.

Auglýsing

Ljóst er að eitt mögu­legt umfjöll­un­ar­efni sveit­stjórn­ar­kosn­ing­anna í vor verður það sem kallað er „Borg­ar­lína“ - nýtt sam­göngu­kerfi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Um er að ræða kerfi þar sem þétta á byggð og „stýra“ fólki í almenn­ings­sam­göngur og uppi­staðan í þessu kerfi verða „ster­a-­strætóar“ eins og kynn­ing­ar­full­trú­i ­Borg­ar­lín­unnar orð­aði það svo skemmti­lega í kvöld­fréttum Stöðvar 2 þann 18. jan­úar síð­ast­lið­inn. Ekki veit und­ir­rit­að­ur­ hins veg­ar hvað það þýð­ir.

Í skýrslu sem heitir „Vinnslu­til­laga vegna breyt­ingar á Aðal­skipu­lagi Reykja­víkur 2010-2030 – Afmörk­un sam­göngu- og þró­unar­áss höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins (af hverju heitir skýrslan ekki bara „Borg­ar­lína“?) er farið í saumana á verk­efn­inu.

Þar kemur meðal ann­ars fram að stefnt sé að því að hlutur almenn­ings­sam­gangna árið 2040 verði um 12% af heild­ar­magni ferða innan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Væri ekki æski­legt að hafa þetta hærra, sér­stak­lega fyrir þá pen­inga sem á að leggja í þetta? Sem eru sam­kvæmt áætl­unum dags­ins í dag um 70 millj­arðar króna.

Auglýsing

Og hér kemur að miklu áhyggju­efni. Sem er sú stað­reynd að nán­ast allar opin­berar fram­kvæmdir hér­lendis fara yfir­leitt hressi­lega fram úr áætl­un. Dæmi eru til um verk­efni sem hafa farið tugi pró­senta fram úr áætl­un, t.d. voru Vaðla­heið­ar­göng komin 30% fram úr áætlun í febr­úar á síð­asta ári og verk­inu ekki lok­ið!

Það er næsta víst að ef af Borg­ar­línu verð­ur, þá mun þessi lína „lengjast“ allveru­lega og fara hressi­lega fram úr áætl­un. Hver á að bera ábyrgð á því? Þeir full­trúar sveit­ar­fé­lag­anna og þær sveita­stjórnir sem skrif­uðu undir þetta verk­efni á sínum tíma?

Nei, eins og alltaf þá munu borg­ar­búar fá að taka á sig þann kostn­að, það er jú alltaf þannig að hinn almenni borg­ari fær að borga brús­ann, sama hvort um er að ræða ríki eða sveit­ar­fé­lög. Í þessu til­felli yrði það senni­lega í formi hækk­aðs útsvars. 

Ann­ars var annað atriði sem vakti einnig athygli, og sem kom einnig fram í frétta­tím­anum sem ég vitn­aði í hér að ofan, en þá sagði kynn­ing­ar­full­trú­inn að verk­efnið væri ekki end­an­lega fjár­magn­að. Það hlýtur að telj­ast svo­lítið sér­kenni­legt í sam­bandi við jafn risa­vaxið verk­efni og þetta, sem kostar ríf­lega meira en rekstur alls mennta­kerf­is­ins á Íslandi á einu ári.

Einnig er talað um þetta sem lang­tíma­verk­efni og við það skap­ast hætta á því að það verði byggt í bútum og nái því aldrei almenni­lega mark­miði sínu („Kerfið mun byggj­ast upp á næstu árum og mögu­lega ára­tug­um,“ segir í skýrsl­unn­i). Það hlýtur þá kannski sömu örlög og Hall­gríms­kirkja, sem var byrjað að gera við áður en hún var full­kláruð?

En það er hins veg­ar þannig að það læð­ist að manni sá grunur að hér sé um að ræða „gælu­verk­efni“ sem ætlað er að ýta með nettum hætti ofan í kok íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Sem, mér vit­an­lega, hafa ekki verið spurðir um verk­efnið með form­legum hætti. Í Borg­ar­línu­verk­efn­inu virð­ist því ekki vera snef­ill af íbúa­lýð­ræði. Er það gott og æski­legt? Hefði ekki verið snið­ugt að spyrja íbú­ana? Því, það eru jú mjög miklir pen­ingar í húfi. Og menn hafa á síð­ustu árum sífellt verið að tala um að auka lýð­ræði, gagn­sæi og hvað eina í íslensku sam­fé­lagi. Á þeim nótum hefur umræðan að minnsta kosti ver­ið. En er það bara eitt­hvað út í loft­ið?

Það er því kannski bara snið­ugt að láta „Borg­ar­lín­una“ verða alvöru kosn­inga­mál og leyfa í­bú­un­um að kjósa; Ertu fylgj­andi því að setja upp Borg­ar­línu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu? Já eða nei. Væri það svo galið?

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur og hefur búið í sam­fé­lagi með alvöru almenn­ings­sam­göng­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar