Kjósum um Borgarlínuna

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson segir að í Borgarlínuverkefninu virðist ekki vera snefill af íbúalýðræði. Hann vill að kosið verði um Borgarlínu.

Auglýsing

Ljóst er að eitt mögu­legt umfjöll­un­ar­efni sveit­stjórn­ar­kosn­ing­anna í vor verður það sem kallað er „Borg­ar­lína“ - nýtt sam­göngu­kerfi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Um er að ræða kerfi þar sem þétta á byggð og „stýra“ fólki í almenn­ings­sam­göngur og uppi­staðan í þessu kerfi verða „ster­a-­strætóar“ eins og kynn­ing­ar­full­trú­i ­Borg­ar­lín­unnar orð­aði það svo skemmti­lega í kvöld­fréttum Stöðvar 2 þann 18. jan­úar síð­ast­lið­inn. Ekki veit und­ir­rit­að­ur­ hins veg­ar hvað það þýð­ir.

Í skýrslu sem heitir „Vinnslu­til­laga vegna breyt­ingar á Aðal­skipu­lagi Reykja­víkur 2010-2030 – Afmörk­un sam­göngu- og þró­unar­áss höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins (af hverju heitir skýrslan ekki bara „Borg­ar­lína“?) er farið í saumana á verk­efn­inu.

Þar kemur meðal ann­ars fram að stefnt sé að því að hlutur almenn­ings­sam­gangna árið 2040 verði um 12% af heild­ar­magni ferða innan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Væri ekki æski­legt að hafa þetta hærra, sér­stak­lega fyrir þá pen­inga sem á að leggja í þetta? Sem eru sam­kvæmt áætl­unum dags­ins í dag um 70 millj­arðar króna.

Auglýsing

Og hér kemur að miklu áhyggju­efni. Sem er sú stað­reynd að nán­ast allar opin­berar fram­kvæmdir hér­lendis fara yfir­leitt hressi­lega fram úr áætl­un. Dæmi eru til um verk­efni sem hafa farið tugi pró­senta fram úr áætl­un, t.d. voru Vaðla­heið­ar­göng komin 30% fram úr áætlun í febr­úar á síð­asta ári og verk­inu ekki lok­ið!

Það er næsta víst að ef af Borg­ar­línu verð­ur, þá mun þessi lína „lengjast“ allveru­lega og fara hressi­lega fram úr áætl­un. Hver á að bera ábyrgð á því? Þeir full­trúar sveit­ar­fé­lag­anna og þær sveita­stjórnir sem skrif­uðu undir þetta verk­efni á sínum tíma?

Nei, eins og alltaf þá munu borg­ar­búar fá að taka á sig þann kostn­að, það er jú alltaf þannig að hinn almenni borg­ari fær að borga brús­ann, sama hvort um er að ræða ríki eða sveit­ar­fé­lög. Í þessu til­felli yrði það senni­lega í formi hækk­aðs útsvars. 

Ann­ars var annað atriði sem vakti einnig athygli, og sem kom einnig fram í frétta­tím­anum sem ég vitn­aði í hér að ofan, en þá sagði kynn­ing­ar­full­trú­inn að verk­efnið væri ekki end­an­lega fjár­magn­að. Það hlýtur að telj­ast svo­lítið sér­kenni­legt í sam­bandi við jafn risa­vaxið verk­efni og þetta, sem kostar ríf­lega meira en rekstur alls mennta­kerf­is­ins á Íslandi á einu ári.

Einnig er talað um þetta sem lang­tíma­verk­efni og við það skap­ast hætta á því að það verði byggt í bútum og nái því aldrei almenni­lega mark­miði sínu („Kerfið mun byggj­ast upp á næstu árum og mögu­lega ára­tug­um,“ segir í skýrsl­unn­i). Það hlýtur þá kannski sömu örlög og Hall­gríms­kirkja, sem var byrjað að gera við áður en hún var full­kláruð?

En það er hins veg­ar þannig að það læð­ist að manni sá grunur að hér sé um að ræða „gælu­verk­efni“ sem ætlað er að ýta með nettum hætti ofan í kok íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Sem, mér vit­an­lega, hafa ekki verið spurðir um verk­efnið með form­legum hætti. Í Borg­ar­línu­verk­efn­inu virð­ist því ekki vera snef­ill af íbúa­lýð­ræði. Er það gott og æski­legt? Hefði ekki verið snið­ugt að spyrja íbú­ana? Því, það eru jú mjög miklir pen­ingar í húfi. Og menn hafa á síð­ustu árum sífellt verið að tala um að auka lýð­ræði, gagn­sæi og hvað eina í íslensku sam­fé­lagi. Á þeim nótum hefur umræðan að minnsta kosti ver­ið. En er það bara eitt­hvað út í loft­ið?

Það er því kannski bara snið­ugt að láta „Borg­ar­lín­una“ verða alvöru kosn­inga­mál og leyfa í­bú­un­um að kjósa; Ertu fylgj­andi því að setja upp Borg­ar­línu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu? Já eða nei. Væri það svo galið?

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur og hefur búið í sam­fé­lagi með alvöru almenn­ings­sam­göng­um.

Magnús Halldórsson
Þau leynast víða tækifærin
Kjarninn 15. febrúar 2019
Uppsveifla án fordæma en nú er komið að kólnun
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði fjallar um stöðu mála í hagkerfinu og kjaraviðræðum í grein í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda í dag.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Vilja að hlutfall efnis verði lækkað svo Fréttablaðið teljist styrkhæft
Fréttablaðið uppfyllir ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði við ritstjórn, samkvæmt „lauslegri“ talningu.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Ummæli í Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk
Hér­aðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag ummæli manns um Hlíðamálið svokallaða dauð og ómerk sem og ummæli sem birtust á netmiðlinum Hringbraut.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Fjórðungur bankastarfsmanna með yfir milljón á mánuði
Bankastarfsmenn leggja mesta áherslu á styttingu vinnuviku í yfirstandandi kjarasamningum. Meðaltal heildarlauna þeirra eru 838 þúsund krónur á mánuði. Hjá Eflingu er launahækkun langmikilvægasta baráttumálið, enda meðallaun þar 479 þúsund.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Bjóða hækkun upp á 20.000 krónur á mánuði
Tilboð Samtaka atvinnulífsins til verkalýðsfélaganna hljóðar upp á að laun upp að 600.000 krónum hækki um 20.000 krónur á mánuði hvert ár samningsins.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Drangajökulsvíðerni og villtasta prósentið
Kjarninn 15. febrúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Blizzard rekur 800 manns, Apple viðburður lekur og Amazon kaupir Eero
Kjarninn 15. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar