Kjósum um Borgarlínuna

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson segir að í Borgarlínuverkefninu virðist ekki vera snefill af íbúalýðræði. Hann vill að kosið verði um Borgarlínu.

Auglýsing

Ljóst er að eitt mögu­legt umfjöll­un­ar­efni sveit­stjórn­ar­kosn­ing­anna í vor verður það sem kallað er „Borg­ar­lína“ - nýtt sam­göngu­kerfi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Um er að ræða kerfi þar sem þétta á byggð og „stýra“ fólki í almenn­ings­sam­göngur og uppi­staðan í þessu kerfi verða „ster­a-­strætóar“ eins og kynn­ing­ar­full­trú­i ­Borg­ar­lín­unnar orð­aði það svo skemmti­lega í kvöld­fréttum Stöðvar 2 þann 18. jan­úar síð­ast­lið­inn. Ekki veit und­ir­rit­að­ur­ hins veg­ar hvað það þýð­ir.

Í skýrslu sem heitir „Vinnslu­til­laga vegna breyt­ingar á Aðal­skipu­lagi Reykja­víkur 2010-2030 – Afmörk­un sam­göngu- og þró­unar­áss höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins (af hverju heitir skýrslan ekki bara „Borg­ar­lína“?) er farið í saumana á verk­efn­inu.

Þar kemur meðal ann­ars fram að stefnt sé að því að hlutur almenn­ings­sam­gangna árið 2040 verði um 12% af heild­ar­magni ferða innan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Væri ekki æski­legt að hafa þetta hærra, sér­stak­lega fyrir þá pen­inga sem á að leggja í þetta? Sem eru sam­kvæmt áætl­unum dags­ins í dag um 70 millj­arðar króna.

Auglýsing

Og hér kemur að miklu áhyggju­efni. Sem er sú stað­reynd að nán­ast allar opin­berar fram­kvæmdir hér­lendis fara yfir­leitt hressi­lega fram úr áætl­un. Dæmi eru til um verk­efni sem hafa farið tugi pró­senta fram úr áætl­un, t.d. voru Vaðla­heið­ar­göng komin 30% fram úr áætlun í febr­úar á síð­asta ári og verk­inu ekki lok­ið!

Það er næsta víst að ef af Borg­ar­línu verð­ur, þá mun þessi lína „lengjast“ allveru­lega og fara hressi­lega fram úr áætl­un. Hver á að bera ábyrgð á því? Þeir full­trúar sveit­ar­fé­lag­anna og þær sveita­stjórnir sem skrif­uðu undir þetta verk­efni á sínum tíma?

Nei, eins og alltaf þá munu borg­ar­búar fá að taka á sig þann kostn­að, það er jú alltaf þannig að hinn almenni borg­ari fær að borga brús­ann, sama hvort um er að ræða ríki eða sveit­ar­fé­lög. Í þessu til­felli yrði það senni­lega í formi hækk­aðs útsvars. 

Ann­ars var annað atriði sem vakti einnig athygli, og sem kom einnig fram í frétta­tím­anum sem ég vitn­aði í hér að ofan, en þá sagði kynn­ing­ar­full­trú­inn að verk­efnið væri ekki end­an­lega fjár­magn­að. Það hlýtur að telj­ast svo­lítið sér­kenni­legt í sam­bandi við jafn risa­vaxið verk­efni og þetta, sem kostar ríf­lega meira en rekstur alls mennta­kerf­is­ins á Íslandi á einu ári.

Einnig er talað um þetta sem lang­tíma­verk­efni og við það skap­ast hætta á því að það verði byggt í bútum og nái því aldrei almenni­lega mark­miði sínu („Kerfið mun byggj­ast upp á næstu árum og mögu­lega ára­tug­um,“ segir í skýrsl­unn­i). Það hlýtur þá kannski sömu örlög og Hall­gríms­kirkja, sem var byrjað að gera við áður en hún var full­kláruð?

En það er hins veg­ar þannig að það læð­ist að manni sá grunur að hér sé um að ræða „gælu­verk­efni“ sem ætlað er að ýta með nettum hætti ofan í kok íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Sem, mér vit­an­lega, hafa ekki verið spurðir um verk­efnið með form­legum hætti. Í Borg­ar­línu­verk­efn­inu virð­ist því ekki vera snef­ill af íbúa­lýð­ræði. Er það gott og æski­legt? Hefði ekki verið snið­ugt að spyrja íbú­ana? Því, það eru jú mjög miklir pen­ingar í húfi. Og menn hafa á síð­ustu árum sífellt verið að tala um að auka lýð­ræði, gagn­sæi og hvað eina í íslensku sam­fé­lagi. Á þeim nótum hefur umræðan að minnsta kosti ver­ið. En er það bara eitt­hvað út í loft­ið?

Það er því kannski bara snið­ugt að láta „Borg­ar­lín­una“ verða alvöru kosn­inga­mál og leyfa í­bú­un­um að kjósa; Ertu fylgj­andi því að setja upp Borg­ar­línu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu? Já eða nei. Væri það svo galið?

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur og hefur búið í sam­fé­lagi með alvöru almenn­ings­sam­göng­um.

Meiri hækkun stýrivaxta kom til greina
Fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands frá því fyrr í mánuðinum hefur verið birt.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Aðförin
Aðförin
Aðförin – Mannlíf milli húsa
Kjarninn 21. nóvember 2018
Sverrir Mar Albertsson
Aþþíbara
Kjarninn 21. nóvember 2018
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 4. þáttur: Fljúgandi sjálfrennireið og sjálfskaðandi húsálfur
Kjarninn 21. nóvember 2018
Dómar í markaðsmisnotkunarmálum hafa dregið línu í sandinn
Forstjóri Kauphallarinnar segir að það sé aldrei hægt að tryggja að einhver fari ekki yfir á rauðu ljósi þótt það sé bannað. Fjárfestingaumhverfið hér sé þó mun tryggara og með öðrum hætti en fyrir áratug síðan.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Eiríkur Jónsson er annar þeirra sem stefndi ríkinu vegna ólögmætra athafna Sigríðar Á. Andersen.
Ríkið áfrýjar dómi vegna skipunar dómara
Íslenska ríkið hefur áfrýjað dómum Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi ríkið bótaskylt í málum þeirra Jóns Höskuldssonar og Eiríks Jónssonar.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Blýanturinn á útleið í prófum – Tölvur taka við
Innan nokkurra ára munu blýanturinn og penninn heyra sögunni til innan Háskóla Íslands með tilkomu rafræns prófakerfis.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Kim Jong-yang nýkjörinn forseti Interpol.
Óvæntur sigur í forsetakjöri Interpol
Fulltrúi Rússa var talinn líklegastur til þess að verða kjörinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol en hann tapaði óvænt fyrir Suður-kóreumanninum Kim Jong-yang. Kosið var um nýjan forseti eftir að sitjandi forseta Interpol hvarf í október.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar