Kjósum um Borgarlínuna

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson segir að í Borgarlínuverkefninu virðist ekki vera snefill af íbúalýðræði. Hann vill að kosið verði um Borgarlínu.

Auglýsing

Ljóst er að eitt mögulegt umfjöllunarefni sveitstjórnarkosninganna í vor verður það sem kallað er „Borgarlína“ - nýtt samgöngukerfi á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða kerfi þar sem þétta á byggð og „stýra“ fólki í almenningssamgöngur og uppistaðan í þessu kerfi verða „stera-strætóar“ eins og kynningarfulltrúi Borgarlínunnar orðaði það svo skemmtilega í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 18. janúar síðastliðinn. Ekki veit undirritaður hins vegar hvað það þýðir.

Í skýrslu sem heitir „Vinnslutillaga vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 – Afmörkun samgöngu- og þróunaráss höfuðborgarsvæðisins (af hverju heitir skýrslan ekki bara „Borgarlína“?) er farið í saumana á verkefninu.

Þar kemur meðal annars fram að stefnt sé að því að hlutur almenningssamgangna árið 2040 verði um 12% af heildarmagni ferða innan höfuðborgarsvæðisins. Væri ekki æskilegt að hafa þetta hærra, sérstaklega fyrir þá peninga sem á að leggja í þetta? Sem eru samkvæmt áætlunum dagsins í dag um 70 milljarðar króna.

Auglýsing

Og hér kemur að miklu áhyggjuefni. Sem er sú staðreynd að nánast allar opinberar framkvæmdir hérlendis fara yfirleitt hressilega fram úr áætlun. Dæmi eru til um verkefni sem hafa farið tugi prósenta fram úr áætlun, t.d. voru Vaðlaheiðargöng komin 30% fram úr áætlun í febrúar á síðasta ári og verkinu ekki lokið!

Það er næsta víst að ef af Borgarlínu verður, þá mun þessi lína „lengjast“ allverulega og fara hressilega fram úr áætlun. Hver á að bera ábyrgð á því? Þeir fulltrúar sveitarfélaganna og þær sveitastjórnir sem skrifuðu undir þetta verkefni á sínum tíma?

Nei, eins og alltaf þá munu borgarbúar fá að taka á sig þann kostnað, það er jú alltaf þannig að hinn almenni borgari fær að borga brúsann, sama hvort um er að ræða ríki eða sveitarfélög. Í þessu tilfelli yrði það sennilega í formi hækkaðs útsvars. 

Annars var annað atriði sem vakti einnig athygli, og sem kom einnig fram í fréttatímanum sem ég vitnaði í hér að ofan, en þá sagði kynningarfulltrúinn að verkefnið væri ekki endanlega fjármagnað. Það hlýtur að teljast svolítið sérkennilegt í sambandi við jafn risavaxið verkefni og þetta, sem kostar ríflega meira en rekstur alls menntakerfisins á Íslandi á einu ári.

Einnig er talað um þetta sem langtímaverkefni og við það skapast hætta á því að það verði byggt í bútum og nái því aldrei almennilega markmiði sínu („Kerfið mun byggjast upp á næstu árum og mögulega áratugum,“ segir í skýrslunni). Það hlýtur þá kannski sömu örlög og Hallgrímskirkja, sem var byrjað að gera við áður en hún var fullkláruð?

En það er hins vegar þannig að það læðist að manni sá grunur að hér sé um að ræða „gæluverkefni“ sem ætlað er að ýta með nettum hætti ofan í kok íbúa höfuðborgarsvæðisins. Sem, mér vitanlega, hafa ekki verið spurðir um verkefnið með formlegum hætti. Í Borgarlínuverkefninu virðist því ekki vera snefill af íbúalýðræði. Er það gott og æskilegt? Hefði ekki verið sniðugt að spyrja íbúana? Því, það eru jú mjög miklir peningar í húfi. Og menn hafa á síðustu árum sífellt verið að tala um að auka lýðræði, gagnsæi og hvað eina í íslensku samfélagi. Á þeim nótum hefur umræðan að minnsta kosti verið. En er það bara eitthvað út í loftið?

Það er því kannski bara sniðugt að láta „Borgarlínuna“ verða alvöru kosningamál og leyfa íbúunum að kjósa; Ertu fylgjandi því að setja upp Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu? Já eða nei. Væri það svo galið?

Höfundur er stjórnmálafræðingur og hefur búið í samfélagi með alvöru almenningssamgöngum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar