Viljum við ekki samkeppni?

Þorsteinn Víglundsson segir að það sé löngu tímabært að stjórnvöld endurskoði afstöðu sína til frjálsrar samkeppni.

Auglýsing

Flest teljum við vafa­laust sam­keppni vera jákvætt fyr­ir­bæri. Öflug og góð sam­keppni tryggir fjöl­breytt vöru- og þjón­ustu­úr­val, lægra verð og aukið val­frelsi okkar sem neyt­enda. Sam­keppni er líka und­ir­staða vöru­þró­unar og tækninýj­unga svo eitt­hvað sé nefnt. Skortur á sam­keppni hér á landi á ýmsum mörk­uðum hefur líka verið harð­lega gagn­rýnd í gegnum tíð­ina og auk­inni sam­keppni með til­komu nýrra aðila á borð við CostcoH&MNovaWOW o.fl. hefur almennt verið tekið fagn­andi. Ein­ok­un­ar­staða á mörk­uðum er aldrei til góðs fyrir neyt­end­ur. Það er mik­il­vægt að nýta krafta sam­keppni á sem flestum sviðum sam­fé­lags­ins til að tryggja gæði, fram­boð, nýsköpun og ekki síst lágt verð. Um það hljótum við öll að vera sam­mála.

Þrátt fyrir jákvætt við­horf almenn­ings til sam­keppni virð­ist hún litin horn­auga á fjöl­mörgum sviðum sam­fé­lags­ins og þá ekki hvað síst af stjórn­völd­um. Það er ótrú­lega stutt síðan ein­okun var á smá­sölu mjólkur og ríkið eitt þótti fært um rekstur fjöl­miðla. Rökin sem notuð hafa verið gegn frjálsri sam­keppni hafa í gegnum tíð­ina verið heldur veik. Und­an­þága mjólkur­iðn­aðar frá sam­keppn­is­lögum var þannig afgreidd af Alþingi á aðeins tveimur vikum með þeirri meg­in­rök­semd að um ferskvöru væri að ræða þar sem „sam­keppni á inn­an­lands­mark­aði er ekki eins virk“. Þá væri um tíma­bundna ráð­stöfun að ræða til að und­ir­búa grein­ina undir aukna sam­keppni erlendis frá. Nú eru liðin fjórtán ár frá þeirri „tíma­bundnu“ ráð­stöfun án þess að bóli á afnámi und­an­þág­unnar né auk­inni sam­keppni erlendis frá. 

Treysta stjórn­völd ekki neyt­end­um?

Stjórn­völd virð­ast eyða tals­vert meira púðri í að hindra sam­keppni en liðka fyrir henni. Það má stundum halda að stjórn­völd treysti ekki neyt­endum til að velja. Þannig búum við enn við rík­is­ein­okun eða umtals­verða þátt­töku rík­is­ins í sam­keppn­is­rekstri á ýmsum sviðum sem oft og tíðum skekkir veru­lega stöðu ann­arra aðila. Sé það ekki nógu slæmt þá er hið opin­bera gjarnt á að reisa sam­keppn­is­hindr­an­ir ­sem hygla ein­stökum aðilum á mark­aði.

Auglýsing

Ríkið má þannig eitt stunda smá­sölu­verslun með áfengi, heild­sölu­verslun með tóbak og að stórum hluta póst­dreif­ing­ar. RÚV er rekið með mynd­ar­legum opin­berum fram­lögum án þess að reisa stofn­un­inni neinar skorður á aug­lýs­inga­mark­aði sem hefur í för með sér veru­lega skekkta sam­keppn­is­stöðu fyrir einka­rekna fjöl­miðla.

Land­bún­aður er sér­stak­lega und­an­þeg­inn sam­keppn­is­lögum og ramm­gerður tollamúr hindrar eðli­lega sam­keppni inn­fluttra vara. Í heil­brigð­is­þjón­ustu er einka­rekstur lit­inn horn­auga í stað þess að hann sé nýttur til að lækka kostnað rík­is­ins af heil­brigð­is­þjón­ustu. Leigu­bílar eru reknir á sér­leyfum með fjölda­tak­mörk­unum sem dregur úr sam­keppni með til­heyr­andi kostn­aði fyrir neyt­end­ur. Þjóð­kirkjan býr við veru­legt for­skot í fjár­fram­lögum sam­an­borið við önnur trú­fé­lög. Einka­reknir grunn­skólar fá almennt lægra fram­lag á nem­anda en opin­ber­ir, stærsta sveit­ar­fé­lag lands­ins virð­ist heldur andsnúið einka­reknum leik­skólum og ríkið eitt virð­ist fært um að sinna náms­gagna­gerð af ein­hverju viti. Við hyglum Háskóla Íslands sér­stak­lega, sér í lagi hvað varðar fram­lög til rann­sókna og vafa­lítið mætti fjöl­margt fleira tína hér til.

Sam­keppni er heil­brigð á öllum sviðum sam­fé­lags­ins

Ef við trúum því að sam­keppni skili almennt betri vöru eða þjón­ustu á lægra verði en ella, ættum við þá ekki frekar að beina kröftum okkar að því að liðka fyrir henni með öllum til­tækum ráðum? Í heil­brigð­is­þjón­ustu skiptir okkur mestu máli að fá sem besta þjón­ustu. Við viljum að sú þjón­usta sé að stærstum hluta kostuð af hinu opin­bera (hér er ekki verið að tala fyrir einka­væð­ingu heil­brigð­is­kerf­is­ins) en það getur verið skyn­sam­legt að nýta kosti sam­keppni til að halda kostn­aði niðri og um leið örva nýsköpun og fjöl­breytni í þjón­ustu. Hið sama gildir um mennta­kerfið okk­ar. Þar skiptir okkur mestu máli að hafa fjöl­breytt, hag­kvæmt og öfl­ugt mennta­kerfi þar sem nýsköpun og fram­sækni eru í fyr­ir­rúmi. Ég er t.d. ekki í nokkrum vafa að til­koma Háskól­ans í Reykja­vík hafi haft mjög jákvæð áhrif á Háskóla Íslands, vegna sam­keppni um nem­end­ur. Þegar kemur að mat­væla­fram­leiðslu höfum við sem neytendur mestan hag af fjöl­breyttu og góðu vöru­úr­vali á sem bestu verði. Þar er stærsta vanda­málið hið síð­ast­nefnda. Mat­væla­verð er hér langtum hærra en í nágranna­löndum okk­ur, ekki hvað síst vegna vernd­ar­stefnu okkar í land­bún­aði en afar fá lönd inn­an OECD vernda land­búnað sinn jafn mikið og við.

Það er löngu tíma­bært að stjórn­völd end­ur­skoði afstöðu sína til frjálsrar sam­keppni. Við eigum stór­kost­leg tæki­færi til að draga úr sam­keppn­is­hindr­unum og lækka þannig kostnað neyt­enda. Alþingi ætti frekar að verja tíma sínum í að liðka fyrir sam­keppni með hags­muni neyt­enda í fyr­ir­rúmi en við­halda þeim sam­keppn­is­hindr­unum sem tíðkast svo víða í sam­fé­lag­inu. Í Við­reisn viljum við setja almanna­hags­muni ofar sér­hags­munum og það gerum við best með því að stuðla að sem mestri sam­keppni á sem flestum sviðum þjóð­fé­lags­ins.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar