Eru stærðfræðikunnátta og lestur að verða úrelt færni?

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, segir að líta eigi á dræmar niðurstöður PISA prófa sem tækifæri til að gera betur. Við megum ekki láta viðvörunarbjöllur sem vind um eyru þjóta og þurfum að setja menntun í forgang.

Auglýsing

Mun lesskiln­ingur skipta litlu í fram­tíð­inni því að allt verður matað ofan í okk­ur? Verður þekk­ing á grund­vall­ar­at­riðum um hvernig nátt­úran og heim­ur­inn virkar ­gagns­lít­il? Og jafn­vel þó þetta skipti máli er þá til ein­hvers að mæla árang­ur­inn?

Af orðum nýkjör­ins for­manns Félags grunn­skóla­kenn­ara, Þor­gerðar Lauf­eyjar Dið­riks­dótt­ur, að dæma í Kast­ljósi fyrr í vik­unni virð­ist sem svarið við þessum spurn­ingum sé já. Þar sagði hún: „Það á að fel­ast í menntun að auka og ydda mennsk­una. Það hvort að við séum að koma vel út í ein­hverri þekk­ing­ar­leit eða PISA-­prófum er þekk­ing sem getur jafn­vel orðið úrelt á morgun eins og bens­ín­bíl­arnir eða eitt­hvað ann­að“. Þó að til­gangur mennt­unar sé fjöl­breyttur og oft ill­mæl­an­legur má ger­a ­at­huga­semd­ir við orð for­ystu­manns grunn­skóla­kenn­ara um mik­il­vægi hefð­bund­innar þekk­ingar og mæli­kvarða á við PISA könn­un­ina.

Lakur árangur í PISA könn­unum er stað­reynd

Auð­vitað kemur það illa við okkur að standa neð­ar­lega á heims­listum þar sem við horfum á nágranna­löndin langt fyrir ofan okk­ur. En þýðir það að við getum leyft okkur að horfa fram hjá nið­ur­stöð­unni og sagt hana ómark­tæka? PISA er rann­sókn á veg­um OECD sem mælir færni 15 ára grunn­skóla­nem­enda í yfir 70 löndum í lestri, stærð­fræði og nátt­úru­vís­ind­um. Þó að PISA sé tak­mörk­unum háð og segi ekki alla sög­una um gæði mennt­unar er hún engu að síður öfl­ugt tæki til að bera saman árangur grunn­skóla­mennt­unar milli landa og yfir tíma. Árið 2015 voru íslenskir grunn­skóla­nem­endur undir með­al­tali OECD og jafn­aldra sinna á Norð­ur­lönd­unum í fög­unum þrem­ur. Þegar kemur að læsi á nátt­úru­vís­indi voru íslenskir nem­endur í 29. sæti af 33 og hafa fallið niður um sjö sæti á einum  ára­tug. Árang­ur­inn í stærð­fræði og lesskiln­ingi er litlu betri. 24. sæti í stærð­fræði og 27. sæti í lesskiln­ingi, sem hvort tveggja er lak­ari frammi­staða en árið 2006 . Með öðrum orðum er árangur Íslands slakur og fer versn­andi.  Á tímum þar sem sam­keppni um öfl­ugan og vel mennt­aða mannauð fer sífellt harðn­andi er ábyrgð­ar­leysi að skella skolla­eyrum við slökum nið­ur­stöð­um.Pisa stig íslenskra grunnskólanema.

Auglýsing

Grunn­fögin úrelt á morg­un?

Verður þekk­ing á borð við stærð­fræði­kunn­áttu, lesskiln­ing og vís­inda­læsi úrelt og óþörf á næstu árum?  Sam­kvæmt könnun Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins (World Economic For­um) á hvaða færni sé mik­il­væg á tímum yfir­stand­andi tækni­bylt­ingar er ljóst að kunn­átta og djúpur skiln­ingur í grund­vall­ar­fögum er nauð­syn­leg­ur. Efst á list­anum eru „færni til að leysa flókin vanda­mál“ og „gagn­rýnin hugs­un“. Erfitt er að færa rök fyrir því að þessi tveir þættir krefj­ist ekki grund­vall­ar­getu í lestri, stærð­fræði og nátt­úru­vís­ind­um, þó að auð­vitað séu aðrir þættir sem spili inn í. Tækni­fram­farir byggj­ast á djúpum skiln­ingi ein­stak­linga á grund­vall­ar­fræðum sem þeir geta byggt ofan á með hjálp frek­ari tækni og vís­inda. Að ýja að því að mik­il­vægi PISA greina sé tak­markað því þau geti „jafn­vel orðið úrelt á morg­un“ er eins og að hætta að mæta í rækt­ina í dag vegna ósk­hyggju um að í fram­tíð­inni komi fram tækni sem gerir okkur öll hraust og heil­brigð án nokk­urrar hreyf­ing­ar.

Mætum vel und­ir­búin á mótið 

Sjálf­sagt má aðlaga próf á borð við PISA betur að breyttum heimi og taka nið­ur­stöður þess með eðli­legum fyr­ir­vara – en leiðin upp á við er að hætta að kvarta yfir dóm­ar­anum og rífa liðið í gang. Lítum á dræmar nið­ur­stöðu próf­anna sem tæki­færi til þess að gera bet­ur. Hugum að aðstöðu og umhverfi kenn­ara jafnt sem nem­enda. Látum ekki við­vör­un­ar­bjöllur sem vind um eyru þjóta og setjum menntun í for­gang. 

Höf­undur er hag­fræð­ingur Við­skipta­ráðs Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar