Eru stærðfræðikunnátta og lestur að verða úrelt færni?

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, segir að líta eigi á dræmar niðurstöður PISA prófa sem tækifæri til að gera betur. Við megum ekki láta viðvörunarbjöllur sem vind um eyru þjóta og þurfum að setja menntun í forgang.

Auglýsing

Mun lesskiln­ingur skipta litlu í fram­tíð­inni því að allt verður matað ofan í okk­ur? Verður þekk­ing á grund­vall­ar­at­riðum um hvernig nátt­úran og heim­ur­inn virkar ­gagns­lít­il? Og jafn­vel þó þetta skipti máli er þá til ein­hvers að mæla árang­ur­inn?

Af orðum nýkjör­ins for­manns Félags grunn­skóla­kenn­ara, Þor­gerðar Lauf­eyjar Dið­riks­dótt­ur, að dæma í Kast­ljósi fyrr í vik­unni virð­ist sem svarið við þessum spurn­ingum sé já. Þar sagði hún: „Það á að fel­ast í menntun að auka og ydda mennsk­una. Það hvort að við séum að koma vel út í ein­hverri þekk­ing­ar­leit eða PISA-­prófum er þekk­ing sem getur jafn­vel orðið úrelt á morgun eins og bens­ín­bíl­arnir eða eitt­hvað ann­að“. Þó að til­gangur mennt­unar sé fjöl­breyttur og oft ill­mæl­an­legur má ger­a ­at­huga­semd­ir við orð for­ystu­manns grunn­skóla­kenn­ara um mik­il­vægi hefð­bund­innar þekk­ingar og mæli­kvarða á við PISA könn­un­ina.

Lakur árangur í PISA könn­unum er stað­reynd

Auð­vitað kemur það illa við okkur að standa neð­ar­lega á heims­listum þar sem við horfum á nágranna­löndin langt fyrir ofan okk­ur. En þýðir það að við getum leyft okkur að horfa fram hjá nið­ur­stöð­unni og sagt hana ómark­tæka? PISA er rann­sókn á veg­um OECD sem mælir færni 15 ára grunn­skóla­nem­enda í yfir 70 löndum í lestri, stærð­fræði og nátt­úru­vís­ind­um. Þó að PISA sé tak­mörk­unum háð og segi ekki alla sög­una um gæði mennt­unar er hún engu að síður öfl­ugt tæki til að bera saman árangur grunn­skóla­mennt­unar milli landa og yfir tíma. Árið 2015 voru íslenskir grunn­skóla­nem­endur undir með­al­tali OECD og jafn­aldra sinna á Norð­ur­lönd­unum í fög­unum þrem­ur. Þegar kemur að læsi á nátt­úru­vís­indi voru íslenskir nem­endur í 29. sæti af 33 og hafa fallið niður um sjö sæti á einum  ára­tug. Árang­ur­inn í stærð­fræði og lesskiln­ingi er litlu betri. 24. sæti í stærð­fræði og 27. sæti í lesskiln­ingi, sem hvort tveggja er lak­ari frammi­staða en árið 2006 . Með öðrum orðum er árangur Íslands slakur og fer versn­andi.  Á tímum þar sem sam­keppni um öfl­ugan og vel mennt­aða mannauð fer sífellt harðn­andi er ábyrgð­ar­leysi að skella skolla­eyrum við slökum nið­ur­stöð­um.Pisa stig íslenskra grunnskólanema.

Auglýsing

Grunn­fögin úrelt á morg­un?

Verður þekk­ing á borð við stærð­fræði­kunn­áttu, lesskiln­ing og vís­inda­læsi úrelt og óþörf á næstu árum?  Sam­kvæmt könnun Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins (World Economic For­um) á hvaða færni sé mik­il­væg á tímum yfir­stand­andi tækni­bylt­ingar er ljóst að kunn­átta og djúpur skiln­ingur í grund­vall­ar­fögum er nauð­syn­leg­ur. Efst á list­anum eru „færni til að leysa flókin vanda­mál“ og „gagn­rýnin hugs­un“. Erfitt er að færa rök fyrir því að þessi tveir þættir krefj­ist ekki grund­vall­ar­getu í lestri, stærð­fræði og nátt­úru­vís­ind­um, þó að auð­vitað séu aðrir þættir sem spili inn í. Tækni­fram­farir byggj­ast á djúpum skiln­ingi ein­stak­linga á grund­vall­ar­fræðum sem þeir geta byggt ofan á með hjálp frek­ari tækni og vís­inda. Að ýja að því að mik­il­vægi PISA greina sé tak­markað því þau geti „jafn­vel orðið úrelt á morg­un“ er eins og að hætta að mæta í rækt­ina í dag vegna ósk­hyggju um að í fram­tíð­inni komi fram tækni sem gerir okkur öll hraust og heil­brigð án nokk­urrar hreyf­ing­ar.

Mætum vel und­ir­búin á mótið 

Sjálf­sagt má aðlaga próf á borð við PISA betur að breyttum heimi og taka nið­ur­stöður þess með eðli­legum fyr­ir­vara – en leiðin upp á við er að hætta að kvarta yfir dóm­ar­anum og rífa liðið í gang. Lítum á dræmar nið­ur­stöðu próf­anna sem tæki­færi til þess að gera bet­ur. Hugum að aðstöðu og umhverfi kenn­ara jafnt sem nem­enda. Látum ekki við­vör­un­ar­bjöllur sem vind um eyru þjóta og setjum menntun í for­gang. 

Höf­undur er hag­fræð­ingur Við­skipta­ráðs Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar