Eru stærðfræðikunnátta og lestur að verða úrelt færni?

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, segir að líta eigi á dræmar niðurstöður PISA prófa sem tækifæri til að gera betur. Við megum ekki láta viðvörunarbjöllur sem vind um eyru þjóta og þurfum að setja menntun í forgang.

Auglýsing

Mun lesskiln­ingur skipta litlu í fram­tíð­inni því að allt verður matað ofan í okk­ur? Verður þekk­ing á grund­vall­ar­at­riðum um hvernig nátt­úran og heim­ur­inn virkar ­gagns­lít­il? Og jafn­vel þó þetta skipti máli er þá til ein­hvers að mæla árang­ur­inn?

Af orðum nýkjör­ins for­manns Félags grunn­skóla­kenn­ara, Þor­gerðar Lauf­eyjar Dið­riks­dótt­ur, að dæma í Kast­ljósi fyrr í vik­unni virð­ist sem svarið við þessum spurn­ingum sé já. Þar sagði hún: „Það á að fel­ast í menntun að auka og ydda mennsk­una. Það hvort að við séum að koma vel út í ein­hverri þekk­ing­ar­leit eða PISA-­prófum er þekk­ing sem getur jafn­vel orðið úrelt á morgun eins og bens­ín­bíl­arnir eða eitt­hvað ann­að“. Þó að til­gangur mennt­unar sé fjöl­breyttur og oft ill­mæl­an­legur má ger­a ­at­huga­semd­ir við orð for­ystu­manns grunn­skóla­kenn­ara um mik­il­vægi hefð­bund­innar þekk­ingar og mæli­kvarða á við PISA könn­un­ina.

Lakur árangur í PISA könn­unum er stað­reynd

Auð­vitað kemur það illa við okkur að standa neð­ar­lega á heims­listum þar sem við horfum á nágranna­löndin langt fyrir ofan okk­ur. En þýðir það að við getum leyft okkur að horfa fram hjá nið­ur­stöð­unni og sagt hana ómark­tæka? PISA er rann­sókn á veg­um OECD sem mælir færni 15 ára grunn­skóla­nem­enda í yfir 70 löndum í lestri, stærð­fræði og nátt­úru­vís­ind­um. Þó að PISA sé tak­mörk­unum háð og segi ekki alla sög­una um gæði mennt­unar er hún engu að síður öfl­ugt tæki til að bera saman árangur grunn­skóla­mennt­unar milli landa og yfir tíma. Árið 2015 voru íslenskir grunn­skóla­nem­endur undir með­al­tali OECD og jafn­aldra sinna á Norð­ur­lönd­unum í fög­unum þrem­ur. Þegar kemur að læsi á nátt­úru­vís­indi voru íslenskir nem­endur í 29. sæti af 33 og hafa fallið niður um sjö sæti á einum  ára­tug. Árang­ur­inn í stærð­fræði og lesskiln­ingi er litlu betri. 24. sæti í stærð­fræði og 27. sæti í lesskiln­ingi, sem hvort tveggja er lak­ari frammi­staða en árið 2006 . Með öðrum orðum er árangur Íslands slakur og fer versn­andi.  Á tímum þar sem sam­keppni um öfl­ugan og vel mennt­aða mannauð fer sífellt harðn­andi er ábyrgð­ar­leysi að skella skolla­eyrum við slökum nið­ur­stöð­um.Pisa stig íslenskra grunnskólanema.

Auglýsing

Grunn­fögin úrelt á morg­un?

Verður þekk­ing á borð við stærð­fræði­kunn­áttu, lesskiln­ing og vís­inda­læsi úrelt og óþörf á næstu árum?  Sam­kvæmt könnun Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins (World Economic For­um) á hvaða færni sé mik­il­væg á tímum yfir­stand­andi tækni­bylt­ingar er ljóst að kunn­átta og djúpur skiln­ingur í grund­vall­ar­fögum er nauð­syn­leg­ur. Efst á list­anum eru „færni til að leysa flókin vanda­mál“ og „gagn­rýnin hugs­un“. Erfitt er að færa rök fyrir því að þessi tveir þættir krefj­ist ekki grund­vall­ar­getu í lestri, stærð­fræði og nátt­úru­vís­ind­um, þó að auð­vitað séu aðrir þættir sem spili inn í. Tækni­fram­farir byggj­ast á djúpum skiln­ingi ein­stak­linga á grund­vall­ar­fræðum sem þeir geta byggt ofan á með hjálp frek­ari tækni og vís­inda. Að ýja að því að mik­il­vægi PISA greina sé tak­markað því þau geti „jafn­vel orðið úrelt á morg­un“ er eins og að hætta að mæta í rækt­ina í dag vegna ósk­hyggju um að í fram­tíð­inni komi fram tækni sem gerir okkur öll hraust og heil­brigð án nokk­urrar hreyf­ing­ar.

Mætum vel und­ir­búin á mótið 

Sjálf­sagt má aðlaga próf á borð við PISA betur að breyttum heimi og taka nið­ur­stöður þess með eðli­legum fyr­ir­vara – en leiðin upp á við er að hætta að kvarta yfir dóm­ar­anum og rífa liðið í gang. Lítum á dræmar nið­ur­stöðu próf­anna sem tæki­færi til þess að gera bet­ur. Hugum að aðstöðu og umhverfi kenn­ara jafnt sem nem­enda. Látum ekki við­vör­un­ar­bjöllur sem vind um eyru þjóta og setjum menntun í for­gang. 

Höf­undur er hag­fræð­ingur Við­skipta­ráðs Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar