Hefur þekkingarsamfélagið betur gagnvart pólitískum hugmyndum?

Dr. Haukur Arnþórsson telur það jákvæðar breytingar að áhrif þekkingarþjóðfélagsins og sífelld ákveðnari framkvæmd stjórnsýslulaga og upplýsingalaga eigi sér stað í samfélaginu.

Auglýsing

Í opin­berri umræðu hefur komið fram að hlutur stjórn­mál­anna fari síminnk­andi og hlutur stjórn­sýsl­unnar vax­andi. Þessi sjón­ar­mið koma fram hjá alþing­is­mönnum og hjá öllum stjórn­mála­flokk­um. Nýlega fjall­aði leið­ara­höf­undur Morg­un­blaðs­ins um þetta og hann vitn­aði í pistla Björns Bjarna­sonar og Styrmis Gunn­ars­son­ar. Þessir tveir menn og trú­lega leið­ara­höf­undur Morg­un­blaðs­ins þekkja þetta auð­vitað vel.

Þetta eru mik­il­vægar vanga­veltur um breyt­ingar sem eru yfir­stand­andi og hafa mikil áhrif á lýð­ræð­is­þró­un­ina. Marka­línur stjórn­mál­anna eru mikið þrengri en áður var. Ég tel að jákvæðar breyt­ingar hafi orðið í þessu efni enn sem komið er og mik­il­vægt sé að sjá skóg­inn fyrir trján­um, en áður­nefndir aðilar velta oft­ast fyrir sér nei­kvæðum sjón­ar­mið­um.

Ég tek ekki undir það að emb­ætt­is­menn reyni vís­vit­andi að auka völd sín á kostnað stjórn­mála, málið er ekki svo ein­falt. Und­ir­liggj­andi áhrifs­þættir í þess­ari þróun eru aukin áhrif þekk­ing­ar­þjóð­fé­lags­ins á reglu­setn­ingu og ákvarð­anir og sífellt ákveðn­ari fram­kvæmd stjórn­sýslu­laga og upp­lýs­inga­laga.

Auglýsing

Þekk­ing­ar­þjóð­fé­lag­ið:

Þekk­ing er í mörgum til­fellum vald. Eitt fyrsta dæmið um það gagn­vart stjórn­mál­unum er þegar fiski­fræð­ingar fóru að hafa mikil áhrif á ákvarð­anir um heild­ar­veiði úr fiski­stofnum og í seinni tíð nán­ast end­an­legt vald, í stað ráð­herra. Ég man eftir bar­áttu Jak­obs Jak­obs­sonar fiski­fræð­ings 1963-1967 fyrir því að tekið yrði mark á við­vörum hans um stærð síld­ar­stofns­ins (sjá skjöl í Þjóð­skjala­safn­i), sem var auð­vitað ekki og því fór sem fór.

Mat­væla­stofnun er að berj­ast fyrir auknum heim­ildum og völdum sem er mik­il­vægt og ætti smám saman að auka mat­væla­ör­yggi hér á landi, en áður höfðu stjórn­mála­menn öll völd varð­andi mat­væla­fram­leiðslu. Þegar ég var ungur höfðu lok­anir Rann­sókn­ar­stofn­unar sjáv­ar­út­vegs­ins, svo dæmi sé tek­ið, engin áhrif, ráð­herr­ann opn­aði strax dag­inn eftir lokun fag­mann­anna fyrir starf­semi fyr­ir­tækja sem brutu lög eða sinntu ekki fag­legum ábend­ing­um. Gott dæmi er Sigló­síld, en vatns­ból Sigl­firð­inga var lengst af meng­að, samt var þar mat­væla­fram­leiðsla í skjóli hvers ráð­herr­ans á fætur öðr­um.

Svo sendi sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neytið og utan­rík­is­ráðu­neytið nefndir til kaup­and­anna, til dæmis til Sov­ét­ríkj­anna, til þess að end­ur­semja um verð á mat­væla­fram­leiðsl­unni; stundum var fullur helm­ingur útfluttrar síldar eða gaff­al­bita úld­inn (sjá gögn ráðu­neyt­anna í Þjóð­skjala­safni) og var þá veittur helm­ings afslátt­ur. Allir vissu af þess­ari sóun og svo langt gekk und­an­láts­semi stjórn­mál­anna við atvinnu­lífið að búsmali féll í Húna­vatns­sýslu og á Aust­fjörðum og kýr í Nor­egi vegna eitr­aðs síld­ar­mjöls frá Seyð­is­firði (sjá tima­rit.is). Þá hall­aði svo sann­ar­lega á sér­fræð­ing­ana.

Þekk­ingin gerir sig gild­andi:

Þekk­ing berst fyrst og fremst til stjórn­valda í gegnum fram­kvæmd­ar­valdið með ráðn­ingum sífellt betur mennt­aðs fólks í ráðu­neyti og stofn­an­ir. Að sama skapi þró­ast starf­semi fram­kvæmd­ar­valds­ins í átt að auk­inni fag­mennsku; með til­komu þessa starfs­fólks, eftir því sem ný og ný sjón­ar­mið ber­ast því, einkum frá háskól­unum og einnig frá allri stað­reyndri þekk­ingu sem gerð er opin­ber í heim­in­um, hún berst nú um allt.

Stað­reynd þekk­ing er orðin svo fyr­ir­ferð­ar­mikil að senni­lega má stjórna heilum ríkjum á grund­velli hennar og stjórna þeim vel. Ekki er að undra að stjórn­mála­kenn­ingar verði að láta undan síga, hvort sem við erum að tala um nýfrjáls­hyggju eða sós­í­al­isma. Ný þekk­ing hefur jafnan „rétta“ svar­ið. Nýlegt dæmi er þegar stað­reynd þekk­ing á áhrifum auk­ins aðgengis að áfengi hindr­aði áform um að selja áfengi í mat­vöru­versl­un­um, en þau byggð­ust á póli­tískum hug­myndum um ein­stak­lings­frelsi. Ákafir hug­sjóna­menn í stjórn­málum hafa eðli­lega áhyggjur af valda­mögu­leikum sínum í fram­tíð­inni. Þekk­ing og nið­ur­stöður rann­sókna gætu verið hin nýju stjórn­mál og fræði­menn­irnir þá hinir nýju stjórn­mála­menn, svo not­aðar séu ýkj­ur. Erfitt er fyrir mig að sjá í fljótu bragði að sú þróun sé endi­lega óæski­leg.

Það er reyndar þannig að stað­reynd þekk­ing fer sér­stak­lega illa með nýfrjáls­hyggj­una. Alþjóð­legar mæl­ingar sýna að blönduð hag­kerfi bera með sér meiri hag­sæld og meiri ánægju í sam­fé­lög­unum en ef þau byggja meira á hreinum mark­aðs­lausn­um. Sömu­leiðis sýnir stað­reynd þekk­ing að laga­setn­ing mætir best sjón­ar­miðum allra í sam­fé­lögum ef samið er við stjórn­ar­and­stöðu; svo virð­ist að ef til­lit sé tekið til sem flestra sjón­ar­miða verði sam­fé­lagið best. Það setur hug­myndir um „sterkan meiri­hluta“ í stjórn­málum í annað sætið sem far­sælt fyr­ir­komu­lag. Svona má lengi telja.

Áhrif stjórn­sýslu­laga:

Fyrsta hús­næð­is­lán­inu mínu var úthlutað af póli­tískri nefnd og þurftum við hjónin að leita til þing­manns áður en við fengum afgreiðslu. Fyr­ir­komu­lag hús­næð­is­mála var ekki eins­dæmi; víða í stjórn­sýsl­unni bæði hjá ríki og sveit­ar­fé­lögum afgreiddu stjórn­mála­menn beiðnir almenn­ings um fyr­ir­greiðslu eða þjón­ustu. Þetta kann að hafa haft mikil áhrif á flokks­holl­ustu og í raun­inni neytt almenn­ing til þess að ganga í ákveðna dilka í póli­tík, sjá bók Njarðar P. Njarð­vík, Niðja­mála­ráðu­neytið frá 1967, hún gefur ófagra mynd af stöðu almenn­ings í þessu kerfi.

Með setn­ingu stjórn­sýslu­lag­anna 1993 breytt­ist staða almenn­ings yfir nótt, enda þótt segja megi að áhrif lag­anna hafi komið hægt og síg­andi. Almenn­ingur gat nú treyst á mál­efna­lega stjórn­sýslu og jafn­ræði sín í milli. Það var að sönnu frelsandi fyrir þá sem áður höfðu sýnt flokks­holl­ustu af hag­kvæmni­á­stæðum og hefur almenn­ingur nýtt sér það frelsi í sívax­andi mæli. En stjórn­mála­menn misstu vissu­lega vald og það hefur smám saman komið í ljós. Segja má að vald stjórn­mála­flokk­anna til verð­launa­veit­inga til eigin flokks­manna og tyft­un­ar­vald gagn­vart þeim sem víkja af réttri leið hafi minnkað mjög veru­lega.

Þetta ægi­vald hafði reyndar látið undan síga; næstu kyn­slóðir á undan mér höfðu mátt þola að rót­tækum mennta­skóla­nem­endum var vísað úr skóla og fengu ekki inn­göngu í annan mennta­skóla (það þurfti leyfi mennta­mála­ráð­herr­ans til þess að skipta um skóla og það var ekki veitt hinum óró­legu) og þannig var mörgum rót­tæk­lingum og upp­reisn­ar­mömmum meinað um mennt­un. Þetta var að breyt­ast þegar ég kom í mennta­skóla 1969, í ráð­herra­tíð Gylfa Þ. Gísla­son­ar. Allir muna hvernig þetta ægi­vald réði stjórn­endur í mennta­kerfið og raunar rík­is­valdið allt, til dæmis hvernig Jónas frá Hriflu kom Pálma Hann­essyni að sem rektor MR þegar hann var mennta­mála­ráð­herra.

Nú er öldin önn­ur; menntun er fyrir alla, jafnt verð­uga og óverð­uga í augum ráð­andi stjórn­mála­afla og gilda stjórn­sýslu­lög um manna­ráðn­ingar og mál­efna­leg rök og rétt­mæt­is­regla liggja til grund­vallar manna­ráðn­ingum (sem þýðir aukið mik­il­vægi fag­legra sjón­ar­miða), þó vissu­lega þurfi að gera bet­ur, en brýn þörf er á að setja sér­lög um opin­berar manna­ráðn­ingar - enda reyna stjórn­mála­menn­irnir jafn­vel enn að koma sínu fólki að.

Áhrif upp­lýs­inga­laga:

Eng­inn vafi er á því að áhrif upp­lýs­inga­laga á vald stjórn­mála­manna eru mikil þótt þau séu meira óbein og liggi ekki á yfir­borð­inu. Þau minnka vissu­lega vald þeirra. Upp­lýs­ingar eru í sjálfu sér vald og auk­inn aðgangur að þeim dreifir valdi. Við lifum því á tímum vald­dreif­ing­ar, að minnsta kosti að þessu leyti. Ákvarð­anir ráð­herra, for­sendur þeirra og und­ir­bún­ingur getur orðið opin­ber og ef póli­tísk sjón­ar­mið ráða ákvörð­unum hans getur verið mikil fyr­ir­höfn að koma þeim í mál­efna­legan bún­ing sem stenst stjórn­sýslu­lög þannig að málið þoli að koma fyrir almenn­ings­sjónir og jafn­vel fara til dóm­stóla. Ljóst er að ráð­herrar láta oft og senni­lega oft­ast að vilja fag­legra und­ir­bún­ings­að­ila mála og reyna ekki að koma stjórn­mála­legum sjón­ar­miðum að ákvörð­un­um.

Loka­orð:

Eldri stjórn­mála­menn og þeir til­greindu heim­ild­ar­menn sen nefndir eru í upp­hafi hafa allir verið ger­endur í fram­þróun sam­fé­lags­ins á síð­ustu árum og þekkja verk sín kannski öðrum bet­ur. Þeim skulu hér með þökkuð störf sín. Fyrir stjórn­sýslu­lögin og upp­lýs­inga­lög­in, fyrir upp­bygg­ingu þekk­ing­ar­sam­fé­lags­ins og fyrir að berj­ast fyrir og leiða til lykta fjölda þjóð­þrifa­mála sem hafa bætt sam­fé­lag­ið. Auk þeirra verka hefur upp­lýs­inga­tæknin styrkt hlut þekk­ing­ar­þjóð­fé­lags­ins og ákvörð­un­ar­töku sem byggir á stað­reyndum með allri sinni upp­lýs­inga­söfnun og gagna­grunn­um.

Hitt er svo annað að þessi fram­þróun sem hér er talin jákvæð í öllum aðal­at­riðum kann að eiga sér bak­hliðar og um þær er svo sann­ar­lega tíma­bært að ræða þótt það sé ekki gert hér.

Höf­undur er stjórn­sýslu­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar