Að sjá skóginn fyrir trjánum

Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna skrifar um orkumál og nauðsyn þess að setja langtíma stefnu á breiðum pólitískum grunni í málaflokknum.

Auglýsing

Í gegnum tíð­ina höfum við tekið ákvarð­anir langt inn í fram­tíð­ina um það hvar og hversu mikið við ætlum að virkja án þess að hafa endi­lega ákveðið í hvað orkan á að fara. Þessu ætti að sjálf­sögðu að vera öfugt far­ið, en til að svo megi verða þarf að setja Íslandi orku­stefnu til fram­tíð­ar.

Kannski er eft­ir­spurnin eftir fram­tíð­ar­sýn stjórn­mála­manna ekki mik­il, en ég ætla að leyfa mér að setja fram þá sýn sem ég hef á orku­mál Íslands. Umræðan um orku­mál hefur um of snú­ist um ein­staka virkj­ana­kosti; hvort nýta eigi eða vernda. Við höfum ein­blínt um of á ein­staka tré og fyrir vikið misst sjónar af skóg­in­um. Ég vil snúa þessu við, horfa á hlut­ina frá nýjum sjón­ar­hóli.

Fyrst þurfum við að setja það niður fyrir okkur hvernig sam­fé­lag við viljum sjá á Íslandi í fram­tíð­inni, árið 2030 eða 2040. Viljum við að Ísland verði grænt sam­fé­lag, hafi náð kolefn­is­hlut­leysi, dregið úr inn­flutn­ingi og notkun jarð­efna­elds­neytis og nýti inn­lenda end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa við rekstur sam­fé­lags­ins? Slíkt er í sam­ræmi við það sem rík­is­stjórnin hefur sett fram um kolefn­is­hlut­leysi árið 2040 og upp­fyll­ingu skuld­bind­inga vegna Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins árið 2030.

Auglýsing

Þegar við höfum sæst á það hvert við stefn­um, getum við snúið okkur að því að skoða það hvernig við komumst þang­að. Hvað þurfum við að nýta af orku­auð­lindum lands­ins til að skapa grænt og umhverf­is­vænt sam­fé­lag? Hvernig getum við náð sem mestri sátt þar um, nýtt ork­una á sem umhverf­is­vænastan máta. Viljum við byggja upp lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki á ákveðnum svæð­um, viljum við tryggja betur afhend­ingar­ör­yggi orkunn­ar.

Þegar við höfum svarað þeim spurn­ingum setj­umst við yfir það hvernig er hægt að flytja ork­una. Þurfum við að byggja upp betra dreif­ing­ar­kerfi, tengja ákveðin land­svæði betur við kerf­ið? Hvernig tryggjum við nauð­syn­leg orku­skipti í sam­göngum og aðgengi að raf­magni til þeirra um allt land? Í atvinnu­líf­inu? Sjáv­ar­út­vegi og land­bún­aði?

Þetta er ferlið sem ég tel nauð­syn­legt:

Fram­tíð­ar­sýn (hvernig viljum við sjá Ísland) – í hvað ætlum við að nýta ork­una – hve mikla orku þurfum við – hvar ætlum við að afla hennar – hvernig eigum við að flytja hana.

Til að þetta sé mögu­legt þarf einnig að sam­ræma þær áætl­anir sem þegar hafa verið sam­þykkt­ar, eða eru í bígerð. Aðgerð­ar­á­ætlun um orku­skipti í sam­göng­um, Ramma­á­ætl­un, stefnu í línu­mál­um, stefnu um upp­bygg­ingu iðn­að­ar, byggða­stefnu, skuld­bind­ingar vegna Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins, stefnu um kolefn­is­hlut­laust Ísland. Allt þarf þetta að tala sam­an, sem og fleiri stefnur og sam­þykkt­ir, falla saman í það púslu­spil sem sam­an­sett er það sam­fé­lag sem við viljum sjá.

Ég var svo hepp­inn að fá tæki­færi til að eiga fundi í Sví­þjóð og Dan­mörku fyrr í þess­ari viku og kynn­ast því hvernig vélað er um orku­stefnu þar á bæ. Það var lær­dóms­ríkt, svo ekki sé meira sagt. Vissu­lega eru aðstæður ólíkar í þeim lönd­um, en ferlið sem nauð­syn­legt er til að sátt ríki í sam­fé­lag­inu um orku­mál er svipað hvar sem er í heim­in­um.

Eitt var sam­eig­in­legt öllum sem ég ræddi við, bæði í Dan­mörku og Sví­þjóð, hvort sem þau komu úr þing­inu, stjórn­sýsl­unni, umhverf­is­sam­tökum eða orku­geir­an­um; breið sam­staða er nauð­syn­leg.

Danir fóru í mark­vissa vinnu við að efla inn­lenda orku­gjafa í olíu­kreppu átt­unda ára­tug­ar­ins. Þegar fram liðu stundir jókst síðan áherslan á end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa og nú á stór hluti raf­orku þeirra slíkan upp­runa. Núver­andi orku­stefna var sam­þykkt árið 2012 og gildir til 2020, en mikil vinna hefur farið fram síð­ustu ár við mótun nýrrar stefnu, bæði til lengri og skemmri tíma.

Í því ferli voru allir kall­aðir að borð­inu; almenn­ing­ur, orku­geir­inn, umhverf­is­sam­tök, stjórn­mála­menn, dreif­ing­ar­að­il­ar, sveit­ar­fé­lög og svo mætti lengi áfram telja. Vissu­lega heyrð­ust gagn­rýn­is­radd­ir, sumum fannst að almenn­ingur hefði mátt hafa meiri aðkomu, að fleiri opnir fundir hefðu verið haldnir o.s.frv., en í stóru mál­unum þótti vinnan takast ágæt­lega. Nið­ur­staða hennar var skýrsla sem rík­is­stjórnin vinnur nú með til að byggja til­lögu um orku­stefnu á. Sú fer svo fyrir þing­ið, sem á loka­orð­ið.

Í Dan­mörku er rík hefð fyrir minni­hluta­stjórnum og það hefur sett mark sitt á það hvernig sam­vinnu er háttað þar í landi. Rík­is­stjórnir hverju sinni geta ekki keyrt stefnu sína í gegn í krafti meiri­hluta, heldur þurfa að ná breiðri sam­stöðu um hana. Það kallar á víð­feðmt sam­starf, raun­veru­legt sam­starf þar sem sjón­ar­mið allra eru virt.

Ég held að við getum lært margt af þessu. Ef við ætlum að setja okkur lang­tíma­stefnu í orku­mál­um, og raunar á það við um fleiri mál, þá þarf sú stefna að lifa margar rík­is­stjórn­ir. Það þarf að ríkja eins mikil sátt um hana og mögu­legt er og til þess þarf stjórn­ar­meiri­hlut­inn að vera til­bú­inn að opna vinn­una.

Orku­stefna er eitt af þeim málum sem kveðið er á um í stjórn­ar­sátt­mála að fari í þverpóli­tíska vinnu. Ég ber mikla von til þess að allir séu til­búnir til að koma að þeirri vinnu með opnum huga og saman getum við sett Íslandi þá orku­stefnu sem svo nauð­syn­legt er að gera.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar