Að sjá skóginn fyrir trjánum

Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna skrifar um orkumál og nauðsyn þess að setja langtíma stefnu á breiðum pólitískum grunni í málaflokknum.

Auglýsing

Í gegnum tíð­ina höfum við tekið ákvarð­anir langt inn í fram­tíð­ina um það hvar og hversu mikið við ætlum að virkja án þess að hafa endi­lega ákveðið í hvað orkan á að fara. Þessu ætti að sjálf­sögðu að vera öfugt far­ið, en til að svo megi verða þarf að setja Íslandi orku­stefnu til fram­tíð­ar.

Kannski er eft­ir­spurnin eftir fram­tíð­ar­sýn stjórn­mála­manna ekki mik­il, en ég ætla að leyfa mér að setja fram þá sýn sem ég hef á orku­mál Íslands. Umræðan um orku­mál hefur um of snú­ist um ein­staka virkj­ana­kosti; hvort nýta eigi eða vernda. Við höfum ein­blínt um of á ein­staka tré og fyrir vikið misst sjónar af skóg­in­um. Ég vil snúa þessu við, horfa á hlut­ina frá nýjum sjón­ar­hóli.

Fyrst þurfum við að setja það niður fyrir okkur hvernig sam­fé­lag við viljum sjá á Íslandi í fram­tíð­inni, árið 2030 eða 2040. Viljum við að Ísland verði grænt sam­fé­lag, hafi náð kolefn­is­hlut­leysi, dregið úr inn­flutn­ingi og notkun jarð­efna­elds­neytis og nýti inn­lenda end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa við rekstur sam­fé­lags­ins? Slíkt er í sam­ræmi við það sem rík­is­stjórnin hefur sett fram um kolefn­is­hlut­leysi árið 2040 og upp­fyll­ingu skuld­bind­inga vegna Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins árið 2030.

Auglýsing

Þegar við höfum sæst á það hvert við stefn­um, getum við snúið okkur að því að skoða það hvernig við komumst þang­að. Hvað þurfum við að nýta af orku­auð­lindum lands­ins til að skapa grænt og umhverf­is­vænt sam­fé­lag? Hvernig getum við náð sem mestri sátt þar um, nýtt ork­una á sem umhverf­is­vænastan máta. Viljum við byggja upp lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki á ákveðnum svæð­um, viljum við tryggja betur afhend­ingar­ör­yggi orkunn­ar.

Þegar við höfum svarað þeim spurn­ingum setj­umst við yfir það hvernig er hægt að flytja ork­una. Þurfum við að byggja upp betra dreif­ing­ar­kerfi, tengja ákveðin land­svæði betur við kerf­ið? Hvernig tryggjum við nauð­syn­leg orku­skipti í sam­göngum og aðgengi að raf­magni til þeirra um allt land? Í atvinnu­líf­inu? Sjáv­ar­út­vegi og land­bún­aði?

Þetta er ferlið sem ég tel nauð­syn­legt:

Fram­tíð­ar­sýn (hvernig viljum við sjá Ísland) – í hvað ætlum við að nýta ork­una – hve mikla orku þurfum við – hvar ætlum við að afla hennar – hvernig eigum við að flytja hana.

Til að þetta sé mögu­legt þarf einnig að sam­ræma þær áætl­anir sem þegar hafa verið sam­þykkt­ar, eða eru í bígerð. Aðgerð­ar­á­ætlun um orku­skipti í sam­göng­um, Ramma­á­ætl­un, stefnu í línu­mál­um, stefnu um upp­bygg­ingu iðn­að­ar, byggða­stefnu, skuld­bind­ingar vegna Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins, stefnu um kolefn­is­hlut­laust Ísland. Allt þarf þetta að tala sam­an, sem og fleiri stefnur og sam­þykkt­ir, falla saman í það púslu­spil sem sam­an­sett er það sam­fé­lag sem við viljum sjá.

Ég var svo hepp­inn að fá tæki­færi til að eiga fundi í Sví­þjóð og Dan­mörku fyrr í þess­ari viku og kynn­ast því hvernig vélað er um orku­stefnu þar á bæ. Það var lær­dóms­ríkt, svo ekki sé meira sagt. Vissu­lega eru aðstæður ólíkar í þeim lönd­um, en ferlið sem nauð­syn­legt er til að sátt ríki í sam­fé­lag­inu um orku­mál er svipað hvar sem er í heim­in­um.

Eitt var sam­eig­in­legt öllum sem ég ræddi við, bæði í Dan­mörku og Sví­þjóð, hvort sem þau komu úr þing­inu, stjórn­sýsl­unni, umhverf­is­sam­tökum eða orku­geir­an­um; breið sam­staða er nauð­syn­leg.

Danir fóru í mark­vissa vinnu við að efla inn­lenda orku­gjafa í olíu­kreppu átt­unda ára­tug­ar­ins. Þegar fram liðu stundir jókst síðan áherslan á end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa og nú á stór hluti raf­orku þeirra slíkan upp­runa. Núver­andi orku­stefna var sam­þykkt árið 2012 og gildir til 2020, en mikil vinna hefur farið fram síð­ustu ár við mótun nýrrar stefnu, bæði til lengri og skemmri tíma.

Í því ferli voru allir kall­aðir að borð­inu; almenn­ing­ur, orku­geir­inn, umhverf­is­sam­tök, stjórn­mála­menn, dreif­ing­ar­að­il­ar, sveit­ar­fé­lög og svo mætti lengi áfram telja. Vissu­lega heyrð­ust gagn­rýn­is­radd­ir, sumum fannst að almenn­ingur hefði mátt hafa meiri aðkomu, að fleiri opnir fundir hefðu verið haldnir o.s.frv., en í stóru mál­unum þótti vinnan takast ágæt­lega. Nið­ur­staða hennar var skýrsla sem rík­is­stjórnin vinnur nú með til að byggja til­lögu um orku­stefnu á. Sú fer svo fyrir þing­ið, sem á loka­orð­ið.

Í Dan­mörku er rík hefð fyrir minni­hluta­stjórnum og það hefur sett mark sitt á það hvernig sam­vinnu er háttað þar í landi. Rík­is­stjórnir hverju sinni geta ekki keyrt stefnu sína í gegn í krafti meiri­hluta, heldur þurfa að ná breiðri sam­stöðu um hana. Það kallar á víð­feðmt sam­starf, raun­veru­legt sam­starf þar sem sjón­ar­mið allra eru virt.

Ég held að við getum lært margt af þessu. Ef við ætlum að setja okkur lang­tíma­stefnu í orku­mál­um, og raunar á það við um fleiri mál, þá þarf sú stefna að lifa margar rík­is­stjórn­ir. Það þarf að ríkja eins mikil sátt um hana og mögu­legt er og til þess þarf stjórn­ar­meiri­hlut­inn að vera til­bú­inn að opna vinn­una.

Orku­stefna er eitt af þeim málum sem kveðið er á um í stjórn­ar­sátt­mála að fari í þverpóli­tíska vinnu. Ég ber mikla von til þess að allir séu til­búnir til að koma að þeirri vinnu með opnum huga og saman getum við sett Íslandi þá orku­stefnu sem svo nauð­syn­legt er að gera.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar