Dæmi.
Við tölum um mikilvægi dreifingu ferðamanna og þegar tækifærið kemur erum við ekki tilbúin nú síðast koma það berlega í ljós þar sem blindflugsbúnaður er ekki til staðar á Akureyrarflugvelli.
Væntanlega hefur einhverjum snillingum fundist það bruðl að setja upp þennan búnað áður en reglulegt flug hæfist.
Því miður virðist mér kerfið ekkert vera óskaplega stressað á því að fjárfesta í innviðum og það á ekki sýst við út á landi, ég hef margoft heyrt aðila að norðan tala um mikilvægi þess að fá blindflugsbúnað á flugvöllinn og núna erum við heldur betur minnt á mikilvægi þessa búnaðar.
Góðu fréttirnar virðast vera þær að það á að koma þessum búnaði upp en það mun taka 8-9 mánuði og það eiga ennþá 10 flug eftir að koma þangað í vetur. Vonandi munu þau flug ganga vel og öll geta lent á Akureyri, en maður spyr sig af hverju í ósköpunum var ekki fjárfest í þessum búnaði mikið fyrr? Við erum að tala um búnað sem kostar um 70-100 miljónir sem er ekki mikið þegar horft er á hagsmunina sem eru í húfi.
Annað dæmi.
Fyrir stuttu var frétt sem fjallaði um að aukið fjármagn yrðir sett í vetarþjónustu vega, sem voru góðar fréttir. Það sem var aftur á móti ekki í lagi við þá frétt var að ekki var sett króna í þessa þjónustu á Austurlandi einn fjórðunga. Rökin fyrir því voru "að umferð væri ekki nægjanlega mikil, en ef hún myndi aukast yrði það mögulega endurskoðað".
Austurland er sá fjórðungur sem er lengst frá einu gátt ferðamanna inn í landið, þetta er sá fjórðungur á Þjóðvegi 1 sem fæstir ferðamanna koma til, þetta er sá fjórðungur sem býr við hvað lélegasta vegakerfi landsins og þetta er sá fjórðungur sem skal ekki fá aukið fjármagn til að styrkja vetrarþjónustu?
Hvað fær fólk til að komast að svona niðurstöðu? Það er alveg ljóst að ekki var hún fengin með því að tala við aðila í ferðaþjónustu á Austurlandi, en það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan aðilar innan SAF á Austurlandi unnu minnisblað fyrir fyrrverandi fjármálaráðherra og núverandi ráðherra ferðamála þar sem sérstaklega var talað um mikilvægi þess að auka vetrarþjónustu á vegum í fjórðungnum.
Mér finnst augljóst að þeir sem stjórna og taka svona ákvarðanir skilja ekki hversu mikilvæg er að fjárfesta til framtíðar. Það er mikilvægt að þjónustan og aðstaðan sé til staðar til að skapa eftirspurn, og þegar eftirspurn er til staðar verðum við að geta sinnt henni almennilega.
Dreifing ferðamanna um landið snýst meðal annars um að skapa traust um að þeir komist þangað sem þeir ætla sér, núverandi stefna fjárfestingaleysis skapar ekki það traust og er því ekki fallin til að dreifa ferðamönnum um landið.
Höfundur er ferðaþjónustuaðili á Austurlandi.