Þegar maður veit betur en nefndin

Auglýsing

„Margur sparar sitt en níð­ist á ann­arra.“ (Gam­all máls­hátt­ur).

Það er alveg magn­að, næstum því ótrú­legt, að ef þú lætur hóp af fólki taka ákvarð­an­ir, að þá tekur það alla jafna góðar ákvarð­an­ir. Vel sam­an­settur hópur af með­al­mönnum tekur betri ákvarð­anir heldur en örfá ofur­menni. En eins og með flest í líf­inu að þá er þetta ekki algilt. Heldur á þetta alla jafna við. Með öðrum orðum að það séu yfir­gnæf­andi líkur á því.

Ég veit ekki með ykkur en ég þarf ekki að vera algjör­lega 100% viss um allt. Mér dugar að vera nokkuð viss. Alla jafna. Vit­andi að mér gæti skjátlast, veð ég í óviss­una. Nokkuð viss að ég hafi rétt fyrir mér og nokkuð viss að ég hafi rangt fyrir mér. Alla jafna.

Auglýsing

Ég veit ekki hvað þessi eig­in­leiki heit­ir. Að þegar maður er ekki viss að þá er maður ekk­ert að þykj­ast vera viss. Hvort að þetta heitir auð­mýkt, efa­semd eða gagn­rýnin hugsun skiptir ekk­ert endi­lega máli. En ég er alveg pott­þéttur á því að þetta karakt­er­ein­kenni sé af hinu góða. Stund­um. Að minnsta kosti oft­ast. Jæja alla jafna þá.

Það þýðir ekk­ert heldur að efast um allt og alla enda­laust því þá kemst ekk­ert í verk. Ein­hvern tím­ann verða pæl­ing­arnar að hætta. Ákvörðun tek­in. Fram­kvæmd. Til að vita hvenær krefst visku.

Það þýðir samt ekki að eftir að ákvörð­unin hefur verið tekin að henni megi ekki breyta. Til að vita hvort krefst visku.

Það þýðir samt ekki að það sé hægt að skipta um skoðun hægri vinstri því slíkur hringl­anda­háttur ein­kennir skort á stefnu. Að vita hvert krefst visku.

Öll höfum við okkar visku. Sumir meiri en aðr­ir. Svona er þetta bara. Hins vegar er það alveg magn­að, næstum því ótrú­legt – eins og ég kom að hér í byrjun – að þegar þú leggur saman visku ein­stak­linga að þá marg­fald­ast útkom­an. Stund­um. Svona alla jafna.

Fræg er sagan af töl­fræð­ingum Francis Galton (1822-1911) sem alla jafna hafði ekki mikla trú á „visku fjöld­ans.“ Galton var einn dag­inn staddur á land­bún­að­ar­sýn­ingu þar sem ein­stakir gestir gátu giskað á þyngd nauts. Yfir 800 manns tóku þátt og af ein­stæðri for­vitni bað Galton um að fá að sjá töl­urn­ar. Það kom honum hressi­lega á óvart þegar mið­gildi hóps­ins sýndi nákvæm­lega þyngd nauts­ins (542.9k­g). Þessi til­raun hefur oft verið end­ur­tekin og nið­ur­stöð­urnar eru alltaf eins. Hóp­ur­inn veit bet­ur. Alla jafna. Enn fremur hafa sam­bæri­legar nið­ur­stöður komið fram þar sem um tölu­vert flókn­ari ákvarð­anir var um að ræða heldur en að giska á þyngd nauts.

Það ger­ist eitt­hvað magnað þegar viska er lögð sam­an. Það má segja (eða ekki?) að hún sé ekki lögð saman heldur sé marg­föld­uð. Ég veit ekki hvort að það sé til íslenskt orð yfir þetta fyr­ir­bæri en á ensku kall­ast þetta synergy. Í grófum dráttum gengur hug­myndin út á að útkoman sé meiri heldur en summa ein­stakra hluta. Gott dæmi er þegar tvö fyr­ir­tæki sam­ein­ast og heild­ar­tekj­urnar verða meiri fyrir vikið eða sú stað­reynd að heilsu­far­leg áhrif svarts pip­ars og túr­meriks eru meiri ef þessum kryddum er blandað saman eða þegar teymi ein­fald­lega smellur sam­an.

Hins veg­ar, er það þannig að það þýðir ekk­ert endi­lega að henda í hóp og halda síðan að hann verði óskeik­ull. Það þarf að huga að fjöl­mörgu. Svo mörgum að ekki gefst ráð­rúm til þess hér en í mjög grófum dráttum þarf hóp­ur­inn að vera settur saman á fjöl­breyttum ein­stak­lingum sem gefin eru tæki­færi á að viðra sínar skoð­anir jafn­vel þótt þær gangi gegn almenn­ings­á­lit­inu og ein­hverja leið til að nota nið­ur­stöð­urn­ar.

Næst þegar þú heyrir nið­ur­stöður nefndar sem þú ert ekki sam­mála. Skaltu aðeins staldra við, því þú hefur pott­þétt rangt fyrir þér – alla jafna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Guðmundur í Brimi keypti þrjú þúsund bækur til að gefa í grunn- og leikskóla landsins
Útgáfufélag sem er meðal annars í eigu viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins og eiginkonu hans gefur út bækur sem Brim hefur ákveðið að færa öllum leik- og grunnskólabörnum á Íslandi.
Kjarninn 9. desember 2021
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Skuldir fyrirtækja hafa dregist umtalsvert saman en skuldir heimila aukist skarpt
Rúmur þriðjungur skulda íslenskra fyrirtækja er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Styrking hennar gerði það að verkum að skuldir þeirra drógust verulega saman á síðastliðnu ári.
Kjarninn 9. desember 2021
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar