Þegar maður veit betur en nefndin

Auglýsing

„Margur sparar sitt en níð­ist á ann­arra.“ (Gam­all máls­hátt­ur).

Það er alveg magn­að, næstum því ótrú­legt, að ef þú lætur hóp af fólki taka ákvarð­an­ir, að þá tekur það alla jafna góðar ákvarð­an­ir. Vel sam­an­settur hópur af með­al­mönnum tekur betri ákvarð­anir heldur en örfá ofur­menni. En eins og með flest í líf­inu að þá er þetta ekki algilt. Heldur á þetta alla jafna við. Með öðrum orðum að það séu yfir­gnæf­andi líkur á því.

Ég veit ekki með ykkur en ég þarf ekki að vera algjör­lega 100% viss um allt. Mér dugar að vera nokkuð viss. Alla jafna. Vit­andi að mér gæti skjátlast, veð ég í óviss­una. Nokkuð viss að ég hafi rétt fyrir mér og nokkuð viss að ég hafi rangt fyrir mér. Alla jafna.

Auglýsing

Ég veit ekki hvað þessi eig­in­leiki heit­ir. Að þegar maður er ekki viss að þá er maður ekk­ert að þykj­ast vera viss. Hvort að þetta heitir auð­mýkt, efa­semd eða gagn­rýnin hugsun skiptir ekk­ert endi­lega máli. En ég er alveg pott­þéttur á því að þetta karakt­er­ein­kenni sé af hinu góða. Stund­um. Að minnsta kosti oft­ast. Jæja alla jafna þá.

Það þýðir ekk­ert heldur að efast um allt og alla enda­laust því þá kemst ekk­ert í verk. Ein­hvern tím­ann verða pæl­ing­arnar að hætta. Ákvörðun tek­in. Fram­kvæmd. Til að vita hvenær krefst visku.

Það þýðir samt ekki að eftir að ákvörð­unin hefur verið tekin að henni megi ekki breyta. Til að vita hvort krefst visku.

Það þýðir samt ekki að það sé hægt að skipta um skoðun hægri vinstri því slíkur hringl­anda­háttur ein­kennir skort á stefnu. Að vita hvert krefst visku.

Öll höfum við okkar visku. Sumir meiri en aðr­ir. Svona er þetta bara. Hins vegar er það alveg magn­að, næstum því ótrú­legt – eins og ég kom að hér í byrjun – að þegar þú leggur saman visku ein­stak­linga að þá marg­fald­ast útkom­an. Stund­um. Svona alla jafna.

Fræg er sagan af töl­fræð­ingum Francis Galton (1822-1911) sem alla jafna hafði ekki mikla trú á „visku fjöld­ans.“ Galton var einn dag­inn staddur á land­bún­að­ar­sýn­ingu þar sem ein­stakir gestir gátu giskað á þyngd nauts. Yfir 800 manns tóku þátt og af ein­stæðri for­vitni bað Galton um að fá að sjá töl­urn­ar. Það kom honum hressi­lega á óvart þegar mið­gildi hóps­ins sýndi nákvæm­lega þyngd nauts­ins (542.9k­g). Þessi til­raun hefur oft verið end­ur­tekin og nið­ur­stöð­urnar eru alltaf eins. Hóp­ur­inn veit bet­ur. Alla jafna. Enn fremur hafa sam­bæri­legar nið­ur­stöður komið fram þar sem um tölu­vert flókn­ari ákvarð­anir var um að ræða heldur en að giska á þyngd nauts.

Það ger­ist eitt­hvað magnað þegar viska er lögð sam­an. Það má segja (eða ekki?) að hún sé ekki lögð saman heldur sé marg­föld­uð. Ég veit ekki hvort að það sé til íslenskt orð yfir þetta fyr­ir­bæri en á ensku kall­ast þetta synergy. Í grófum dráttum gengur hug­myndin út á að útkoman sé meiri heldur en summa ein­stakra hluta. Gott dæmi er þegar tvö fyr­ir­tæki sam­ein­ast og heild­ar­tekj­urnar verða meiri fyrir vikið eða sú stað­reynd að heilsu­far­leg áhrif svarts pip­ars og túr­meriks eru meiri ef þessum kryddum er blandað saman eða þegar teymi ein­fald­lega smellur sam­an.

Hins veg­ar, er það þannig að það þýðir ekk­ert endi­lega að henda í hóp og halda síðan að hann verði óskeik­ull. Það þarf að huga að fjöl­mörgu. Svo mörgum að ekki gefst ráð­rúm til þess hér en í mjög grófum dráttum þarf hóp­ur­inn að vera settur saman á fjöl­breyttum ein­stak­lingum sem gefin eru tæki­færi á að viðra sínar skoð­anir jafn­vel þótt þær gangi gegn almenn­ings­á­lit­inu og ein­hverja leið til að nota nið­ur­stöð­urn­ar.

Næst þegar þú heyrir nið­ur­stöður nefndar sem þú ert ekki sam­mála. Skaltu aðeins staldra við, því þú hefur pott­þétt rangt fyrir þér – alla jafna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar