Orkustefna framundan

Ari Trausti Guðmundsson telur að Ísland sé ekki aflögufært um orku í hafstreng til meginlandsins vegna takmörkunar orkuauðlinda.

Auglýsing

Raf­orku­fram­leiðsla er mik­il­vægur þáttur nátt­úr­u­nytja. Nú til dags er sú eðli­lega krafa gerð að auð­lindir séu nýttar á sem sjálf­bærastan hátt og með fyr­ir­hyggju. Það kallar á heild­rænt utan­um­hald, skýra meg­in­stefnu um virkj­an­ir, flutn­ings­kerfi raf­orku og við­mið um orku­þörf í land­inu. Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar stendur að orku­stefna verði sett á kjör­tíma­bil­inu, með atbeina allra þing­flokka. Áætluð orku­þörf verður lögð til grund­vallar og tekið mið af mót­aðri stefnu um orku­öfl­un, orku­flutn­ing og nýt­ingu. Þar segir líka að nýta skuli með sem hag­kvæmustum hætti þá orku sem þegar er virkj­uð. Hvað hag­kvæmni varðar minni ég á að hægt er að nýta afl­getu vatns­virkj­ana betur en nú ger­ist með úrbótum á flutn­ings­kerf­inu og nýta aukið rennsli jök­ul­fljóta vegna lofts­lags­hlýn­unar. Ég skil stjórn­ar­sátt­mál­ann sem svo að betur en hingað til verði unnið að því að aðlaga fram­kvæmdir eig­in­legum þörfum á raf­orku, og orka fram­leidd í takti við upp­bygg­ingu í sam­fé­lag­inu.

Þol­mörkum náð?

Und­an­farin ár hafa komið út skýrslur um orku­stefnu og raf­orku­mál, lög verið sett um kerf­is­á­ætlun orku­flutn­inga, grunn­stefna um upp­bygg­ingu kerf­is­ins lögð fram. Unnið er að aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum og orku­skipti hafa verið tekin fyr­ir, ramma­á­ætlun um orku­kosti er unnin í áföng­um. Flest stefnir í átt að heild­rænni og var­kárri sýn sem við­ur­kennir að orku­auð­lindir eru tak­mark­aðar og nátt­úra og umhverfi hafa nytja­þol­mörk rétt eins og auð­lindir í líf­ríki hafs­ins.

Núver­andi upp­sett afl raf­virkj­ana er um 2700 megawött, þar af gefur vatns­orka tæp 2000 MW. Miðað við orku­spá vegna íbúa­fjölg­un­ar, þró­un­ar ­fyr­ir­tækja utan stór­iðju, orku­skipta í sam­göng­um o.fl, gæti þurft mörg hund­ruð við­bót­ar­mega­vött á næstu ára­tug­um. Ásætt­an­leg orku­frek fyr­ir­tæki gætu þurft svipað afl, t.d. gagna­ver eða mat­væla­fram­leiðsla í stórum stíl. Það má ætla að 500–1000 MW þurfi fyrir árið 2050, að teknu til­liti til meiri hag­kvæmni virkj­ana og orku­sparn­að­ar; jafn­vel 1000-1500 MW. Væri þar með þol­mörkum hefð­bund­innar orku­fram­leiðslu ekki náð?

Auglýsing

Meiri­hlut­inn úr iðrum jarðar í gegnum jarð­varma­virkj­an­ir?

Flutn­ings­kerfið og nýir virkj­ana­kostir

Í nýrri þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um upp­bygg­ingu flutn­ings­kerfis raf­orku er gert ráð fyrir samnýt­ingu loft­lína og jarð­strengja í meg­in­flutn­ings­kerf­inu. Ég minni á að mjög brýnt er að tengja saman helstu virkj­ana­svæði lands­ins með full­bæru háspenntu flutn­ings­kerfi og ljúka við hringdreifi­kerfi Vest­fjarða, hvort tveggja með sam­teng­ingu loft­lína og jarð­strengja.

Hvernig tryggjum við að nið­ur­stöður úr djúp­bor­unum eftir jarð­varma og mögu­leikar á virkjun hans verði í raun og veru þáttur í orku­stefn­unni? Nýja tæp­lega 5 km djúpa bor­holan á Reykj­ar­nesi gæti breytt orku­öflun okkar mjög mik­ið. Slík hola er fimm til tíu sinnum afl­meiri en 2 km djúp gufu­aflslind. Innan fárra ára verður ljóst hvort unnt er að full­nýta svona orku­bolta. Í orku­stefn­unni þarf að gera grein fyrir hvernig djúp­bor­anir og virkjun ofur­hola kunna að breyta for­sendum henn­ar.

Stjórn­ar­sátt­mál­inn kveður á um lög um vind­orku­ver. Þar er hins vegar ekk­ert að finna um sjáv­ar­orku­ver og aðeins örfá orð um varma­dæl­ur. Nokkur reynsla er þegar fengin hér af vind­myllum og und­an­farið hefur borið á miklu meiri áhuga á vind­orku en áður. Mis­stór verk­efni eru á könn­un­ar- og til­rauna­stigi og til þessa hefur ekki verið fjallað um þennan orku­kost í skýrslum stjórn­valda að neinu marki. Vind­orka og einnig of lítið könnuð sjáv­ar­orka, sam­an­ber þró­un­ar­starf eins fyr­ir­tæk­is, Valorku, hljóta að telj­ast hluti orku­stefn­unn­ar. Ég legg fram skýrslu­beiðni til Alþingis um að tekin verði saman skýrsla um bæði sjáv­ar­falla­orku­ver eða sjáv­ar­orku­ver og vind­orku­ver, auk varma­dæla, til gagns við stefnu­mót­un.

Eitt­hvað fleira?

Vegna tak­mörk­unar orku­auð­linda telja margir, þ.á.m. ég, að við séum ekki aflögu­fær um orku í haf­streng til meg­in­lands­ins og fram­lagið mjög smátt í evr­ópsku sam­hengi. Sviðs­myndin gæti breyst ef eitt eða fleiri stór­iðju­fyr­ir­tæki hætta starf­semi eða virkjun djúp­hita reyn­ist árang­urs­rík. Hér þarf upp­lýsta umræðu um alla þætti máls­ins.

Eign­ar­hald orku­mann­virkja á sem oft­ast að vera sam­fé­lags­legt og fylli­lega kemur til greina að auð­linda­gjald verði inn­heimt hjá fram­leið­endum raf­orku sem seld er til not­enda.

Höf­undur er þing­mað­ur VG.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar