Hæðni úr krana

Ásgeir Berg Matthíasson svarar grein Sirrýjar Hallgrímsdóttur í Fréttablaðinu um helgina og spyr hvort ekki væri til mikils unnið að færa umræðuna upp á aðeins hærra plan og sleppa ódýrri hæðni? Til þess þurfi ekki einu sinni krana.

Auglýsing

Það hafa lík­lega fáir farið var­hluta af umræðum um skipu­lags­mál í Reykja­vík und­an­farin miss­eri, og sér­stak­lega nú þegar borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar eru á næsta leiti. Allir hafa skoð­anir á Borg­ar­línu, þétt­ingu byggðar og mis­lægum gatna­mót­u­m—og sitt sýn­ist hverj­um, eins og geng­ur. Af ein­hverjum ástæð­um, sem mér hefur aldrei tek­ist að átta mig fylli­lega á, virð­ist sem skoð­anir á þessum málum liggi nokkurn veg­inn eftir flokkslín­um: Sjálf­stæð­is­menn vilja halda áfram á sömu braut útþenslu og hrað­brauta en vinstri­menn í öllum flokkum vilja breyt­ing­ar. Mér finnst þetta furðu­legt vegna þess allt bendir til þess að dreifð borg kosti meira, bæði fyrir ein­stak­ling­ana, fjöl­skyldur og hið opin­bera. Þétt byggð er líka góð fyrir verslun og við­skipti, auk þess sem færri bílar á göt­unum þýða betri umferð fyrir þá sem eru á bíl. Hvers vegna ættu hægri­menn að vilja sóun og óhag­kvæmn­i? 

Það er auð­vitað ekki svo að fólk hafi engin rök—til dæmis heyrir maður oft að fólk hafi valið einka­bíl­inn og því sé það for­ræð­is­hyggja að neyða það til að nota aðra ferða­máta. En er það svo? Velur fólk ekki ferða­máta eftir því sem er þægi­leg­ast og best fyrir það, og hefur borg­ar­skipu­lagið þar engin áhrif? Auð­vitað er þægi­leg­ast og best að keyra í borg sem er skorin í sundur þvers og kruss af hrað­brautum og bíla­stæð­um. Það er auð­velt að keyra og erfitt að ganga, og þess vegna gerir fólk það. En þetta borg­ar­skipu­lag spratt ekki upp af sjálfu sér, það var ákveðið af stjórn­mála­mönn­um. Að stjórn­mála­menn taki aðra ákvörðun í dag er ekki for­ræð­is­hyggja frekar en það er for­ræð­is­hyggja að ákveða að byggja fleiri mis­læg gatna­mót eða leggja meira land undir bíla­stæði. Hvort tveggja er póli­tísk ákvörð­un—það vill bara svo til að önnur var tekin í for­tíð­inni. Stað­reyndin er sú að Reykjavík er full af fólki sem sér sig til­neytt til að keyra bíl, en gerir það samt, frekar en að það sé frjálst val (og greiðir fyrir það sem sam­svarar 2-3 mán­að­ar­launum á ári).

En stundum fær maður á til­finn­ing­una að rök­semdir fólks gegn nýrri stefnu séu ekki settar fram í góðri trú. Dæmi um þetta er nýleg grein Sirrýjar Hall­gríms­dóttur í Frétta­blað­inu um þessi mál, en grein hennar er lítið annað en sam­an­safn af klisjum sem löngu er búið að hrekja eða sýna að byggðar séu á mis­skiln­ing­i.  Auk þess sem hún beitir fyrir sig litlu öðru en hæðni og ódýrum mælsku­brellum til að rök­styðja mál sitt. 

Auglýsing

Til dæmis hæð­ist hún að ónefndum borg­ar­full­trúa fyrir að halda því fram að hrað­braut­ar­stefnan sé ekki sjálf­bær og leysi ekki umferð­ar­vand­ann og lætur að því liggja að við­kom­andi sé á móti því að borgin sinni sjálf­sagðri þjón­ustu við íbú­anna. En það er ekki sem borg­ar­full­trú­inn er að segja, heldur að ef til­gang­ur­inn er að bæta umferð, þá sýnir öll reynsla að gamla stefnan virkar ekki. Enda hafa umferð­ar­spár sýnt að ferða­tími muni að óbreyttu lengj­ast um allt að 65% fram til árs­ins 2040, vega­lengdir aukast um 55% og umferða­tafir um 80%. Ég er auð­vitað ekki að segja að umferð­ar­sér­fræð­ingar hafi alltaf rétt fyrir sér og að það sé úti­lokað annað en að þessi spá gangi eft­ir—heldur að það séu ekki mótrök að draga dár að slíkri rök­studdri skoðun án þess að segja nokkuð frekar (öllum er kleift að skoða for­sendur og aðferð­irnar sem leiddu að þess­ari nið­ur­stöð­u). Hvers vegna ættum við ekki að búast við því að þessi rök­studda áætlun gangi eft­ir? Bara af því að Sirrý er svo snið­ug? (En raunar við­ur­kennir hún óbeint að þetta sé rétt með því að segja að „allt muni fara aftur í sama horf­ið“)

Sirrý segir líka að Borg­ar­lína sé „Sov­ét-­stæl risa­lausn sem á að redda málum í eitt skipti fyrir öll“ og að nú eigi allir að fara í strætó. En það hefur eng­inn sagt. Stefnan er, og hún er full­kom­lega raun­hæf, að 12% ferða á höfuð­borg­ar­svæð­inu verði farnar í almenn­ings­sam­göngum árið 2040. Hvers vegna segir Sirrý þá að stefnan sé að „allir eigi að fara í strætó“? Eru 12% all­ir? Er það ekki í raun frekar hóf­leg og skyn­sam­leg stefna? Sirrý ætti frekar að finna ein­hverjar rök­semdir fyrir því af hverju þetta er óskyn­sam­leg­t—hæðni og ýkjur eru ekki rök. Hvers vegna er það „svo sov­ésk lausn“ að leggj­ast í fram­kvæmd sem hund­ruð ­borga í Amer­íku og Vest­ur­-­Evr­ópu hafa lagst í með góðum árangri, margar sam­bæri­legar við Reykja­vík? Mætti ekki allt eins kalla þetta „norska lausn“ eða franska? Hvers vegna er það ekki „risa­lausn sem reddar öllu“ að breikka hrað­braut og byggja mis­læg gatna­mót? Það kostar lík­a. 

Lík­lega er svarið það að það er ekki lausn, eins og Sirrý sjálf við­ur­kenn­ir.

Hún lætur líka að því liggja að bíl­ferðum muni bara fjölga með fleira fólki því veðrið á Íslandi sé svo vont. Þessu geti Borg­ar­línan ekki breytt. Hvernig í ósköp­unum stendur þá á því að fólk í Vestu­bænum fer 57% sinna ferða með öðrum leiðum en einka­bíl? Er veðrið þá svona gott í Vest­ur­bæn­um, eða getur verið að fólk geri það vegna þess að þar er borg­ar­skipu­lagið með þeim hætti að aðrir ferða­mátar eru raun­hæfir? Ég er auð­vitað ekki að segja að veðrið hafi engin áhrif en það er aug­ljóst að það er ekki einu sinni mik­il­væg­asti þátt­ur­inn þegar kemur að því að velja sér ferða­máta—ann­ars væri ekki svona sterk fylgni milli þess að velja aðrar leiðir að koma sér á milli staða og búsetu í borg­inni. Auð­vitað keyrir fólk þar sem annað er erfitt—það vita það allir og um það snýst öll þessi umræða.

Loks gerir hún grín að Degi B. Egg­erts­syni fyrir að segja að það vanti krana og mann­skap til að byggja fleiri íbúð­ir. Henni finnst sú full­yrð­ing ekki eiga rétt á sér því að lóða­skortur sé það valdi hús­næð­is­vand­anum í Reykja­vík. Þetta full­yrðir hún blákalt eins og um bein­harðar stað­reyndir sé að ræða, þrátt fyrir að Reykja­vík­ur­borg hafi úthlutað nógu mörgum lóðum til að byggja heilt Sel­tjarn­ar­nes á síð­asta ári (marg­falt fleiri en nágranna­sveit­ar­fé­lögin til sam­an­s), að bygg­ing­ar­hraði á þétt­ing­ar­svæðum sé meirien í úthverfum og að fram­leiðslu­geta bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins sé ein­fald­lega ekki meiri en þetta.

Væri ekki til mik­ils unnið að færa umræð­una upp á aðeins hærra plan og sleppa ódýrri hæðni? Til þess þarf ekki einu sinni krana.

Meiri hækkun stýrivaxta kom til greina
Fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands frá því fyrr í mánuðinum hefur verið birt.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Aðförin
Aðförin
Aðförin – Mannlíf milli húsa
Kjarninn 21. nóvember 2018
Sverrir Mar Albertsson
Aþþíbara
Kjarninn 21. nóvember 2018
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 4. þáttur: Fljúgandi sjálfrennireið og sjálfskaðandi húsálfur
Kjarninn 21. nóvember 2018
Dómar í markaðsmisnotkunarmálum hafa dregið línu í sandinn
Forstjóri Kauphallarinnar segir að það sé aldrei hægt að tryggja að einhver fari ekki yfir á rauðu ljósi þótt það sé bannað. Fjárfestingaumhverfið hér sé þó mun tryggara og með öðrum hætti en fyrir áratug síðan.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Eiríkur Jónsson er annar þeirra sem stefndi ríkinu vegna ólögmætra athafna Sigríðar Á. Andersen.
Ríkið áfrýjar dómi vegna skipunar dómara
Íslenska ríkið hefur áfrýjað dómum Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi ríkið bótaskylt í málum þeirra Jóns Höskuldssonar og Eiríks Jónssonar.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Blýanturinn á útleið í prófum – Tölvur taka við
Innan nokkurra ára munu blýanturinn og penninn heyra sögunni til innan Háskóla Íslands með tilkomu rafræns prófakerfis.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Kim Jong-yang nýkjörinn forseti Interpol.
Óvæntur sigur í forsetakjöri Interpol
Fulltrúi Rússa var talinn líklegastur til þess að verða kjörinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol en hann tapaði óvænt fyrir Suður-kóreumanninum Kim Jong-yang. Kosið var um nýjan forseti eftir að sitjandi forseta Interpol hvarf í október.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar