Hæðni úr krana

Ásgeir Berg Matthíasson svarar grein Sirrýjar Hallgrímsdóttur í Fréttablaðinu um helgina og spyr hvort ekki væri til mikils unnið að færa umræðuna upp á aðeins hærra plan og sleppa ódýrri hæðni? Til þess þurfi ekki einu sinni krana.

Auglýsing

Það hafa lík­lega fáir farið var­hluta af umræðum um skipu­lags­mál í Reykja­vík und­an­farin miss­eri, og sér­stak­lega nú þegar borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar eru á næsta leiti. Allir hafa skoð­anir á Borg­ar­línu, þétt­ingu byggðar og mis­lægum gatna­mót­u­m—og sitt sýn­ist hverj­um, eins og geng­ur. Af ein­hverjum ástæð­um, sem mér hefur aldrei tek­ist að átta mig fylli­lega á, virð­ist sem skoð­anir á þessum málum liggi nokkurn veg­inn eftir flokkslín­um: Sjálf­stæð­is­menn vilja halda áfram á sömu braut útþenslu og hrað­brauta en vinstri­menn í öllum flokkum vilja breyt­ing­ar. Mér finnst þetta furðu­legt vegna þess allt bendir til þess að dreifð borg kosti meira, bæði fyrir ein­stak­ling­ana, fjöl­skyldur og hið opin­bera. Þétt byggð er líka góð fyrir verslun og við­skipti, auk þess sem færri bílar á göt­unum þýða betri umferð fyrir þá sem eru á bíl. Hvers vegna ættu hægri­menn að vilja sóun og óhag­kvæmn­i? 

Það er auð­vitað ekki svo að fólk hafi engin rök—til dæmis heyrir maður oft að fólk hafi valið einka­bíl­inn og því sé það for­ræð­is­hyggja að neyða það til að nota aðra ferða­máta. En er það svo? Velur fólk ekki ferða­máta eftir því sem er þægi­leg­ast og best fyrir það, og hefur borg­ar­skipu­lagið þar engin áhrif? Auð­vitað er þægi­leg­ast og best að keyra í borg sem er skorin í sundur þvers og kruss af hrað­brautum og bíla­stæð­um. Það er auð­velt að keyra og erfitt að ganga, og þess vegna gerir fólk það. En þetta borg­ar­skipu­lag spratt ekki upp af sjálfu sér, það var ákveðið af stjórn­mála­mönn­um. Að stjórn­mála­menn taki aðra ákvörðun í dag er ekki for­ræð­is­hyggja frekar en það er for­ræð­is­hyggja að ákveða að byggja fleiri mis­læg gatna­mót eða leggja meira land undir bíla­stæði. Hvort tveggja er póli­tísk ákvörð­un—það vill bara svo til að önnur var tekin í for­tíð­inni. Stað­reyndin er sú að Reykjavík er full af fólki sem sér sig til­neytt til að keyra bíl, en gerir það samt, frekar en að það sé frjálst val (og greiðir fyrir það sem sam­svarar 2-3 mán­að­ar­launum á ári).

En stundum fær maður á til­finn­ing­una að rök­semdir fólks gegn nýrri stefnu séu ekki settar fram í góðri trú. Dæmi um þetta er nýleg grein Sirrýjar Hall­gríms­dóttur í Frétta­blað­inu um þessi mál, en grein hennar er lítið annað en sam­an­safn af klisjum sem löngu er búið að hrekja eða sýna að byggðar séu á mis­skiln­ing­i.  Auk þess sem hún beitir fyrir sig litlu öðru en hæðni og ódýrum mælsku­brellum til að rök­styðja mál sitt. 

Auglýsing

Til dæmis hæð­ist hún að ónefndum borg­ar­full­trúa fyrir að halda því fram að hrað­braut­ar­stefnan sé ekki sjálf­bær og leysi ekki umferð­ar­vand­ann og lætur að því liggja að við­kom­andi sé á móti því að borgin sinni sjálf­sagðri þjón­ustu við íbú­anna. En það er ekki sem borg­ar­full­trú­inn er að segja, heldur að ef til­gang­ur­inn er að bæta umferð, þá sýnir öll reynsla að gamla stefnan virkar ekki. Enda hafa umferð­ar­spár sýnt að ferða­tími muni að óbreyttu lengj­ast um allt að 65% fram til árs­ins 2040, vega­lengdir aukast um 55% og umferða­tafir um 80%. Ég er auð­vitað ekki að segja að umferð­ar­sér­fræð­ingar hafi alltaf rétt fyrir sér og að það sé úti­lokað annað en að þessi spá gangi eft­ir—heldur að það séu ekki mótrök að draga dár að slíkri rök­studdri skoðun án þess að segja nokkuð frekar (öllum er kleift að skoða for­sendur og aðferð­irnar sem leiddu að þess­ari nið­ur­stöð­u). Hvers vegna ættum við ekki að búast við því að þessi rök­studda áætlun gangi eft­ir? Bara af því að Sirrý er svo snið­ug? (En raunar við­ur­kennir hún óbeint að þetta sé rétt með því að segja að „allt muni fara aftur í sama horf­ið“)

Sirrý segir líka að Borg­ar­lína sé „Sov­ét-­stæl risa­lausn sem á að redda málum í eitt skipti fyrir öll“ og að nú eigi allir að fara í strætó. En það hefur eng­inn sagt. Stefnan er, og hún er full­kom­lega raun­hæf, að 12% ferða á höfuð­borg­ar­svæð­inu verði farnar í almenn­ings­sam­göngum árið 2040. Hvers vegna segir Sirrý þá að stefnan sé að „allir eigi að fara í strætó“? Eru 12% all­ir? Er það ekki í raun frekar hóf­leg og skyn­sam­leg stefna? Sirrý ætti frekar að finna ein­hverjar rök­semdir fyrir því af hverju þetta er óskyn­sam­leg­t—hæðni og ýkjur eru ekki rök. Hvers vegna er það „svo sov­ésk lausn“ að leggj­ast í fram­kvæmd sem hund­ruð ­borga í Amer­íku og Vest­ur­-­Evr­ópu hafa lagst í með góðum árangri, margar sam­bæri­legar við Reykja­vík? Mætti ekki allt eins kalla þetta „norska lausn“ eða franska? Hvers vegna er það ekki „risa­lausn sem reddar öllu“ að breikka hrað­braut og byggja mis­læg gatna­mót? Það kostar lík­a. 

Lík­lega er svarið það að það er ekki lausn, eins og Sirrý sjálf við­ur­kenn­ir.

Hún lætur líka að því liggja að bíl­ferðum muni bara fjölga með fleira fólki því veðrið á Íslandi sé svo vont. Þessu geti Borg­ar­línan ekki breytt. Hvernig í ósköp­unum stendur þá á því að fólk í Vestu­bænum fer 57% sinna ferða með öðrum leiðum en einka­bíl? Er veðrið þá svona gott í Vest­ur­bæn­um, eða getur verið að fólk geri það vegna þess að þar er borg­ar­skipu­lagið með þeim hætti að aðrir ferða­mátar eru raun­hæfir? Ég er auð­vitað ekki að segja að veðrið hafi engin áhrif en það er aug­ljóst að það er ekki einu sinni mik­il­væg­asti þátt­ur­inn þegar kemur að því að velja sér ferða­máta—ann­ars væri ekki svona sterk fylgni milli þess að velja aðrar leiðir að koma sér á milli staða og búsetu í borg­inni. Auð­vitað keyrir fólk þar sem annað er erfitt—það vita það allir og um það snýst öll þessi umræða.

Loks gerir hún grín að Degi B. Egg­erts­syni fyrir að segja að það vanti krana og mann­skap til að byggja fleiri íbúð­ir. Henni finnst sú full­yrð­ing ekki eiga rétt á sér því að lóða­skortur sé það valdi hús­næð­is­vand­anum í Reykja­vík. Þetta full­yrðir hún blákalt eins og um bein­harðar stað­reyndir sé að ræða, þrátt fyrir að Reykja­vík­ur­borg hafi úthlutað nógu mörgum lóðum til að byggja heilt Sel­tjarn­ar­nes á síð­asta ári (marg­falt fleiri en nágranna­sveit­ar­fé­lögin til sam­an­s), að bygg­ing­ar­hraði á þétt­ing­ar­svæðum sé meirien í úthverfum og að fram­leiðslu­geta bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins sé ein­fald­lega ekki meiri en þetta.

Væri ekki til mik­ils unnið að færa umræð­una upp á aðeins hærra plan og sleppa ódýrri hæðni? Til þess þarf ekki einu sinni krana.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Neytendastofa er með aðsetur í Borgartúni.
Unnið að því að leggja niður Neytendastofu
Stjórnvöld sjá fyrir sér að hugsanlega verði hægt að færa öll verkefni frá Neytendastofu á næsta ári og leggja stofnunina niður, með mögulegum sparnaði fyrir ríkissjóð. Stofnunin tók til starfa árið 2005 og fær tæpar 240 milljónir úr ríkissjóði í ár.
Kjarninn 28. október 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála.
Tekjufallsstyrkir til ferðaþjónustunnar áætlaðir 3,5 milljarðar króna
Leiðsögumenn og aðrir litlir rekstraraðilar eiga rétt á að fá allt að 400 þúsund krónur á mánuði í tekjufallsstyrki fyrir hvert stöðugildi í allt að 18 mánuði. Kostnaður vegna styrka til ferðaþjónustu hefur nú verið áætlaður.
Kjarninn 28. október 2020
Ráðhús Reykjavíkur
„Hagstjórnarmistök“ að styðja ekki betur við sveitarfélög
Reykjavíkurborg varar ríkisstjórnina við að veita sveitarfélögunum ekki meiri stuðning í nýju fjárlagafrumvarpi og segir niðurskurð í fjárfestingum vinna gegn viðbótarfjárfestingu ríkisins.
Kjarninn 28. október 2020
Óskað eftir því að Vilji Björns Inga verði tekinn til gjaldþrotaskipta
Sýslumaðurinn á Vesturlandi hefur lagð fram beiðni um að Útgáfufélag Viljans verði tekið til gjaldþrotaskipta. Björn Ingi Hrafnsson segist fyrst hafa heyrt um málið í gærkvöldi. Hann missti stjórn á umsvifamiklu fjölmiðlaveldi árið 2017.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar