Hæðni úr krana

Ásgeir Berg Matthíasson svarar grein Sirrýjar Hallgrímsdóttur í Fréttablaðinu um helgina og spyr hvort ekki væri til mikils unnið að færa umræðuna upp á aðeins hærra plan og sleppa ódýrri hæðni? Til þess þurfi ekki einu sinni krana.

Auglýsing

Það hafa lík­lega fáir farið var­hluta af umræðum um skipu­lags­mál í Reykja­vík und­an­farin miss­eri, og sér­stak­lega nú þegar borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar eru á næsta leiti. Allir hafa skoð­anir á Borg­ar­línu, þétt­ingu byggðar og mis­lægum gatna­mót­u­m—og sitt sýn­ist hverj­um, eins og geng­ur. Af ein­hverjum ástæð­um, sem mér hefur aldrei tek­ist að átta mig fylli­lega á, virð­ist sem skoð­anir á þessum málum liggi nokkurn veg­inn eftir flokkslín­um: Sjálf­stæð­is­menn vilja halda áfram á sömu braut útþenslu og hrað­brauta en vinstri­menn í öllum flokkum vilja breyt­ing­ar. Mér finnst þetta furðu­legt vegna þess allt bendir til þess að dreifð borg kosti meira, bæði fyrir ein­stak­ling­ana, fjöl­skyldur og hið opin­bera. Þétt byggð er líka góð fyrir verslun og við­skipti, auk þess sem færri bílar á göt­unum þýða betri umferð fyrir þá sem eru á bíl. Hvers vegna ættu hægri­menn að vilja sóun og óhag­kvæmn­i? 

Það er auð­vitað ekki svo að fólk hafi engin rök—til dæmis heyrir maður oft að fólk hafi valið einka­bíl­inn og því sé það for­ræð­is­hyggja að neyða það til að nota aðra ferða­máta. En er það svo? Velur fólk ekki ferða­máta eftir því sem er þægi­leg­ast og best fyrir það, og hefur borg­ar­skipu­lagið þar engin áhrif? Auð­vitað er þægi­leg­ast og best að keyra í borg sem er skorin í sundur þvers og kruss af hrað­brautum og bíla­stæð­um. Það er auð­velt að keyra og erfitt að ganga, og þess vegna gerir fólk það. En þetta borg­ar­skipu­lag spratt ekki upp af sjálfu sér, það var ákveðið af stjórn­mála­mönn­um. Að stjórn­mála­menn taki aðra ákvörðun í dag er ekki for­ræð­is­hyggja frekar en það er for­ræð­is­hyggja að ákveða að byggja fleiri mis­læg gatna­mót eða leggja meira land undir bíla­stæði. Hvort tveggja er póli­tísk ákvörð­un—það vill bara svo til að önnur var tekin í for­tíð­inni. Stað­reyndin er sú að Reykjavík er full af fólki sem sér sig til­neytt til að keyra bíl, en gerir það samt, frekar en að það sé frjálst val (og greiðir fyrir það sem sam­svarar 2-3 mán­að­ar­launum á ári).

En stundum fær maður á til­finn­ing­una að rök­semdir fólks gegn nýrri stefnu séu ekki settar fram í góðri trú. Dæmi um þetta er nýleg grein Sirrýjar Hall­gríms­dóttur í Frétta­blað­inu um þessi mál, en grein hennar er lítið annað en sam­an­safn af klisjum sem löngu er búið að hrekja eða sýna að byggðar séu á mis­skiln­ing­i.  Auk þess sem hún beitir fyrir sig litlu öðru en hæðni og ódýrum mælsku­brellum til að rök­styðja mál sitt. 

Auglýsing

Til dæmis hæð­ist hún að ónefndum borg­ar­full­trúa fyrir að halda því fram að hrað­braut­ar­stefnan sé ekki sjálf­bær og leysi ekki umferð­ar­vand­ann og lætur að því liggja að við­kom­andi sé á móti því að borgin sinni sjálf­sagðri þjón­ustu við íbú­anna. En það er ekki sem borg­ar­full­trú­inn er að segja, heldur að ef til­gang­ur­inn er að bæta umferð, þá sýnir öll reynsla að gamla stefnan virkar ekki. Enda hafa umferð­ar­spár sýnt að ferða­tími muni að óbreyttu lengj­ast um allt að 65% fram til árs­ins 2040, vega­lengdir aukast um 55% og umferða­tafir um 80%. Ég er auð­vitað ekki að segja að umferð­ar­sér­fræð­ingar hafi alltaf rétt fyrir sér og að það sé úti­lokað annað en að þessi spá gangi eft­ir—heldur að það séu ekki mótrök að draga dár að slíkri rök­studdri skoðun án þess að segja nokkuð frekar (öllum er kleift að skoða for­sendur og aðferð­irnar sem leiddu að þess­ari nið­ur­stöð­u). Hvers vegna ættum við ekki að búast við því að þessi rök­studda áætlun gangi eft­ir? Bara af því að Sirrý er svo snið­ug? (En raunar við­ur­kennir hún óbeint að þetta sé rétt með því að segja að „allt muni fara aftur í sama horf­ið“)

Sirrý segir líka að Borg­ar­lína sé „Sov­ét-­stæl risa­lausn sem á að redda málum í eitt skipti fyrir öll“ og að nú eigi allir að fara í strætó. En það hefur eng­inn sagt. Stefnan er, og hún er full­kom­lega raun­hæf, að 12% ferða á höfuð­borg­ar­svæð­inu verði farnar í almenn­ings­sam­göngum árið 2040. Hvers vegna segir Sirrý þá að stefnan sé að „allir eigi að fara í strætó“? Eru 12% all­ir? Er það ekki í raun frekar hóf­leg og skyn­sam­leg stefna? Sirrý ætti frekar að finna ein­hverjar rök­semdir fyrir því af hverju þetta er óskyn­sam­leg­t—hæðni og ýkjur eru ekki rök. Hvers vegna er það „svo sov­ésk lausn“ að leggj­ast í fram­kvæmd sem hund­ruð ­borga í Amer­íku og Vest­ur­-­Evr­ópu hafa lagst í með góðum árangri, margar sam­bæri­legar við Reykja­vík? Mætti ekki allt eins kalla þetta „norska lausn“ eða franska? Hvers vegna er það ekki „risa­lausn sem reddar öllu“ að breikka hrað­braut og byggja mis­læg gatna­mót? Það kostar lík­a. 

Lík­lega er svarið það að það er ekki lausn, eins og Sirrý sjálf við­ur­kenn­ir.

Hún lætur líka að því liggja að bíl­ferðum muni bara fjölga með fleira fólki því veðrið á Íslandi sé svo vont. Þessu geti Borg­ar­línan ekki breytt. Hvernig í ósköp­unum stendur þá á því að fólk í Vestu­bænum fer 57% sinna ferða með öðrum leiðum en einka­bíl? Er veðrið þá svona gott í Vest­ur­bæn­um, eða getur verið að fólk geri það vegna þess að þar er borg­ar­skipu­lagið með þeim hætti að aðrir ferða­mátar eru raun­hæfir? Ég er auð­vitað ekki að segja að veðrið hafi engin áhrif en það er aug­ljóst að það er ekki einu sinni mik­il­væg­asti þátt­ur­inn þegar kemur að því að velja sér ferða­máta—ann­ars væri ekki svona sterk fylgni milli þess að velja aðrar leiðir að koma sér á milli staða og búsetu í borg­inni. Auð­vitað keyrir fólk þar sem annað er erfitt—það vita það allir og um það snýst öll þessi umræða.

Loks gerir hún grín að Degi B. Egg­erts­syni fyrir að segja að það vanti krana og mann­skap til að byggja fleiri íbúð­ir. Henni finnst sú full­yrð­ing ekki eiga rétt á sér því að lóða­skortur sé það valdi hús­næð­is­vand­anum í Reykja­vík. Þetta full­yrðir hún blákalt eins og um bein­harðar stað­reyndir sé að ræða, þrátt fyrir að Reykja­vík­ur­borg hafi úthlutað nógu mörgum lóðum til að byggja heilt Sel­tjarn­ar­nes á síð­asta ári (marg­falt fleiri en nágranna­sveit­ar­fé­lögin til sam­an­s), að bygg­ing­ar­hraði á þétt­ing­ar­svæðum sé meirien í úthverfum og að fram­leiðslu­geta bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins sé ein­fald­lega ekki meiri en þetta.

Væri ekki til mik­ils unnið að færa umræð­una upp á aðeins hærra plan og sleppa ódýrri hæðni? Til þess þarf ekki einu sinni krana.

Meira úr sama flokkiAðsendar greinar