Grætur húsið þitt?

Auglýsing

Síð­ustu daga hef ég fengið ótal sím­töl og fyr­ir­spurnir frá fólki vegna þess að húsið þeirra græt­ur. Veðrið er einmitt til þess fallið þessar síð­ustu vikur að mörg hús eru gráti nær. Húsin gráta vegna raka­þétt­ingar inn­an­dyra, skrifa þarf sér­stakan pistil um leka og við­brögð vegna slag­veð­urs sem hefur geisað síð­ustu miss­eri.

Raka­þétt­ing

Helstu ummerki eru að við glugga má sjá vatn eða móðu. Í hornum við útveggi liggja taumar eðaRakinn getur valdið tjóni. máln­ing byrjar að bólgna. Í verstu til­fellum er komin svört, græn, grá eða bleik slikja á útvegg, við rúður eða glugga. Þarna leyn­ist stundum mygla eða aðrar örver­ur, sem ein­göngu ná að vaxa upp vegna raka. Gró myglu eru þegar til staðar alls staðar og eru ekki til ama fyrr en þau ná nógu miklum raka til þess að vaxa up og mynda myglu­svepp.

Myglu- eða prótín­próf

Margir grípa til þess ráðs að kaupa ,,myglu­próf“ sem verða fjólu­blá sé þeim strokið yfir þessi svæði. Þessi próf eru næm fyrir prótínum og svara ef prótín­magn er hækkað á því svæði sem er strokið yfir. Þetta eru ekki sér­tæk myglu­próf en geta nýst til þess að fá vís­bend­ingar sé þeim beitt á réttan hátt. Mygla og bakt­er­íur eru prótín­rík líkt og aðrar líf­ver­ur.

Auglýsing

Vegna áber­andi umræðu um myglu í fjöl­miðlum und­an­farið er skilj­an­legt að fólk verði ótta­slegið og gráti nær.

Þess vegna er nauð­syn­legt að koma fræðslu til almenn­ings um þessi mál og vona ég að þessi pist­ill gefi ein­hverjum svör. Við hræð­umst minna það sem við þekkj­um, skiljum og getum brugð­ist við.

Af hverju grætur húsið mitt?

Við venju­legt heim­il­is­hald fjög­urra manna fjöl­skyldu getur raka­inni­hald og vatns­magn í lofti auk­ist um að minnsta kosti 40 lítra á viku. Heitt loft getur haldið þessum raka í meira magni en kalt loft. Þessi raki í loft­inu getur síðan orðið að vatni við það að kom­ast í snert­ingu við kaldan flöt. Hver þekkir ekki að gler­flaska sem er tekin út úr ísskáp ,,græt­ur“ á yfir­borði þegar við tökum hana út og þá sér­stak­lega ef heitt og rakt er í kringum okk­ur. Gott dæmi er kaldur svala­drykkur erlend­is.

Það sama ger­ist á veggj­um, við glugga og rúður í hús­unum okk­ar. Á vet­urna þegar það er kalt úti þá kólna vegg­fletir og rúður og rak­inn sem er í heitu röku lofti hjá okkur inn­an­dyra nær þá að dagga, eða falla út á þessum flöt­um, líkt og á svala­drykkn­um. Í ein­hverjum til­fellum má hrein­lega sjá vatn við glugga og oft telur hús­eig­andi að glugg­a­rnir hljóti að leka. En þegar betur er að gáð þá má merkja mun­inn á því að þessi raki kemur ekki ein­göngu við slag­veður eða í úrkomu, heldur einmitt á köldum vetr­ar­dög­um.

Í okkar veðr­áttu er ansi freist­andi að híma inn­an­dyra með lok­aða glugga og njóta hlýj­unn­ar. Húsin okkar eru ekki endi­lega á sama máli.

Hvað er kulda­brú?

Við á Íslandi ein­angrum gjarnan húsin okkar að innan og það bygg­ing­ar­lag eykur líkur á kulda­brúm. Það er að segja án þess að fara út í tækni­leg atriði þá eru frekar kaldir fletir á yfir­borði veggja en í húsum sem eru ein­angruð að utan. Þessir fletir eru þá sér­stak­lega þar sem gólf- eða loft­plata mætir útvegg. Þess vegna er mik­il­vægt að við áttum okkur á því að þessi veik­leiki er til staðar og að við þurfum að  gæta að því hvernig við hegðum okkur og hver loft­rak­inn er inni hjá okk­ur. Að sama skapi getur heitt rakt loft í ein­hverjum til­fellum þéttst og grátið innan í veggj­um, á milli ein­angr­unar og steypu við ákveðnar aðstæð­ur. Þessar afleið­ingar of mik­ils raka­á­lags sjáum við ekki eins og raka­þétt­ingu á rúð­u­m. 

Inni­vist og loft­gæði

Í þessum pistli verður ekki farið yfir hönnun húsa og hvað er til ráða til fram­tíð­ar. Fyrst og fremst bent á þau atriði sem við sem búum í húsum þurfum að hafa í huga til þess að lág­marka þessa áhættu sé þess kost­ur. Ef slíkar aðstæður eru til staðar og ef upp vaxa örver­ur, mygla eða bakt­er­íur geta loft­gæði inn­an­dyra skerst og á sama tíma aukið líkur á heilsu­farskvillum sem tengj­ast önd­un­ar­færum og sýk­ingar verða jafn­vel tíð­ari. Þessa áhættu metur Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin og fjallar þá um raka og myglu í sam­hengi sem áhættu­þátt vegna heilsu.

Góð loft­gæði inn­an­dyra auka vellíðan og bæta heilsu. Ferskt úti­loft og því loft­skipti spila þar lyk­il­hlut­verk. Í þéttum húsum þar sem gluggar eru opn­aðir sjaldan og loft­skipti tak­mörkuð getur orðið upp­söfnun á koltví­sýr­ingi, sem við gefum frá okkur og öðrum efnum sem fylgja hús­bún­aði, hrein­læt­is­vörum og þrif­um.

Gæði svefns og vellíðan í húsum ræðst að miklu leyti af loft­skipt­um.

Eft­ir­far­andi atriði ætti meðal ann­ars að hafa í huga:

- Loft­raki inni hjá okkur hækkar við eft­ir­far­andi

- Þvotta, þurrkun á þvotti, bað­ferð­ir, mat­ar­gerð og inni­veru fólks

- Loft­raka­mælir ætti að vera til á hverju heim­ili

- Fást m.a. í bygg­ing­ar­vöru­verls­unum eða net­versl­unum

- Til þess að læra hvaða hegðun eykur loft­raka og hvenær er þörf á að bregð­ast við.

- Loft­raki ætti að vera undir 40% og jafn­vel 30% þegar er kalt/vet­urna hærri á sumrin

- Háð húsa­gerð og aðstæð­um, móða á glugga eða spegli er þó við­vörun

- Loft­skipti þurfa að vera reglu­leg

- Þum­al­putta­regla er að skipta um loft amk tvisvar á dag, úti­loft inn fyrir inni­loft

- Við það að opna glugga verða ekki endi­lega loft­skipti, þarf að gusta í gegn

- Útsog í íbúðum þarf að hafa loft­flæði inn á móti til að mynda ekki und­ir­þrýst­ing

- Und­ir­þrýst­ingur getur aukið leka t.d. inn með gluggum

- Und­ir­þrýst­ingur getur togað loft frá þak­rými eða innan úr veggjum og skert loft­gæði.

- Þegar opnað er upp í vind­inn er und­ir­þrýst­ingur tak­mark­að­ur, öfugt ef opnað er hlé­meg­in.

- Í svefn­her­bergjum ætti að vera rifa á rúðu yfir nótt­ina

- Bætir einnig svefn og loft­gæði

- Gard­ínur ættu ekki að vera þétt við rúður eða loka alveg loft­flæði við rúður

- Hús­gögn, rúm­gaflar og annað ættu ekki að liggja þétt að útvegg 

- Ryk­söfnun við rúður eða í hornum getur aukið líkur á að örverur nái að vaxa upp við raka

- Umfram raka ætti ávallt að þurrka upp

- Við rúður á morgn­anna eða ann­ars stað­ar.

Við búum öll í húsum eða þau veita okkur skjól og því ætti það að vera hluti af fræðslu í skólum að kenna okkur að lifa í þeim og líða vel. Þessi pist­ill er alls ekki tæm­andi og margir aðrir þættir sem við þurfum að huga að.

En von­andi grætur húsið ykkar minna eftir lest­ur­inn, að minnsta kosti getið þið þurrkað tár­in.

Höf­undur er sér­fræð­ingur í inni­vist, líf­fræði, lýð­heilsa. Fag­stjóri EFLU verk­fræði­stofu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar