Ofurnákvæmni eða tilviljun?

Auglýsing

Fyrir tæpu ári setti grein­ar­höf­undur fram þá til­gátu að eftir rekstr­ar­árið 2017 myndi svig­rúm Lands­virkj­unar til arð­greiðslna nema um 12 millj­örðum íslenskra króna. Um leið var álitið senni­legt að arð­greiðslan yrði samt ekki svo há, en að hún yrði mögu­lega um 5 millj­arðar króna. Og nú þegar Lands­virkjun hefur birt tölur um afkomu sína vegna 2017 sést að umrædd sviðs­mynd telst vænt­an­lega í prýði­legum takti við raun­veru­leik­ann.

Raun­hæf sviðs­mynd

Nú liggur sem sagt fyrir að hagn­aður Lands­virkj­unar 2017 var um 11,2 millj­arðar króna. Sem er nán­ast nákvæm­lega sama tala og grein­ar­höf­undur sá fyrir sér sem mögu­lega arð­greiðslu­getu Lands­virkj­unar eftir umrætt rekstr­arár (miðað við þær for­sendur sem raktar voru í áður­nefndri grein). Þarna mætti því e.t.v. tala um raun­sætt mat á rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tæk­is­ins eða jafn­vel ofur­ná­kvæmni.

Aðrir myndu þó kannski fremur vilja kalla þetta til­viljun eða heppni, enda er sam­setn­ing tekna og gjalda Lands­virkj­unar 2017 ekki alveg sú sama og fólst í áður­nefndri til­gátu grein­ar­höf­und­ar. En hvaða svo sem því líð­ur, þá liggur nú fyrir sú stað­reynd að hagn­aður Lands­virkj­unar vegna 2017 var nán­ast nákvæm­lega sú tala sem grein­ar­höf­undur áleit vera senni­lega eða við­eig­andi arð­greiðslu­getu Lands­virkj­unar eftir það rekstr­ar­ár.

Auglýsing

Margir og stórir óvissu­þættir

Stóru tíð­indin eru að arð­greiðslu­geta Lands­virkj­unar er að aukast hratt. Margir óvissu­þættir um afkomu fyr­ir­tæk­is­ins valda því þó, að í upp­hafi sér­hvers árs veit í reynd eng­inn hver nið­ur­staðan verður eftir árið. En það má reyna að nálg­ast senni­lega nið­ur­stöðu með því að meta alla óvissu­þætti af raun­sæi og þekk­ingu. Þar skiptir hvað mestu að meta hvernig orku­samn­ingar fyr­ir­tæk­is­ins eru, þ.e. hverjar tekj­urnar verða.

Þar skipta álverin mestu máli. En sökum þess að raf­orku­verðið til álver­anna er leynd­ar­mál samn­ings­að­il­anna, þarf utan­að­kom­andi sjálfur að reyna að meta hvert verðið þar er í raun og veru. Og hvernig það muni þró­ast yfir árið.

Aðrir stórir óvissu­þættir eru t.a.m. fjár­magns­kostn­aður Lands­virkj­unar og rekstr­ar­kostn­aður (sem virð­ist fara vax­and­i). Og þegar reynt er að sjá fyrir hver afkoma Lands­virkj­unar verði í íslenskum krón­um, skiptir auð­vitað miklu máli hinn risa­vaxni óvissu­þáttur sem er gengi íslensku krón­unn­ar. Hér skal líka nefnt að það orku­magn sem stór­iðju­fyr­ir­tækin kaupa á hverju ári er nokkuð sveiflu­kennt. Einnig það skapar óvissu og er áhrifa­þáttur fyrir tekjur Lands­virkj­un­ar.

Raun­sæi og þekk­ing

Með því að meta alla ofan­greinda þætti af þekk­ingu og raun­sæi er unnt að sjá fyrir sér hvernig afkoma Lands­virkj­unar er lík­leg eða senni­leg til að verða. Vegna óvissunn­ar, t.a.m. um þróun álverðs og geng­is, er samt alltaf rétt að gera ráð fyrir því að hin raun­veru­lega nið­ur­staða geti orðið allt önnur en álitin er lík­leg­ust! Óvissu­mörkin eru sem sagt ansið mik­il. En þegar raf­orku­verðið er þekkt af nægi­legri nákvæmni og ekki verða óvæntar sveiflur á álverði, gengi eða fjár­mögn­un, getur áætluð nið­ur­staða orðið  ná­lægt raun­veru­leik­an­um.

Verður arð­greiðslan 5 millj­arðar króna?

Ýmis­legt fleira en hagn­að­ur­inn hefur áhrif á arð­greiðsl­una. Það á því eftir að koma í ljós hver arð­greiðsla Lands­virkj­unar til eig­anda síns (rík­is­ins) vegna 2017 verð­ur. Til­gátan er að hún verði nálægt 5 millj­örðum króna. En til að forð­ast að til­gátur grein­ar­höf­undar reyn­ist nán­ast óeðli­lega nákvæmar, ætti stjórn Lands­virkjun kannski að gæta þess að hafa arð­greiðsl­una nokkru hærri eða nokkru lægri! Hver arð­greiðslan verð­ur, skýrist lík­lega síðla í mars eða í apr­íl.

Leynd­ar­málið um raf­orku­verð stór­iðju komið upp á yfir­borðið

Grein­ar­höf­undur við­ur­kennir fús­lega að mat hans á arð­greiðslu­getu Lands­virkj­unar vegna 2017 hefði allt eins geta orðið langt frá raun­veru­leik­an­um. Vegna áður­greindra óvissu­þátta. En hvað svo sem líður öllum óvissu­at­rið­um, þá hafa les­endur skrifa grein­ar­höf­undar vænt­an­lega flestir fyrir löngu áttað sig á því, að sá sem þetta skrifar veit með mjög veru­legri nákvæmni hvaða raf­orku­verð Lands­virkjun fær frá álver­unum hverju sinni. Og sú vit­neskja gefur manni góða inn­sýn í tekjur Lands­virkj­unar og auð­veldar manni að ákvarða lík­lega sviðs­mynd um afkomu fyr­ir­tæk­is­ins.

Orku­sala til gagna­vera hratt vax­andi

Grein­ar­höf­undur telur sig líka vita af tals­verðri nákvæmni hvaða raf­orku­verð ýmsir aðrir smærri við­skipta­vinir Lands­virkj­unar greiða. En rétt er að halda þeim upp­lýs­ingum út af fyrir sig, enda er grein­ar­höf­undur ráð­gjafi nokk­urra gagna­vers­fyr­ir­tækja sem eru að leita eftir orku­samn­ingum hér. Og er bund­inn trún­aði um þau mál. Og það er athygl­is­vert að nýlegur stór raf­orku­sölu­samn­ingur Lands­virkj­unar var einmitt við gagna­ver.

Það er þó reyndar svo að raf­orku­salan í hæst verð­lögðu stór­iðju­samn­ing­unum er hið raun­veru­lega grund­vall­ar­at­riði í arð­semi Lands­virkj­un­ar. Þar skiptir samn­ing­ur­inn við ÍSAL sér­stak­lega miklu máli. Svo er þróun raf­orku­verðs á almenna heild­sölu­mark­aðnum líka mik­il­vægur áhrifa­þáttur í afkomu Lands­virkj­un­ar, þ.á m. hækk­andi verð í ýmsum samn­ingum Lands­virkj­unar við önnur raf­orku­fyr­ir­tæki. Ekki er ósenni­legt að verð­þró­unin þar muni senn vekja aukna umræðu um það hvert hlut­verk Lands­virkj­unar eigi að vera á almenna heild­sölu­mark­aðn­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar