Ofurnákvæmni eða tilviljun?

Auglýsing

Fyrir tæpu ári setti greinarhöfundur fram þá tilgátu að eftir rekstrarárið 2017 myndi svigrúm Landsvirkjunar til arðgreiðslna nema um 12 milljörðum íslenskra króna. Um leið var álitið sennilegt að arðgreiðslan yrði samt ekki svo há, en að hún yrði mögulega um 5 milljarðar króna. Og nú þegar Landsvirkjun hefur birt tölur um afkomu sína vegna 2017 sést að umrædd sviðsmynd telst væntanlega í prýðilegum takti við raunveruleikann.

Raunhæf sviðsmynd

Nú liggur sem sagt fyrir að hagnaður Landsvirkjunar 2017 var um 11,2 milljarðar króna. Sem er nánast nákvæmlega sama tala og greinarhöfundur sá fyrir sér sem mögulega arðgreiðslugetu Landsvirkjunar eftir umrætt rekstrarár (miðað við þær forsendur sem raktar voru í áðurnefndri grein). Þarna mætti því e.t.v. tala um raunsætt mat á rekstrarumhverfi fyrirtækisins eða jafnvel ofurnákvæmni.

Aðrir myndu þó kannski fremur vilja kalla þetta tilviljun eða heppni, enda er samsetning tekna og gjalda Landsvirkjunar 2017 ekki alveg sú sama og fólst í áðurnefndri tilgátu greinarhöfundar. En hvaða svo sem því líður, þá liggur nú fyrir sú staðreynd að hagnaður Landsvirkjunar vegna 2017 var nánast nákvæmlega sú tala sem greinarhöfundur áleit vera sennilega eða viðeigandi arðgreiðslugetu Landsvirkjunar eftir það rekstrarár.

Auglýsing

Margir og stórir óvissuþættir

Stóru tíðindin eru að arðgreiðslugeta Landsvirkjunar er að aukast hratt. Margir óvissuþættir um afkomu fyrirtækisins valda því þó, að í upphafi sérhvers árs veit í reynd enginn hver niðurstaðan verður eftir árið. En það má reyna að nálgast sennilega niðurstöðu með því að meta alla óvissuþætti af raunsæi og þekkingu. Þar skiptir hvað mestu að meta hvernig orkusamningar fyrirtækisins eru, þ.e. hverjar tekjurnar verða.

Þar skipta álverin mestu máli. En sökum þess að raforkuverðið til álveranna er leyndarmál samningsaðilanna, þarf utanaðkomandi sjálfur að reyna að meta hvert verðið þar er í raun og veru. Og hvernig það muni þróast yfir árið.

Aðrir stórir óvissuþættir eru t.a.m. fjármagnskostnaður Landsvirkjunar og rekstrarkostnaður (sem virðist fara vaxandi). Og þegar reynt er að sjá fyrir hver afkoma Landsvirkjunar verði í íslenskum krónum, skiptir auðvitað miklu máli hinn risavaxni óvissuþáttur sem er gengi íslensku krónunnar. Hér skal líka nefnt að það orkumagn sem stóriðjufyrirtækin kaupa á hverju ári er nokkuð sveiflukennt. Einnig það skapar óvissu og er áhrifaþáttur fyrir tekjur Landsvirkjunar.

Raunsæi og þekking

Með því að meta alla ofangreinda þætti af þekkingu og raunsæi er unnt að sjá fyrir sér hvernig afkoma Landsvirkjunar er líkleg eða sennileg til að verða. Vegna óvissunnar, t.a.m. um þróun álverðs og gengis, er samt alltaf rétt að gera ráð fyrir því að hin raunverulega niðurstaða geti orðið allt önnur en álitin er líklegust! Óvissumörkin eru sem sagt ansið mikil. En þegar raforkuverðið er þekkt af nægilegri nákvæmni og ekki verða óvæntar sveiflur á álverði, gengi eða fjármögnun, getur áætluð niðurstaða orðið  nálægt raunveruleikanum.

Verður arðgreiðslan 5 milljarðar króna?

Ýmislegt fleira en hagnaðurinn hefur áhrif á arðgreiðsluna. Það á því eftir að koma í ljós hver arðgreiðsla Landsvirkjunar til eiganda síns (ríkisins) vegna 2017 verður. Tilgátan er að hún verði nálægt 5 milljörðum króna. En til að forðast að tilgátur greinarhöfundar reynist nánast óeðlilega nákvæmar, ætti stjórn Landsvirkjun kannski að gæta þess að hafa arðgreiðsluna nokkru hærri eða nokkru lægri! Hver arðgreiðslan verður, skýrist líklega síðla í mars eða í apríl.

Leyndarmálið um raforkuverð stóriðju komið upp á yfirborðið

Greinarhöfundur viðurkennir fúslega að mat hans á arðgreiðslugetu Landsvirkjunar vegna 2017 hefði allt eins geta orðið langt frá raunveruleikanum. Vegna áðurgreindra óvissuþátta. En hvað svo sem líður öllum óvissuatriðum, þá hafa lesendur skrifa greinarhöfundar væntanlega flestir fyrir löngu áttað sig á því, að sá sem þetta skrifar veit með mjög verulegri nákvæmni hvaða raforkuverð Landsvirkjun fær frá álverunum hverju sinni. Og sú vitneskja gefur manni góða innsýn í tekjur Landsvirkjunar og auðveldar manni að ákvarða líklega sviðsmynd um afkomu fyrirtækisins.

Orkusala til gagnavera hratt vaxandi

Greinarhöfundur telur sig líka vita af talsverðri nákvæmni hvaða raforkuverð ýmsir aðrir smærri viðskiptavinir Landsvirkjunar greiða. En rétt er að halda þeim upplýsingum út af fyrir sig, enda er greinarhöfundur ráðgjafi nokkurra gagnaversfyrirtækja sem eru að leita eftir orkusamningum hér. Og er bundinn trúnaði um þau mál. Og það er athyglisvert að nýlegur stór raforkusölusamningur Landsvirkjunar var einmitt við gagnaver.

Það er þó reyndar svo að raforkusalan í hæst verðlögðu stóriðjusamningunum er hið raunverulega grundvallaratriði í arðsemi Landsvirkjunar. Þar skiptir samningurinn við ÍSAL sérstaklega miklu máli. Svo er þróun raforkuverðs á almenna heildsölumarkaðnum líka mikilvægur áhrifaþáttur í afkomu Landsvirkjunar, þ.á m. hækkandi verð í ýmsum samningum Landsvirkjunar við önnur raforkufyrirtæki. Ekki er ósennilegt að verðþróunin þar muni senn vekja aukna umræðu um það hvert hlutverk Landsvirkjunar eigi að vera á almenna heildsölumarkaðnum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar