Stríðir bann við umskurði barna gegn trúfrelsi foreldra?

Auglýsing

Í umræð­unni um umskurð drengja und­an­farnar vikur hefur þeirri stað­hæf­ingu nokkrum sinnum verið varpað fram að bann við umskurði ómálga drengja í nafni trú­ar­bragða stríði gegn mann­rétt­indum for­eldra barns­ins, nánar til­tekið trú­frelsi þeirra.

Í við­tali við DV kvað fram­kvæmda­stjóri Stofn­unar múslima á Íslandi umskurð drengja heyra til réttar fólks sem múslima. Verða orð hans ekki skilin öðru­vísi en svo að þar eigi hann við frelsi múslima til þess að iðka sína trú, þ.e. þeirra trú­frelsi. Benti hann á að umskurður sé ekki nokkuð sem sé bundið við Ísland, heldur tíðk­ist hann á meðal múslima um allan heim og hafi við­geng­ist í þús­undir ára.

Sam­kvæmt erlendum frétta­miðlum hafa rabbínar í Evr­ópu kallað eftir alþjóð­legum þrýst­ingi til þess að koma í veg fyrir að frum­varpið verði að lögum og tryggja með því trú­frelsi. Þá hefur for­seti sam­taka bisk­upa innan Evr­ópu­sam­bands­ins lýst því yfir að lög er banni umskurð barna feli í sér mikla ógn við trú­frelsi í Evr­ópu.

Auglýsing

Trú­frelsi hvers?

Sú spurn­ing hefur einnig komið upp í umræð­unni hvort umskurður brjóti á mann­rétt­indum barns­ins, en þeirri spurn­ingu verður látið ósvarað að sinni og ein­ungis leit­ast við að svara spurn­ing­unni um það hvort bann við umskurði á börn­um, á borð við það sem lagt er til í að frum­varpi því sem nú liggur fyrir Alþingi, myndi brjóta gegn rétt­indum for­eldranna, þ.e. trú­frelsi þeirra.

Í stuttu máli má telja það ljóst frá lög­fræði­legu sjón­ar­horni að bann við umskurði barna stríðir ekki gegn trú­frelsi for­eldranna, fyrst og fremst þar sem heim­ilt er að tak­marka trú­frelsi ein­stak­linga vegna rétt­inda og frelsis ann­arra.

Hvað er trú­frelsi?

Þó hug­tak­inu trú­frelsi sé iðu­lega fleygt bæði í almennri umræðu og lög­fræði­legri, er oft á tíðum ekki fylli­lega ljóst hvað nákvæm­lega er átt við með orð­inu og hvað í því felst. Hið svo­kall­aða hugs­ana-, skoð­ana- og trú­frelsi er á meðal grund­vall­ar­mann­rétt­inda sem tryggð eru í stjórn­ar­skránni. Ákvæði um trú­frelsi er einnig að finna í alþjóð­legum samn­ingum á borð við Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu og í alþjóða­samn­ingi um borg­ara­leg og stjórn­mála­leg rétt­indi.

Í 1. mgr. 9. gr. Mann­rétt­inda­sátt­mál­ans segir að sér­hver maður eigi rétt á að vera frjáls hugs­ana sinna, sam­visku og trú­ar. Í þessu felst frelsi manna til að breyta um trú eða sann­fær­ingu svo og til að rækja trú sína eða sann­fær­ingu, svo sem með guðs­þjón­ustu, boð­un, breytni og helgi­haldi.

Sam­kvæmt 63. gr. stjórn­ar­skrár­innar eiga allir rétt á að stofna trú­fé­lög og iðka trú sína í sam­ræmi við sann­fær­ingu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagn­stætt góðu sið­ferði eða alls­herj­ar­reglu. Í 64. gr. stjórn­ar­skrár­innar er svo áréttað að eng­inn megi neins í missa af borg­ara­legum og þjóð­legum rétt­indum vegna trú­ar­bragða sinna, né heldur má nokkur skor­ast undan almennri þegn­skyldu á grund­velli trú­ar­bragða. Í sömu grein kemur fram að öllum sé jafn­framt frjálst að standa utan trú­fé­laga. Þá er bann við mis­munun á grund­velli trú­ar­bragða lög­fest í 14. gr. Mann­rétt­inda­sátt­mál­ans auk 65. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar.

Frelsi án tak­markana?

Þó fólk hafi rétt til þess bæði að hafa sína trú og iðka, þarf inn­grip í þann rétt ekki að þýða að brotið sé á trú­frelsi þess. Trú­frelsið er því ekki án tak­markana, en það skal þó ein­ungis tak­markað með lögum og aðeins ef nauð­syn ber til í lýð­ræð­is­legu þjóð­fé­lagi vegna almanna­heilla, til verndar alls­herj­ar­reglu, heilsu manna eða sið­gæði, eða rétti og frelsi ann­arra.

Árið 1981 sam­þykkti alls­herj­ar­þing Sam­ein­uðu þjóð­anna yfir­lýs­ingu um útrým­ingu alls umburð­ar­leysis vegna trúar. Í 5. gr. yfir­lýs­ing­ar­innar er fjallað sér­stak­lega um rétt for­ráða­manna barns til þess að skipu­leggja líf barns­ins í sam­ræmi við eigin trú og sann­fær­ingu um sið­ferði­lega kenn­ingu. Kveðið er á um rétt barns­ins til fræðslu í sam­ræmi við óskir for­eldra sinna, en þó tekið fram að börn skuli ekki þvinguð til þess að þiggja slíka fræðslu gegn vilja sín­um, og skal grund­vall­ar­reglan um það sem barn­inu er fyrir bestu höfð þar að leið­ar­ljósi. Í loka­máls­grein ákvæð­is­ins er sér­stak­lega tekið fram að iðkun trúar þeirrar sem barnið er alið upp í megi ekki valda skaða á lík­am­legu eða and­legu heil­brigði barns­ins eða hamla fullum þroska þess, og er þar aftur vísað til þess að slíkar tak­mark­anir skuli vera sam­kvæmt lögum og ein­ungis ef nauð­syn ber til í lýð­ræð­is­legu þjóð­fé­lagi.

Hvað segir Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn?

Spurn­ingin um það hvort umskurður ung­barna eða bann við honum stand­ist ákvæði Mann­rétt­inda­sátt­mál­ans eða ekki hefur ekki komið til kasta dóm­stóls­ins enn sem komið er. Þó veita ummæli dóm­stóls­ins í nokkrum öðrum dómum ákveðnar vís­bend­ingar um afstöðu dóm­stóls­ins í þessum efn­um.

Í dómi sínum í máli Osmanoğlu og Kocabaş gegn Sviss komst Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn að þeirri nið­ur­stöðu að laga­skylda barna til þess að sækja sund­kennslu bryti ekki gegn trú­frelsi for­eldra barn­anna. Kvað dóm­stóll­inn að um inn­grip í trú­frelsi þeirra væri að ræða, ekki síst rétt þeirra til þess að ala börn sín upp í sinni trú. Hins vegar taldi dóm­stóll­inn inn­gripið eiga sér stoð í lögum og stefna að lög­mætu mark­miði, þ.e. aðlögun barna með ólíkan menn­ing­ar­legan bak­grunn, kennslu í sam­ræmi við kennslu­skrá, virð­ingu fyrir skyldu­námi og jafn­rétti kynj­anna. Taldi dóm­stóll­inn þessi mark­mið njóta verndar sem „frelsi og rétt­indi ann­arra“ í skiln­ingi 2. mgr. 9. gr. Mann­rétt­inda­sátt­mál­ans.  

Þó ekki verði tekin afstaða til þess hér hvort líkur séu á að Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn myndi telja umskurð unga­barns brjóta gegn grund­vall­ar­rétt­indum barns­ins er ljóst að dóm­stóll­inn álítur umskurð geta ógnað heil­brigði ein­stak­lings, ef marka má orð dóm­stóls­ins í máli Votta Jehóva í Moskvu gegn Rúss­landi. Þó umskurður hafi ekki verið til sér­stakrar umfjöll­unar í mál­inu tekur dóm­stóll­inn fram í nið­ur­stöðu sinni að sú almenna afstaða Votta Jehóva að þiggja ekki blóð­gjafir verði ekki talin ógna heil­brigði fylgj­enda, ólíkt ýmsum siðum og venjum ann­arra trú­ar­bragða, og nefnir dóm­stóll­inn þar sem dæmi sér­stak­lega langar föstur rétt­trún­að­ar­kirkj­unnar og umskurð barna í gyð­ing­dómi og íslam. Þá nefnir dóm­stóll­inn það sér­stak­lega að í til­viki barna geti læknar í Rúss­landi leitað dóms­úr­skurðar til þess að gefa barni blóð þrátt fyrir and­mæli for­eldra af trúar­á­stæð­um, gef­andi í skyn að slík úrræði yrðu talin sam­ræm­ast ákvæðum Mann­rétt­inda­sátt­mál­ans.

Frelsi og rétt­indi ann­arra

Af öllu því sem hér hefur verið rakið má telja það ljóst að bann við umskurði barna stríðir ekki gegn trú­frelsi for­eldr­anna. Án þess að afstaða sé tekin til lík­legrar nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins eða ann­arra dóm­stóla varð­andi það hvort umskurður fæli í sér brot á grund­vall­ar­rétt­indum hins ómálga barns, þ.e. mann­rétt­indum þess, verður að telja nokkuð öruggt að réttur barns­ins til lík­am­legrar frið­helgi, auk réttar barns til þess að taka ekki við kenni­setn­ingum trú­ar­bragða for­eldra sinna gegn eigin mót­mæl­um, yrði talið til „rétt­inda og frelsis ann­arra“ í skiln­ingi 2. mgr. 9. gr. Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu og sam­bæri­legra ákvæða ann­arra laga og alþjóða­samn­inga.

Höf­undur er dokt­or­snemi í mann­rétt­indum við háskól­ann í Strass­borg.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar