Kári vindflokkari bjargar plastinu

Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, segir að frá og með næstu mánaðarmótum geti íbúar Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar flokkað plast heima.

Auglýsing

Frá og með 1. mars næst­kom­andi munu íbúar Hafn­ar­fjarð­ar, Garða­bæj­ar, Sel­tjarn­ar­ness og Mos­fells­bæjar geta flokkað plast heima. Plast­flokkun í plast­poka er sam­starfs­verk­efni SORPU og áður­nefndra sveit­ar­fé­laga auk Sel­tjarn­ar­nes­bæjar en þar hefur verið gerð til­raun með að flokka plast í grátunn­una(orku­tunn­una) með góðum árangri.

Flokkum plastið heima!

Með Kára vind­flokk­ara verður sorpið vigtað og nýji tækja­bún­að­ur­inn mun blása léttum pokum með flokk­uðu plasti frá öðrum úrgangi.  Ein­ungis þarf að passa að setja allar plast­um­búðir í plast­poka og loka þeim vel. Mark­miðið er að draga úr urðun plast og nýta betur hrá­efni í plast­inu.  Það er til mik­ils að vinna því árið 2017 fóru um 27 kg af óflokk­uðu plasti á hvern íbúa í förgun og ein­ungis 5 kg af plasti skil­uðu sér til end­ur­vinnslu.

Hvers vegna að flokka plast?

Plast er búið til úr olíu, sem er óend­ur­nýj­an­leg auð­lind, og er mik­il­vægt að nýta betur en nú er gert. Plast brotnar seint eða ekki niður í nátt­úr­unni og getur valdið líf­rík­inu skaða sleppi það óhindrað út í umhverf­ið. Ábyrgð okkar allra er að umgang­ast auð­lindir jarðar af virð­ingu og koma úrgangi í þann far­veg að hrá­efni nýt­ist á nýjan leik en fari ekki til spillis eða valdi umhverf­inu skaða.­Sam­fé­lagið þarf að gera betur hvað plastið varðar og með nýjum vél­rænum flokk­un­ar­bún­aði í mót­töku- og flokk­un­ar­stöð SORPU er ein­falt að koma því til end­ur­vinnslu. Þá er hag­kvæmara fyrir sveit­ar­fé­lag­ið, og þar með íbú­ana, að sem mest af plasti, pappír og pappa fari í end­ur­vinnslu­far­veg fremur en í urð­un.

Auglýsing

Með því að bjóða íbúum að flokka heima næst meiri árangur en mark­miðið er að sjálf­sögðu í fyrsta lagi að minnka notkun á plasti og síðan að koma öllu plasti sem til fellur í end­ur­vinnslu.  

Íbúar við­kom­andi sveit­ar­fé­laga munu fá nán­ari upp­lýs­ingar um hvernig á að flokka plastið á sínum heima­síðum og einnig verða upp­lýs­ingar um plast­flokk­un­ina settar  inn á  vef SORP­U. 

Höf­undur er bæj­ar­full­trúi í Hafn­ar­firði og for­maður Umhverf­is- og fram­kvæmda­ráðs.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar