Kári vindflokkari bjargar plastinu

Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, segir að frá og með næstu mánaðarmótum geti íbúar Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar flokkað plast heima.

Auglýsing

Frá og með 1. mars næstkomandi munu íbúar Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar geta flokkað plast heima. Plastflokkun í plastpoka er samstarfsverkefni SORPU og áðurnefndra sveitarfélaga auk Seltjarnarnesbæjar en þar hefur verið gerð tilraun með að flokka plast í grátunnuna(orkutunnuna) með góðum árangri.

Flokkum plastið heima!

Með Kára vindflokkara verður sorpið vigtað og nýji tækjabúnaðurinn mun blása léttum pokum með flokkuðu plasti frá öðrum úrgangi.  Einungis þarf að passa að setja allar plastumbúðir í plastpoka og loka þeim vel. Markmiðið er að draga úr urðun plast og nýta betur hráefni í plastinu.  Það er til mikils að vinna því árið 2017 fóru um 27 kg af óflokkuðu plasti á hvern íbúa í förgun og einungis 5 kg af plasti skiluðu sér til endurvinnslu.

Hvers vegna að flokka plast?

Plast er búið til úr olíu, sem er óendurnýjanleg auðlind, og er mikilvægt að nýta betur en nú er gert. Plast brotnar seint eða ekki niður í náttúrunni og getur valdið lífríkinu skaða sleppi það óhindrað út í umhverfið. Ábyrgð okkar allra er að umgangast auðlindir jarðar af virðingu og koma úrgangi í þann farveg að hráefni nýtist á nýjan leik en fari ekki til spillis eða valdi umhverfinu skaða.Samfélagið þarf að gera betur hvað plastið varðar og með nýjum vélrænum flokkunarbúnaði í móttöku- og flokkunarstöð SORPU er einfalt að koma því til endurvinnslu. Þá er hagkvæmara fyrir sveitarfélagið, og þar með íbúana, að sem mest af plasti, pappír og pappa fari í endurvinnslufarveg fremur en í urðun.

Auglýsing

Með því að bjóða íbúum að flokka heima næst meiri árangur en markmiðið er að sjálfsögðu í fyrsta lagi að minnka notkun á plasti og síðan að koma öllu plasti sem til fellur í endurvinnslu.  

Íbúar viðkomandi sveitarfélaga munu fá nánari upplýsingar um hvernig á að flokka plastið á sínum heimasíðum og einnig verða upplýsingar um plastflokkunina settar  inn á  vef SORPU. 

Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður Umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Fátækleg umfjöllun – Stefna Flokks fólksins í umhverfismálum
Kjarninn 20. september 2021
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar