Þung spor námsmannsins

Formaður stjórnar SÍNE segir að samanburður á íslenska námsmálakerfinu og annarra slíkra á Norðurlöndunum, þegar kemur að lánum fyrir námsmenn erlendis, sé fjarri því góður.

Auglýsing

Ár hvert ákveður fjöldi náms­manna hvaðan að úr heim­inum að yfir­gefa örygg­is­net sitt heima fyrir og leggja land undir fót og fara í nám erlend­is. Staðan var sú áður fyrr að íslenskir náms­menn gátu ekki sótt nám sitt hér heima og urðu að fara erlend­is. Það er enn veru­leik­inn fyrir suma. Það vita til að mynda þeir sem hafa farið í nám í dýra­lækn­ing­um. Á meðan náms­maður leggur stund á nám sitt, heima eða að utan, er það honum mik­il­vægt að geta útvegað sér hús­næði og lifað á við­un­andi fram­færslu.

Í þess­ari grein eru teknir til sam­an­burðar náms­menn sem stunda nám erlendis með stuðn­ingi sitt­hvors lána­sjóðs­ins; Lána­sjóðs íslenskra náms­manna (LÍN) eða sænska lána­sjóðs­ins (s. CSN). Í þessum sam­an­burði verður ann­ars vegar litið til fram­færslu­lána frá LÍN miðað við 60 ECTS fyrir skóla­árið 2017-2018 og hins vegar til styrks og láns til fram­færslu frá CSN miðað við 40 vikur fyrir árið 2018 hvað varðar nokkur náms­lönd í dæma­skyn­i.*

Náms­maður í Kaup­manna­höfn, Dan­mörku getur fengið fram­færslu­lán frá LÍN að fjár­hæð 87.480 DKK en getur fengið styrk og lán til fram­færslu að fjár­hæð 121.340 DKK frá CSN. Mun­ur­inn er yfir 30.000 DKK eða yfir 500.000 ISK.

Auglýsing

Náms­maður í Hollandi getur fengið fram­færslu­lán frá LÍN að fjár­hæð 9.960 EUR en getur fengið styrk og lán til fram­færslu að fjár­hæð 16.298 EUR frá CSN. Mun­ur­inn er yfir 6.000 EUR eða yfir 750.000 ISK.

Náms­maður í Slóvakíu getur fengið fram­færslu­lán frá LÍN að fjár­hæð 6.180 EUR en getur fengið styrk og lán til fram­færslu að fjár­hæð 16.298 EUR frá CSN. Mun­ur­inn er yfir 10.000 EUR eða yfir 1.200.000 ISK.

Í ofan­greindum sam­an­burði er ekki litið til ferða­lána, skóla­gjalda­lána eða frí­tekju­marks. Það þarf ekki að fara löngum orðum yfir að þessi sam­an­burður er langt í frá góður fyrir íslenska náms­lána­kerfið og gefur til kynna að allt of langt hafi verið gengið í nið­ur­skurði á náms­menn erlendis síð­ustu ár. Rétt er að ítreka að sá nið­ur­skurður var byggður á mjög hæpnum for­sendum í skýrslu Ana­lyt­ica en stjórn SÍNE og náms­menn erlendis hafa ítrekað bent á van­kanta skýrsl­unn­ar. SÍNE gerir kröfu um að til fram­tíðar verði betur staðið að mál­efnum náms­manna erlendis og fram­færsla þeirra leið­rétt eins fljótt og auðið er.

Höf­undur er for­maður stjórnar SÍNE.

Náms­lán frá CSN fyrir ein­stak­linga skipt­ast í náms­lán (s. stu­di­elån), lán fyrir auka­kostn­aði erlendis (s. mer­kostnads­lån för utlands­stu­dier ) og auka­lán (s. til­läggslån). Sjá meira um lán fyrir auka­kostn­aði erlendisAuka­lán hefur það að mark­miði að brúa bilið fyrir ein­stak­linga sem eru að koma af vinnu­mark­aði. Skil­yrði fyrir lán­inu eru til að mynda að við­kom­andi sé 25 ára það ár og hafa haft að lág­marki 188.825 SEK í tekjur árið á undanCSN lánar ein­ungis út í sænskum krón­um. Því var stuðst við geng­is­reikni­vél sænska Hand­els­banken við sam­an­burð þann 24.01.2018. Varð­andi önnur skil­yrði sjá www.lin.is og www.csn.se.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar