Lestur, læsi og lesskilningur – grundvallaratriði náms

Ólafur Helgi Jóhannsson, kennari á eftirlaunum, segir að markvisst þurfi að styðja við börn sem hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli í námi. Grunnskólanemendur af erlendum uppruna séu nú yfir 4000 og fari fjölgandi.

Auglýsing

Sýnt hefur verið fram á að börnum líður vel í íslenskum skól­um. Það er ómet­an­legt því vellíðan og and­legt jafn­vægi eru nauð­syn­leg skil­yrði fyrir góðu gengi í námi. En fleira þarf að koma til. Við­fangs­efni þurfa að vera hæfi­lega ögrandi og fjöl­breytt til að styrkja og efla þá hæfni sem fyrir er og til að gera hverjum nem­anda kleift að nýta styrk sinn og fjöl­þætta hæfi­leika.

Þessa dag­ana eru skóla­mál í brennid­epli því í nýlegri skýrslu Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar kemur fram að kunn­áttu nem­enda í íslenskum skólum hrakar sam­kvæmt PISA-­mæl­ingum þar sem athygli er beint að færni í læsi, stærð­fræði og nátt­úru­fræði. Svo bæt­ist grátt ofan á svart þegar í ljós kemur að íslenskir nem­endur standa verr að vígi en jafn­aldrar þeirra á Norð­ur­lönd­um, það særir þjóð­arstolt­ið. Ekki eru þetta ný tíð­indi því þetta hefur verið vitað í mörg ár. Og í hvert skipti sem vís­bend­ingar hafa borist um þessa þróun hafa sprottið umræður um skýr­ingar eða orsak­ir. Útskýr­arar hafa tekið and­köf og slegið fram full­yrð­ingum eins og að íslenskir drengir séu upp til hópa ólæsir við lok grunn­skóla, þ.e. ófærir um að lesa texta eða töl­ur. Oft virð­ist blandað saman hug­tök­unum lestur og lesskiln­ingur sem merkir að les­and­inn skilur merk­ingu þess sem lesið er. Nem­and­inn getur lesið en lest­ur­inn kemur ekki að gagni því hann skilur ekki hug­tökin sem notuð eru. Þetta hafa allir reynt á eigin skinni: verg þjóð­ar­fram­leiðsla, stýri­vextir, fram­leiðni, vaxta­bæt­ur. Vitum við hvað þessi hug­tök merkja? Ef ekki þá getum við slegið þeim upp í orða­bók (gúgglað þau). Ríku­legur orða­forði er þannig lyk­ill að skiln­ingi, hvort sem er á mæltu máli eða rituðu.

Nem­andi þarf að búa yfir sér­hæfðum orða­forða (snún­ingur jarð­ar, massi jarð­ar, tómið í geimn­um), ein­beit­ingu og vilja til að geta leyst úr þessu verk­efni. Of margir, einkum drengir geta ekki leyst verk­efni af þessu tagi.

Auglýsing

Hvernig aukum við lík­urnar á að meiri hluti nem­enda við lok grunn­skóla sé fær um að lesa og jafn­framt að skilja það sem hann les og leita svara þegar hann hittir fyrir orð sem hann skilur ekki? Á því eru engar töfra­lausnir, en hér eru nokkrar ábend­ing­ar:

For­eldr­ar, afar og ömmur frændur og frænkur, sem sagt full­orðið fólk, leggi sig fram um að tala við börn frá frum­bernsku, fái þau til að segja frá og virki eðl­is­læga for­vitni þeirra. Segi þeim sögur og syngi fyrir þau og um fram allt með þeim.

For­eldrar og aðrir í fjöl­skyld­unni lesi reglu­lega fyrir börn sín frá unga aldri og noti fjöl­breytt efni.

Þegar börn hafa náð tökum á að lesa er mik­il­vægt að halda að þeim bókum um fjöl­breytt efni. Það þarf líka að halda áfram að lesa fyrir börn­in, því þau geta hlustað á flókn­ari bækur en þau geta sjálf les­ið.

Fjöl­breytt les­efni og hent­ugt náms­efni þarf að standa nem­endum til boða þegar skóla­ganga hefst og meðan á henni stend­ur.

Koma þarf  á fót náms­stjórn sem hefur heild­ar­sýn yfir þróun ein­stakra fags­viða og skipu­leggur nauð­syn­legan stuðn­ing.

Vel mennt­aðir kenn­arar gegna lyk­il­hlut­verki, þeir fást ekki nema námið sé áhuga­vert, starfið njóti virð­ing­ar, laun séu sóma­sam­leg og stuðn­ingur yfir­valda við skóla­starf sé öfl­ug­ur, ekki hvað síst á þetta við um símenntun starfs­fólks og stuðn­ing við þró­un­ar- og umbóta­starf  þar sem leitað er leiða til að efla skóla­starf­ið.

Mark­visst þarf að styðja við börn sem hafa annað tungu­mál en íslensku að móð­ur­máli og sama gildir um fjöl­skyldur þeirra. Mik­il­vægt er að þau fái að við­halda sínu móð­ur­máli. Grunn­skóla­nem­endur af erlendum upp­runa eru nú yfir 4000, þ.e. um 10%, og fer fjölg­andi.

Hér þurfa allir að leggj­ast á árar: for­eldr­ar, kenn­ar­ar, mennta­mála­yf­ir­völd, bæði ríki og sveit­ar­fé­lög, útgef­endur og allur almenn­ing­ar. Þegar það tekst aukast líkur á að þau börn sem nú eru í frumbernsku standi sig vel á písa-­prófum sem þau þurfa að glíma við.

Höf­undur er kenn­ari á eft­ir­laun­um.

Hér er dæmi úr PISA-könnun 2015:

Reiki­steinar og gígar

Spurn­ing 1 / 3

Vísar til „Reiki­steinar og gíg­ar” til hægri. Smelltu á val­mögu­leika til að svara spurn­ing­unni.

Þegar reiki­steinn nálg­ast jörðu og loft­hjúp hennar eykst hraði hans. Af hverju ger­ist þetta?

  • Snún­ingur jarðar togar til sín reiki­stein­inn.

  • Ljós sól­ar­innar þrýstir áfram reiki­stein­in­um.

  • Massi jarðar dregur að sér reiki­stein­inn.

  • Tómið í geimnum hrindir frá sér reiki­stein­in­um.

Lýs­ing sem vísað er til:

REIKI­STEINAR OG GÍGAR

Geim­grýti sem berst inn í loft­hjúp jarðar kall­ast reiki­stein­ar. Reiki­steinar hitna og glóa þegar þeir hrapa í gegnum loft­hjúp jarð­ar. Flestir reiki­steinar brenna upp áður en þeir ná til jarð­ar. Þegar reiki­steinn skellur á jörð­inni getur hann myndað holu sem kall­ast gíg­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar