Lestur sem er ekki til gagns

Jóhann Helgi Heiðdal segir að smit af ástríðu fyrir bókmenntum sé í rauninni það eina sem þurfi til að auka lesskilning. Sá sem smitast muni í framhaldinu afla sér allrar þeirrar lestrarkunnáttu og færni sem hann þurfi á að halda á eigin spýtur.

Auglýsing

Þessa dag­ana er mikið rætt um minnk­andi lestr­ar­færni og kunn­áttu íslenskra nem­enda í fram­haldi af PISA-­mæl­ingum sem gefa til­efni til tölu­verðra áhyggja. Hafa ýmsar greinar birst af því til­efni sem mér hafa þótt nokkuð áhuga­verð­ar. Ekki síst að því leyti að flestar virð­ast ein­kenn­ast af ákveðnum mál­flutn­ingi sem ég tel vera hluti af vanda­mál­inu sem hann bein­ist gegn. 

Ólafur Helgi Jóhanns­son skrifar t.d. grein í Kjarn­ann 24. febr­úar sem ber tit­il­inn „Lest­ur, læsi og lesskiln­ingur – grund­vall­ar­at­riði náms“ og er að mörgu leyti ein­kenn­andi fyrir þennan mál­flutn­ing. Nú er margt gott og virð­ing­ar­vert í grein Ólafs, ekki síst áhersla hans á mik­il­vægi þess að börn með annað móð­ur­mál en íslensku fái nauð­syn­legan stuðn­ing. Mér finnst þó umræða hans um lesskiln­ing vera nokkuð ein­kenni­leg. Tökum dæmi:

Oft virð­ist blandað saman hug­tök­unum lestur og lesskiln­ingur sem merkir að les­and­inn skilur merk­ingu þess sem lesið er. Nem­and­inn getur lesið en lest­ur­inn kemur ekki að gagni því hann skilur ekki hug­tökin sem notuð eru. Þetta hafa allir reynt á eigin skinni: verg þjóð­ar­fram­leiðsla, stýri­vext­ir, fram­leiðni, vaxta­bæt­ur. Vitum við hvað þessi hug­tök merkja? Ef ekki þá getum við slegið þeim upp í orða­bók (gúgglað þau). Ríku­legur orða­forði er þannig lyk­ill að skiln­ingi, hvort sem er á mæltu máli eða rit­uð­u.“

Nú er þetta alveg gott og blessað í sjálfu sér. Vissu­lega er ríku­legur orða­forði mik­il­vægur hluti af lesskiln­ingi. En ég velti fyrir mér hver ástæðan er fyrir því að hann taki einmitt þessi dæmi. Ólafur notar einnig algengt orða­lag sem kemur oftar en ekki upp þegar þessi mál eru rædd –  jafn­vel hjá æðstu yfir­mönnum mála­flokks­ins eins og fyrr­ver­andi mennta­mála­ráð­herra sem not­aði það ítrekað á áber­andi hátt: að lestur sé eitt­hvað sem er „til gagns“ og áhyggju­efnið er það að mörg íslensk ung­menni geti illa „lesið sér til gagns.“

Þetta orða­lag hefur ávallt vakið undrun hjá mér. Ekki vegna þess að það sé ekki mik­il­vægt að geta lesið sér til gagns, miklu fremur vegna þess að helstu verj­endur mik­il­vægis lestrar virð­ast halda að það sé þar sem mik­il­vægið liggur fyrst og fremst. Af þessum mál­flutn­ingi að dæma mætti halda að lestur væri eitt­hvað sem við þurfum á að halda til að geta skilið hag­fræði­skýrslur og annað af þeim toga.

Ég á bágt með að skilja hvernig slíkt orða­lag og mál­flutn­ingur sé til þess fall­inn að vekja áhuga á mik­il­vægi lestrar og taka á alvar­lega vand­anum sem minnk­andi lestr­ar­skiln­ingur og færni vissu­lega er. Per­sónu­lega, þegar ég hugsa um hvað lestur þýðir fyrir mér, og hvar mik­il­vægi hans ligg­ur, hugsa ég aldrei um þau atriði sem langoft­ast eru rædd í þessu sam­hengi – en það eru iðu­lega tækni­leg atriði eins og orða­forði, lestr­ar­hraði, og lausn ein­hverra þrauta af ýmsu tagi eins og Ólafur tekur dæmi um. 

Auglýsing
Ólafur minn­ist vissu­lega og rétti­lega á mik­il­vægi þess að „For­eldr­ar, afar og ömmur frændur og frænkur, sem sagt full­orðið fólk, leggi sig fram um að tala við börn frá frum­bernsku, fái þau til að segja frá og virki eðl­is­læga for­vitni þeirra. Segi þeim sögur og syngi fyrir þau og um fram allt með þeim.“ En að virkja eðl­is­læga for­vitni barna á sögum – með öðrum orðum lestur bók­mennta – krefst nokkuð ann­arra og mun mik­il­væg­ari atriða sem sjaldn­ast er talað um: næmni fyrir tungu­mál­inu, skiln­ingi á mynd­lík­ingum og áhrifa­mætti þeirra, mik­il­vægi per­sónu­sköp­un­ar, o.fl. Með öðrum orðum skiln­ingur og aðdáun á fag­ur­fræði­legum gild­um. Það getur vissu­lega verið mikil ánægja í því fólgið að „lesa sér til gagns“ - að með­taka upp­lýs­ing­ar. En raun­veru­leg ástríða fyrir lestri snýr að slíkum fag­ur­fræði­legum gild­um. 

Ég get ekki skilið slíkan mál­flutn­ing öðru­vísi en sem ein­stak­lega lýsandi dæmi um hug­mynda­fræði nýfrjáls­hyggj­unnar og hvernig hún gegn­sýrir ennþá sam­fé­lag­ið. Minnk­andi lestur og bók­mennta­á­hugi er auð­vitað marg­þætt og flókið vanda­mál, en eitt af stærstu atrið­unum hlýtur að vera fjand­sam­lega við­horfið til bók­mennta og menn­ingar sem er eitt af helstu ein­kennum henn­ar. Því tel ég það ekki lík­legt til árang­urs að ætla að gagn­rýna og takast á við þessi áhrif nýfrjáls­hyggj­unnar með lógík og áherslum sem runnin eru undan rifjum henn­ar: að líta á lestur sem ein­tómt tækni­legt og praktískt fyr­ir­bæri, eitt­hvað sem er mik­il­vægt að svo miklu leyti sem það leggur af mörkum til efna­hags­ins frekar en eitt­hvað sem miðar að skiln­ingi á sjálfum sér og öðrum – sjálfs­rækt með öðrum orð­um. Eitt­hvað sem er fyrst og fremst lyk­il­at­riði í mótun heil­steyptra borg­ara og þar með heil­brigðs sam­fé­lags. 

Per­sónu­lega, og ég þori að full­yrða að það gildi um lang­flesta ástríðu­fulla les­endur einnig, er lestur ekki eitt­hvað sem gert er „til gagns“ heldur ein­ungis og alfarið ánægj­unnar vegna. Ein­hverjum kann mögu­lega að þykja þetta ómerki­legur orð­heng­ils­hátt­ur, að ég sé að lesa of mikið inní þetta orða­lag sem er meint á öllu sak­laus­ari hátt. En þetta er mjög mik­il­vægt að halda til haga að mínu mati, á tímum þar sem á okkur dynja háværar og stans­lausar félags­legar kröfur um að vera afkasta­mikil (e. prod­uct­ive) og eigum helst alltaf að vera að gera eitt­hvað sem þjónar ein­hverjum æðri (efna­hags­leg­um) til­gangi. Lestur bók­mennta er sjald­gæf upp­reisn gegn þess­ari kröfu, í raun rót­tæk þar sem hann er prí­vat og per­sónu­leg athöfn sem miðar alfarið að sjálf­inu og dýpkar það. Eins mót­sagna­kennt og það hljómar kannski er lestur þó á sama tíma ræktun á skiln­ingi á og virð­ingu fyrir sammann­legum gildum – bráð­nauð­syn­leg ræktun sem fæst hvergi ann­ars stað­ar. Les­and­inn er kannski tíma­bundið ein­angr­aður félags­lega, en sjaldan eins lif­andi eða í eins miklum tengslum við mann­skepn­una.

Þetta er þó eitt­hvað sem sífellt fleiri neita í dag. Ekki aðeins þeir sem halda því fram að áhorf á sjón­varps­þáttum og kvik­myndum sé jafn­gildi lest­urs meist­ara­verka heims­bók­mennt­anna, rit­höf­undar og sam­fé­lags­gagn­rýnendur eins og t.d. Matt Britton í nýlegri bók Yout­hNation halda því fram fullum fetum að menntun ætti að hætta alfarið að snú­ast um bók­mennta­lestur – nítj­ándu aldar bók­menntir (og allt eldri en þær einnig geri ég ráð fyr­ir) séu eitt­hvað sem ungt fólk hefur ekk­ert að gera með leng­ur. Menntun í dag ætti alfarið að snú­ast um kennslu í nýj­ustu tækni, og því meiri sér­hæf­ing því betri.

Hér veit maður hrein­lega ekki hvað maður á að segja, hvernig hægt er að taka nógu sterkt til orða til að svara slíku. Það má kannski helst spyrja sig hvers konar sam­fé­lög það eru sem líta í síauknum mæli á sam­eig­in­lega menn­ing­ar­legu arf­leið sína og heims­ins, ein­hver mestu fag­ur­fræði­leg afrek mann­kyns­sög­unnar sem bjóða uppá ein­staka inn­sýn, þekk­ingu og visku, sem til­gangs­lausa tíma­sóun sem þau hafa ekk­ert að gera með leng­ur. Í mestu vel­ferð­ar­sam­fé­lögum sög­unnar er bein­línis verið að kalla eftir and­legri fátækt á martrað­ar­kenndum skala – en slík „mennt­un“ myndi óhjá­kvæmi­lega leiða til sam­fé­laga hvers borg­arar skilja sjálfa sig og hverja aðra svo lítið að reiði og sundr­ung dags­ins í dag, eins og sést hvað fræg­ast á sam­fé­lags­miðlum og á öðrum afkimum nets­ins, myndi fölna í sam­an­burði. Svo ekki sé minnst á aðrar afleið­ing­ar, ekk­ert síður alvar­leg­ar.

Eins og Ólafur hef ég heldur engar töfra­lausn­ir. Og ég hef vissu­lega lít­inn skiln­ing á þeim erf­iðu vanda­málum sem kenn­arar standa frammi fyrir í dag, annað en þann að þau eru tölu­verð og flók­in. Kenn­arar vinna vanda­samt og virð­ing­ar­vert verk, það efast ég ekki um. En lyk­il­at­riði að mínu mati ætti að vera mun meiri áhersla á mik­il­vægi bók­mennta­á­huga og lestrar ásamt kennslu sem miðar að því að rækta skiln­ing á, og næmni fyr­ir, þeim atriðum sem ég nefndi ofar. Að líta með öðrum orðum minna á lest­ur­inn sjálfan og tækni­legar hliðar hans, og meira hverju hann ætti að bein­ast að. Þá á ég heldur ekki ein­ungis við íslenskar bók­mennt­ir, þar sem áherslan virð­ist alfarið liggja þegar bók­mennta­lestur og áhugi er þó rædd­ur, oft í sam­bandi við áhyggjur af hnignun íslensk­unnar á tímum snjall­síma, Net­flix og ann­arrar nútíma­tækni. Vissu­lega er lestur þeirra mjög mik­il­væg­ur, en lestur og áhugi á heims­bók­mennt­unum – því besta sem hefur verið hugsað og skrifað frá öllum heims­hornum og á öllum tímum – er ekk­ert síður mik­il­vægt til að rækta sanna ástríðu fyrir lestri. Grískir harm­leik­ir, rúss­neskar skáld­sögur og ljóð ensku róm­an­tík­ur­innar t.d. ættu að mínu mati raunar að hafa meira vægi en Hall­dór Lax­ness, Jón Kal­mann Stef­áns­son og Kristín Eiríks­dótt­ir. En um það má svo sem deila. 

Það er auð­vitað ósann­gjarnt að gera of miklar kröfur til kenn­ara. Vanda­málið er mun víð­tækara en svo að það er fyrst og fremst þeirra að leysa. Að ætl­ast til að þeir rækti með nem­endum ást á bók­menntum og lestri þegar megnið af rest­inni af sam­fé­lag­inu hefur sömu hluti í eins litlum metum og raunin er er kannski til of mik­ils ætl­ast. Þó tel ég þá geta spilað algjört lyk­il­hlut­verk, ef þeir sjálfir eru ástríðu­fullir les­endur heims­bók­mennta – en það er fátt sem er meira smit­andi en ástríða. Raunar myndi ég segja að hún sé númer eitt, tvö og þrjú í þessu sam­hengi. Að smita ein­hvern af ástríðu fyrir bók­menntum er í raun­inni það eina sem þarf. Sá les­andi mun í fram­hald­inu afla sér allrar þeirrar lestr­ar­kunn­áttu og færni sem hann þarf á að halda á eigin spýt­ur.  

Höf­undur er með meistara­gráðu í heim­speki frá Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla og skrifar um bók­menntir og menn­ingu fyrir menn­ing­ar­vefritið Stara­fugl.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stjórnmálaskoðanir haldast nokkuð í hendur við viðhorf til mismunandi fararmáta, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
Þverpólitískur áhugi á auknum samgönguhjólreiðum
Þeim fjölgar sem langar helst til að hjóla oftast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Viðhorf kjósenda mismunandi stjórnmálaafla til mismunandi ferðamáta er þó misjafnt, samkvæmt niðurbroti nýlegrar ferðavenjukönnunar frá Maskínu.
Kjarninn 19. september 2020
Brewdog hvetur viðskiptavini síðustu helgar til að fara í skimun
Einn starfsmaður veitingastaðarins Brewdog hefur greinst með kórónuveiruna, en allt starfsfólk staðarins fór í skimun í gær eftir að upplýsingar bárust um að smitaður einstaklingur hefði sótt staðinn síðustu helgi.
Kjarninn 19. september 2020
Tækifæri til að sýna að erlent vinnuafl sé „ekki bara eitthvað einnota drasl“
Formaður Eflingar hefur áhyggjur af stöðu aðflutts fólks sem komið hefur hingað til að vinna. Margir horfa nú fram á atvinnuleysi.
Kjarninn 19. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Bjartsýn spá sóttvarnalæknis rættist ekki
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið undanfarna daga og var boðað óvænt til blaðamannafundar almannavarna í dag vegna þessa. Sóttvarnalæknir segir að það muni ekki skila neinu að leita að sökudólgi.
Kjarninn 19. september 2020
Finnbogi Hermannsson
Megi sú hönd visna
Kjarninn 19. september 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Félags Þorsteins Más ekki lengur á meðal stærstu eigenda Sýnar
Í lok júlí var greint frá því að félag í eigu forstjóra Samherja væri á meðal stærstu eigenda fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins Sýnar. Samkvæmt nýbirtum hluthafalista hefur það breyst.
Kjarninn 19. september 2020
75 manns greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fjóra daga hafa 128 smit greinst inn­an­lands. Nýgengi á Íslandi er nú komið yfir 41.
Kjarninn 19. september 2020
Sabine
„Umræðan fer alltaf í sama farið“
Sabine Leskopf segir það vera skyldu okkar að taka á móti flóttafólki – og þá þurfi pólitískan vilja, samstarf og róttæka kerfisbreytingu.
Kjarninn 19. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar