Tekjur Landsvirkjunar 2017 hækkuðu um 2%

Auglýsing

Tekjur Lands­virkj­unar vegna raf­orku­sölu árið 2017 voru nán­ast hinar sömu og árið áður. Þegar miðað er við íslenskar krón­ur. Þarna skil­aði álverið í Straums­vík mestu tekj­unum af öllum ein­stökum við­skipta­vinum Lands­virkj­un­ar, eins og ávallt hefur verið eftir að þar var end­ur­samið um raf­orku­verðið árið 2010. Vegna hækk­andi álverðs hefur álverið á Reyð­ar­firði þó dregið þarna á Straums­vík (sú þróun myndi snú­ast til baka ef álverð lækkar á ný). Þessi tvö álver skil­uðu Lands­virkjun hátt í 60% allra sölu­tekn­anna árið 2017. Í þess­ari grein er fjallað um tekju­skipt­ingu Lands­virkj­unar af raf­orku­söl­unni.

Tekj­urnar hækk­uðu um ca. 2%

Tekjur Lands­virkj­unar af raf­orku­sölu 2017 námu um 43 millj­örðum króna, sbr. taflan hér að neð­an, sem byggir á árs­skýrsla fyr­ir­tæk­is­ins. Árið áður (2016) voru tekj­urnar um 42 millj­arðar króna. Tekju­hækk­unin þarna milli áranna er því ein­ungis um rúm­lega 2%, jafn­vel þó svo magnið af seldu raf­magni ykist um 5%. En Lands­virkjun gerir upp í banda­ríkja­dölum og í þeim gjald­miðli juk­ust tekj­urnar tölu­vert frá árinu áður eða um 15%. Þessi tekju­hækkun í doll­urum skýrist fyrst og fremst af hækk­andi álverði, enda er bæði orku­samn­ingur Fjarða­áls á Reyð­ar­firði og Norð­ur­áls í Hval­firði tengdir álverði.

Tekjur vegna raforkusölu í fyrra.

Auglýsing

Hátt í 60% tekn­anna frá tveimur álverum

Á töfl­unni hér að ofan má sjá hversu miklar tekjur Landsvikjun fékk frá hverjum og einum við­skipta­vini eða við­skipta­vina­hópi. Einnig er sýnt hversu hátt hlut­fall tekn­anna hver og einn greiddi. Sést þá vel að álver ÍSAL (Rio Tin­to) í Straums­vík og álver Fjarða­áls (Alcoa) á Reyð­ar­firði eru mik­il­væg­ustu tekju­lind­irn­ar. Þessi tvö álver skil­uðu Lands­virkjun hátt í 60% allra tekn­anna. Það er þó vel að merkja ÍSAL sem greiðir þarna hæsta orku­verðið af öllum álver­unum þremur.

Það er líka athygl­is­vert að bara stór­iðju­fyr­ir­tækin fjög­ur, álverin þrjú og járn­blendi­verk­smiðja Elkem, skil­uðu Lands­virkjun sam­tals um 70% af sölu­tekj­unum 2017. Þegar nýr samn­ingur Lands­virkj­unar og Norð­ur­áls tekur gildi á árinu 2019 og nýtt raf­orku­verð til Elkem tekur gildi það sama ár, mun umrætt hlut­fall tekna Lands­virkj­unar af stór­iðj­unni hækka umtals­vert. Því þá verður raf­orku­verðið til þeirra fyr­ir­tækja örugg­lega tölu­vert mikið hærra en t.a.m. var árið 2017.

Álverið í Straums­vík er hlut­falls­lega mik­il­væg­asta tekju­lindin

Á töfl­unni má líka sjá hlut­fall orku­söl­unn­ar, þ.e. hversu hátt hlut­fall hver og einn keypti af allri þeirri raf­orku sem Lands­virkjun seldi. Sá sam­an­burð­ur, ásamt sam­an­burð­inum um tekju­skipt­ing­una, hefur áður verið útskýrður af grein­ar­höf­undi. En hann sýnir vel hversu mik­il­vægt álverið í Straums­vík (ÍSAL/RTA) er fyrir tekjur Lands­virkj­un­ar. Og athygl­is­vert að núna er norska álfyr­ir­tækið Hydro að vinna að kaupum á þessu álveri. Gangi þau kaup í gegn má vafa­lítið álíta það mjög góða vend­ingu, enda varla hægt að hugsa sér þarna betri eig­anda en þetta þaul­reynda norska fyr­ir­tæki.

Raf­orku­sala til smærri kaup­enda skiptir Lanads­virkjun litlu

Allir raf­orku­samn­ingar Lands­virkj­unar skipta máli. Það er þó svo að raf­orku­sala Lands­virkj­unar til þess sem kalla má smærri stórnot­end­ur, svo sem bein sala til til gagna­vera og kís­l­vers­ins í Helgu­vík (nú gjald­þrota), er sára­lít­ill hluti af við­skiptum eða tekjum orku­fyr­ir­tæk­is­ins. Í reynd eru það sem sagt bara stóru eggin fjögur (ál­verin og járn­blendi­verk­smiðja Elkem á Grund­ar­tanga) sem skipta Lands­virkjun veru­legu máli. Á öðrum sviðum er Lands­virkjun í harðri sam­keppni við smærri orku­fyr­ir­tækin og þá fyrst og fremst við ON (Orku­veitu Reykja­vík­ur) og HS Orku. Einnig selur Lands­virkjun þessum og öðrum íslenskum orku­fyr­ir­tækjum raf­magn í heild­sölu, þar sem Lands­virkjun ræður alfarið verð­inu. Fyr­ir­tækið er því í algerri lyk­il­stöðu á íslenska raf­orku­mark­aðn­um.

Til athug­un­ar: Í töfl­unni sem birt­ist með þess­ari grein má sjá hvaðan tekjur Lands­virkj­unar vegna raf­orku­sölu koma. Meiri og nákvæm­ari upp­lýs­ingar um þessi við­skipti eru í boði fyrir við­skipta­vini grein­ar­höf­und­ar.

Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Jafnframt vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða alls 18 prósent landsmanna.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar