Tekjur Landsvirkjunar 2017 hækkuðu um 2%

Auglýsing

Tekjur Lands­virkj­unar vegna raf­orku­sölu árið 2017 voru nán­ast hinar sömu og árið áður. Þegar miðað er við íslenskar krón­ur. Þarna skil­aði álverið í Straums­vík mestu tekj­unum af öllum ein­stökum við­skipta­vinum Lands­virkj­un­ar, eins og ávallt hefur verið eftir að þar var end­ur­samið um raf­orku­verðið árið 2010. Vegna hækk­andi álverðs hefur álverið á Reyð­ar­firði þó dregið þarna á Straums­vík (sú þróun myndi snú­ast til baka ef álverð lækkar á ný). Þessi tvö álver skil­uðu Lands­virkjun hátt í 60% allra sölu­tekn­anna árið 2017. Í þess­ari grein er fjallað um tekju­skipt­ingu Lands­virkj­unar af raf­orku­söl­unni.

Tekj­urnar hækk­uðu um ca. 2%

Tekjur Lands­virkj­unar af raf­orku­sölu 2017 námu um 43 millj­örðum króna, sbr. taflan hér að neð­an, sem byggir á árs­skýrsla fyr­ir­tæk­is­ins. Árið áður (2016) voru tekj­urnar um 42 millj­arðar króna. Tekju­hækk­unin þarna milli áranna er því ein­ungis um rúm­lega 2%, jafn­vel þó svo magnið af seldu raf­magni ykist um 5%. En Lands­virkjun gerir upp í banda­ríkja­dölum og í þeim gjald­miðli juk­ust tekj­urnar tölu­vert frá árinu áður eða um 15%. Þessi tekju­hækkun í doll­urum skýrist fyrst og fremst af hækk­andi álverði, enda er bæði orku­samn­ingur Fjarða­áls á Reyð­ar­firði og Norð­ur­áls í Hval­firði tengdir álverði.

Tekjur vegna raforkusölu í fyrra.

Auglýsing

Hátt í 60% tekn­anna frá tveimur álverum

Á töfl­unni hér að ofan má sjá hversu miklar tekjur Landsvikjun fékk frá hverjum og einum við­skipta­vini eða við­skipta­vina­hópi. Einnig er sýnt hversu hátt hlut­fall tekn­anna hver og einn greiddi. Sést þá vel að álver ÍSAL (Rio Tin­to) í Straums­vík og álver Fjarða­áls (Alcoa) á Reyð­ar­firði eru mik­il­væg­ustu tekju­lind­irn­ar. Þessi tvö álver skil­uðu Lands­virkjun hátt í 60% allra tekn­anna. Það er þó vel að merkja ÍSAL sem greiðir þarna hæsta orku­verðið af öllum álver­unum þremur.

Það er líka athygl­is­vert að bara stór­iðju­fyr­ir­tækin fjög­ur, álverin þrjú og járn­blendi­verk­smiðja Elkem, skil­uðu Lands­virkjun sam­tals um 70% af sölu­tekj­unum 2017. Þegar nýr samn­ingur Lands­virkj­unar og Norð­ur­áls tekur gildi á árinu 2019 og nýtt raf­orku­verð til Elkem tekur gildi það sama ár, mun umrætt hlut­fall tekna Lands­virkj­unar af stór­iðj­unni hækka umtals­vert. Því þá verður raf­orku­verðið til þeirra fyr­ir­tækja örugg­lega tölu­vert mikið hærra en t.a.m. var árið 2017.

Álverið í Straums­vík er hlut­falls­lega mik­il­væg­asta tekju­lindin

Á töfl­unni má líka sjá hlut­fall orku­söl­unn­ar, þ.e. hversu hátt hlut­fall hver og einn keypti af allri þeirri raf­orku sem Lands­virkjun seldi. Sá sam­an­burð­ur, ásamt sam­an­burð­inum um tekju­skipt­ing­una, hefur áður verið útskýrður af grein­ar­höf­undi. En hann sýnir vel hversu mik­il­vægt álverið í Straums­vík (ÍSAL/RTA) er fyrir tekjur Lands­virkj­un­ar. Og athygl­is­vert að núna er norska álfyr­ir­tækið Hydro að vinna að kaupum á þessu álveri. Gangi þau kaup í gegn má vafa­lítið álíta það mjög góða vend­ingu, enda varla hægt að hugsa sér þarna betri eig­anda en þetta þaul­reynda norska fyr­ir­tæki.

Raf­orku­sala til smærri kaup­enda skiptir Lanads­virkjun litlu

Allir raf­orku­samn­ingar Lands­virkj­unar skipta máli. Það er þó svo að raf­orku­sala Lands­virkj­unar til þess sem kalla má smærri stórnot­end­ur, svo sem bein sala til til gagna­vera og kís­l­vers­ins í Helgu­vík (nú gjald­þrota), er sára­lít­ill hluti af við­skiptum eða tekjum orku­fyr­ir­tæk­is­ins. Í reynd eru það sem sagt bara stóru eggin fjögur (ál­verin og járn­blendi­verk­smiðja Elkem á Grund­ar­tanga) sem skipta Lands­virkjun veru­legu máli. Á öðrum sviðum er Lands­virkjun í harðri sam­keppni við smærri orku­fyr­ir­tækin og þá fyrst og fremst við ON (Orku­veitu Reykja­vík­ur) og HS Orku. Einnig selur Lands­virkjun þessum og öðrum íslenskum orku­fyr­ir­tækjum raf­magn í heild­sölu, þar sem Lands­virkjun ræður alfarið verð­inu. Fyr­ir­tækið er því í algerri lyk­il­stöðu á íslenska raf­orku­mark­aðn­um.

Til athug­un­ar: Í töfl­unni sem birt­ist með þess­ari grein má sjá hvaðan tekjur Lands­virkj­unar vegna raf­orku­sölu koma. Meiri og nákvæm­ari upp­lýs­ingar um þessi við­skipti eru í boði fyrir við­skipta­vini grein­ar­höf­und­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hlaðvarp, vísanir inn á Hringbraut og myndbönd grundvöllur milljarðakröfu Sýnar
Fyrrverandi eigendur þeirra miðla sem mynduðu einu sinni fjölmiðlasamsteypuna 365 hefur tekist að selja þá frá sér fyrir milljarða króna á síðustu árum. Nýir eigendur hafa lent í rekstrarerfiðleikum með miðlana.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Aukning í byggingu dýrra íbúða átti sinn þátt í aukinni fjármunamyndun.
Fjármunamyndun í húsnæði ekki hærri síðan árið 2007
Alls jókst fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði um 167 milljarða króna á árinu 2019 þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr hækkun húsnæðisverðs. Nýjar íbúðir á markaði, margar hverjar í dýrari kantinum, og hagstæðari skilyrði til niðurgreiðslu lána skiptu máli.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar