Ný staðarvalsgreining fyrir þjóðarsjúkrahúsið er nauðsynleg

Hilmar Þór Björnsson segir að það þurfi að eyða óvissu um uppbyggingu nýs Landsspítala og ná sátt og sannfæringu um málið. Það verði ekki gert nema með faglegri og óháðri staðarvalsgreiningu.

Auglýsing

Þor­kell Sig­ur­laugs­son og Hans Gutt­ormur Þormar skrif­uðu grein í Kjarn­ann í fyrra­dag þar sem þeir fara yfir sögu og stöðu nýbygg­inga Land­spít­al­ans við Hring­braut. Þeir kalla grein­ina „Glæsi­leg upp­bygg­ing Land­spít­ala við Hring­braut“.

Til­efnið virð­ist vera þings­á­lykt­un­ar­til­laga um að gerð verði ný, óháð og fag­leg stað­ar­vals­grein­ing vegna þjóð­ar­sjúkra­húss­ins. 

Þeir vilja ekki að slík grein­ing fari fram og finna henni allt til for­áttu. Þeir taka undir full­yrð­ingu sam­tak­anna Spít­al­inn Okkar og segja að engin rök séu fyrir þeirri stað­hæf­ingu að ný stað­ar­vals­grein­ing þurfi að fara fram.

Sann­leik­ur­inn er sá að rökin eru mörg og yfir­þyrm­andi.

Það komu upp vel rök­studdar gagn­rýn­is­raddir á stað­setn­ing­una við Hring­braut þegar Aðal­skipu­lag Reykja­víkur 2010-2030 var kynnt, en með því breytt­ust flestar for­sendur stað­ar­vals­ins sem þeir félagar vitna til.

Í aðal­skipu­lag­inu voru gerðar miklar breyt­ingar á skipu­lagi borg­ar­innar sem varða spít­al­ann með beinum hætti. Þessar breyt­ingar gera það að verkum að nauð­syn­legt er að skoða málið frá grunni og í ljósi þess raun­veru­leika sem nú blasir við.

Það liggur fyrir að þau álit sem hafa verið gefin út um stað­setn­ingu Nýs Land­spít­ala eru að verða tveggja ára­tuga göm­ul. Álitin voru á ýmsa vegu. Eitt komst að þeirri nið­ur­stöðu að best væri að byggja upp þjóð­ar­sjúkra­hús til langrar og ófyr­ir­séðar fram­tíðar við Hring­braut. Önnur töldu rétt að horfa til upp­bygg­ingar í Foss­vogi. En mörg töldu að best væri að byggja nýtt sjúkra­hús frá grunni.

Á þeim mörgu árum sem liðin eru hefur allt skipu­lags­um­hverfið breyst þannig að þær stoðir sem ákvörð­unin um upp­bygg­ingu við Hring­braut stóðu á, eru brostn­ar. Nú er umhverfið allt annað og kallar á að ákvörð­unin verði end­ur­skoðuð í ljósi þeirra breyt­inga sem hafa orðið í skipu­lag­inu og ekki síður í við­horfi almenn­ings og heil­brigð­is­starfs­manna eins og dæmin sanna.

Það er mjög mik­il­vægt að það ríki almenn sann­fær­ing fyrir því hvar sjúkra­húsið verður byggt. Sú sann­fær­ing er ekki fyrir hendi í þjóð­fé­lag­inu eða meðal starfs­manna heil­brigð­is­stétta.

Auglýsing
Ástæðurnar eru marg­ar, m.a. skipu­lags­legs eðlis en einnig sam­fé­lags­legs- fjár­hags­legs- og fram­kvæmda­legs eðl­is.

Varð­andi skipu­lags­málin er einkum bent á að aðgengi að spít­al­anum við Hring­braut er ekk­ert í lík­ingu við það sem var þegar stað­ur­inn var ákveð­inn árið 2002. 

Síðan þá hefur Reykja­vík­ur­flug­völlur verið lagður af í skipu­lag­inu. Hætt hefur verið við mik­il­vægar umferða­teng­ingar eins og Holts­göng undir Skóla­vörðu­holt. Sama á við um Öskju­hlíð­ar­göng og göng undir Kópa­vog. Hætt hefur verið við Miklu­braut í stokk. Sama á við um ein átta mis­læg gatna­mót vestan Elliða­áa, þar á meðal þriggja hæða mis­læg gatna­mót á mótum Kringlu­mýr­ar­brautar og Miklu­braut­ar.

Áherslur aðal­skipu­lags­ins um þétt­ingu byggðar eru aðrar en í gamla aðal­skipu­lag­inu AR2001-2024. Nú er lögð áhersla á fjölgun íbúða í mið­borg­inni þar sem mest er þörfin fyrir fleiri íbúðir og besta þjón­ustan og flest atvinnu­tæki­fær­in. 

Það væri í sam­ræmi við AR2010-2030 að landið sunnan gömlu Hring­brautar sé frekar notað undir íbúða­byggð. En þar er auð­veld­lega hægt að koma snyrti­lega fyrir 500-1000 íbúð­um.

Í aðal­skipu­lag­inu sem var í gildi fyrir 16 árum þegar stað­ur­inn var ákveð­inn voru hvorki sam­gönguás né Borg­ar­lína í boði. Breyttar áherslur í almenn­ings­sam­göngum AR2010-2030 hvað þetta varðar opna gríð­ar­leg tæki­færi vegna stað­setn­ingar spít­al­ans. Tæki­færi sem ekki voru í boði áður.

Komið hefur fram á síð­ustu vikum að reiknað er með að 6-7 af hverjum 10 starfs­mönnum spít­al­ans muni ekki hafa tæki­færi til þess að sækja vinnu sína á einka­bif­reið sinni. Þetta mun gera það að verkum að nýr Land­spít­ali verður ekki eins vin­sæll og eft­ir­sóttur vinnu­staður og hann ann­ars gæti orð­ið.

Það má svo bæta því við að nýlegar áætl­anir um að end­ur­vekja hug­mynd­ina um að setja Miklu­braut­ina í stokk á tæp­lega tveggja kíló­metra svæði munu hefta aðgengi að spít­al­anum veru­lega meðan á fram­kvæmdum stend­ur. Auk þess eru áform um að end­ur­byggja frá grunni gatna­mót Snorra­braut­ar, Bústaða­veg­ar, Miklu­brautar og Hring­braut­ar. Vegna þessa munu verða til veru­legar og óásætt­an­legar hindr­anir varð­andi aðgengi að sjúkra­hús­inu meðan á þeim fram­kvæmdum stend­ur. Þessar fram­kvæmdir munu hefjast, ef af verður eftir 10 ár eða meira. Lík­legt er aðgengi að sjúkra­hús­inu verði veru­lega skert í 5-10 ár meðan á fram­kvæmdum stend­ur. Bara þetta eina atriði ætti að nægja til þess að biðja um nýja stað­ar­vals­grein­ingu vegna verk­efn­is­ins þó það sé lítið í stóra sam­heng­inu.

Ég hef heldur ekki séð neinar úttektir á nið­ur­rifi eldri bygg­inga á Land­spít­ala­lóð­inni og end­ur­nýjun þeirra og hvaða ónæði það mun hafa á háskóla­sjúkra­hús í fullum rekstri. Sama á við um spreng­ingar og upp­steypu hund­ruð þús­und rúmmetra nýbygg­ingum sem á að reisa fyrir framan glugga sjúkra­stofa í fullri notkun í eldri bygg­ingum spít­al­ans. Ég þekki heldur ekki ítar­lega úttekt á heilsu­fari gömlu bygg­ing­anna og mygl­unni þar.

Svo er það mikið álita­mál hvort þessar miklu áætl­anir um þjóð­ar­sjúkra­húsið í Þing­holt­unum stand­ist menn­ing­ar­stefnu hins opin­bera í mann­virkja­gerð og jafn­vel aðal­skipu­lag Reykja­vík­ur, en í þessum stefnum er lögð áhersla á „heild­ar­mynd og mæli­kvarða þegar byggt er í og við eldri byggð“.

***

Þeir sem hafa talað fyrir upp­bygg­ing­unni við Hring­braut beita hvorki fyrir sig skipu­lags­legum-, fjár­hags­leg­um- né sam­fé­lags­legum rök­um. Þau segja að búið sé að taka ákvörð­un­ina og verk­efnið sé löngu haf­ið. Þetta er umdeil­an­legt og vegur ekki þungt varð­andi þessa mestu fjár­fest­ingu rík­is­ins fyrr og síð­ar. 

Þá hefur því verið ítrekað haldið fram af stjórn­mála­mönnum að allar stað­ar­vals­grein­ingar hafi kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Hring­braut sé besti stað­ur­inn. Þessa stað­hæf­ingu hafa stjórn­mála­menn­irn­ir, í góðri trú, haft eftir emb­ætt­is­mönnum og ráð­gjöfum þeirra. 

Auglýsing
Það er full­kom­lega rangt að halda þessu fram í ljósi stað­reynd­anna sem fyrir liggja.

Erlendir ráð­gjafar hafa mælt með að byggt verði við í Foss­vogi ef ekki er tæki­færi til þess að byggja nýtt frá grunni (Ementor 2001). Hjúkr­unar og lækna­ráð LSH hafa kom­ist að sömu nið­ur­stöðu og sagt að end­ur­skoða þurfi ákvörð­un­ina frá 2002 og að best væri að byggja nýtt sjúkra­hús frá grunni (febr­úar 2004). Lækna­ráð áréttar þetta svo í apríl 2004 og vill að nýtt sjúkra­hús verði byggt frá grunni.

Þessum skýrslum og fleirum hefur lík­lega verið haldið frá stjórn­mála­mönnum og umræð­unni allri með þeirri ein­földu stað­hæf­ingu að „Hring­brautin hafi alltaf haft vinn­ing­inn í stað­ar­vals­grein­ing­um“.

Það er ástæða til þess að bæta því við að emb­ætt­is­manna­kerfið hefur allt staðið með sjálfu sér í þessu máli og forð­ast opin­bera umræðu.

Gott dæmi sem taka má um þetta er að af sex umsögnum sem borist hafa til vel­ferð­ar­nefndar Alþingis vega þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar sem nú liggur fyrir er aðeins ein frá óbreyttum borg­ara. Allar hinar eru frá opin­berum emb­ætt­unum eins og Land­spít­al­an­um, Háskóla Íslands og Land­lækni sem öll eru að verja verk sitt. Allt skrifað og und­ir­búið á kostnað skatt­greið­enda. Það er aug­ljóst að allt þetta fólk ótt­ast nið­ur­stöð­una úr umbeð­inni stað­ar­vals­grein­ingu. Lík­lega, en von­andi ekki, verður nið­ur­staðan að betra sé að byggja ann­ars staðar en við Hring­braut.

Rök fyrir því að skoða málið betur hafa líka verið afvega­leidd og/eða rang­færð. Dæmi um það er sú skoðun Skipu­lags­stofn­unar og Fram­kvæmda­sýsl­unnar að það muni seinka opnun sjúkra­húss­ins um 10-15 ár ef nýr staður er fund­inn. Að baki þess­arar nið­ur­stöðu liggja engin skjöl eða úttekt­ir. Þegar eftir því var gengið var sagt að þetta byggi á „vörð­un“ verk­efn­is­ins (?).

Þó því sé ekki saman að jafna er vert að minna á að það liðu tæp fimm ár frá því að sam­keppni um Háskól­ann í Reykja­vík við Naut­hóls­vík var aug­lýst þar til nem­endur gengu inn í nýja glæsi­lega 30.000 fm bygg­ing­una. Þessi tæpu fimm ár urðu að 18-23 árum á skrif­borði emb­ætt­is­manna hjá Fram­kvæmda­sýsl­unni og Skipu­lags­stofnun þegar spít­al­inn átti í hlut.

Ein rök fyrir því að það valdi mik­illi seinkun að flytja spít­al­ann austar í borg­ina er að það þurfi að fara í gegnum ferli hjá Svæða­skipu­lagi Höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Það kann að vera rétt. En það ætti að vera auð­sótt því flutn­ingur spít­al­ans austar í borg­ina er mik­ill kostur fyrir öll sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem það fær­ist nær þeim og aðgengið verður betra fyrir íbúa sveit­ar­fé­lag­anna. Það væri þá helst Sel­tjarn­ar­nes­bær sem mundi gera athuga­semd en það er ólík­legt, því þau mundu ekki vilja tefja málið frekar en aðr­ir.

Auð­vitað er þetta ekki ein­falt mál. En fjarri því að vera óvinn­andi eins og skilja má af Hring­braut­ar­sinn­um. Svona lagað verður stundum sér­lega óyf­ir­stíg­an­legt, flókið og flækt í augum þeirra sem skortir heild­ar­sýn yfir verk­ið. Þeir sjá ekki skóg­inn fyrir trjám og finnst ein­tómir steinar vera í götu þeirra.

En það eru til leiðir til þess að ein­falda málið og stytta þennan tíma veru­lega sem stofn­an­irnar nefna. Þar kemur margt upp í hug­ann. Ég nefni PPP ferli (Pri­vat Public Partners­hip) sem gerir það að verkum að sam­keppni, útboð, hönnun og jafn­vel fjár­mögnun er leyst með einum samn­ingi.

Ég hef sjálfur tekið þátt í PPP útboði hér á landi og erlend­is. Það stærsta var tæp­lega 20.000 fer­metra mennta­skóli með full­kominni íþrótta­að­stöðu og sund­laug. For­val­ið, sam­keppn­in, skipu­lag­ið, hönn­unin og fram­kvæmdin öll tók aðeins 4 ár frá aug­lýs­ingu. Það hús stendur nú og er í fullum far­sælum rekstri.

Þeir sem tala fyrir stað­setn­ingu spít­al­ans við Hring­braut telja að nálægð við háskól­ana sé lyk­il­at­riði.

Ekki skal því mót­mælt að þægi­legra er fyrir fræða­sam­fé­lagið að stutt sé á milli spít­al­ans og háskól­anna. En mik­il­væg­ara er að aðgengi þeirra sem þar eiga að vinna og þeirra sem það á að þjóna, sjúk­lingum og aðstand­end­um, sé auð­velt og greitt, þó fræða­sam­fé­lagið eigi um eitt­hvað lengri veg að fara. Gott aðgengi fræða­sam­fé­lags­ins má ekki vera á kostnað aðgengi alls almenn­ings að spít­al­an­um. 

Auk þess að vitað er að byggð eru háskóla­sjúkra­hús á svæðum þar sem eng­inn er háskól­inn í hefð­bundnum skiln­ingi og gengur það vand­ræða­laust.

Það hefur líka verið bent á að áróður fyrir stað­setn­ing­unni við Hring­braut hefur verið bor­inn uppi af skattfé almenn­ings meðan sam­fé­lags­lega ábyrgð­ar­fullir ein­stak­lingar hafa lagt allt sitt fram á eigin kostn­að.

Mál­flutn­ingur Hring­braut­ar­sinna ein­kenn­ist núna síð­ustu tvö ár eða svo öðru fremur af hræðslu­á­róðri sem segir að það sé bein­línis lífs­hættu­legt að skoða málið í ljósi breyttra aðstæðna og lík­legt sé að opnun sjúkra­húss­ins tefj­ist um marga ára­tugi eða jafn­vel að ekk­ert verði úr. Þetta eru miklar dóma­dags­spár sem koma fram vegna hug­myndar um að skoða málið betur áður en haldið er áfram og of seint að skipta um kúrs öllum til heilla. Menn ótt­ast greini­lega mjög nið­ur­stöð­una.

Loka­orð

Nú virð­ist standa fyrir dyrum að hefja rík­is­fram­kvæmd sem kosta mun milli 100 og 200 millj­arða eða jafn­vel meira með nauð­syn­legum sam­göngu­úr­bótum á grund­velli 16 ára gam­allar úreltrar stað­ar­val­skýrslu sem dregin hefur verið í efa allt frá fyrsta degi. Síðan skýrslan var fyrst birt í jan­úar 2002 hafa flestar þær stoðir sem undir nið­ur­stöð­unni stóðu fallið hver af annarri.

Í fyr­ir­liggj­andi þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem er til umræðu í Þing­inu er lagt til að fag­lega sé staðið að mál­inu og farið fram á að gerð verði fag­leg og óháð stað­ar­vals­grein­ing vegna upp­bygg­ingar nýs Land­spít­ala, þjóð­ar­sjúkra­húss Íslend­inga.

Hver getur verið mót­fall­inn því að fag­lega sé unn­ið? 

Það getur í raun eng­inn gert og alls ekki sam­fé­lags­lega ábyrgir alþing­is­menn sem eiga að gæta almanna­hags­muna og almanna­fjár.

Það eina sem getur skorið úr öllum þessum álita­málum og sætt sjón­ar­miðin er fag­leg og óháð stað­ar­vals­grein­ing sem unnin er af aðilum sem ekki hafa komið að mál­inu á fyrri stigum og eru engum háðir og munu afsala sér aðkomu að mál­inu á síð­ari stig­um.

Eins og staðan er nú er ekki sann­fær­ing fyrir þeirri veg­ferð sem fetuð er í þessu mik­il­væga máli.

Von­andi mun ný óháð stað­ar­vals­grein­ing sýna okkur fram á að Hring­braut sé rétti stað­ur­inn fyrir þjóð­ar­sjúkra­húsið en ég ótt­ast að svo verði ekki. Þeir Þor­kell og Hans Gutt­ormur ótt­ast það greini­lega líka og það er lík­lega ástæðan fyrir því að þeir ganga hart fram og frá­biðja sig fag­leg vinnu­brögð í þessu mikla máli.

Manni virð­ist Hring­braut­ar­sinnar og þeir sem unnið hafa að þessu máli síð­ustu 20 árin vera ein­hvern veg­inn flæktir í sinn eigni vef og vita ekki hvernig þeir kom­ast út úr hon­um. Í mínum huga eru þeir að þrá­ast við vegna þess að fórn­ar­kostn­að­ur­inn er svo mik­ill. En sá sokkni kostn­aður er smá­munir miðað við ávinn­ing­inn af breyttri stefnu. Ég er ekki viss en það kæmi fram í nýrri stað­ar­vals­grein­ingu.

Og þeir halda áfram að spinna Hring­braut­ar­sinn­arn­ir. Nú segja þeir að það þurfi að klára áætl­an­irnar við Hring­braut og byrja strax að velta fyrir sér hvar sjúkra­hús eigi að byggja næst og hugsa þá til langrar fram­tíð­ar. Þeir segja að „mik­il­vægt sé að taka frá hent­uga lóð fyrir fram­tíð­ar­þróun heil­brigð­is­kerf­is­ins til lengri tíma“ svo vitnað sé í umsögn Land­spít­al­ans um þings­á­lykt­un­ar­til­lög­una sem er efni þessa pistils.

Þessar hug­myndir voru fyrst nefndar fyrir tæpu ári og eru orðnar nokkuð fyr­ir­ferða­miklar nú

Það þarf að eyða þess­ari óvissu og ná sátt og sann­fær­ingu um mál­ið. Það verður ekki gert nema með fag­legri og óháðri stað­ar­vals­grein­ingu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar