Opið bréf til menntamálaráðherra

Helga María Pálsdóttir nemi segir LÍN draga úr kjarki og dug sem þarf til að rífa sig upp með rótum til að sækja sér frekari menntun erlendis.

Auglýsing

Ég finn mig knúna til að vekja athygli mennta­mála­ráð­herra á mál­efnum tengdum LÍN. Stofn­unin spilar stórt hlut­verk í líf­inu mínu þessa dag­ana þar sem ég er náms­maður við Háskól­ann í Lundi. Eftir að hafa verið á vinnu­mark­aðnum á Íslandi í um 8 ár ákvað ég að halda út í fram­halds­nám. Í fyrra vor lauk ég LL.M gráðu í lög­fræði og í vor útskrif­ast ég með MSc í stjórn­un.

Von­lítil sótti ég um náms­lán fyrir skóla­árið 2016-2017 en vegna tekna á árinu 2016 stóðu mér ein­ungis til boða u.þ.b. 12.000 ISK í náms­lán hvora önn. Ég dró þá umsókn mína til baka.

Síð­ast­liðið sumar sótti ég svo um náms­lán fyrir skóla­árið 2017-2018. Sú umsókn var sam­þykkt enda var ég nán­ast tekju­laus allt árið 2017.

Auglýsing

Af sömu ástæðu, þ.e. tekju­leysi árs­ins 2017 óskaði ég eftir und­an­þágu frá afborgun á eldri náms­lánum sem voru á gjald­daga á haust­mán­uð­um. Þeirri beiðni var hafnað þar sem ég hafði tekjur yfir tekju­við­mið sjóðs­ins á árinu 2016 (fyrri hluta þess árs sem ég hélt út í nám) og hafði ekki átt í greiðslu­erf­ið­leikum sl. fjóra mán­uði fyrir gjald­daga. Til að eiga í greiðslu­erf­ið­leikum sam­kvæmt reglum sjóðs­ins þarf maður að vera með lán í fryst­ingu hjá við­skipta­banka eða vera með greiðslu­erf­ið­leika­mat frá Umboðs­manni skuld­ara.

Þar sem ég upp­fyllti ekki þessi skil­yrði fóru 15-20% af fram­færslu­lán­unum haust­annar í að greiða niður eldri náms­lán. Þegar ég lýsti yfir undrun minni á þess­ari nið­ur­stöðu í tölvu­pósti til LÍN og spurði hvort þetta væri virki­lega rétt, að ég ætti að nota náms­lánin sem ég fengi í að greiða niður eldri náms­lán, þá fékk ég ekk­ert nema staðlað svar um hina litlu 5-7 daga sem stofn­unin gefur sér í svar­tíma. Þannig er ekki nóg með að fram­færslu­lán LÍN séu þau lægstu á Norð­ur­lönd­um, sbr. grein for­manns SÍNE sem birt­ist í Kjarn­anum 19. febr­úar sl. heldur ber manni að nýta fimmt­ung fram­færsl­unnar í að greiða upp eldri náms­lán.

Segir það sig ekki sjálft að náms­maður er ekki í aðstöðu til að borga af náms­lánum á sama tíma og hann er að þiggja náms­lán? Á virki­lega að vera svona erfitt að vilja sækja sér fram­halds­mennt­un? Í 1. gr. laga um lána­sjóð íslenskra náms­manna segir að hlut­verk sjóðs­ins sé að veita jafnan rétt til náms án til­lits til efna­hags. Að miða við tekjur sem náms­maður hafði síð­ast 14 mán­uðum fyrir gjald­daga gefur ekki rétti mynd af efna­hags­stöðu náms­manns.

Þá get ég ekki sagt að við­mót og afgreiðsla mála hjá stofn­un­inni gefi til kynna að um þjón­ustu­stofn­un, sem sett var á lagg­irnar til að þjón­usta náms­menn sé að ræða. Þvert á móti þá er upp­lifunin sú að verið sé að gera manni greiða en ekki veita lán. Þetta sést einna best á því hversu erfitt er að ná ein­hverju mann­legu sam­bandi við stofn­un­ina. Svör­un­ar­tími tölvu­pósta er eins og áður segir upp­gefin 5-7 virkir dag­ar. Vott­orð er ekki hægt að senda inn raf­rænt inn á mínu svæði á heima­síð­unni. Ég sendi t.a.m. inn­ ­stað­fest­ingu á náms­ár­angri með tölvu­pósti þann 2. febr­úar sl. til að fá útgreidd náms­lán fyrir haustönn 2017. Þann 12. febr­úar sl. fékk ég loks meld­ingu frá starfs­manni um að vott­orð um náms­ár­angur hafi borist og úthlutun færi senni­lega fram dag­inn eft­ir. Í milli­tíð­inni fékk ég annan sjálf­virkan tölvu­póst póst þar sem gefið var til kynna, að vegna búsetu erlendis þá þurfi ég að sýna fram á að ég eigi rétt á lánum frá sjóðn­um, þrátt fyrir að umsókn mín hafi verið sam­þykkt í lok sum­ars.

Á tíma­bili virt­ist því staðan vera sú að á skóla­ár­inu 2016-2017 fékk ég ekki náms­lán frá sjóðnum af því að ég var með of háar tekjur á árinu 2016 og að núna ætti ég ekki rétt á því þar sem ég var ekki með tekjur né búsett á Íslandi á sl. 12 mán­uð­um.

Ég og mað­ur­inn minn, sem erum bæði í námi þetta árið og með tvö börn á okkar fram­færi þurfum nú að reiða okkur á þessa stofn­un. Þrátt fyrir að ég hafi á end­anum fengið útgreidd náms­lán haust­annar þá var við­mót og þjón­usta stofn­un­ar­innar þannig að mér fannst ég þurfa að berj­ast fyrir að fá að taka náms­lán og stöðugt að sanna að ég eigi rétt á því.

Þessi mála­lok um að náms­mönnum beri að greiða af lánum meðan þeir þiggja lán er óásætt­an­legt og til þess fallið að draga úr kjarki og dug sem þarf til að rífa sig upp með rótum til að sækja sér frek­ari mennt­un.

Að mínu áliti þarf að end­ur­skoða hvernig staðið er að rekstri og upp­bygg­ingu þess­arar stofn­unar því núver­andi ástand er til skamm­ar. Náms­menn eru við­skipta­menn LÍN og eru að fá lán sem þeir svo nota u.þ.b. 1/12 af laun­unum sínum til að greiða af árlega að námi loknu.

LÍN er stofnun sem var sett á fót fyrir náms­menn. Náms­menn eru því grund­völl­ur­inn fyrir til­veru þess­arar stofn­unnar og við­skipta­menn hennar og sem slíkir ber að þjón­usta þá með sóma­sam­legum hætti.

Virð­ing­ar­fyllst,



Helga María Páls­dóttir

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar