Menntamál milli steins og sleggju stjórnmálanna

Dr. Gunnlaugur Magnússon segir að Svíþjóð, markaðvæddasta menntakerfi heims, glími nú við afleiðingar samskonar menntaumbóta og Sjálfstæðisflokkurinn vill innleiða.

Auglýsing

Eftir að hafa les­ið/kynnt sér mennta­stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem send var út um helg­ina hjó und­ir­rit­aður eftir nokkrum atrið­um, sér­stak­lega þeim sem/er varða vilja flokks­ins til auk­innar mark­aðsvæð­ingar mennta­kerf­is­ins og eru falin í orðum eins og: „Fjöl­breytt rekstr­ar­form, nýsköpun og minni mið­stýr­ing í skóla­starfi er mik­il­vægur þáttur í að auka gæði mennta­kerf­is­ins“. Einnig vöktu athygli mína setn­ingar í loka­skjali alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar flokks­ins, um skóla án aðgrein­ing­ar, aukið „val­frelsi“ og að það ætti að heim­ila skóla sem bjóða ákveðnum barna­hópum sér­hæfða aðstoð og þjón­ustu sem og þeim sem „standa höllum fæt­i“. For­maður flokks­ins nefndi einnig að það væri „um­hugs­un­ar­efni að fjöl­breytni í rekstr­ar­formum í skóla­málum væri mun meira á öðrum Norð­ur­löndum heldur en á Ísland­i.“

Þetta er ekki fyrsta skiptið sem að for­svars­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins viðra hug­myndir um aukna mark­aðsvæð­ingu innan skóla­kerf­is­ins. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, for­maður alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar, mælti fyrir mark­aðsvæð­ingu sem alls­herj­ar­með­ali við krank­leikum mennta­kerf­is­ins í ágúst í fyrra, bæði hvað varðar launa­mál og starfs­um­hverfi kenn­ara og „betri mennt­un“. Skömmu fyrr, eða í júní á síð­asta ári, mælti Hall­dór Hall­dórs­son, odd­viti sjálf­stæð­is­manna í Reykja­vík, með fjölgun einka­rek­inna skóla og auk­inni sam­keppni á skóla­mark­aði. Þessar hug­myndir hafa reyndar fylgt flokknum allt frá þeim dögum að Björn Bjarna­son, mennta­mála­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins, inn­leiddi miklar breyt­ingar á mennta­kerf­inu á síð­ustu árum 20 ald­ar­inn­ar. Í menntaum­bóta­hug­myndum þess tíma var einmitt dregið úr mið­stýr­ingu, val­mögu­leikar auknir fyrir for­ráða­menn og börn og liðkað var fyrir einka­rekstri á skól­um. Þær breyt­ingar sem voru inn­leiddar á tíunda ára­tugnum eiga rætur að rekja til alþjóð­legra hug­mynda um menntaum­bætur sem höfðu þegar haft mikil áhrif í fjölda landa. Bjarni Bene­dikts­son og Hall­dór Hall­dórs­son hafa, fyrir vik­ið, rétt fyrir sér þegar þeir benda til Norð­ur­land­anna og Sví­þjóð­ar, og draga þá ályktun að á Íslandi sé mun minna um einka­rekna skóla en þar.

En það er líka ástæða til að skoða full­yrð­ingar þess­ara þriggja for­sprakka eins mik­il­væg­asta stjórn­mála­flokks Íslands, um það að aukið val­frelsi og einka­rekstur muni leiða til þeirra umbóta sem þeir von­ast til þ.e.a.s. betri náms­ár­ang­urs, auk­innar nýsköp­unar og jafn­vel hærri kenn­ara­launa. Nú vill svo til að það er til urm­ull af rann­sóknum um þessi mál, og reynslan frá Sví­þjóð og öðrum löndum sýnir að það eru litlar líkur á því. Slíkar breyt­ingar eru mun lík­legri til að auka aðskilnað innan skóla­kerf­is­ins hvað varðar náms­ár­ang­ur, jafn­rétti og félags­legan bak­grunn nem­enda.

Auglýsing

Ég get varpað svolitlu ljósi á þetta þar sem ég starfa við rann­sóknir á mennta­málum í Sví­þjóð, fyrrum fyr­ir­mynd­ar­landi um aðgengi­legt skóla­kerfi með jafn­rétti og góðan náms­ár­angur að marki. Sví­þjóð er nú mark­aðsvæddasta mennta­kerfi heims og glímir við afleið­ingar sams­konar menntaum­bóta og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vill inn­leiða. Mið­stýr­ing mennta­kerf­is­ins var minnkuð til muna í Sví­þjóð á níunda og tíunda ára­tugnum og fjár­hags­leg ábyrgð færð yfir á sveit­ar­fé­lög­in. Einnig voru kynnt til sög­unnar lög sem veittu ein­stak­lingnum aukið val­frelsi og ýttu þannig undir sam­keppni milli skóla um fjár­magnið sem nem­endur bera með sér. Þannig var opnað fyrir sjálf­stætt rekna skóla sem fjár­magn­aðir eru með almannafé frá sveit­ar­fé­lög­unum gegnum eins­konar ávísun eða  „voucher“ sem fylgir nem­and­anum til þess skóla sem val­inn er. Rökin sem voru færð fyrir breyt­ing­unum voru að þetta væri skref í rétta átt í frjáls­lyndu lýð­ræð­is­sam­fé­lagi þar sem þeim sem nýttu sér þjón­ust­una fengju meira vald. Að auki myndi það auka fjöl­breytni í skóla­kerf­inu þar sem fleiri væru um hit­una og þyrftu að skapa nýjar hug­myndir og starfs­hætti til að lokka til sín kúnn­ana. Þetta myndi auka gæði skóla­starfs og þekk­ingu nem­end­anna. Sam­keppnin myndi að lokum verða til þess að lélegum skólum yrði lokað og aðeins þeir „góðu“ lifa af. Gagn­rýnendum var bent á að ótti um að mark­aðsvæð­ing myndi leiða til auk­innar mis­skipt­ingar væri raka­laus. Frjálst val um skóla myndi vera verk­færi til að auka jafn­rétti þar sem nem­endur sem væru ann­ars fastir í lélegum skólum í slæmum hverfum myndu geta valið að fara í betri skóla án nokk­urs auka­kostn­aðar (skóla­kerfið sænska er enn nán­ast algjör­lega gjald­frjálst fyrir nem­end­ur).

Staðan í dag er sú að sænska skóla­valið hefur hvorki leitt til neinnar veru­legrar nýsköp­unar í skóla­starfi eða kennslu þó færa megi rök fyrir að nýsköpun í mark­aðs­her­ferðum skól­anna hafi auk­ist til muna. Það eru ýmis merki um að aukin mið­stýr­ing sé að vaxa fram innan þessa ann­ars dreif­stýrða kerf­is, ann­ars vegar því ríkið þarf að þróa umsvifa­ríkt eft­ir­lits­kerfi til að fylgj­ast með gæðum starfs­ins og hins vegar vegna þess að rekstr­ar­að­ilar einka­rek­inna skóla verða færri og stærri og fyrir vikið eru fleiri skólar sem starfa eins, eins­konar McDon­ald­is­er­ing á skóla­kerf­inu gegnum myndun skóla­keðja. Sívax­andi hagn­aður einka­rek­inna skóla, fjár­magn­aður af skattfé ætl­uðu til mennt­unar barna, er einnig þyrnir í augum kjós­enda þótt flestir stjórn­mála­flokkar hér­lendis séu tregir til verka hvað það varð­ar. Fjöldi rann­sókna hefur sýnt fram á að mis­skipt­ing hefur auk­ist mjög á und­an­förnum 20 árum, bæði milli land­svæða, þar sem mis­stór sveit­ar­fé­lög hafi mis­mikið bol­magn til að standa undir skól­un­um, innan borga og bæja, þar sem hverfa­munur er mik­ill hvað varðar félags­legan bak­grunn nem­anda, sem hefur bæði áhrif skóla­starfið og orðstír skól­anna, og náms­ár­ang­ur. Einnig hefur borið á því að einka­reknir skólar neiti nem­endum um skóla­vist ef nem­end­urnir telj­ast geta valdið fjár­hags­legum eða skipu­lags­legum erf­ið­leikum (ss. nem­endur með sér­þarf­ir) og að einka­reknir skólar skapi sér nýja mark­aði með auk­inni aðlögun að sér­stökum mark­hóp­um, t.d. þjóð­ar­bak­grunn, trú­ar­brögð eða þörf fyrir ein­hvers­konar sér­tæk úrræði. Þannig skap­ast mark­aður fyrir eins­konar sér­skóla, sem veldur minni fjöl­breytni nem­enda í skóla­kerf­inu almennt en sér­stak­lega í ein­stökum skólum og minnk­aðra úrræða til að glíma við sér­þarfir þegar úrræðin safn­ast á einka­rekna „sér­skóla“.

Allt þetta stingur sér­stak­lega í stúf við hið gamla stolt sænska mennta­kerf­is­ins, sem áður varð­aði jöfn gæði náms og það að skól­inn væri fyrir öll börn, sama hver bak­grunnur þerra væri eða hverjar þarfir þeirra væru. Hér átti fram­tíð­ar­sam­fé­lagið að mót­ast þar sem fjöl­breyttur nem­enda­hópur lærði að lifa og leika sam­an. Sví­þjóð fær­ist stöðugt fjær þeirri mynd og erfitt er að sjá hvernig þró­un­inni skal snúið við. Einnig má benda á að hrap Sví­þjóðar á alþjóð­legum náms­ár­ang­urs­prófum eins og PISA, helst í hendur við mark­aðsvæð­ingu kerf­is­ins tíma­lega séð, svo ekki var mark­aðsvæð­ingin til neinnar jákvæðrar bylt­ingar hvað náms­ár­angur varð­ar. Nýjasta PISA könn­unin bendir einnig til þess að munur milli barna með inn­flytj­enda­bak­grunn og inn­lendan bak­grunn sé hvergi meiri en í Sví­þjóð. Skóla­valið hefur ýtt undir félags­lega sorter­ingu á nem­end­um, börn efn­aðra, hvítra svía sækja í sífellt meira mæli í ákveðna skóla meðan börn verr staddra for­ráða­manna og börn með erlendan bak­grunn safn­ast í aðra. Einnig hefur verð­bólga hlaupið í ein­kunnir í kjöl­far sam­keppn­innar og kenn­arar hafa meðal ann­ars vakið athygli á þrýst­ingi frá skóla­stjórum og stjórn­endum sem vilja halda ein­kunnum við ásætt­an­leg mörk svo orðstír skól­ans beri ekki hnekki. Ein­kunnir skól­anna eru því ekki alltaf í sam­ræmi við þekk­ingu barn­anna sam­kvæmt sam­ræmdum próf­um. Nýlega kom í ljós að börn úr einka­reknum skólum hefja gjarnan háskóla­nám með hærri ein­kunnir en börn úr skólum reknum af sveit­ar­fé­lögum en gengur verr í téðu háskóla­námi sem ýtir nið­ur­stöður rann­sókna um að ein­kunna­verðbólgan sé stærra vanda­mál í einka­reknu skól­unum þótt hún sé vissu­lega til staðar í sveit­ar­fé­laga­skól­um.  

Þá má einnig nefna að mark­aðsvæð­ingin hefur síst hald­ist í hendur við bætt laun og kjör kenn­ara. Laun sænskra kenn­ara hafa lækkað hlut­falls­lega miðað við sam­bæri­legar stéttir i fjölda ára og það blasir við meiri­háttar kenn­ara­skort­ur. Aukin mið­stýr­ing í formi gæða­mats og sam­ræmdra mæli­kvarða, atriði sem eru nauð­syn í mark­aðsvæddu mennta­kerfi, hefur valdið því að kenn­arar hverfa úr starfi með til­vísun í að starfið þeirra sé í minnk­andi mæli kennslu­starf með börnum og í auknum mæli starf við skrán­ingu og stöðl­un, eitt­hvað sem verður seint talin betrum­bót á starfs­um­hverfi eða hag­kvæm nýt­ing á tíma starfs­manna. Und­an­farið hefur aukin sam­keppni sveit­ar­fé­lag­anna um starfs­fólk og eyrna­merkt fjár­magn frá rík­inu, leitt til ákveð­ins launa­skriðs meðal sumra kenn­ara­hópa en það er fátt sem bendir til þess að það dugi til þess að jafna stöðu þeirra eða auka nýliðun í kenn­ara­stétt­inni að neinu marki. Hins vegar lítur út fyrir að félags­legur bak­grunnur kenn­ara sé einnig orð­inn þáttur í mun­inum milli skóla.

Nú eru þetta bara nokkru dæmi um hvaða áhrif aukin mark­aðsvæð­ing getur haft í einu skóla­kerfi. Sams­konar reynslu má þó sjá ansi víða, t.d. í Banda­ríkj­unum og mörgum löndum í Suð­ur­-Am­er­íku. Það er alveg áreið­an­legt að þær til­lögur sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sendi frá sér, hafa ekki þau áhrif sem lofað er og þær eru mun lík­legri til að auka mis­skipt­ingu í íslensku mennta­kerfi og sam­fé­lagi. Hug­myndin um að skóli án aðgrein­ingar sé „flókin í fram­kvæmd“ og þess vegna beri að fjölga skólum sem séu sér­stíl­aðir á ákveðna nem­enda­hópa eru síst til þess fallnar að auka aðgengi og jafn­rétti og ganga í ofaná­lag í ber­högg við alþjóð­leg sam­komu­lög sem Ísland hefur skrifað undir og fjalla um að skapa skóla sem kemur til móts við marg­breyti­legar þarfir allra ein­stak­linga. Hér færi betur að flokk­ur­inn sem ber ábyrgð á mennta­stefnu Íslands megnið af síð­ast­liðnum ald­ar­fjórð­ungi færði skól­unum úrræði til að takast á við þær áskor­anir sem þeim er ætlað að glíma við.

Það er löngu kom­inn tími til þess að krefja stjórn­mála­menn allra flokka um að benda til rann­sókna og gagna sem þeir telja að renni stoðum undir þær hug­myndir sem þeir viðra, ekki síst hvað varðar mennta­kerfið sem virð­ist fast í eilífum kvölum milli steins og sleggju. Steinn­inn er mynd­lík­ing afskipta­leys­is, fjársveltis og staðn­aðra hug­mynda um mark­mið og hlut­verk mennt­un­ar. Sleggjan er hins vegar hin reglu­bundna og oft hugs­un­ar­lausa umbóta­manía sem grípur stjórn­mála­menn með jöfnu milli­bili og rekur þá til að senda frá sér van­hugs­aðar og oft bein­línis afsann­aðar til­lög­ur. Það er mun lík­legra til fram­fara að skil­greina vanda­málin út frá þeim sem þekkja til starf­sem­innar og starfa í skól­unum og sækja stuðn­ing í rann­sóknir en að leita að úrlausnum í afdank­aðri hug­mynda­fræði.

Ég mæli með því að stjórn­mála­fólk sem leita vill leiða til að færa íslensk mennta­mál í betra horf noti eft­ir­far­andi spurn­ingar til að finna góðar hug­myndir og noti svo rann­sóknir til að kanna gildi þeirra:

a) hvaða vanda­mál benda þau sem starfa innan skól­anna á sem áríð­andi að leysa, og hvaða til­lögur hafa þau að lausnum?

b) hafa úrræði sem stungið er upp á verið prufuð ein­hvers staðar ann­ars stað­ar, og hver voru áhrifin þar?

Höf­undur er lektor í upp­eld­is- og sér­kennslu­fræðum við Upp­sala háskóla og í námskrár- og kennslu­fræðum við Háskól­ann í Mäl­ar­da­len.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar