Um markaðsvæðingu menntunar á Íslandi

Helgi Reyr Auðarson Guðmundsson útskýrir hvers vegna hugmyndir um að markaðsvæða menntun séu ekki til þess fallnar að vera íslensku skólakerfi, íslenskum börnum og íslensku samfélagi til bóta.

Auglýsing

Nú um helg­ina sendi Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn frá sér ályktun þar sem fram kemur sú stefna sem flokk­ur­inn vill beita sér fyrir í íslensku mennta­kerfi (álykt­un­ina má finna hér). Í kjarna þess­arar mennta­stefnu end­ur­spegl­ast hug­mynda­fræði (ný)frjáls­hyggju og ein­stak­lings­hyggju sem flokk­ur­inn starfar eftir ásamt til­lögum um að yfir­færa mark­aðslög­mál yfir á íslenskt skóla­kerfi til þess að auka gæði mennt­unar og skóla­starfs á Íslandi. Með mark­aðsvæð­ingu mennt­unar er ann­ars vegar átt við að menntun sé mótuð eftir kröfum og þörfum við­skipta­lífs og atvinnu­mark­að­ar­ins, og hins vegar að skóla­starf sé líkt meira eftir atvinnu­líf­inu, með því að ýta undir meiri skil­virkni, sjálf­stýr­ingu, ein­stak­lings­á­byrgð, hag­kvæmni, afköst og eins­leitni í námi.

­Út­gangs­punktur minn í þessum stutta pistli er að reyna útskýra hvers vegna þessar hug­myndir um að mark­aðsvæða menntun eru ekki til þess fallnar að vera íslensku skóla­kerfi, íslenskum börnum og íslensku sam­fé­lagi til bóta. Með því meina ég að afleið­ingar þeirra hug­mynda sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn leggur fram um aukna sam­keppni, fjöl­breytt rekstr­ar­form (einka­væð­ing­u), gæða­mat og mæli­kvarða (gjarnan kallað vél­væð­ing mennt­un­ar), stang­ast veru­legu á við þá full­yrð­ingu sem flokk­ur­inn leggur fram, að „Góð menntun er grund­vall­ar­for­senda jafnra tæki­færa og lyk­ill að lífs­gæðum ein­stak­linga...“ (bls. 2). Að færa þá nálgun sem hér er fjallað um á skóla­starf er öllu heldur til þess fallin að ýta undir að ein­stak­lingar njóti frekar ójafnra tæki­færa í sam­fé­lag­inu til þess að öðl­ast frek­ari lífs­gæði. Enn frem­ur, með því að líta á og móta menntun ein­ungis út frá því mark­miði að auka skil­virkni og fram­leiðni á sviðum efna­hags, atvinnu- og við­skipta­lífs, er með tím­anum grafið undan lýð­ræð­inu. Sú full­yrð­ing byggist á því að ef hlut­verk skóla­starfs er ein­göngu til þess að und­ir­búa nem­endur fyrir skil­virka og afkasta­mikla þátt­töku í atvinnu- og við­skipta­lífi, skerð­ist það rými sem ein­stak­lingar fá í gegnum menntun til þess að rækta með sér þá flóknu hæfni sem þarf til að lifa í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi; að móta eigin skoð­an­ir, þjálfa gagn­rýna hugsun og læsi, læra að lifa í marg­breyti­legu sam­fé­lagi, mynda tengsl við aðra, mót­ast sem ein­stak­lingur í hnatt­rænu sam­fé­lagi, og takast á við ólík við­horf, skoð­anir og gildi – svo fátt eitt sé nefnt. Slíkir áfangar trúi ég ekki að náist fram með sam­keppn­is­hug­myndum í mennt­un.

Auglýsing
Hlutverk skóla er merki­legt og áhrifa­mik­ið. Menntun hefur valdið til þess að móta sam­fé­lag, við­horf þeirra sem í því búa, gild­is­mat og skoð­an­ir. Menntun hefur líka valdið til þess að jafna stöðu borg­ara eða skapa stétta­skipt­ingu, allt eftir því hvernig farið er að. Menntun getur líka skapað frelsi og jafnað tæki­færi ein­stak­linga til þess að njóta þeirra gæða sem það sam­fé­lag sem það býr í hefur upp á að bjóða. Hún getur gefið ein­stak­lingum tæki­færi til þess að hafa rödd í sam­fé­lag­inu, sjá í gegnum órétt­læti og móta það sam­fé­lag sem við­kom­andi býr í, óháð kyni, kyn­gervi, kyn­hneigð, húð­lit, upp­runa, félags- og efna­hags­legri stöðu, fötl­un, tungu­máli, trú eða menn­ing­ar­bak­grunn. Ef við höfum þetta í huga, þá stuðlum við að sam­fé­lagi sem að minnsta kosti leit­ast við að vera rétt­látt og sann­gjarnt fyrir alla. Hvort ein­stak­lingur fái að njóta góðrar mennt­unar eða ekki getur í lýðræðis­sam­fé­lagi sem byggir á frelsi, jöfn­uði og mann­rétt­indum ekki verið háð fjár­hags­legri eða félags­legri stöðu. Í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi eiga tæki­færi til góðrar mennt­unar ekki að telj­ast til fríð­inda. Ef sam­fé­lags­gerðin snýst fyrst og fremst um atvinnu og afkomu munu ein­stak­lingar ávalt for­gangs­raða atvinnu fram yfir mennt­un. Þannig verður með tím­anum menntun ein­ungis á færi fárra þeirra sem búa svo vel að standa sterkt fjár­hags­lega og félags­lega á Íslandi. Jafn­framt verður hvat­inn fyrir því að verða sér út menntun ekki til þess að öðl­ast þekk­ingu, skapa víð­sýni, fjöl­breytni og stuðla að því að allir geti notið tæki­færa, heldur til þess að við­halda óbreyttu ástandi. Stjórn­mála­afl sem talar fyrir frelsi, jöfnum tæki­færum og lífs­gæðum þarf að mínu mati að spyrja sig: Hverjir fá að njóta frels­is­ins? Hverjir fá ekki að njóta sama frels­is? Hverjir fá tæki­færi og af hverju fá aðrir ekki sömu tækifæri? Fá allir að njóta sömu lífs­gæða – og ef ekki, hvernig ætlum við að bregð­ast við því?

Höf­undur er meist­ara­nemi í námskrár­fræðum og krítískri kennslu­fræði með áherslu á lýð­ræði og borg­ara­vit­und við Uni­versity of Toronto.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar