Að hafa hugrekki til að nota hyggjuvitið - hugleiðing um húmaníska menntahugsjón

Formaður Siðmenntar skrifar um menntun barna, gagnrýna hugsun og áskoranir framtíðarinnar.

Auglýsing

Umræða um mennta­mál hefur heldur betur farið á flug að und­an­förnu. Fyr­ir­lagn­ing sam­ræmdra prófa, náms­ár­angur nem­enda, mæli­kvarðar um náms­mat, staða kenn­ara og þarfir og kröfur atvinnu­lífs­ins eru á meðal þess sem rætt er um.

Mitt í allri þess­ari umræðu gleym­ist oft að spyrja grund­valla spurn­inga? Spurn­ingar þessar snúa fyrst og fremst að mennsk­unni og hinu góða lífi. Er ekki þegar upp er staðið hið góða líf það sem við öll sækj­umst eft­ir? Hvernig kemur skól­inn til móts við mark­mið um hið góða líf hjá nem­endum sín­um? Hvernig stuðlar spurn­ing um merk­ingu orða­til­tæk­is­ins „að gera glett­ing­ar“ á sam­ræmdu prófi að hinu góða lífi svo dæmi sé tek­ið? Spurn­ingar sem sjaldan heyr­ast eru þess­ar: Hver er eig­in­lega til­gang­ur­inn með þessu öllu sam­an? Hver er í grunn­inn til­gang­ur­inn í skóla­starfi yfir­höf­uð? Hvers vegna þessar spurn­ingar eru mik­il­vægar og hvers vegna þær eru sjaldan ef nokkurn tím­ann spurðar læt ég ykkur les­endur góðir eftir að svara. Með því að leita svara við þeim mætti e.t.v. finna grunn að bættu skóla­starfi.

Hér verður ekki farið út í grein­ingu á þeim vanda sem íslensk mennta­yf­ir­völd standa frammi fyrir heldur í örstuttu máli gerð grein fyrir mennta­hug­sjón sem Sið­mennt hefur haldið uppi í nám­skeiðum sínum með ungu fólki s.l. 30 ár. Þar liggja til grund­vallar pæl­ingar um mik­il­vægi hins góða lífs og ekki er hikað við að spyrja um til­gang alls sem er.

Auglýsing

Á und­an­förnum árum hafa hund­ruð for­eldra barna á fjórt­ánda ári treyst Sið­mennt fyrir hluta af menntun barn­anna sinna. Það hefur gerst með svoköll­uðum ferm­ing­ar­nám­skeið­um, en í síauknum mæli sækja börn þessi nám­skeið vegna nám­skeið­anna sjálfra án þess að ferm­ast. Nám­skeiðin voru upp­haf­lega skipu­lögð meðal ann­ars með það að mark­miði að fást við ýmsa mik­il­væga þætti sem grunn­skól­inn sinnti lítið eða ekk­ert. Vissu­lega hefur nýjasta Aðal­námskrá grunn­skól­anna fitjað upp á ýmsu því sem húman­istar telja mik­il­vægt í menntun barna en aðeins að litlu leyti hefur það kom­ist í fram­kvæmd.

Heim­spek­ing­ur­inn Imman­úel Kant var einn af þeim sem lagði grunn­inn að mennta­hug­sjón húman­ism­ans með áherslum sínum á mik­il­vægi sjálf­stæðrar hugs­unar og rök­ræðu. „…hafðu hug­rekki til að nota þitt eigið hyggju­vit!“ eru orð Kants sem lýsa í hnot­skurn nám­skeiðum Sið­mennt­ar. Mark­mið nám­skeið­anna eru í sam­ræmi við skýrslu World Economic Forum um fram­tíð atvinnu á 21. öld­inni og sagt var frá í Frétta­tím­anum 30. sept­em­ber 2016. Þar voru til­greindir 10 mik­il­væg­ustu hæfi­leikar fram­tíð­ar­innar og af þessum tíu hæfi­leikum er mark­visst unnið með fimm á nám­skeiðum Sið­mennt­ar. Þess­ari hæfi­leikar eru: Gagn­rýnin hugs­un, skap­andi hugs­un, mann­leg sam­skipti, að geta tekið ákvarð­anir og að geta brugð­ist hratt við nýjum aðstæð­um.

Það er sívax­andi krafa í sam­fé­lag­inu um breyt­ingar í þessa átt. Í Frétta­blað­inu nýverið (24. mars s.l.) var fjallað um mennta­mál og fram kom í við­tali við móður og fimmtán ára dóttur hennar að þær myndu vilja sjá nám barn­anna þannig „…að þau fái verk­efni sem ganga út á að leysa áskor­an­ir, verk­efni í eigin sam­fé­lagi eða hug­leið­ingar sem eru heim­speki­legs eðl­is.“

Undir þetta má taka. Hugs­unin sem er lyk­il­þáttur í húmanískri mennta­hug­sjón er of víða í skólum lands­ins van­rækt. Með því að efla hugs­un­ina í sam­fé­lagi með öðrum er lagður grunnur að sjálf­ráða ein­stak­lingum sem verða fær­ari í að takast á við marg­breyti­legar áskor­anir lífs­ins.  Það getur verið þægi­legt að þurfa ekk­ert að hugsa kom fram í máli Kants, en það er háska­legt sér­hverjum ein­stak­lingi og sam­fé­lag­inu öllu.

Verk­efni nútím­ans er því eftir sem áður að efla hug­rekki nem­enda til að nota eigið hyggju­vit í merk­ing­ar­bæru námi.

Höf­undur er kenn­ari og for­maður Sið­menntar

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar