Að hafa hugrekki til að nota hyggjuvitið - hugleiðing um húmaníska menntahugsjón

Formaður Siðmenntar skrifar um menntun barna, gagnrýna hugsun og áskoranir framtíðarinnar.

Auglýsing

Umræða um mennta­mál hefur heldur betur farið á flug að und­an­förnu. Fyr­ir­lagn­ing sam­ræmdra prófa, náms­ár­angur nem­enda, mæli­kvarðar um náms­mat, staða kenn­ara og þarfir og kröfur atvinnu­lífs­ins eru á meðal þess sem rætt er um.

Mitt í allri þess­ari umræðu gleym­ist oft að spyrja grund­valla spurn­inga? Spurn­ingar þessar snúa fyrst og fremst að mennsk­unni og hinu góða lífi. Er ekki þegar upp er staðið hið góða líf það sem við öll sækj­umst eft­ir? Hvernig kemur skól­inn til móts við mark­mið um hið góða líf hjá nem­endum sín­um? Hvernig stuðlar spurn­ing um merk­ingu orða­til­tæk­is­ins „að gera glett­ing­ar“ á sam­ræmdu prófi að hinu góða lífi svo dæmi sé tek­ið? Spurn­ingar sem sjaldan heyr­ast eru þess­ar: Hver er eig­in­lega til­gang­ur­inn með þessu öllu sam­an? Hver er í grunn­inn til­gang­ur­inn í skóla­starfi yfir­höf­uð? Hvers vegna þessar spurn­ingar eru mik­il­vægar og hvers vegna þær eru sjaldan ef nokkurn tím­ann spurðar læt ég ykkur les­endur góðir eftir að svara. Með því að leita svara við þeim mætti e.t.v. finna grunn að bættu skóla­starfi.

Hér verður ekki farið út í grein­ingu á þeim vanda sem íslensk mennta­yf­ir­völd standa frammi fyrir heldur í örstuttu máli gerð grein fyrir mennta­hug­sjón sem Sið­mennt hefur haldið uppi í nám­skeiðum sínum með ungu fólki s.l. 30 ár. Þar liggja til grund­vallar pæl­ingar um mik­il­vægi hins góða lífs og ekki er hikað við að spyrja um til­gang alls sem er.

Auglýsing

Á und­an­förnum árum hafa hund­ruð for­eldra barna á fjórt­ánda ári treyst Sið­mennt fyrir hluta af menntun barn­anna sinna. Það hefur gerst með svoköll­uðum ferm­ing­ar­nám­skeið­um, en í síauknum mæli sækja börn þessi nám­skeið vegna nám­skeið­anna sjálfra án þess að ferm­ast. Nám­skeiðin voru upp­haf­lega skipu­lögð meðal ann­ars með það að mark­miði að fást við ýmsa mik­il­væga þætti sem grunn­skól­inn sinnti lítið eða ekk­ert. Vissu­lega hefur nýjasta Aðal­námskrá grunn­skól­anna fitjað upp á ýmsu því sem húman­istar telja mik­il­vægt í menntun barna en aðeins að litlu leyti hefur það kom­ist í fram­kvæmd.

Heim­spek­ing­ur­inn Imman­úel Kant var einn af þeim sem lagði grunn­inn að mennta­hug­sjón húman­ism­ans með áherslum sínum á mik­il­vægi sjálf­stæðrar hugs­unar og rök­ræðu. „…hafðu hug­rekki til að nota þitt eigið hyggju­vit!“ eru orð Kants sem lýsa í hnot­skurn nám­skeiðum Sið­mennt­ar. Mark­mið nám­skeið­anna eru í sam­ræmi við skýrslu World Economic Forum um fram­tíð atvinnu á 21. öld­inni og sagt var frá í Frétta­tím­anum 30. sept­em­ber 2016. Þar voru til­greindir 10 mik­il­væg­ustu hæfi­leikar fram­tíð­ar­innar og af þessum tíu hæfi­leikum er mark­visst unnið með fimm á nám­skeiðum Sið­mennt­ar. Þess­ari hæfi­leikar eru: Gagn­rýnin hugs­un, skap­andi hugs­un, mann­leg sam­skipti, að geta tekið ákvarð­anir og að geta brugð­ist hratt við nýjum aðstæð­um.

Það er sívax­andi krafa í sam­fé­lag­inu um breyt­ingar í þessa átt. Í Frétta­blað­inu nýverið (24. mars s.l.) var fjallað um mennta­mál og fram kom í við­tali við móður og fimmtán ára dóttur hennar að þær myndu vilja sjá nám barn­anna þannig „…að þau fái verk­efni sem ganga út á að leysa áskor­an­ir, verk­efni í eigin sam­fé­lagi eða hug­leið­ingar sem eru heim­speki­legs eðl­is.“

Undir þetta má taka. Hugs­unin sem er lyk­il­þáttur í húmanískri mennta­hug­sjón er of víða í skólum lands­ins van­rækt. Með því að efla hugs­un­ina í sam­fé­lagi með öðrum er lagður grunnur að sjálf­ráða ein­stak­lingum sem verða fær­ari í að takast á við marg­breyti­legar áskor­anir lífs­ins.  Það getur verið þægi­legt að þurfa ekk­ert að hugsa kom fram í máli Kants, en það er háska­legt sér­hverjum ein­stak­lingi og sam­fé­lag­inu öllu.

Verk­efni nútím­ans er því eftir sem áður að efla hug­rekki nem­enda til að nota eigið hyggju­vit í merk­ing­ar­bæru námi.

Höf­undur er kenn­ari og for­maður Sið­menntar

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar