Um vegatolla og dísilbíla

Geir Guðjónsson, umhverfis- og þróunarhagfræðingur, segir að það þurfi tafarlaust að hækka tolla á nýja innflutta dísilbíla, með það að markmiði að þeir verði nær eingöngu fluttir inn sem vinnutæki.

Auglýsing

Í umræð­unni um vega­tolla hafa þeir verið nefndir sem lausn á nokkrum vanda­mál­um.

  1. Vega­kerfið er van­fjár­magn­að.

  2. Raf­magns­bílum fer fjölg­andi á vegum lands­ins og þeir borga ekki bens­ín­gjald.  

    Auglýsing
  3. Hægt verður að fara í fram­kvæmdir sem ann­ars hefði ekki verið hægt að fara í.

  4. Loks­ins hægt að skatt­leggja ferða­menn sem aka um land­ið.

Vega­tollar geta haft fjöl­þættan til­gang; að afla tekna, draga úr umferð og draga úr meng­un. Í umræð­unni hingað til hefur lítið heyrst varð­andi seinni tvo þætt­ina, en þeim mun meira um þann til­gang að minnka ímyndað for­skot raf­magns­bíls­ins og vera auka tekju­stofn fyrir rík­is­sjóð.

Það er kald­hæðn­is­legt að við skulum eiga alla þessa raf­orku, selja hana svo ódýrt en samt vera algerir eft­ir­bátar þeirra landa sem við miðum okkur við í raf­bíla­væð­ing­unni. Samt er hug­ur­inn kom­inn á þann stað að það þurfi að skatt­leggja raf­magns­bíl­inn til að fjár­magna veg­ina.

Hag­kvæm­asta skatt­heimt­an?

Í umræð­unni hefur hvergi komið fram hversu dýrt það er að inn­heimta vega­tolla. Þegar árs­reikn­ingar Spal­ar, fyr­ir­tæk­is­ins sem rekur Hval­fjarð­ar­göng, eru skoð­aðir gegnum árin sést að nær önnur hver króna sem inn­heimt er hefur farið í sjálfa inn­heimt­una. Hve stórt hlut­fall úr skatt­heimt­unni er ásætt­an­legt að fari í kostn­að­inn við sjálfa skatt­heimt­una? Er ásætt­an­legt að allt kosti a.m.k. tvisvar sinnum meira en það þyrfti að kosta?

Vega­skattar geta nefni­lega verið tví­þættir (e. Dou­ble Dividend) jafn­vel þrí­þætt­ir, ann­ars vegar dregið úr umferð og hins vegar aukið tekjur rík­is­ins og gert því kleift að lækka aðra skatta sem eru meira trufl­andi fyrir hag­kerf­ið. En ef mark­miðið með vega­toll­unum er hvorki að draga úr umferð né minnka meng­un, heldur ein­ungis til að vera nýr skattur þá þarf að skoða það þannig.

Þess má geta að um ára­mótin átti að falla út und­an­þága bíla­leiga frá tollum á inn­fluttum bif­reiðum en ákveðið var að fram­lengja hana. Í stað þess að ná inn skatt­tekjum á ein­faldan hátt á að fara að elt­ast við pen­ing­ana með gjald­skýlum í stað þess að nota fyr­ir­liggj­andi kerfi.

Hver er að slíta veg­unum svona mik­ið?

Vega­slit fer eftir öxul­þunga í fjórða veldi. Það þýðir að tveggja tonna bíll slítur veg­unum eins og sextán eins tonns bíl­ar. Rút­urnar sem eru að kæna um Árnes­sýsl­una eru því stærstu not­end­urn­ir, en samt ákveður sam­göngu­ráð­herra að halda áfram að und­an­skilja þær inn­flutn­ings­toll­um.

Skatt­kerfið end­ur­speglar engan veg­inn þessa stað­reynd og vega­tollar taka ekk­ert til­lit til þess hvað þungur bíll spænir upp miklu mal­biki miðað við lít­inn, nettan bíl.

Að drukkna í dísil

Ef við skoðum bif­reiða­tölur frá Sam­göngu­stofu á fólks­bílum sjáum við frekar ugg­væn­lega þró­un. Hlut­fall nýskráðra bíla sem ganga fyrir dísil er komið upp í 47%. Hægt og bít­andi er bíla­flot­inn í heild að nálg­ast þessa tölu. Við sjáum á línu­rit­inu hvernig hlut­fall fólks­bíla sem ganga fyrir dísilolíu eykst ár frá ári. Ef ekki dregur úr nýskrán­ingum á dísil­bílum verður það fljót­lega orðið þannig á Íslandi að annar hver bíll gengur fyrir dísil.

Hvað veld­ur?

Fólk velur með vesk­inu. Í dag eru dísil­bílar ódýr­ari í rekstri því þú kemst lengra á lítr­an­um. Það sést líka í bif­reiða­tölum að þeir sem eiga dísil­bíl keyra að jafn­aði um 30% meira en eig­endur bíla sem ganga fyrir bens­íni.

Hvað er til ráða?

Það þarf taf­ar­laust að hækka tolla á nýja inn­flutta dísil­bíla, með það að mark­miði að þeir verði nær ein­göngu fluttir inn sem vinnu­tæki. Að auki end­ur­speglar verð á dísilolíu ekki þá mengun sem hún veld­ur.

Skattar eiga að hvetja fólk til að skipta yfir í umhverf­is­vænni ferða­máta, þá á ekki bara að nota til að skatt­leggja meng­andi iðn­að­inn heldur einnig til að nið­ur­greiða og greiða fyrir umhverf­is­vænni ferða­máta. Það er því með öllu rangt að ætla sér að ná í ein­hverjar krónur með því að búa til sér­stakt inn­heimtu­kerfi með til­svar­andi kostn­aði þegar ekk­ert mál er að nota fyr­ir­liggj­andi kerfi til að ná við­un­andi ástandi.

Ef ekk­ert verður gert strax er fram­tíðin ansi ryk­mett­uð.

Höf­undur er umhverf­is- og þró­unar hag­fræð­ing­ur.

Heimild Samgöngustofa.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar