Barnasálfræðingur segir börn verða fyrir varanlegum skaða missi þau samband við foreldri sitt

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar um tálmun og ofbeldi gagnvart börnum.

Auglýsing

Und­ir­rituð rakst á gamla grein barna­sál­fræð­ings í Dan­mörku sem lýsir áhyggjum sínum vegna barna sem beitt eru tálmun af hendi ann­ars for­eldr­is.

Hér á landi er þetta við­var­andi vandi og virð­ast fáir ráða­menn vilja upp­ræta vand­ann. Pynt­ing er bönnuð á Íslandi en þó leyfð undir tálm­un­ar­menn­ing­unni. Að halda barni frá for­eldri sínu er pynt­ing á sál­ar­lífi þess sem hefur var­an­lega skaða á and­lega heilsu.

Hér er stiklað á stóru úr grein sem birt­ist í Ekstra­bla­det í Dan­mörku en rætt er við barna­sál­fræð­ing­inn Bibi Wegler um stöðu barns  eftir skilnað sem er beitt tálm­un.

Auglýsing

Það er sorg­legt að barn þurfi að upp­lifa að klippt sé á sam­band þess við annað for­eldri eftir skiln­að.

Barn, sem eftir skilnað eða er fast í deildum for­eldra- eða í versta til­felli fær ekki að hitta annað for­eldrið, getur orðið fyrir var­an­legum skaða af miss­in­um.

Þetta segir sál­fræð­ing­ur­inn og tals­maður barna Bibi Wegler í tengslum við  út­send­ingar TV2 um heim­ild­ar­mynd­ina ,,Með börn að vopn­i.” Í mynd­inni segja for­eldrar frá hvernig þeir misstu sam­band við barn sitt gegn sínum vilja.

Í fyrsta lagi taka mörg börn á sig sök­ina fyrir skiln­aði for­eldra sinna sem er mikil sorg fyrir barn. Ef barn kemst á sama tíma í þá klemmu að sýna öðru for­eldr­inu holl­ustu, þar sem það á að velja á milli for­eldra, getur barnið til lengri tíma litið orðið fyrir var­an­legum and­legum skaða, segir Bibi Wegler.

Hún segir börnin geta fengið alvar­lega bresti í hæfi­leika sínum til tengl­sa­mynd­anna í fram­tíð­inni og munu eiga í erf­ið­leikum með að mynda sam­bönd þegar þau verða full­orð­in.

Þetta teng­ist mik­illi pressu á barn til að mynda jafn­vægi við for­eldra sem eru í stríði hvort við ann­að. Til­finn­ingin og upp­lifunin getur fylgt barni alla ævi.

Það vantar eitt­hvað

Bibi Wegler á erfitt með að trúa að þetta séu aðstæður sem barnið vel­ur, þ.e.a.s. að barn allt í einu seg­ist ekki vilja hitta annað for­eldrið sitt.

Barn sem í flestum til­fellum hefur að öllu eða ein­hverju leyti alist upp með báðum for­eldrum sínum er þeirra beggja. Þegar svo annað for­eldrið hverfur allt í einu þýðir það að barnið verður hlé­dræg­ara segir hún og heldur áfram: Það má vel vera að að barn af ein­hverjum ástæðum segi að það vilji ekki hitta annað for­eldri sitt sem það að öllu jöfnu hefur ekki sam­band við. En það getur verið að barn segi það bara til að þókn­ast for­eldr­inu sem það býr hjá til að gera það ekki leitt eða reitt, því það upp­lifir nei­kvæð við­brögð þegar hitt for­eldrið er nefnt. Þetta er skelfi­leg klemma fyrir barn. Barn hefur nefni­lega góða til­finn­ingu fyrir því sem ger­ist í kringum það.

Bibi Wegler útskýrir að sökn­uður eftir for­eldr­inu sem klippt var í burtu getur gefið barn mikla erf­ið­leika hvort sem er um er að ræða skamm- eða lang­tíma áhrif.

Alveg saman hvað þá finnur barn til sökn­uðar ef mamma eða pabbi hverfa úr lífi þess. Það að auki getur for­eldrið sem er út úr mynd­inni orðið að ímyndun sem fyllir hvers­dags­leik­ann. Barn þarf nefni­lega að ímynda sér hvað hefur gerst úr því mamma eða pabbi eru horfin út úr lífi þess.

Inn­grip mun fyrr

Barna­sál­fræð­ing­ur­inn aug­lýsir eftir að skjót­ari við­brögðum og inn­gripi til að hjálpa þessum fjöl­skyld­um, sem standa í skiln­aði, þannig að börn lendi ekki undir í bar­átt­unni.

Þetta er krísu­á­stand sem þarf að með­höndla sem slíkt. Það hjálpar ekki að bíða í marga mán­uði eftir að yfir­völd ákveði hvernig sam­veran eigi að vera. Á þeim tíma getur deila milli for­eldra myndað svo djúpa gjá að erfitt er að snúa aftur að æski­legum sam­skipt­um, segir hún.

Bibi Wegler vinnur sem full­trúi barna, í Norð­ursjá­lenska rétt­in­um, og kemur að þar sem fjöl­skyldur í vanda eiga í hlut.

Getur maður annað er verið sam­mála henni? Danir virð­ast jafn skammt á veg komnir og Íslend­ingar þegar kemur að tálm­un­um.

Stjórn­mála­menn verða að stíga fram og hjálpa þessum börn­um, þau geta það ekki sjálf og það for­eldri sem það fær ekki að hitta barn sitt virð­ist í enn verri stöðu. Umboðs­maður barna virð­ist lítið gera til að vekja athygli á þessum vanda.

Barna­sál­fræð­ingar eru fáir hér á landi en lítið heyr­ist frá þeim vegna vanda tálm­un­ar­barna. Almennir sál­fræð­ingar virð­ast heldur ekki bera hag barn­anna fyrir brjósti nema ein­staka þeirra.

Nú þegar með­höndlar kerfið börn sem glíma við vanda­mál vegna tálm­unar og þegar fram í sækir og börnin fara í grunn- og fram­halds­skóla eru afleið­ingar tálm­unar við­var­andi. Er ekki lag að grípa fyrr inn í málin og koma í veg fyrir lang­tíma afleið­ingar tálm­un­ar. Tökum á mál­inu í upp­hafi, látum for­eldri ekki kom­ast upp með tálm­um. Barnið tekur skaða af því!

Af hverju er þjóðin svona afskipta­laus þegar kemur að þessum hópi barna, mér er spurn. Ein­hver stjórn­mála­maður sem getur svarað því? Þið hafið lögin í ykkar hönd­um, ætlið þið ekki að sinna rétti þess­ara barna? Þing­menn sem lof­uðu að sinna starfi sínu börnum til heilla, hvar eru þið nú?

Greinin er að hluta til byggð á skrifum úr Ekstra bla­det.

Höf­undur er grunn­skóla­kenn­ari, móðir og amma.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar