Barnasálfræðingur segir börn verða fyrir varanlegum skaða missi þau samband við foreldri sitt

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar um tálmun og ofbeldi gagnvart börnum.

Auglýsing

Undirrituð rakst á gamla grein barnasálfræðings í Danmörku sem lýsir áhyggjum sínum vegna barna sem beitt eru tálmun af hendi annars foreldris.

Hér á landi er þetta viðvarandi vandi og virðast fáir ráðamenn vilja uppræta vandann. Pynting er bönnuð á Íslandi en þó leyfð undir tálmunarmenningunni. Að halda barni frá foreldri sínu er pynting á sálarlífi þess sem hefur varanlega skaða á andlega heilsu.

Hér er stiklað á stóru úr grein sem birtist í Ekstrabladet í Danmörku en rætt er við barnasálfræðinginn Bibi Wegler um stöðu barns  eftir skilnað sem er beitt tálmun.

Auglýsing

Það er sorglegt að barn þurfi að upplifa að klippt sé á samband þess við annað foreldri eftir skilnað.

Barn, sem eftir skilnað eða er fast í deildum foreldra- eða í versta tilfelli fær ekki að hitta annað foreldrið, getur orðið fyrir varanlegum skaða af missinum.

Þetta segir sálfræðingurinn og talsmaður barna Bibi Wegler í tengslum við  útsendingar TV2 um heimildarmyndina ,,Með börn að vopni.” Í myndinni segja foreldrar frá hvernig þeir misstu samband við barn sitt gegn sínum vilja.

Í fyrsta lagi taka mörg börn á sig sökina fyrir skilnaði foreldra sinna sem er mikil sorg fyrir barn. Ef barn kemst á sama tíma í þá klemmu að sýna öðru foreldrinu hollustu, þar sem það á að velja á milli foreldra, getur barnið til lengri tíma litið orðið fyrir varanlegum andlegum skaða, segir Bibi Wegler.

Hún segir börnin geta fengið alvarlega bresti í hæfileika sínum til tenglsamyndanna í framtíðinni og munu eiga í erfiðleikum með að mynda sambönd þegar þau verða fullorðin.

Þetta tengist mikilli pressu á barn til að mynda jafnvægi við foreldra sem eru í stríði hvort við annað. Tilfinningin og upplifunin getur fylgt barni alla ævi.

Það vantar eitthvað

Bibi Wegler á erfitt með að trúa að þetta séu aðstæður sem barnið velur, þ.e.a.s. að barn allt í einu segist ekki vilja hitta annað foreldrið sitt.

Barn sem í flestum tilfellum hefur að öllu eða einhverju leyti alist upp með báðum foreldrum sínum er þeirra beggja. Þegar svo annað foreldrið hverfur allt í einu þýðir það að barnið verður hlédrægara segir hún og heldur áfram: Það má vel vera að að barn af einhverjum ástæðum segi að það vilji ekki hitta annað foreldri sitt sem það að öllu jöfnu hefur ekki samband við. En það getur verið að barn segi það bara til að þóknast foreldrinu sem það býr hjá til að gera það ekki leitt eða reitt, því það upplifir neikvæð viðbrögð þegar hitt foreldrið er nefnt. Þetta er skelfileg klemma fyrir barn. Barn hefur nefnilega góða tilfinningu fyrir því sem gerist í kringum það.

Bibi Wegler útskýrir að söknuður eftir foreldrinu sem klippt var í burtu getur gefið barn mikla erfiðleika hvort sem er um er að ræða skamm- eða langtíma áhrif.

Alveg saman hvað þá finnur barn til söknuðar ef mamma eða pabbi hverfa úr lífi þess. Það að auki getur foreldrið sem er út úr myndinni orðið að ímyndun sem fyllir hversdagsleikann. Barn þarf nefnilega að ímynda sér hvað hefur gerst úr því mamma eða pabbi eru horfin út úr lífi þess.

Inngrip mun fyrr

Barnasálfræðingurinn auglýsir eftir að skjótari viðbrögðum og inngripi til að hjálpa þessum fjölskyldum, sem standa í skilnaði, þannig að börn lendi ekki undir í baráttunni.

Þetta er krísuástand sem þarf að meðhöndla sem slíkt. Það hjálpar ekki að bíða í marga mánuði eftir að yfirvöld ákveði hvernig samveran eigi að vera. Á þeim tíma getur deila milli foreldra myndað svo djúpa gjá að erfitt er að snúa aftur að æskilegum samskiptum, segir hún.

Bibi Wegler vinnur sem fulltrúi barna, í Norðursjálenska réttinum, og kemur að þar sem fjölskyldur í vanda eiga í hlut.

Getur maður annað er verið sammála henni? Danir virðast jafn skammt á veg komnir og Íslendingar þegar kemur að tálmunum.

Stjórnmálamenn verða að stíga fram og hjálpa þessum börnum, þau geta það ekki sjálf og það foreldri sem það fær ekki að hitta barn sitt virðist í enn verri stöðu. Umboðsmaður barna virðist lítið gera til að vekja athygli á þessum vanda.

Barnasálfræðingar eru fáir hér á landi en lítið heyrist frá þeim vegna vanda tálmunarbarna. Almennir sálfræðingar virðast heldur ekki bera hag barnanna fyrir brjósti nema einstaka þeirra.

Nú þegar meðhöndlar kerfið börn sem glíma við vandamál vegna tálmunar og þegar fram í sækir og börnin fara í grunn- og framhaldsskóla eru afleiðingar tálmunar viðvarandi. Er ekki lag að grípa fyrr inn í málin og koma í veg fyrir langtíma afleiðingar tálmunar. Tökum á málinu í upphafi, látum foreldri ekki komast upp með tálmum. Barnið tekur skaða af því!

Af hverju er þjóðin svona afskiptalaus þegar kemur að þessum hópi barna, mér er spurn. Einhver stjórnmálamaður sem getur svarað því? Þið hafið lögin í ykkar höndum, ætlið þið ekki að sinna rétti þessara barna? Þingmenn sem lofuðu að sinna starfi sínu börnum til heilla, hvar eru þið nú?

Greinin er að hluta til byggð á skrifum úr Ekstra bladet.

Höfundur er grunnskólakennari, móðir og amma.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki veirð meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Hafa áhyggjur af þróun á fasteignamarkaði
Þróunin á húsnæðismarkaði var meðal þess sem var rætt á síðasta fundi fjármálastöðugleikanefndar en meirihluti nefndarmanna taldi hana benda til vaxandi ójafnvægis.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar