Um hvað ætti skólamálaumræðan að snúast?

Magnús Þorkelsson skólameistari segir samfélagssáttmála þurfa að vera um um tilgang og markmið skólastarfs.

Auglýsing

Und­an­farnar vikur hefur mikið verið fjallað um skóla­mál. Stjórn­mála­flokkar hafa ályktað, umfjöllun verið áber­andi um kenn­ara­mennt­un, starfs­menntun og fleira mætti telja. Yfir­vof­andi kenn­arskortur grunn­skóla, löngu þekktur kenn­ara­skortur leik­skóla og fleira hafa kallað á lausnir til að fá fleiri í kenn­ara­nám. Spurt hefur verið hvers vegna við erum ekki að ná árangri í að heilla ungt fólk í verk­nám, en sú bar­átta hefur staðið í lið­lega hálfa öld. Þá takast menn á um mis­mun­andi rekstr­ar­form skóla. For­maður FG, Ólafur Lofts­son, hefur bent á að það séu þús­undir ein­stak­linga sem eru með rétt­indi en starfa ekki við kennslu.

Getur verið að við séum ekki að horfa á málið úr réttri átt? Að það sé ekki nem­endum að kenna að ekki fáist fleiri í verk­nám? Að það séu ekki ein­göngu fjár­munir sem heilla fólk inn í kennslu­stof­urnar til að vinna með ungu fólki og börn­um?

Þegar rætt er um skóla­mál hér á landi þá snýst umræðan ákaf­lega mikið um rekstur skóla­stofn­ana og skóla­stiga. Þannig eru launa­mál þeirra sem hjá skól­unum starfa afskap­lega ofar­lega í umræð­unni. Hvernig væri að ræða sífellt marg­brotn­ari aðstæður í skóla­stof­unni, flókn­ara agaum­hverfi og skort á sam­stöðu milli skól­anna og sam­fé­lags­ins?

Auglýsing

Það virð­ist vera þægi­leg lausn í umræð­unni að horfa á skóla­kerfið og velta vöngum yfir rekstraformum og launa­kjör­um. Eiga skólar að vera einka­rekn­ir, reknir af sveit­ar­fé­lögum eða ríki? Eiga fram­halds­skólar að vera bekkj­ar­kerf­is­skólar eða áfanga­skól­ar? Hvernig eflum við starfs­nám, hversu mikla fjár­muni þarf til þess?

Þjóð­kjörnir full­trúar fara oft mik­inn um Pisa könn­un­ina, fjár­muni sem skólar soga til sín og kannski ekki síst um það hvernig skóla gengur að halda sig innan ramma fjár­laga. Sam­tök kenn­ara ræða vita­skuld aðal­lega launa­mál og ráðu­neyti mennta­mála læðir út námskrám með alls­konar frá­bærum til­lögum sem það fylgir illa eft­ir.

Umræðan um til­gang skóla­starfs, mark­mið skóla­starfs og inn­tak þess er frekar lítið áber­andi ef satt skal segja.

Skóla­kerf­ið, frá leik­skóla til fram­halds­skóla hefur til­gang sem lýst er í annarri laga­grein allra laga­bálkanna um þessi skóla­stig. Þar eru talin upp atriði sem skól­inn á að sinna og segir m.a. í ofan­greindum lögum að hlut­verk skóla sé: „að stuðla að alhliða þroska allra nem­enda og virkri þátt­töku þeirra í lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi með því að bjóða hverjum nem­anda nám við hæfi.“ Þá eru talin upp atriði sem skól­inn skal leit­ast við að sinna en þau eru t.d. að „efla sið­ferð­is­vit­und, ábyrgð­ar­kennd, víð­sýni, frum­kvæði, sjálfs­traust og umburð­ar­lyndi nem­enda, þjálfa þá í öguðum og sjálf­stæðum vinnu­brögð­um, jafn­rétti og gagn­rýn­inni hugs­un“ svo nokkuð sé nefnt.

Þessi laga­grein og inn­tak hennar er afar sjaldan til umræðu, innan skól­anna, úti í sam­fé­lag­inu eða af hálfu lög­gjafans. Það kann því að vera rétt að spyrja sig hvort það þurfi að leita nýrra leiða til að efla í raun þá þætti sem menn segj­ast vilja efla.

Tökum starfs­nám­ið. Það er búið að tala um að efla það svo árum skiptir en með litlum árangri. Kannski þarf að skoða nýjar leið­ir. Ill­ugi Gunn­ars­son, fyrrum mennta­mála­ráð­herra benti á það ítrekað að það væri ekki við hæfi að neita ung­mennum um verk­nám vegna þess að þau væru ekki með samn­ing við meist­ara, eins og kraf­ist er í sumum grein­um. Þarna er eitt. Annað er að verð­andi nýnemar heyra orðið á göt­unni um með­al­aldur nem­enda í verk­námi sem er sagður vera lið­lega 20 ár, sem mun hafa fælandi áhrif á börn og for­eldra. Kannski þarf að skoða þennan flöt? Heil­brigð­is­greinar eiga undir högg að sækja m.a. vegna umræð­unnar um heil­brigð­is­kerf­ið. Það virð­ist ekki spenn­andi vett­vangur rétt sem stend­ur.

Annað sem hefur án efa mikil áhrif á umræð­una um fram­halds­skóla er sú umfjöllun sem fer af stað um það hver sé vin­sæl­asti skól­inn. Þetta ger­ist í lok mars, byrjun apríl á hverju ári og byggir á for­inn­ritun 10. bekk­inga í fram­halds­skóla. Val nem­enda í for­inn­ritun byggir á vænt­ingum þeirra til eigin náms­ár­ang­urs sem eru ekki endilga raun­hæf­ar.

Fjöl­miðlar fjalla ekki um þennan vin­sælasta skóla út frá starfi hans, inn­taki hans og öðrum góðum hlutum sem þar fara fram. Hann er ann­ál­aður fyrir félags­líf og þykir und­ir­búa nem­endur sína vel undir frekara nám svo fátt eitt sé nefnt. Um þetta er ekki fjall­að.

Sama gildir um aðra skóla. Metn­að­ar­fullir kórar og leik­verk, grósku­mikið félags­líf, skóla­stefnur s.s. Heilsu­efl­andi fram­halds­skóli, afreks­svið, starfs­brautir fyrir nem­endur með þroska­frá­vik, þjón­usta vegna alls­konar náms­erf­ið­leika, sál­fræði­þjón­usta, jafn­rétt­isum­ræða og kynja­fræði, sam­starf lista­skóla og bók­náms­skóla, inn­leið­ing og beit­ing núvit­undar á öllum skóla­stig­um. Allt er þetta og margt fleira í gangi en vekur ekki áhuga fjöl­miðla.

Birt­ist starf fram­halds­skól­anna í fjöl­miðl­um? Jú, útskrift­ir, sér­lega á vor­in, fá nokkra umfjöll­un, sér­lega þegar um stúd­enta er að ræða. Við sjáum sömu skól­ana í Gettu betur í sjón­varpi ár eftir ár en sú keppni end­ur­speglar ekki skóla­starf. Það verður fróð­legt að sjá hvaða áhrif það hefur að nýir sig­ur­veg­arar hafa birst und­an­farin ár.

Hvað kenn­ara­skort­inn varðar þá væri kannski rétt að fá fram umræðu um til­gang og mark­mið skóla­starfs. Að setja upp eins­konar sam­fé­lags­sátt­mála um þessi atriði, tryggja það að skól­arnir geti staðið undir þeim nið­ur­stöðum og koma á friði í þessu stór­feng­lega kerfi þannig að stjórn­end­ur, kenn­arar og aðrir starfs­menn viti stöðu sína, viti að hverju þeir ganga, viti hvers sé vænst og viti að þeir njóti trausts. Eins og staðan er í dag þá líður skóla­fólki oft eins og það sé við störf í fúa­mýri og hafi ekki fast land að standa á.

Launa­mál, kerf­is­mál, rekstr­ar­mál og Pisa hafa tröll­riðið umræðum um skóla­starf í ára­tugi og á sama tíma hafa ýmis flókin verk­efni marg­fald­ast og marka­línur orðið óljós­ari.

Hví skyldum við vilja verða efst í Pisa? Höfum við áhuga, sem sam­fé­lag, að breyta því sem breyta þarf til að það sé hægt? Viljum við utan­bók­ar­lær­dóm eins og Singa­pore leggur áherslu á? Viljum við greiða laun eins og Finnar gera? Viljum við verk­lag eins og kraf­ist er í Ont­ario? Þetta er órætt með öllu.

Í raun og veru geta menn rif­ist um Pisa eins og þeir vilja, kerfi skóla­starfs og fjár­mál mega fara í sama far­veg. Á meðan menn eru að bera sig saman við önnur lönd að sumu leyti en sleppa lyk­il­at­riðum í þeim sam­an­burði þá komumst við næsta lítið áfram. Þannig má nefna til dæmis að í flestum nágranna­löndum okkar fá nem­endur í fram­halds­skólum náms­styrki auk þess sem náms­gögn eru ókeypis eða því sem næst.

Að mínu viti er það mik­il­vægt að stofna til sam­fé­lags­legrar umræðu sem þarf að snú­ast um inn­tak og til­gang skóla­starfs. Umræðan ætti að hafa þann til­gang að leiða fram hvað þarf til að ná þeim til­gangi sem sam­mæli verður um og byggja upp það inn­tak sem þar kæmi fram.

Inn í þá umræðu er rétt að draga nem­endur og starfs­fólk skól­anna og spyrja hvar þörfin sé brýn­ust. Þá mætti hafa með ráðu­neyt­is­fólk, þing­menn, skóla­stjórn­endur og for­eldra. Það gæti einmitt orðið fróð­legt að hafa nem­endur efst á list­an­um.

Skóla­starf er ekki kostn­að­ur. Skóla­starf er fjár­fest­ing til fram­tíð­ar. Við þurfum að hafa þol­in­mæði til að fjár­festa til lengri tíma. Skyndi­legar breyt­ing­ar, skamm­tíma­sjón­ar­mið og end­ur­tekin átök um sömu málin þjóna ein­göngu því að skaða skóla­starf­ið. Það hvaða form það tek­ur, bekkir, áfang­ar, ára­fjöldi o.s.frv. eru síðan þeir val­kostir sem skól­arnir velja úr þegar stefnan liggur fyr­ir.

Það skiptir engu máli eftir hvaða kerfi skóli starfar. Það eru verk­lag­ið, hug­mynda­fræð­in, lausn­ar­miðað starf og upp­byggi­legur hugs­ana­gangur sem skipta mun meira máli. Jákvæður og kær­leiks­ríkur skóla­bragur vega þyngra en nokk­urt kerfi.

Ég full­yrði að á meðan órói er á kenn­ara­stofum í skólum lands­ins, vegna launa­kjara, óljósra vinnu­krafna og sífellt flókn­ara starfs­um­hverfis þá verður erfitt að heilla fólk í kenn­ara­nám. Ég full­yrði einnig að það verði að breyta umgjörð starfs­náms áður en menn sjái breyt­ing­ar. Og loks er ég næsta sann­færður um það að ef not­aðir eru rangir mæli­kvarðar á skóla­starf, þá fáum við aldrei not­hæfar nið­ur­stöð­ur.

Pen­ingar og kerfi eru ekki það sem mótar skóla­starf. Það er sam­fé­lagið sem gerir það. Með því sýnir það þann metnað sem í því býr gagn­vart börn­unum sín­um, þeim sem taka við land­inu og eiga að stjórna því síð­ar.

Viljum við ekki und­ir­búa þau svo vel að þau geti tekið við og kannski bætt fyrir það sem illa fór hjá þeim sem á undan fóru? Gera eins­konar sam­fé­lags­sátt­mála. Þegar hann liggur fyrir getum við farið að ræða fjár­mál, kerfi og við­líka. Ekki fyrr.

Höf­undur er skóla­meist­ari Flens­borg­ar­skóla

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar