Börn í limbó - #Brúumbilið

Bergþór Smári Pálmason Sighvats, frambjóðandi Framsóknarflokksins í Reykjavík, skrifar um unga foreldra og þá erfiðleika sem margir þeirra glíma við.

Auglýsing

Að eign­ast barn er sann­kölluð lífs­ins gjöf. Fyrir marga for­eldra er það þá fyrst sem lífið öðl­ast til­gang. For­eldrar fá það hlut­verk að ala upp lít­inn ein­stak­ling og gera sitt besta til að einn dag­inn verði hann ham­ingju­samur og sjálf­stæður ein­stak­ling­ur. Ham­ingja okkar for­eldra felst í þeirri veg­ferð að sjá barnið sitt vaxa og dafna. En á sama tíma veldur koma barns­ins mörgum for­eldrum gríð­ar­legum áhyggj­um. Mán­að­ar­tekjur rýrna um leið og útgjöld aukast. For­eldrar þurfa skyndi­lega að lifa með þá stað­reynd að annað for­eldrið eigi á hættu að missa vinn­una ein­fald­lega vegna þess að mik­ill skortur er á úræðum fyrir for­eldra, frá fæð­ing­ar­or­lofi að næstu dag­vistun og jafn­vel fram að grunn­skóla.

Staða for­eldra eftir fæð­ing­ar­or­lof hefur verið mikið í umræð­unni upp á síðkast­ið. Staðan veldur því að áhyggju- og örvænt­ing­ar­fullir for­eldrar ungra barna skortir úrræði til að brúa bilið milli fæð­ing­ar­or­lofs og dag­vist­un­ar. Raunin er sú að bilið er orðin að gjá og brúin sem er nú til staðar nær ekki yfir gjánna sem sífellt breikk­ar. Fleiri og fleiri börn sitja hrein­lega á biðlistum til að kom­ast á biðlist­ann hjá dag­for­eldri. Mörg þeirra eru svo lengi á biðlistum að þau vaxa upp úr þeim til þess eins að kom­ast á nýjan biðlista hjá leik­skól­an­um. Þetta er að sjálf­sögðu óásætt­an­legt ástand og alveg hreint ótrú­legt að þessu hafi verið leift að ger­ast.

Að loknu fæð­ing­ar­or­lofi lenda börnin okkar í nokk­urs­konar félags­legu lim­bói. Leik­skólar eru eina dag­vist­un­ar­úr­ræðið á vegum sveit­ar­fé­lag­anna. Það er verk­efni hvers og eins sveit­ar­fé­lags að ákveða þann aldur sem stuðn­ingur við for­eldra hefst. Ekki er kveðið á um það í lögum við hvaða aldur börn eigi rétt á dag­vist­un­ar­úr­ræði. Dag­for­eldra­kerfið byggir á fram­boði einka­að­ila og sveit­ar­fé­lögum ber ekki skylda til að nið­ur­greiða kostnað vegna þjón­ustu dag­for­eldra né að tryggja fram­boð þeirra. Það eru þó ein­hverjir dag­for­eldrar sem starfa í Reykja­vík en langt frá því nægj­an­lega margir til að anna eft­ir­spurn. Algengt mán­að­ar­gjald dag­for­eldra er um 60 til 90 þús­und fyrir fulla vist­un.

Auglýsing

Vanda­málið sem þessi gjá skapar leiðir af sér annað vanda­mál. Núver­andi skipan dag­vist­un­ar­mála gerir það nær ómögu­legt fyrir báða for­eldra að vera á vinnu­mark­aði að loknu fæð­ing­ar­or­lofi. For­eldrar verða því að gera það upp við sig hvort þeirra verður heima með barnið að loknu fæð­ing­ar­or­lofi og hvort þeirra fer út á vinnu­mark­að­inn. Í flestum til­fellum er það fað­ir­inn sem fer út á vinnu­mark­að­inn og móð­irin er heima. Þó svo að margir feður taki þá ákvörðun að vilja vera heima á meðan móð­irin fer að vinna þá er stað­reynd sú að atvinnu­mögu­leikar karl­manna eru jafnan betri og launin að með­al­tali hærri. Svo spilar oft inn í það að konur eru oft enn þá með barnið á brjósti. Þetta skapar gíf­ur­legt ójafn­vægi á vinnu­mark­aðnum þar sem konum er liggur við haldið utan mark­aðs­ins fyrir það eitt að vera mæð­ur. Feður fá á sama tíma minni tíma á þessum mik­il­vægu upp­vaxtar árum með börn­unum sínum. Því margir þeirra verða að taka á sig tvö­falda vinnu til að brúa þá tekju­skerð­ingu sem orsakast því að vera eina fyr­ir­vinn­an. Fjölda­mörg dæmi eru um að feður halda til vinnu á svip­uðum tíma og barnið fer á fætur og koma heim á svip­uðum tíma og barnið fer að sofa. For­eldrið sem fer á vinnu­mark­að­inn fær þar af leið­andi mikið minni tíma með barn­inu sínu og allt álagið á heim­il­inu lendir á hinu for­eldr­inu. Úr getur orðið víta­hringur þar sem for­eldrar hafa ekki tíma fyrir hvort annað sem hefur svo áhrif á sam­band þeirra. Þetta getur leitt til sam­bands­slita og þar með geta fjöl­skyldur sundr­ast. Sam­kvæmt rann­sóknum eru sam­bands­slit mun lík­legri á fyrstu árum barns­ins en öðr­um. Nýlega hefur verið fjallað um það að á síð­ustu árum hafa skiln­aðir verið að fær­ast í auk­in. For­eldrar ættu að geta verið lausir við kvíð­ann og óviss­una um hvernig þeir ætla að „brúa bil­ið“ að fæð­ing­ar­or­lofi loknu þar sem það að ala upp korna­barn er alveg nógu krefj­andi þó hitt bæt­ist ekki við.

Það verður að taka á þessu gríð­ar­lega vanda­máli. Það verður að brúa allt bilið milli fæð­ing­ar­or­lofs og grunn­skóla. Dag­vistun verður að vera raun­hæfur og aðgengi­legur kostur þar sem biðlistar eru gagn­sæir svo hægt sé að veita þeim eft­ir­fylgni og gæta þess að ekk­ert barn falli milli skips og bryggju. Það verður að fara yfir kerfið frá grunni og þeir for­eldrar sem fá ekki dag­vistun ættu að fá heim­greiðsl­ur. Þar fara nið­ur­greiðslur dag­for­eldra til for­eldr­anna sem fá ekki dag­vist­un­ar­úr­ræði. Þá verður að koma á ung­barna­deildum á öllum leik­skólum en það verður auð­vitað ekki hægt fyrr en það er búið að bæta úr mann­eklu leik­skól­anna, bæta starfs­að­stöðu starfs­fólks­ins og sinna nauð­syn­legu við­haldi skól­anna. Það verður að stækka og fjölga leik­skól­um. Það þarf og verður að setja meira fjár­magn í leik­skól­ana, svo ein­falt er það. Við erum ekki að fara að leysa mann­eklu skól­ana með heldri borg­urum eða öðrum plástrum heldur verðum við að hækka laun leik­skóla­kenn­ara og virða menntun þeirra til fjár.

Það verður að þjón­usta betur for­eldra í Reykja­vík og það verður að bjóða fjöl­skyldum uppá raun­hæfa þjón­ustu.

Setjum börnin í for­gang með því að hlúa að und­ir­stöðum þeirra og vel­ferð. Gerum Reykja­vík að fjöl­skyldu­vænni borg. #Brú­umbilið!

Höf­undur skipar 6. sæti á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins fyrir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar