Kynleg lög um menn

Jón Steindór Valdimarsson segir að það megi vel halda því fram að notkun orðsins maður í hegningarlögum og víða annars staðar í lögum og eldri textum hafi fyrst og fremst átt við karla eingöngu. Konur hafi einfaldlega hliðsettar og aukaatriði.

Auglýsing

Alþingi breytti skil­grein­ingu nauðg­unar í hegn­ing­ar­lögum á fundi sínum þann 23. mars sl. Þar með er engum vafa und­ir­orpið að sá sem hefur sam­ræði eða önnur kyn­ferð­is­mök við aðra án þess að fyrir liggi sam­þykki er sekur um nauðg­un. Skila­boðin frá lög­gjaf­anum eru afar skýr og til þess fallin að hafa for­varn­ar­gildi auk þess sem laga­á­kvæðið sjálft er öllum auð­skil­ið.

Skil­grein­ing nauðg­unar

Til glöggv­unar er rétt að rifja upp gamla nauðg­un­ar­á­kvæðið í 194. grein. Það var svohljóð­andi:

„Hver sem hefur sam­ræði eða önnur kyn­ferð­is­mök við mann með því að beita ofbeldi, hót­unum eða ann­ars konar ólög­mætri nauð­ung ger­ist sekur um nauðgun og skal sæta fang­elsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipt­ing sjálf­ræðis með inni­lok­un, lyfjum eða öðrum sam­bæri­legum hætti.

Auglýsing

Það telst einnig nauðgun og varðar sömu refs­ingu og mælt er fyrir um í 1. mgr. að not­færa sér geð­sjúk­dóm eða aðra and­lega fötlun manns til þess að hafa við hann sam­ræði eða önnur kyn­ferð­is­mök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verkn­að­inum eða skilið þýð­ingu hans.“

Í gamla ákvæð­inu er verkn­að­ar­lýs­ing í for­grunni, þ.e. ofbeldi, hót­anir eða ann­ars konar ólög­mæt nauð­ung. Eftir breyt­ing­una er sam­þykkið komið í aðal­hlut­verkið hljóðar ákvæðið þá svo [let­ur­breyt­ingar eru höf­und­ar]:

„Hver sem hefur sam­ræði eða önnur kyn­ferð­is­mök við mann án sam­þykkis hans ger­ist sekur um nauðgun og skal sæta fang­elsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Sam­þykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Sam­þykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hót­unum eða ann­ars konar ólög­mætri nauð­ung. Til ofbeldis telst svipt­ing sjálf­ræðis með inni­lok­un, lyfjum eða öðrum sam­bæri­legum hætti.

Það telst einnig nauðgun og varðar sömu refs­ingu og mælt er fyrir um í 1. mgr. að beita blekk­ingum eða not­færa sér villu við­kom­andi um aðstæður eða að not­færa sér geð­sjúk­dóm eða aðra and­lega fötlun manns til þess að hafa við hann sam­ræði eða önnur kyn­ferð­is­mök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verkn­að­inum eða skilið þýð­ingu hans.

Jákvæð við­brögð, en hver er þessi mað­ur?

Það vakti athygli mína að margar konur sem lýstu ánægju sinni með skýrt ákvæði um sam­þykki voru að sama skapi óánægðar með orða­lag ákvæð­is­ins. Það tal­aði ekki til allra vegna þess að þar væri talað um menn sem í huga margra þýddi bara karl­menn.

„Hver sem hefur sam­ræði eða önnur kyn­ferð­is­mök við mann án sam­þykkis hans ger­ist sekur um nauðgun ...“

Orða­notkun ákvæð­is­ins virð­ist ekki tala skýrt til kvenna. Gildir þá einu þó færð séu fram þau rök að konur séu líka menn. Rétt er að benda á að notkun orðs­ins maður við skil­grein­ingu nauðg­unar er óbreytt frá því sem var fyrir þessa breyt­ingu ákvæð­is­ins í síð­asta mán­uði.

Orðið maður er teg­und­ar­heiti og tekur því til allra kynja, ungra og gam­alla af þeirri teg­und. Orðið maður er líka sér­heiti yfir karl af teg­und­inni mað­ur. Oft­ast þegar talað er um menn eða mann segir mál­vit­und flestra að verið sé að vísa til karl­manna eða karl­manns. Fæstum dettur í hug að vísað sé til kvenna eða bland­aðs hóps karla og kvenna þegar sagt er: Menn­irnir komust allir í mark. Eng­inn myndi segja um hóp kvenna að þar væru saman komnir margir menn.

Er þá ástæða til þess að huga að orða­lagi laga með það fyrir augum að gæta þess að þau falli betur að almennri mál­vit­und um kyn og orða­notk­un? Er heppi­legt að nota orðið maður þegar það hefur tví­þætta merk­ingu en í almennu tali vísar það nær ein­göngu til karla?

Eigi skal refsa manni ...

Athuga­semdir kvenn­anna við orða­lag nauðg­un­ar­á­kvæð­is­ins kveiktu hjá mér áhuga á að skoða hegn­ing­ar­lögin með til­liti til orða­notk­unar þegar vísað er til þess fólks sem fremur brot og verður fyrir brot­um. Það fer ekki á milli mála að hegn­ing­ar­lögin nota orðið maður yfir­leitt sem teg­und­ar­heiti sem er ætlað að taka til allra óháð kyni.

Til dæmis hefst fyrsta grein hegn­ing­ar­lag­anna svo:

„Eigi skal refsa manni, nema hann hafi gerst sekur um hátt­semi, sem refs­ing er lögð við í lög­um, eða má öld­ungis jafna til hegð­un­ar, sem þar er afbrot tal­in.“

Engum lög­fræð­ingi, lög­manni eða dóm­ara bland­ast hugur um að hér sé vísað til allra, óháð kyni, og einnig í þau 262 skipti sem ein­hver beyg­ing­ar­mynd orðs­ins maður kemur fyrir í þeim rúm­lega 260 greinum sem hegn­ing­ar­lögin hafa að geyma. Hið sama gildir um per­sónu­for­nafnið hann í þau 271 skipti sem það kemur fyr­ir.

Orðið maður er þó ekki alltaf notað sem teg­und­ar­heiti í hegn­ing­ar­lög­un­um. Dæmi um það er 188. grein sem fjallar um sif­skap­ar­brot, en þar segir í 3. mgr.:

„Ókvæntur maður eða ógift kona, sem gengur að eiga gifta konu eða kvæntan mann, skal sæta fang­elsi allt að 1 ári.“

Hér er orðið maður notað um karl og fer það varla á milli mála í því sam­hengi sem það kemur fyr­ir. Í 25. grein er talað um eig­in­mann og eig­in­konu og í 223. grein er talað um kven­mann svo nokkur dæmi séu tek­in. Í 70. grein er talað um verknað sem bein­ist að karli, konu eða barni. Ekki er aug­ljóst af hverju er ekki talað um verknað sem bein­ist að manni eða barni. Það væri í betra sam­ræmi við notkun orðs­ins maður ann­ars staðar í lög­un­um.

Þetta gæti verið fyr­ir­sögn í blaði: „Mað­ur­inn sem framdi brotið var dæmdur til þungrar refs­ingar og hefur hann þegar hafið afplán­un." Það má full­yrða að ekki myndi hvarfla að nokkrum les­anda að um konu gæti verið að ræða, allir myndu telja að sá sem braut af sér væri karl. Sam­kvæmt orð­færi hegn­ing­ar­lag­anna gæti þessi maður hins vegar verið hvers kyns sem væri. Hér er því aug­ljóst ósam­ræmi milli orð­færis laga og almennrar mál­vit­und­ar.

Spurn­ingin er þá sú hvort þetta skipti ein­hverju máli ef lögin eru í reynd hlut­laus jafn­vel þó þau stang­ist á við almenna mál­vit­und og notkun orðs­ins maður í dag­legu tali og rit­máli.

Lögin eiga að vera skýr og hlut­laus

Hefðir og venjur eru sterk­ar. Það á á líka við í laga­máli. Skýr­ing og túlkun laga og dómar sem á þeim byggja eru þess eðlis að mik­il­vægt er að sam­fella sé í notkun og túlkun orða og hug­taka. Að sama skapi er mik­il­vægt að lögin séu skýr og skilj­an­leg þeim sem þau lesa.

Það má vel halda því fram að notkun orðs­ins maður í hegn­ing­ar­lögum og víða ann­ars staðar í lögum og eldri textum hafi fyrst og fremst átt við karla ein­göngu. Konur voru ein­fald­lega hlið­settar og auka­at­riði, oftar en ekki rétt­lausar þegar grunnur var lagður að þeim textum þar sem orðið maður er not­að. Gildir það jafnt um ver­ald­lega sem trú­ar­lega texta.

Það er full ástæða til þess að taka þessi mál til alvar­legrar skoð­un­ar. Vel má hugsa sér að byrja á almennum hegn­ing­ar­lögum og fara yfir þau frá upp­hafi til enda með kynja­gler­aug­um.

Eftir slíka skoðun gæti upp­haf hegn­ing­ar­lag­anna ef til vill hljóðað svo:

„Eigi skal refsa fólki, nema það hafi gerst sekt um hátt­semi, sem refs­ing er lögð við í lög­um, eða má öld­ungis jafna til hegð­un­ar, sem þar er afbrot tal­in.“

Með sama hætti mætti hugsa sér að skil­grein­ing nauðg­unar í 194. grein hljóð­aði svo:

„Hver sem hefur sam­ræði eða önnur kyn­ferð­is­mök við mann­eskju án sam­þykkis hennar ger­ist sekur um nauðgun og skal sæta fang­elsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Sam­þykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Sam­þykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hót­unum eða ann­ars konar ólög­mætri nauð­ung. Til ofbeldis telst svipt­ing sjálf­ræðis með inni­lok­un, lyfjum eða öðrum sam­bæri­legum hætti.

Það telst einnig nauðgun og varðar sömu refs­ingu og mælt er fyrir um í 1. mgr. að beita blekk­ingum eða not­færa sér villu við­kom­andi um aðstæður eða að not­færa sér geð­sjúk­dóm eða aðra and­lega fötlun mann­eskju til þess að hafa við hana sam­ræði eða önnur kyn­ferð­is­mök, eða þannig er ástatt um hana að öðru leyti að hún getur ekki spornað við verkn­að­inum eða skilið þýð­ingu hans.“

Væri ekki til bóta að færa tungu­tak lag­anna nær fólk­inu og þar með fólkið nær lög­un­um?

Við viljum að við séum öll jöfn fyrir lög­um. Mann­rétt­indi og önnur rétt­indi sem við setjum með lögum taki til okkar allra og tali til okkar allra. Við viljum að lögin séu fyrir okkur og um okk­ur.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar