Plastöldin verði önnur

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, skrifar um plast, umhverfisáhrif þess og aðgerðir til að sporna við notkun þess.

Auglýsing

Ein­kenn­is­hlutur nýhaf­innar aldar er plast­flaska. Í höndum skóla­fólks, á vinnu­stöð­um, í metra­löngum hillum versl­ana, á skyndi­bita­stöð­um, í höndum ferð­manna í skoð­un­ar­ferðum og þannig mætti lengi telja. Í Bret­landi nemur fram­leiðslan minnst einum millj­arði flaskna á ári. Hér hjá okkur nær fjöld­inn millj­ónum en ólíkt Bret­landi náum við að senda mun meira af þeim til end­ur­vinnslu en Bret­ar.

I. Óþarft er að fara með frek­ari tölur um þá mörgu millj­arða tonna af plasti sem hafa verið graf­in, lent í tjá og tundri í jarð­vegi og hafnað út í sjó. Leik­föng, fatn­að­ur, hús­gögn, plast­pok­ar... alls konar vörur í það óend­an­lega. Jafn hand­hæg og plast­efnin eru, valda þau miklum vand­ræðum með tím­an­um, þvert ofan í þá trú á fram­farir sem blind­aði mann­fólkið með þeim hætti að einnota og margnota plast­hlutum var hent eins og ekk­ert væri. Mjög víða ger­ist það enn, m.a. í flestum þró­un­ar­lönd­um, þar sem drykkj­ar­vatn er ýmist af skornum skammti eða mest af því ekki talið not­hæft nema tappað á flöskur í verk­smiðj­um. Í gömlum og nýjum iðn­ríkjum er sala á drykkjum í plast­flöskum stór­iðn­að­ur. Mest allar umbúðir utan um mat­vöru í versl­unum og t.d. fatnað eru úr plasti. Á opnum mörk­uðum er plast­pok­inn regla en aðrar umbúðir und­an­tekn­ing.

II. Söfnun til end­ur­vinnslu drykkja­vöruplasts spannar frá fáeinum pró­sent­um, t.d í sumum Evr­óp­ur­ríkj­um, upp í 70-90% á Norð­ur­lönd­um. Þá er ótalin önnur end­ur­vinnsla plasts, t.d. vöru­um­búða og plast­poka. Í fjöl­menn­ustu ríkjum heims, t.d. Kína, þar sem mikil end­ur­vinnsla aðfeng­ins plasts frá öðrum löndum fer fram, er inn­lend söfnun og end­ur­vinnsla plasts enn á lágu stigi. Raunar er öll end­ur­vinnsla efna, sem mun skipta sköpum um fram­tíð manna, því miður á lágu stigi, sé horft á ver­öld­ina. Ekki má heldur gleyma því að meg­in­efni í plast koma úr jarð­ol­íu.

Auglýsing

III. Nú hafa margir, einkum séfræð­ingar til að byrja með, vaknað upp við vondan draum. Plast­hlutir og plast­agnir eru orðnar alvar­leg mengun í umhverfi okk­ar.

Plast leys­ist illa eða ekki upp og við­bót­ar­efni í plasti, m.a. lit­ar­efn­in, eru sum hver óholl líf­verum, loks­ins þegar þau smit­ast út í nátt­úr­una. Megin mengun plasts næstu ára­tugi eða aldir stafar þó af beinu nið­ur­broti þess í stóra og smáa hluta, þeirra á meðal örsmáar agn­ir. Smæstu plast­bút­arn­ir, örplast­ið, lenda í vefjum plantna og smærri dýra. Örplast og stærri plast­hlutar geta náð inn í inn­yfli og vefi fugla, fiska, skrið­dýra, spen­dýra og að lokum manna, efst í fæðu­keðj­unni. Vera má að aðskota­hlutir úr plasti leys­ist upp að ein­hverju leyti í melt­ing­ar­færum en mikið af plasti, einkum örögn­un­um, gerir það ekki en getur engu að síður valdið líf­verum skaða.

IV. Tölu­verðar rann­sóknir á við­bót­ar­efnum í plasti hafa farið fram, svo sem lit­ar­efnum og mýk­ing­ar­efn­um. Við hitun eða vegna vökva og ann­arra efna í snert­ingu við plast­um­búðir geta efnin losnað eða hvarfast og haft áhrif á líf­ver­ur. Þetta á t.d. við svokölluð bis­fen­ól-efni sem notuð eru til að mýkja sumar gerðir umbúða. Grunur leikur á þau hafi áhrif á horm­óna­starf­semi manna og önnur auka­efni geta ýtt undir krabba­meins­mynd­un. Tek skýrt fram að leita þarf til rann­sókn­ar­að­ila og setja sig inn í umræður sér­fræð­inga til þess að kynn­ast þessum þætti. Hér er minnst á efna­fæði­lega áhættu vegna plast­notk­unar svo hún ekki gleym­ist í umræð­unni.

V. Hér á landi hefur fallið til og fellur enn gríð­ar­mikið af plasti miðað við íbúa­fjölda. Und­an­farin hafur hefur söfnun og end­ur­vinnsla þess auk­ist ár frá ári, einkum með til­komu skila­gjalds á flöskum og flokk­un­ar­gáma í þétt­býli og dreif­býli. Miklu er samt farg­að, m.a. með urðun heim­ilssorps, og með því að leyfa plast­efnum að hverfa út í umhverf­ið. Nægir að benda á plast á ströndum og víða­vangi í bæjum og sveitum lands­ins. Hver sá sem gengur um hverfi Reykja­víkur hlýtur að taka eftir plast­rusl­inu sem sum­ar­starfs­fólk við hreinsun og plogg­arar hafa nóg með að hirða - svo ég minn­ist á minn heima­bæ. Ég full­yrði að almenn­ingur skuldi sjálfum sér mun meiri hirðu­semi, séð í heild, en raun ber vitni.

VI. Mörg verk­efni snúa að plast­á­þján­inni, sem ég hika ekki við að kalla plast­vá. Sam­tímis árétta ég að skyn­sam­leg notkun plasts og full end­ur­vinnsla er hluti nútíma­sam­fé­lags. Meðal ann­ars þarf breytt neyslu­mynstur til þess að minnka plast­notk­un. Það snýr að því að nota umbúðir og poka úr efnum fengnum með sjálf­bærum nytjum í jurta­rík­inu (pla­stí­gildi úr tréni, papp­ír, pappa ofl). Það snýr að því að versl­anir leggi áherslu á ferskvöru og lausa­sölu mat­vöru eftir vigt (þar sem það á við) og minnki sóun. Það snýr að skila­gjaldi á plast­hlutum og senni­lega þrepa­skiptu banni við almennri notkun plast­poka undir margs konar vörur og í inn­kaup­um. Þegar kemur að fram­leiðslu hluta úr plasti, eld­hús­á­halda, leik­fanga og ótal ann­arra vara verður að höfða jafnt til fram­leið­enda sem kaup­enda um að hafa vist­væna stefnu í heiðri. Margt verður búið til úr plast­efnum eftir sem áður og þá gildir að end­ur­vinnsla bjargi sem mestu.

VII. Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar til næstu tæp­lega fjög­urra ára stend­ur: Ráð­ist verður í lang­tíma­á­tak gegn einnota plasti með sér­stakri áherslu á fyr­ir­byggj­andi aðgerðir og hreinsun plasts úr umhverfi lands og stranda.“ Þau skref verður að und­ir­búa vand­lega og vinna og kosta í sam­vinnu við marga aðila. Í sept­em­ber 2016 var gert sam­komu­lag milli Umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins og Sam­taka versl­unar og þjón­ustu um að draga mark­visst úr notkun plast­burð­ar­poka fram til árs­loka 2019. Sýn­ist sem svo að það hafi ein­hvern árangur borið en betur má ef duga skal. Þings­á­lykt­un­ar­til­laga þess efnis að leita leiða til að banna notk­un­ina liggur fyrir þing­inu og á hún eftir að fá hefð­bundna umfjöll­un. Sam­vinnu þarf líka til á milli ríkja við norð­an­vert Atl­ants­haf til að snú­ast gegn plast­mengun í hafi. Það varðar fljót­andi plast­hluti í sjó, strand­hreinsun og plast á botni grunn­sævis en líka rann­sókn­ir, svo sem á örplasti í sjáv­ar­líf­ver­um. Um það fjallar til að mynda þings­á­lyktun sem Vest­nor­ræna ráðið lagði fyrir þing land­anna þriggja og verður vænt­an­lega sam­þykkt þar. Einnig má minna á ályktun Norð­ur­landa­ráðs um að banna örplast í snyrti­vör­um. Margar alþjóða­á­lykt­anir um plast­mengun eru til­. Allt ber að sama brunni þótt hægt gangi: Plast sem efni í ótal hluti hefur bæði jákvæðar og nei­kvæðar hlið­ar. Nú gildir að upp­ræta sem mest af nei­kvæðum áhrifum plasts á umhverf­ið, við fram­leiðslu þess, notk­un, förgun og end­ur­vinnslu. Það er þverpóli­tískt verk­efni og sam­eig­in­legt okkur öll­um.

Höf­undur er þing­maður VG.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar