Að fæða barn

Saga Garðarsdóttir, leikkona og grínisti, lýsir upplifun sinni af barnsfæðingu, hugmyndum sem hún hafði fyrir fæðinguna og einnig kemur hún með ráð fyrir verðandi mæður og feður.

Auglýsing

Að fæða barn er rugl­að. Að því leyti að höfuð þess er of stórt og mjaðmir kvenna of mjó­ar. Fæð­ing barna fyrir ca. fjórum millj­ónum ára; þegar við vorum ekki enn farin að ganga upp­rétt með þeim afleið­ingum að mjaðmir okkar minnk­uðu og höfuð okkar var enn til­tölu­lega lítið því við þurftum ekki að skilja pípu­lagnir eða til­finn­ingar okkar til hlítar þá var þetta nokkuð rök­rétt leið til að fjölga sér. Núna er það bil­un.

Kannski væri sniðugra að við konur verptum eggjum okkar á valda staði til dæmis í skúffur þar sem svo menn kæmu til að frjógva þau og svo myndum við sinna þeim þar ekki ósvipað og margir fiskar gera. Reyndar finnst mér fiskar til fyr­ir­myndar í mörgu en það er efni í aðra pistla.

Ég fæddi barn fyrir mán­uði síðan og ekk­ert hefði getað und­ir­búið mig undir hversu erfitt það er.

Auglýsing

Þegar maður gengur með barn fær maður oft að heyra að fæð­ingar geti verið alls­konar og best sé að anda sig í gegnum þær með svo­kall­aðri haf­öndun og sækja jóga­tíma hjá Auði til að æfa sig að vera afslapp­aðar í þessum ýktu aðstæð­um.

Við ykkur óléttu konur vil ég segja: Fæð­ingar eru alls kon­ar. Ef þú getur andað þig í gegnum hana með haf­öndun – flott. En mögu­lega verður þú að sætta þig við að baula og rymja og gefa frá þér fleiri leið­in­legri hljóð. Við getum sagt sem svo að ef haf­öndun er Syk­ur­mol­arnir þá eru hljóðin sem flestar gefa frá sér Einar Örn.

Ég hafði vissu­lega heyrt mis­góðar fæð­ing­ar­sögur á með­göng­unni og ein­hverjar konur höfðu sagt mér að þetta væri hellað dæmi. Ég kink­aði alltaf kolli og virt­ist skiln­ings­rík en hugs­aði með mér: já já, fæð­ing er kannski erfið fyrir svona venju­lega snakk­poka­konu eins og þig sem hefur aldrei fengið tíu í leik­fimi í MR eða drukkið tvo lítra af vatni á tveimur mín­útum án þess að gubba. En ég mun hins­vegar fara létt með þetta.

Ó mikil var heimska mín og hroki.

Allar háræð­arnar í and­lit­inu á mér sprungu. Ég hélt tvisvar að ég myndi örmagn­ast. Ég hef ekki tölu á því hversu oft mig grun­aði að ég væri að kúka á mig og mér leið bara alveg fárán­lega illa.*

Það sem kom mér mest á óvart er að það eru til konur sem hafa fætt barn oftar en einu sinni. Þær konur eru bil­að­ar. Því þær vita í hvað þær eru að fara. Hvað er að ykk­ur? Þetta er ekki retor­ísk spurn­ing. Endi­lega hendið í opið bréf – ef þið hafið eitt­hvað til ykkar máls, rugl­haus­arnir ykk­ar!

Hélt ekki.

Mér finnst ég verði að segja hér hvað það er mik­il­vægt að ljós­mæður fái mann­sæm­andi laun. Ljós­mæður verða að fá mann­sæm­andi laun. Það er bara svo aug­ljóst að það er erfitt að skrifa um það án þess að líða eins og aula að útskýra skað­semi reyk­inga. Við hljótum bara öll að vera sam­mála.

Allar kon­urnar sem sáu um okkur voru frá­bær­ar. Meira en það. Ljós­mæður þurfa að vera svo djúp­klár­ar. Bæði í öllum þeim lækn­is­fræði­legu aðstæðum sem þær fara í gegnum en líka í sam­skipt­um. Ljós­mæður leiða ekki bara fólk í gegnum rosa­leg­ustu stundir lífs þeirra þar sem það er undir mestu álagi og mjög við­kvæmt. ** Þær fara líka heim til kvenna þar sem þær liggja með frosin dömu­bindi og aumar geir­vörtur uppí rúmi, þær setj­ast á rúmbrík­ina hjá okkur poll­ró­leg­ar, skiln­ings­ríkar og dæma okkur ekki fyrir harð­fisks­mylsnurnar sem eru í lak­inu. Ég er þeim enda­laust þakk­lát. Sér­stak­lega henni Fríðu sem kenndi mér að klippa netanær­buxur frá spít­al­anum og klæð­ast þeim eins og toppi. Mjög þægi­legt.

Myndin var tekin fjórum dögum eftir fæðingu.

Alla­vega, ef ykkur býðst að skrá ykkur á stuðn­ings­lista fyrir ljós­mæður eða fara í göngur þeim til stuðn­ings – ger­iði það. Þið vitið aldrei hvenær þið barnið ein­hvern eða verðið barn­aðar og þá er gott að það sé fólk sem er ánægt í vinn­unni sem mun sauma saman á ykkur klof­ið.

Ég læt hér fylgja með mynd af mér sem er tekin fjórum dögum eftir fæð­ing­una. Dag­inn eftir hana leit ég út eins og ein­hver hefði sleppt gagn­stétt­ar­hellu úr tveggja metra hæð á and­litið á mér. Þess má geta að ég er í netanær­buxum bæði að neðan og að ofan á mynd­inni. En það sést að sjálf­sögðu ekki.

Einnig er hér stuttur listi ef ein­hver er við það að fæða barn:

  • Biddu um að fá neta­buxur með þér heim af fæð­ing­ar­deild­inni. Það er hægt að nota þær sem topp sem andar vel ef þú klippir gat í klof­ið. Heldur brjóstapúðum vel og þér líður eins og ódýrri útgáfu af Mel C í hon­um.
  • Biddu líka um að fá svona stór dömu­bindi.
  • Það er mjög nota­legt að bleyta dömu­bindi og setja í frysti og setja svo í nær­bux­urnar þegar þú ert enn mjög bólgin og aum.
  • Þér líður kannski eins og píkan á þér sé í hakki. Not­aðu spegil og kíktu á hana. Hún lítur þús­und sinnum betur út en þú held­ur. Þetta er bara svona eins og að fá fót­bolta af alefli í and­lit­ið. Þér líður eins og pönnu­köku en svo ertu bara með mjög eðli­legt and­lit með útstæðu nefi og allt.
  • Mendela brjósta­gelið sem þú límir á geir­vört­urnar til að hvíla þær er æði.
  • Mundu eftir sokka­buxum fyrir nýfætt barn þegar þú ferð á fæð­ing­ar­deild­ina.
  • Taktu líka með þér teppi fyrir barn­ið.
  • Segðu maka þínum eða þeim sem verður með þér að gefa þér vatn reglu­lega í fæð­ing­unni en ekki spyrja þig hvort þú viljir vatn. Ég var alla­vega ekki í stuði til að gera upp hug minn. Ég vildi bara ann­að­hvort fá vatn eða ekki.
  • Barnið þitt fæð­ist rang­eygt. Það er eðli­legt.
  • Ef þú færð mænu­deyf­ingu þá bið ég að heilsa svæf­inga­lækn­in­um.

Man ekki meira í bili.

*Nei, ég fékk ekki mænu­deyf­ingu. Mér skilst að hún sé snilld. Málið er að ég var á blóð­þynn­ingu þannig að það var ekki mælt með því auk þess sem að lækn­ir­inn sem sér um deyf­ing­una er fyrr­ver­andi kær­asti minn. Ynd­is­legur mað­ur, sem hefur linað þján­ingar margra kvenna en ekki sá sem mig lang­aði að hitta þarna sveitt og alls­ber og eiga í kurt­eisi­hjali við. Senni­lega gagn­kvæmt. Gaman væri ef land­lækn­is­emb­ættið myndi rann­saka hversu margir Íslend­ingar þjást af óþörfu því þeir kunna ekki við að leita sér lækn­is­að­stoðar af ótta við að fyrr­ver­andi elsk­hugar taki á móti þeim.

**Ég vil nýta tæki­færið hér og biðja lækna­nem­ann sem ég var frekar tussu­leg við afsök­un­ar. Mér til afsök­unar þá var ég að missa mikið blóð og í frekar lélegu jarð­sam­bandi. Ég vona að þú hafir ekki látið mig draga úr þér og haldir áfram námi og veljir að verða fæð­ing­ar­læknir eða ljós­móð­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit