Allt sem þú vildir vita um fjármálaáætlunina (eða sumt)…

Þingmaður Vinstri grænna reynir að svara spurningum sem vaknað hafa upp um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.

Auglýsing

Fátt dregur betur fram það versta í íslenskri póli­tík en fram­lagn­ing stórra og viða­mik­illa áætl­ana eins og fjár­mála­á­ætl­unar fyrir næstu fimm ár. Vegna þess hve flókin og viða­mikil áætl­unin er, þá getum við stjórn­mála­menn valið sjón­ar­horn eftir hent­ug­leika, farið fram með hálf­sann­leik, tekið úr sam­hengi, jafn­vel farið rangt með; allt til að þjónka okkar mál­stað sem best.

Við stjórn­ar­liðar boðum þannig stór­sóknir á alla kanta á meðan stjórn­ar­and­stað­an… tja, hún segir ýmis­legt. Sam­fylk­ingin segir stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins hold­ger­ast í áætl­un­inni, sem er skemmti­leg and­staða orða eins for­ystu­manna Við­reisnar sem hefur sagt rík­is­stjórn­ina vera sós­íal­íska vegna stefnu henn­ar. Við­reisn segir hana draum­sýn þar sem hún byggi á óraun­hæfum hag­spám, þó fjár­mála­á­ætlun þess flokks hafi reyndar treyst á áfram­hald­andi hag­vaxt­ar­skeið og meira að segja gert ráð fyrir þaki á rík­is­út­gjöld sem hefði þýtt sam­drátt þeirra ef hag­spár gengju ekki eft­ir. Píratar segja þetta vera nákvæm­lega sömu fjár­mála­á­ætlun og lögð var fram í fyrra, sem rímar frekar illa við gagn­rýni Við­reisnar sem stóð einmitt að þeirri áætl­un. Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins gagn­rýna svo ýmsa þætti úr áætl­un­inni þar sem þeim finnst ekki nóg að gert. Eðli­lega, það er aldrei nóg að gert á öllum svið­um.

Frekar en að bæta í túlk­un­ar­kór­inn, þar sem ég mæri og dásama okkar áætl­un, langar mig að reyna að svara nokkrum spurn­ingum sem ég hef rek­ist á und­an­farna daga. Les­endur verða þó að muna að ég er stjórn­ar­liði og besta leiðin til að mynda sér skoðun er að lesa fjár­mála­á­ætl­un­ina sjálfa, frekar en að treysta okkur stjórn­mála­mönn­um.

Auglýsing

Fyrst þó þetta:

Fyrir tvennar síð­ustu kosn­ingar töl­uðu Vinstri græn fyrir því að til þess að svara kalli almenn­ings um sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu þyrfti að auka árleg rík­is­út­gjöld um allt að 50 millj­arða á kjör­tíma­bil­inu. Að tryggja betri heil­brigð­is­þjón­ustu, betra vel­ferð­ar­kerfi, mennta­kerfi, vaxta­gjöld og líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar, og upp­bygg­ingu inn­viða. Fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur að við­bættum fjár­lögum 2018 gerir ráð fyrir að árleg útgjöld muni aukast að raun­virði, og fyrir utan mögu­legar launa- og verð­lags­breyt­ing­ar, um 132 millj­arða til árs­ins 2023 miðað við fjár­lög 2017. Þar af verða árleg útgjöld heil­brigð­is­mála aukin um nærri 60 millj­arða króna, en þau hækk­uðu um tæpa 17 millj­arða í fjár­lögum í des­em­ber og aukn­ingin í fjár­mála­á­ætlun er 40 millj­arðar til við­bót­ar. Um þessi auknu útgjöld er ekki hægt að deila, en fólk getur vissu­lega talið að ekki sé þörf á þeim.

Til að gæta allrar sann­girni, þá er rétt að taka það fram að mik­ill hluti aukn­ing­ar­innar er vegna nýfram­kvæmda.

Miðað við 2017 munu árleg útgjöld vegna vel­ferð­ar­mála aukast um 40 millj­arða, en þau hækk­uðu um 12 millj­arða í fjár­lögum 2018 og munu hækka um 28 til við­bótar sam­kvæmt fjár­mála­á­ætl­un.

Þá í spurt og svar­að. Tekið skal fram að þetta eru aðeins örfáar af þeim spurn­ingum sem fólk hefur spurt, en það gefst tími til frek­ari svara síð­ar.

Er engin aukn­ing til mennta­mála?

Jú, það er mjög mikil aukn­ing til mennta­mála. Heild­ar­fjár­heim­ildir til háskóla­stigs­ins uxu úr rúm­lega 42,3 millj­örðum kr. árið 2017 í 44,2 millj­arða  á þessu ári og sam­kvæmt fjár­mála­á­ætlun er fyr­ir­hugað að fjár­veit­ingar til háskóla­stigs­ins muni halda áfram að aukast og hækki upp í 47,2 millj­arða árið 2023, sem þá er vöxtur upp á tæp 12% á tíma­bil­inu. Fyrri rík­is­stjórn hugð­ist auka fjár­fram­lög pr. háskóla­nema með því að fækka nem­end­um. Rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur eykur sjálf fram­lög­in.

Hvað fram­halds­skól­ana varðar þá hækk­aði fram­lag til þeirra um næstum 2 millj­arða í fjár­lögum yfir­stand­andi árs. Þrátt fyrir að nem­endum fari fækk­andi í fram­halds­skólum á næstu árum, ann­ars vegar vegna stytt­ingu náms úr 4 í 3 ár og hins vegar vegna lýð­fræði­legrar fækk­unar í þeim árgöngum sem eru að koma upp úr grunn­skóla, munu fram­lög til fram­halds­skóla hækka lít­il­lega að raun­virði til við­bótar á tíma­bil­inu. Það þýðir auð­vitað að fram­lög á hvern nem­enda munu hækka veru­lega.

Verður ekk­ert gert fyrir öryrkja?

Jú, það er tölu­verð hækkun í örorku­bæt­ur. Fram­lögin munu aukast um 4 millj­arða króna strax frá næsta ári. Þar fyrir utan er gert ráð fyrir auknum útgjöldum vegna fjölg­unar öryrkja eða svo­kall­aðra lýð­fræði­legra breyt­inga. Eitt brýn­asta verk­efni rík­is­stjórn­ar­innar á þessu ári er sam­ráð við hags­muna­sam­tök örorku­líf­eyr­is­þega um umbætur á bóta­kerfum sem eiga að miða að því að bæta kjör. Nið­ur­staða sam­ráðs­ins um umbætur á bóta­kerfum mun svo leiða af sér breyt­ingar á fjár­hæðum í næstu áætl­unum þegar nið­ur­staðan liggur fyr­ir.

Hvað með barna- og vaxta­bæt­ur?

Um leið er stefnt að heild­ar­end­ur­skoðun tekju­skatts ein­stak­linga í sam­ráði við aðila vinnu­mark­að­ar­ins, sam­hliða end­ur­skoðun bóta­kerfa. Þar er horft til stuðn­ings hins opin­bera við barna­fjöl­skyldur og vegna hús­næð­is­kostn­að­ar, með mark­viss­ari fjár­hags­legum stuðn­ingi við efna­minni heim­ili. Vegna þess­arar end­ur­skoð­unar er síður um það í þessum mála­flokki að hægt sé að lesa hækkun fjár­magns, ein­fald­lega vegna þess að fyr­ir­komu­lagið liggur ekki fyrir fyrr en eftir end­ur­skoð­un, sem sam­kvæmt yfir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar verður lokið í haust, áður en fjár­lög næsta árs verða afgreidd. Þannig munu breyt­ingar í sam­ræmi við nið­ur­stöð­una sjást  í næstu áætl­un­um.

Gagn­ast skatta­breyt­ingar þeim efna­meiri best?

Flöt lækkun á skatt­pró­sentu þýðir hærri krónu­tölu fyrir þau sem hafa hærri tekj­ur. Einmitt þess vegna mun rík­is­stjórnin í sam­starfi við verka­lýðs­hreyf­ing­una fara í vinnu við end­ur­skoðun á tekju­skatts­kerf­inu með áherslu á lækkun skatt­byrði fólks með lág­tekjur og lægri milli­tekj­ur. Þar verðar teknar til skoð­unar mögu­legar breyt­ingar á fyr­ir­komu­lagi per­sónu­af­sláttar og sam­spili við bóta­kerfi (barna­bætur og vaxta­bæt­ur) sem ætlað er að styðja við tekju­lægri hópa. Meðal þess sem skoðað verður er að sett verði á fót heild­stætt kerfi er taki jafnt til stuðn­ings hins opin­bera við barna­fjöl­skyldur og stuðn­ings vegna hús­næð­is­kostn­að­ar, hvort heldur er fyrir íbúð­ar­eig­endur eða leigj­end­ur. Þessi end­ur­skoðun byggir á yfir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar um aðgerðir í þágu félags­legs stöð­ug­leika í til­efni af mati á kjara­samn­ingum á almennum vinnu­mark­aði frá 27. febr­úar sl.

Í fjár­mála­á­ætlun kemur fram að miðað sé við að þær breyt­ingar sem end­ur­skoð­unin leiði af sér geti að umfangi jafn­gilt eins pró­sentu­stigs lækkun neðra tekju­skatts­þreps, eða 14 millj­arða lækkun á skatt­byrði fjöl­skyldna í fyrr­greindum hóp­um.

Hafnar rík­is­stjórnin breyt­ingu á per­sónu­af­slætti?

Nei, sam­an­ber svarið fyrir ofan. Á þessu ári fer einmitt fram vinna með verka­lýðs­hreyf­ing­unni  þar sem til skoð­unar eru mögu­legar breyt­ingar á per­sónu­af­slætti í þágu fólks með lág­tekjur og lægri milli­tekj­ur.

Hvað með hús­næð­is­stuðn­ing?

Heild­ar­stefna um hús­næð­is­stuðn­ing til fram­tíðar liggur ekki enn fyr­ir. Í því ljósi er gert ráð fyrir að allar reikni­reglur vaxta­bóta­kerf­is­ins verði þær sömu á tíma­bil­inu, en við­mið­un­ar­fjár­hæðir breyt­ist þannig að vaxta­bætur hald­ist að raun­gildi. Rík­is­stjórnin hefur hins vegar nýverið lagt fram yfir­lýs­ingu í tengslum við fram­leng­ingu kjara­samn­inga á almennum mark­aði (sem ekki var skil­yrt við fram­leng­ing­una, eins og sumir stjórn­mála­menn hafa rang­lega haldið fram). Þar er kveðið á um að unnið verði með aðilum vinnu­mark­að­ar­ins að end­ur­skoðun núver­andi hús­næð­is- og barna­bóta­kerfa. Mark­miðið með end­ur­skoð­un­inni er að kerfin þjóni mark­miðum sínum og styðji raun­veru­lega við þá sem mest þurfa á því að halda. Þannig verður rætt að sett verði á fót heild­stætt kerfi sem taki jafnt til stuðn­ings hins opin­bera við barna­fjöl­skyldur og stuðn­ings vegna hús­næð­is­kostn­að­ar, hvort heldur fyrir íbúð­ar­eig­endur eða leigj­end­ur. Þetta leiðir að öllum lík­indum til breyt­inga á vaxta­bóta­kerf­inu og hús­næð­is­bóta­kerf­inu með til­heyr­andi breyt­ingum á fjár­hæðum í næstu áætlun

Varð­andi fram­lög til upp­bygg­ingar á leigu­hús­næði voru þau hluti af sam­komu­lagi á milli stjórn­valda og verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar til fjög­urra ára (2016-19) í tengslum við kjara­samn­inga. Það hefur komið fram að fram­hald þessa mun ráð­ast af sam­tali stjórn­valda við verka­lýðs­hreyf­ing­una og því ekki hægt að setja það á áætlun fyrr en sú nið­ur­staða liggur fyr­ir.

Hér hefur verið tæpt á nokkrum spurn­ingum í allt of löngu máli. Á næst­unni gefst færi á að svara fleiri spurn­ingum og hlusta á rök­studda gagn­rýni. Von­andi tekst okkur þó að lyfta umræð­unni upp úr inni­halds­lausum frös­um, það væri okkur öllum til fram­drátt­ar.

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar