Einkabíllinn er ekkert einkamál

Framkvæmdastjóri Orkuseturs segir að Íslendingar verði hreinlega að hætta að kaupa nýja bíla sem eingöngu ganga á jarðefnaeldsneyti.

Auglýsing

Ég gæti haft fræði­legan inn­gang að þess­ari grein en í þessu til­felli þarf að koma sér beint að efn­inu. Ísland hefur skrifað undir alþjóð­lega skuld­bind­ingar og þarf að draga veru­lega úr útblæstri fyrir 2030. Okkar verk­efni er því að draga úr losun á  um milljón tonnum af CO2   ár­lega. Hér er EKKI verið að tala um útblástur frá stór­iðju enda er þegar búið að afgreiða hann með kröfu um yfir 40% los­un­ar­sam­drátt í sam­vinnu við Evr­ópu­sam­band­ið. Alþjóða­flug er líka utan beinna skuld­bind­inga Íslands og þó að þar sé sann­ar­lega aðgerða þörf, þá mun flugið ekki skrif­ast á skuld­bind­ingar Íslands.

Loft­lags­mál eru ein­fald­lega orku­mál. Heim­ur­inn þarf að hætta að brenna jarð­efna­elds­neyti til að ná tökum á vand­an­um. Staðan er í raun óvíða eins ein­föld og á Íslandi því að jarð­efna­elds­neyti er nær horfið úr íslensku orku­kerfi nema í far­ar­tækj­um. Með öðrum orðum þá er ein­fald­lega ekki hægt að ná skuld­bind­ingum Íslands nema með orku­skiptum í sam­göng­um.  Það er reyndar líka útblástur vegna urð­unar og land­bún­aðar en töl­fræði­legir mögu­leikar þar eru ekki meira en svo, að þó að við legðum niður land­búnað og hættum urð­un, þá myndum við samt sem áður vera óra­langt frá tak­mark­inu. Ekki er heldur hægt að benda á fiski­skipin því þar hefur elds­neyt­is­notkun snar­minnkað síð­ustu tvo ára­tugi og engir raf­tog­arar til sölu ennþá. Öðru máli gildir um bif­reiðar en þar eru ýmsar nýorku­lausnir til sölu.  Til að ein­falda málið er þægi­legt að tala um nýorku­bíla en það geta verið raf­-­met­an- eða vetn­is­bíl­ar.

Á Íslandi kveikjum við í um 600 milljón lítrum af olíu á ári, sem sagt 70 þús­und lítrum á klukku­stund eða 20 lítrum á sek­úndu! Við verðum ein­fald­lega að helm­inga þá brennslu bil fyrir árið 2030.  Þetta þýðir að allt í einu er olíu­brennsla orðið sam­eig­in­leg tak­mörkuð „auð­lind“ alveg eins og fisk­ur­inn í sjón­um. Allir vita að ef ekki á að fara illa í vist­kerfi hafs­ins þá má bara veiða tak­markað magn af fiski. Sama gildir um olíu þ.e. ef ekki á að fara illa í skuld­bind­ingum Íslands megum við bara brenna ákveðnu magni af olíu. Það getur vel verið að sumir neyt­endur vilji per­sónu­lega hundsa loft­lags­samn­ing þjóð­ríkja heims en það er bara ekki  þeirra einka­mál leng­ur. Ef flestir kaupa nýjan bíl sem ein­göngu keyrir á jarð­efna­elds­neyti frá og með deg­inum í dag og næstu tólf árin þá sprengjum við ein­fald­lega kvót­ann. Það þýðir tvennt; A) fok­dýr útgjöld í erlendum kolefn­isk­vóta­kaupum og B) ömur­legir álits­hnekkir í alþjóða­sam­fé­lag­inu. Ef við klúðrum þessu lendir reikn­ing­ur­inn á öllum lands­mönnum líka nýorku­bíla­eig­end­um, göngu­fólki, hjól­reiða­mönnum og not­endum almenn­ings­sam­gangna. Er það sann­gjarnt?  Værir þú t.d. til­bú­inn að greiða auka­reikn­ing frá fjar­skipta­fyr­ir­tæki vegna þess að nágrann­inn þinn sprengdi gagna­magnskvót­ann?

Auglýsing

Það eru enn tólf ár í 2030 sem þýðir að flestir eldri bílar sem þegar eru komnir í sam­göngu­kerfið verða horfnir fyrir þann tíma. Vanda­málið snýst því um rangar ákvarð­anir sem teknar verða í bíla­kaupum héðan í frá. Að mínu mati þarf eng­inn að taka ranga ákvörð­un. Nóg verður til af raf­bíl­um, met­an­bílum og tengilt­vinn­bílum á næstu árum af öllum gerð­um. Ef ein­hverjir neyt­endur geta alls ekki sætt sig við úrvalið af nýorku­bílum sem þegar er í boði, þá er ein­fald­lega hægt að kaupa not­aðan bíl eða bíða eftir rétta bílnum sem pott­þétt verður í boði innan 5 ára. Bílar end­ast að jafn­aði í 10-15 ár en það þýðir að hver ein­asti nýi bíll sem kemur inn í íslenska sam­göngu­kerfið í dag og keyrir 100% á olíu, er tapað tæki­færi til að minnka útblástur fyrir Par­ísar­upp­gjör­ið. Best er auð­vitað að keyra sem minnst og fækka bílum en ef bif­reiða­kaup eru nauð­syn­leg þá eru tækni­lausn­irnar sem sagt til. Eðli­legar íviln­anir tryggja svo við­ráð­an­legt verð, þannig að ábyrgðin er öll okkar neyt­enda.

Við getum ekki kallað okkur tækni­vædda og vel mennt­aða þjóð ef við klúðrum því svo að kenna fólki að inn­leiða tækni­lausnir sem leysa vand­ann. Við verðum hrein­lega að hætta að kaupa nýja bíla sem ein­göngu ganga á jarð­efna­elds­neyti.  Nýir bílar sem koma inn í íslenska sam­göngu­kerfið verða með öðrum orðum að vera mót­tæki­legir fyrir raf­magni eða lofti hvort sem það er metan eða vetni. Fjöl­margir hafa talað um að þetta sé alls ekki tíma­bært og alls­konar vesen standi í veg­in­um. Þeir hinir sömu verða þá að svara þeirri ein­földu spurn­ingu: Hvar eigum við þá að finna kolefn­istonnin sem skera þarf niður fyrir 2030?

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Orku­set­urs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar