Eftir að ICAN fékk friðarverðlaun Nóbels í desember s.l. er að komast hreyfing á það sem snýr að baráttunni um afvopnun kjarnorkuhergagna.
Á vesturströnd Skotlands, er Trident þar sem mestu og stærstu vopnageymslur gjöreyðileggingavopna í allri Evrópu fyrirfinnast. Meðal Skota frænda okkar er almennt mikil andstaða við fyrirætlanir Breska meirihlutans á Westminster að endurnýja Trident flotann þar sem þessar gígantísku birgðir kjarnorkuvopna eru geymdar neðansjávar.
Það er einfaldlega ótrúlegur málflutningur sem fylgir þessari skelfingu af hálfu meirihlutans á Westminster, þar sem því er blákallt haldið fram, að endurnýjun sem mundi kosta á bilinu 250-300 billjónir sterlingspunda sé fyrst og fremst öryggisatriði. Öryggisatriði sem ekki sé hægt að mæla í peningum.
Eins og annarstaðar þar sem mikil völd og peningar ráða ferð, bæði nær og fjær, þá er ástand innviða í Bretlandi báglega farið vegna fjársvelti. Aðeins einn miðill í Skotlandi, Nation fjallar með jöfnu millibili um stöðuna. Nikola Sturgeon, formaður þjóðernissinna er einnig mjög gagnrýnin og hún leitar sýnilega í auknu mæli til Norðurlandanna og þar með til Íslands líka. Þá hefur Nicola Steurgon látið í ljós að um endurnýjun Trident verði að kjósa. En kosningar geta fyrst farið fram í Skotlandi eftir Brexit. Uppi stendur eftir sem áður að Skotska þjóðin vill að Trident hverfi. Opinber umræða um þessi mál er sem engin og er þögn sama og samþykki. Dapurlegt er því að vera vitni að með þegjandi þögninni er verið að samþykkja stöðu mála.
Þá vil ég koma að því snýr að okkur hér og sem hlýtur að þurfa að fara ofaní vel og vandlega, nefninlega ICAN og Ísland:
Hvernig stendur á að ekki er meiri umfjöllun í íslenskum miðlum um þá staðreynd að Ísland er ekki meðal þeirra þjóða sem í júlí s.l. undirrituðu nýjan sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum? Hvernig getum við sem þjóð látið það viðgangast?
Ekki var það heldur gleðiefni að lesa skrif Björns Bjarnasonar í Mbl.15.12.17 um athöfnina þegar ICAN tók við friðarverðlaunum Nóbels í Oslo í 10.12.17. Í greininni heldur Björn því fram að eitt og eina markmið ICAN sé pólitískt að sundra samstöðu Nató ríkjanna. Hér verður verulega að staldra við því með orðum sínum virðist Björn ekki vita að ICAN, samanstandandur af meira en hundrað talsins netverka friðarsinna viðsvegar af úr heiminum. Þessar friðarhreyfingar eiga það sammerkt að hafa ásett sér að vernda mannlegt líf og réttinum að fá að vera til á jörðu vorri. Natóríkin, eins og önnur valdakerfi, þarf án efa að endurskoða í takt við augljósar breytingar hér snemma á 21. öldinni. En að halda því fram að í nafni virðingar fyrir lífi á jörðu eigi að sundra Nató er barnalegt ef ekki heimskulegt. Það er fleira í grein Björns sem ástæða er að staldra við en meira um það síðar.