ICAN og Ísland

Bergljót Kjartansdóttir spyr af hverju Ísland er ekki meðal þeirra þjóða sem undirrituðu nýjan sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum.

Auglýsing

Eftir að ICAN fékk frið­ar­verð­laun Nóbels  í des­em­ber s.l. er að kom­ast hreyf­ing á það sem snýr að bar­átt­unni um afvopnun kjarn­orku­her­gagna. 

Á vest­ur­strönd Skotlands, er Trident þar sem mestu og stærstu vopna­geymslur gjör­eyði­legg­inga­vopna í allri Evr­ópu fyr­ir­finn­ast.  Meðal Skota frænda okkar er almennt mikil and­staða við fyr­ir­ætl­anir Breska meiri­hlut­ans á West­min­ster að end­ur­nýja Trident flot­ann þar sem þessar gígantísku birgðir kjarn­orku­vopna eru geymdar neð­an­sjáv­ar. 

Það er ein­fald­lega ótrú­legur mál­flutn­ingur sem fylgir þess­ari skelf­ingu af hálfu meiri­hlut­ans á West­min­ster, þar sem því er blá­kallt haldið fram, að end­ur­nýjun sem mundi kosta á bil­inu 250-300 billjónir sterl­ingspunda sé fyrst og fremst örygg­is­at­riði.  Ör­ygg­is­at­riði sem ekki sé hægt að mæla í pen­ing­um. 

Auglýsing

Eins og ann­ar­staðar þar sem mikil völd og pen­ingar ráða ferð, bæði nær og fjær, þá er ástand  inn­viða í Bret­landi bág­lega farið vegna fjársvelti. Aðeins einn mið­ill í Skotlandi, Nation fjallar með jöfnu milli­bili um  stöð­una. Nikola Stur­ge­on, for­maður þjóð­ern­is­sinna er einnig mjög gagn­rýnin og hún leitar sýni­lega í auknu mæli til Norð­ur­land­anna og þar með til Íslands líka. Þá hefur Nicola Ste­ur­gon látið í ljós að um end­ur­nýjun Trident verði að kjósa.  En kosn­ingar geta fyrst farið fram í Skotlandi eftir Brex­it. Uppi stendur eftir sem áður að Skotska þjóðin vill að Trident hverfi. Opin­ber umræða um þessi mál er sem engin og er þögn sama og sam­þykki. Dap­ur­legt er því að vera vitni að með þegj­andi þögn­inni er verið að sam­þykkja stöðu mála. 

Þá vil ég koma að því snýr að okkur hér og sem hlýtur að þurfa að fara ofaní vel og vand­lega,  nefn­in­lega ICAN og Ísland: 

Hvernig stendur á að ekki er meiri umfjöllun í íslenskum miðlum um þá stað­reynd að Ísland er ekki meðal þeirra þjóða sem í júlí s.l. und­ir­rit­uðu nýjan sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna um bann við kjarn­orku­vopn­um? Hvernig getum við sem þjóð látið það við­gangast? 

Ekki var það heldur gleði­efni að lesa skrif Björns Bjarna­sonar í Mbl.15.12.17  um athöfn­ina þegar ICAN tók við frið­ar­verð­launum Nóbels í Oslo í 10.12.17. Í grein­inni heldur Björn því fram að eitt og eina mark­mið ICAN sé póli­tískt að sundra sam­stöðu Nató ríkj­anna. Hér verður veru­lega að staldra við því með orðum sínum virð­ist Björn ekki vita að ICAN, sam­an­standandur af meira en hund­rað tals­ins net­verka frið­ar­sinna viðs­vegar af úr heim­in­um.  Þessar frið­ar­hreyf­ingar eiga það sam­merkt að hafa ásett sér að vernda mann­legt líf og rétt­inum að fá að vera til á jörðu vorri. Nató­rík­in, eins og önnur valda­kerfi, þarf án efa að end­ur­skoða í takt við aug­ljósar breyt­ingar hér snemma á 21. öld­inni. En að halda því fram að í nafni virð­ingar fyrir lífi á jörðu eigi að sundra Nató er barna­legt ef ekki heimsku­legt. Það er fleira í grein Björns sem ástæða er að staldra við en meira um það síð­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur
Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar