Hnattvæðing, áhrif frjálshyggjunnar og lýðræðið

Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifar greinaflokk um hnattvæðinguna og vestrænt lýðræði. Hér birtist fyrsti hluti af fjórum.

Auglýsing

Það dylst fáum sem um fjalla, að vest­rænt lýð­ræði og við­tekin frjáls­lynd stjórn­mála­hugsun eiga í vök að verj­ast. Ógn­ar­jafn­vægi kalda­stríðs­ins og nið­ur­múruð landa­mæri höfðu fest vest­ræna, frjáls­lynda heims­mynd í sessi, hérna megin múrs­ins. Pól­arnir tveir sem allt sner­ist um hurfu. Ný sögu­leg hreyfiöfl fóru á stjá. Heims­myndin rugl­að­ist, þjóð­ern­is­hyggja, hryðju­verk og stríð komust á dag­skrá. Sterkar popúliskar hreyf­ingar beggja vegna Atl­ants­hafs heimta nýja múra og varin landa­mæri. Í stað frjáls­lynds lýð­ræðis er hrópað á ófrjáls­lynda stjórn­ar­hætti.

Þessi fram­vinda hefur ekki farið fram­hjá okkur Íslend­ing­um, þótt nokkuð  með öðrum hætti en á meg­in­landi álf­unn­ar, þar sem boða­föll flótta­manna- og búsetu­flutn­inga hafa ekki skollið á hér, og ýtt undir enn rót­tækara lýð­skrum en þó hefur gert vart við sig. Megin drættir eru þó sam­bæri­leg­ir, enda erum við grein af sama meiði. Því er nauð­syn­legt að átta sig á þeim straumum sem móta nokkuð ástandið í álf­unni. Hver veit nema þeir eigi eftir að banka uppá hjá okkur síð­ar.

Rekja má upp­haf hnign­unar frjáls­lyndrar lýð­ræð­is­hugs­unar allt aftur til átt­unda ára­tugs lið­innar ald­ar, þegar nýfrjáls­hyggjan ruddi sér til rúms, sem enn eitt afbrigði hins kap­ít­al­íska hag­kerf­is. Frjó­kornið var til staðar í við­skipta­líf­inu en háskóla­sam­fé­lagið var fljótt að taka við sér og útbreiða fagn­að­ar­er­ind­ið. Með til­komu nýfrjáls­hyggj­unnar uxu lítt skatt­lagðar fjár­magnstekjur veru­lega og þar með ójöfn­uður bæði auðs, tekna og tæki­færa innan vest­rænna sam­fé­laga. Þegar við bætt­ist glæfra­leg spá­kaup­mennska með óræða fjár­magn­s­pakka marg­fald­aði misvægið enn frek­ar. Sam­fé­lagið heldur fjár­magns- og auð­linda­tekjum í vernd­andi sótt­kví. Auð­vitað er það fárán­legt, að skatt­hlut­fall af vinnu­tekjum sé um helm­ingi hærra en af fjár­magns- og auð­linda­tekj­um. Þegar nýfrjáls­hyggjan reið í garð voru fáar ef nokkrar umferð­ar- eða eft­ir­lits­reglur til staðar á mörk­uð­un­um. Öfl­ug­asti boð­skapur nýfrjáls­hyggjunnar var jú, að hafa allt sem frjáls­ast og halda hrammi rík­is­af­skipta sem lengst í burtu. Mark­að­ur­inn átti að sjá um að skipu­leggja og stjórna hnatt­rænum hag­straum­um, þar með talið fjár­magns­flæð­inu. Það reynd­ist vill­andi vaf­ur­logi.

Auglýsing

Tímar umbreyt­inga

Í sam­ræmi við eðli nýfrjáls­hyggj­unnar afsöl­uðu þjóð­ríki heims­ins sér rétti sínum til að hafa eft­ir­lit með og skapa heil­brigða umgerð um alþjóð­lega fjár­magns­mark­aði. Þetta hnatt­væddi fjár­mála­mark­að­ina enn frek­ar. Stjarn­fræði­lega háar upp­hæðir fjár­muna hring­sól­uðu um hnött­inn með leift­ur­hraða. For­ræði dollar­ans sem heims­gjald­mið­ill gerði banda­rískum auð­fé­lögum auð­velt að selja ógrynni skulda­við­ur­kenn­inga út um allt. Bretar stofn­uðu aflands- og skatta­skjól á flest öllum eylendum sín­um,  til að koma skjót­fengum ofsa­gróða í var og í fram­haldi, til ávöxt­unar í London. Íslenskir fjár­festar og bankar nýttu sér þetta sam­visku­sam­lega og huldu­hrút­uð­ust með fé sitt í pakka­ferðum til Tortóla. Eftir fall Berlín­ar­múrs­ins og hrun Sov­ét­ríkj­anna 1989/91 jókst enn hraði óbeisl­aðrar hnatt­væð­ing­ar, því engin ógn staf­aði lengur af rík­is­sós­í­al­isma, og nýfrjáls lönd opn­uðu faðm sinn fyrir erlendu fjár­magni. Á hlið­ar­spori við þetta brast inter­net-­bylt­ingin á, þar sem hver og einn tölvu­not­andi gat breyst í frétta­stofu, sem leiddi m.a. til þess að hefð­bundin fjöl­miðlun glat­aði for­ræði sínu við að útskýra og túlka tíð­ar­and­ann og greina sam­fé­lags­lega atburði. Fylgi­fiskur valda­töku sam­fé­lags­miðl­anna var sá, að mörkin milli raun­upp­lýs­inga og fals­upp­lýs­inga máð­ust út. Það síð­ar­nefnda varð að gróðr­ar­stíu her­skárs lýð­skrums (popúl­is­ma), sem hafði for­tíð­ina að leið­ar­ljósi. Sam­hliða þessu fór ímyndað sjálf­stýri­kerfi hnatt­væddra fjár­magns­mark­aða úr skorð­um. Þeir urðu enn við­kvæm­ari fyrir umliggj­andi óvissu og óstöð­ug­leika  sem, vegna skorts á lýð­ræð­is­legu aðhaldi, leiddi til óhag­kvæmis og stig­magn­andi áhættu­samrar spá­kaup­mennsku. Hrun hins hnatt­vædda fjár­mála­kerf­is­ins var skammt und­an. Hér heima var áhuga- og/eða getu­leysi stjórn­valda til að semja reglur og koma á fót virku eft­ir­liti aug­ljóst. Stjórnvöld gátu vand­ræða­lítið komið í veg fyrir stofnun Ices­ave útbú­anna 2006 og 2008. Það var ekki gert, þrátt fyrir alvar­legar aðvar­anir að utan. Stig­mögnun Ices­ave máls­ins hafði sterk­ari póli­tískar rætur en fjár­mála­leg­ar. Ekki endi­lega glæsi­leg­asta tíma­bil lýð­veld­is­sög­unn­ar.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar