Það sjá allir hvað er í gangi

Valgerður Árnadóttir frambjóðandi Pírata í borgarstjórnarkosningunum segir Pírata með metnaðarfyllstu stefnu allra stjórnmálaflokka í loftslagsmálum.

Auglýsing

Síð­asta rík­is­stjórn ákvað að tvö­falda kolefn­is­gjald sam­hliða aðgerð­ar­á­ætl­unum Íslands í lofts­lags­mál­um. Núver­andi rík­is­stjórn hefur fellt niður þá ákvörðun þrátt fyrir lof­orð um grænar áherslur og nú verður ein­ungis 10% hækkun kolefn­is­gjalds milli ára. Hvernig rétt­læta Vinstri grænir sem gera sig út fyrir að vera umhverf­is­vernd­ar­flokkur þessa ákvörð­un? 4,5 millj­örðum minna í rík­is­kass­ann og veik­ari efna­hags­hvatar til umhverf­is­vernd­ar. Þetta sam­ræm­ist ekki stefnu lands­ins í lofts­lags­mál­um, hvað þá Par­ís­ar­sátt­mál­an­um.

Meint útópísk hug­sjón

Í heim­ilda­öflun minni varð­andi orku­notkun fiski­flot­ans rakst ég nýja skýrslu frá SFS (Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi) „Nýt­ing auð­lindar og umhverf­is­spor” en þar kemur fram að olíu­notkun fiski­flot­ans er umtals­vert minni nú heldur en 1990, hefur farið úr 19,5% af heild­ar­losun Íslands í 9,7% árið 2014. Má rekja þá lækkun til fækk­unar skipa og end­ur­nýj­unar í flot­an­um, tog­arar eru nú stærri, veiða meira í einu og nota létt­ari veið­ar­færi svo fátt eitt sé nefnt. Þegar ég fór á stúf­ana og spurði starfs­menn SFS út í aðgerð­ar­á­ætlun sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja vegna stefnu Íslands að hætta notkun svartolíu þá hlógu menn góð­lát­lega og sögðu að það myndi nú ekki allir vera sáttir við það, það væri nú engu skárra að nota díselolíu hvað varðar lofts­lags­mál og hún væri umtals­vert dýr­ari en svart­ol­ía. Spurðir út í mögu­leika á end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum á borð við raf­magn þá þótti þeim það útópísk hug­sjón (þeirra orð) og að lokum þegar ég spurði hver fram­tíðin væri í sjáv­ar­út­vegi fékk ég svar­ið: Fisk­eldi í sjó.

Eyði­legg­ing villtra stofna

Fisk­eldi í sjó? Vita menn ekki að fisk­eldi í sjó er bannað víða erlendis vegna þess að það eyði­leggur villta stofna sem fyrir eru? Eiga skamm­tíma­gróða­lausnir sem valda óaft­ur­kræfri eyð­ingu á villtum fiski­stofnum og valda dauðum svæðum í sjó að fá braut­ar­gengi hér á landi? Undir stjórn VG? Nýleg grein í Við­skipta­blað­inu beinir sjónum að því að Skipu­lags­stofnun og Haf­rann­sókn­ar­stofnun álykt­uðu að fyr­ir­hugað eldi fisk­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Háa­fells á fram­leiðslu á 6800 tonnum af eld­is­laxi myndi hafa nei­kvæð áhrif á laxa­stofna í Ísa­fjarð­ar­djúpi og væri því ekki æski­leg. Stofn­an­irnar drógu svo nýlega ályktun sína til­baka að ósk Háa­fells. Hvernig getur fyr­ir­tæki óskað eftir því að stjórn­vald dragi álit til­baka?

Auglýsing

Það sjá það allir sem eitt­hvað vita um Sjálf­stæð­is­flokk­inn hvað er í gangi, æðstu menn þar eiga per­sónu­lega fjár­hags­legra hags­muna að gæta bæði hvað varðar kolefn­is­gjaldið og í sjáv­ar­út­vegi.

Rútu­bíla­fyr­ir­tækið Kynn­is­ferð­ir, eitt umfangs­mesta lang­ferða­bíla- fyr­ir­tæki á Íslandi er td. að langstærstu leiti í eigu föður og fjöl­skyldu Bjarna Bene­dikts­son­ar, Bene­dikts og Ein­ars Sveins­sona. Bene­dikt Sveins­son er einnig umfangs­mik­ill fjár­festir í sjáv­ar­út­vegi.

Stjórn­ar­sátt­máli til skrauts

Meg­in­for­senda lofts­lags­stefnu rík­is­stjórnar Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks er að koma í veg fyrir nei­kvæð áhrif lofts­lags­breyt­inga á líf­ríki hafs­ins. En helstu álags­þættir þess er hlýnun sjávar og súrnun hans vegna auk­ins styrks koltví­sýr­ings í loft­hjúpn­um.

„Þannig á Ísland að efla rann­sóknir á súrnun sjávar í sam­ráði við vís­inda­sam­fé­lagið og sjáv­ar­út­veg­inn,“ segir í stjórn­ar­sátt­mál­an­um.

Er stjórn­ar­sátt­mál­inn bara til skrauts? Að hvaða leiti sam­ræm­ist lækkun kolefn­is­gjalds þessum sátt­mála? Er ein­hver sem treystir Sjálf­stæð­is­flokki til þess að standa við hann? Ætla VG að sigla blindir að feigðar­ósi og deyja svo drottni sínum eins og fyrrum stjórn­mála­flokkar sem hafa gengið í gildru íhalds­ins?

Píratar metn­að­ar­fyllstir í lofslags­málum

Píratar eru sam­kvæmt sam­an­tekt sem Loft­st­lag.is gerði fyrir síð­ustu alþing­is­kosn­ingar með metn­að­ar­fyllstu stefnu allra stjórn­mála­flokka í lofts­lags­málum og á ítar­leg aðgerða­á­ætlun okkar til að fram­fylgja henni stóran þátt í því að okkar stefna var val­in. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn var þótt ótrú­legt megi virð­ast með næst-­metn­að­ar­fyllstu stefnu í lofts­lags­mál­um. En það er ekki lengur í boði að monta sig af stefn­um, fram­fylgni verður að fylgja máli.

Hverjum ætliði að treysta? Hvaða flokkur hefur sýnt og sannað að þeir veita aðhald á þingi og gefa ekki afslátt af sínum stefnu­mál­um?

Sjálf gekk ég til liðs við Pírata vegna þess að það er eina stjórn­mála­aflið í dag sem ég treysti eftir end­ur­tekin von­brigði með aðra flokka sem gefa sig út fyrir að vera umhverf­is­væna og fram­úr­stefnu­lega en gefa svo afslátt af grunn­gildum sínum þegar á hólm­inn er kom­ið. Píratar hafa ekki reynt að fegra sig með glans­myndum eða inn­an­tómum lof­orð­um. Við vinnum út frá grunn­stefnu okkar sem snýst um lýð­ræði, gagn­sæi og ábyrgð.

Höf­undur er fram­bjóð­andi Pírata í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar