Hvers konar lýðræði?

Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifar greinaflokk um hnattvæðinguna og vestrænt lýðræði. Hér birtist fjórði og síðasti hluti.

Auglýsing

Einn þeirra póli­tísku vinda sem blása nú um vest­ræn lönd eru breyttar hug­myndir um sjálft lýð­ræð­ið. Þar er á ferð­inni stefna sem vill smækka sjálft lýð­ræð­is­hug­takið niður í hreina meiri­hluta­reglu. Spor­göngu­menn þess­arar stefnu vilja taka upp beint (plebizitert) lýð­ræði. Þeir telja það æðra og ósvikn­ara en þing­bundið full­trúa­lýð­ræði. Hér heima hefur Styrmir Gunn­ars­son m.a. verið sterkur tals­maður þess­ara sjón­ar­miða.

­Fengi þetta byr undir vængi þarf að gefa því gaum, því hér er á ferð­inni var­huga­verð ein­földum á flóknum veru­leika. Til að skýra betur og und­ir­strika innri kjarna vest­ræns lýð­ræð­is, verðum við að átta okkur á því, að það sam­anstendur ekki bara af frjálsri tján­ingu meiri­hluta­vilj­ans sem jar­teikn um full­veldi þjóð­ar. Vest­rænt frjáls­lynt lýð­ræði er stjórn­ar­far sem fléttað er saman úr, og skil­yrt er af margs­háttar sam­fé­lags­leg­um, trú­ar­leg­um, menn­ing­ar­leg­um, stofn­ana­legum og póli­tís­kum­leg  breytum og fest­um. Þetta er flókn­asta og vanda­samasta stjórn­ar­fyr­ir­komu­lag sem enn hefur verið úthugs­að.

Það verður aðeins að veru­leika í þeim ríkj­um, þar sem fjöl­þætt borg­ar­sam­fé­lag, marg­breytni skoð­ana og póli­tískur þroski hald­ast í hend­ur. Svona sam­fé­lag á að auka líkur á því, að saman fari opin umræða en ekki síður frið­sam­leg nið­ur­staða úr skoð­ana­skiptum and­stæðra hug­mynda og hags­muna. Rétt­ar­ríkið og frjálsir fjöl­miðlar eru ein­hverir mik­il­væg­ustu þættir vest­ræns lýð­ræð­is, ásamt því að mann­rétt­indi, einnig minni­hluta hópa, séu höfð í háveg­um. Vald­dreif­ing  þarf að vera til staðar og dóm­stólar að vera óháð­ir. Þá verður frjálst og óháð umboð þjóð­kjör­inna full­trúa að vera tryggt og virt sem ein af grunn­reglum þing­bund­ins lýð­ræð­is. Því miður er of oft brota­löm á því. Hags­muna­tengsl margra íslenskra þing­manna eru aug­ljós.

Auglýsing

Þetta sem upp hefur verið talið eru vissu­lega flóknar og alls ekki sjálf­gefnar aðstæður sem ekki eru víða til stað­ar. Ef við lítum í eigin barm þá eru enn brotala­mir á okkar íslenska þing­bundna lýð­ræði og eflaust langur tími í að við full­klárum það. Má þar m.a. nefna ójafnt vægi atkvæða eftir búsetu og tíð póli­tísk inn­grip í skipan dóm­ara. Útflutn­ingur vest­ræns lýð­ræðis til nýfrjálsra landa, sem eiga langan veg ófar­inn að flók­inni vest­rænni sam­fé­lags­gerð, hefur oft­ast afskræmst og/eða mis­tek­ist.

Beint lýð­ræði

And­stætt full­trúa­lýð­ræð­inu og for­send­um, sem lýst var hér að fram­an, fóstra ýmsir með sér þá sann­fær­ingu að svo­kallað beint lýð­ræði sé full­trúa lýð­ræð­inu fremra. Það fyrr­nefnda sýni rétt­ari þjóð­ar­vilja. Þar eru meiri­hlut­á­kvarð­anir teknar með ill aft­ur­kræfu þjóð­ar­at­kvæð­i. Þetta form beinnar ákvarð­ana­töku má sann­lega nota við svæð­is­bundnar kosn­ingar s.s. á sveit­ar­stjórn­ar­stigi. Það er einnig not­hæft sem tak­mörkuð við­bót við full­trúa­lýð­ræð­ið, en getur aldrei komi í stað þess.

Svo kallað beint lýð­ræði er heldur ekk­ert sann­ari mynd af lýð­ræð­inu en full­trúa­lýð­ræð­ið. Þing­bundnar meiri­hluta­á­kvarð­anir er hægt að fella úr gildi. Rík­is­stjórnir sem eru mynd­aðar með atkvæða­greiðslu í þing­inu má leysa frá störf­um, ef meiri­hluti þing­manna eða kjós­enda vill. Það er hins vegar miklu mun örð­ug­ara að breyta nið­ur­stöðum úr þjóð­ar­ar­kvæða­greiðsl­um. For­mæl­endur tíðs þjóð­ar­at­kvæðis ganga einnig almennt út frá lít­illi þátt­töku almenn­ings. Þó er það svo, að því lægri sem þátt­takan er, þeim mun veik­ara er lög­mæti nið­ur­stöð­unn­ar. Þessa reynslu þekkjum við Íslend­ing­ar. Í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslum koma oftar þeir til leiks, sem eru sam­mála um það eitt að segja nei. Þeir eru síðar hvorki vilj­ugir né hafa hæfi­leika til áfram­hald­andi sam­starfs á póli­tískum vett­vangi. Þjóð­ar­at­kvæði bíður í reynd aðeins uppá tvo kosti: Já eða Nei.

Póli­tískur menn­ing­ar­þroski

Þeir sem þekkja störf þjóð­þinga vita að frum­vörp taka margs háttar breyt­ingum  í með­förum þings og þing­nefnda. Frum­vörp bjóða uppá mála­miðl­anir og end­ur­bæt­ur. Sjón­ar­mið margra sam­fé­lags­hópa verða hluti af nýjum lög­um. Draga má þetta saman í þeirri nið­ur­stöðu að þjóð­ar­at­kvæði sé rétt­mætt við breyt­ingar á stjórn­ar­skrá eða ákvörð­unum sem eru ígildi stjórn­ar­skrár­breyt­inga.

Þýskur lög­spek­ingur hefur sagt, að starf­semi nútíma ver­ald­legs vest­ræns lýð­ræð­is­ríkis sé háð skil­yrðum sem það sjálft getur ekki tryggt. Það er rétt. Skil­yrðin eru þróað hag­kerfi, póli­tískur menn­ing­ar­þroski og með­vituð reynsla einnar þjóðar í víð­asta skiln­ingi.

Fyrr­nefnd kreppa vest­ræns lýð­ræðis ber þess því miður einnig merki, að mörgum full­trúum þess sé ekki fylli­lega ljóst hverjar for­sendur full­trúa­lýð­ræðis okkar séu. Þeir eru því ekki í aðstöðu til að meta að verð­leikum árangur þess, og geta því trauðla verið sverð þess og skjöld­ur. Vegna þess­arar van­þekk­ingar hneigjast, ekki bara pópúlist­ar, heldur einnig reyndir lýð­ræð­is­sinnar til að sjá kjarna lýð­ræð­is­ins í beinum meiri­hluta ákvörð­un­um. Á alþingi hefur ann­ars konar meiri­hluta­á­trún­aður löngum verið áber­andi. Lög eru keyrð í gegn án alvar­legra til­rauna til að ná breið­ari sam­stöðu. Of sjaldan er leitað eftir frið­samri nið­ur­stöðu and­stæðra skoð­ana. Sér­hags­munir stríð­ast á við almanna­hags­muni.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Magnús Halldórsson
Þau leynast víða tækifærin
Kjarninn 15. febrúar 2019
Uppsveifla án fordæma en nú er komið að kólnun
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði fjallar um stöðu mála í hagkerfinu og kjaraviðræðum í grein í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda í dag.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Vilja að hlutfall efnis verði lækkað svo Fréttablaðið teljist styrkhæft
Fréttablaðið uppfyllir ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði við ritstjórn, samkvæmt „lauslegri“ talningu.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Ummæli í Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk
Hér­aðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag ummæli manns um Hlíðamálið svokallaða dauð og ómerk sem og ummæli sem birtust á netmiðlinum Hringbraut.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Fjórðungur bankastarfsmanna með yfir milljón á mánuði
Bankastarfsmenn leggja mesta áherslu á styttingu vinnuviku í yfirstandandi kjarasamningum. Meðaltal heildarlauna þeirra eru 838 þúsund krónur á mánuði. Hjá Eflingu er launahækkun langmikilvægasta baráttumálið, enda meðallaun þar 479 þúsund.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Bjóða hækkun upp á 20.000 krónur á mánuði
Tilboð Samtaka atvinnulífsins til verkalýðsfélaganna hljóðar upp á að laun upp að 600.000 krónum hækki um 20.000 krónur á mánuði hvert ár samningsins.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Drangajökulsvíðerni og villtasta prósentið
Kjarninn 15. febrúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Blizzard rekur 800 manns, Apple viðburður lekur og Amazon kaupir Eero
Kjarninn 15. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar