Hvers konar lýðræði?

Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifar greinaflokk um hnattvæðinguna og vestrænt lýðræði. Hér birtist fjórði og síðasti hluti.

Auglýsing

Einn þeirra póli­tísku vinda sem blása nú um vest­ræn lönd eru breyttar hug­myndir um sjálft lýð­ræð­ið. Þar er á ferð­inni stefna sem vill smækka sjálft lýð­ræð­is­hug­takið niður í hreina meiri­hluta­reglu. Spor­göngu­menn þess­arar stefnu vilja taka upp beint (plebizitert) lýð­ræði. Þeir telja það æðra og ósvikn­ara en þing­bundið full­trúa­lýð­ræði. Hér heima hefur Styrmir Gunn­ars­son m.a. verið sterkur tals­maður þess­ara sjón­ar­miða.

­Fengi þetta byr undir vængi þarf að gefa því gaum, því hér er á ferð­inni var­huga­verð ein­földum á flóknum veru­leika. Til að skýra betur og und­ir­strika innri kjarna vest­ræns lýð­ræð­is, verðum við að átta okkur á því, að það sam­anstendur ekki bara af frjálsri tján­ingu meiri­hluta­vilj­ans sem jar­teikn um full­veldi þjóð­ar. Vest­rænt frjáls­lynt lýð­ræði er stjórn­ar­far sem fléttað er saman úr, og skil­yrt er af margs­háttar sam­fé­lags­leg­um, trú­ar­leg­um, menn­ing­ar­leg­um, stofn­ana­legum og póli­tís­kum­leg  breytum og fest­um. Þetta er flókn­asta og vanda­samasta stjórn­ar­fyr­ir­komu­lag sem enn hefur verið úthugs­að.

Það verður aðeins að veru­leika í þeim ríkj­um, þar sem fjöl­þætt borg­ar­sam­fé­lag, marg­breytni skoð­ana og póli­tískur þroski hald­ast í hend­ur. Svona sam­fé­lag á að auka líkur á því, að saman fari opin umræða en ekki síður frið­sam­leg nið­ur­staða úr skoð­ana­skiptum and­stæðra hug­mynda og hags­muna. Rétt­ar­ríkið og frjálsir fjöl­miðlar eru ein­hverir mik­il­væg­ustu þættir vest­ræns lýð­ræð­is, ásamt því að mann­rétt­indi, einnig minni­hluta hópa, séu höfð í háveg­um. Vald­dreif­ing  þarf að vera til staðar og dóm­stólar að vera óháð­ir. Þá verður frjálst og óháð umboð þjóð­kjör­inna full­trúa að vera tryggt og virt sem ein af grunn­reglum þing­bund­ins lýð­ræð­is. Því miður er of oft brota­löm á því. Hags­muna­tengsl margra íslenskra þing­manna eru aug­ljós.

Auglýsing

Þetta sem upp hefur verið talið eru vissu­lega flóknar og alls ekki sjálf­gefnar aðstæður sem ekki eru víða til stað­ar. Ef við lítum í eigin barm þá eru enn brotala­mir á okkar íslenska þing­bundna lýð­ræði og eflaust langur tími í að við full­klárum það. Má þar m.a. nefna ójafnt vægi atkvæða eftir búsetu og tíð póli­tísk inn­grip í skipan dóm­ara. Útflutn­ingur vest­ræns lýð­ræðis til nýfrjálsra landa, sem eiga langan veg ófar­inn að flók­inni vest­rænni sam­fé­lags­gerð, hefur oft­ast afskræmst og/eða mis­tek­ist.

Beint lýð­ræði

And­stætt full­trúa­lýð­ræð­inu og for­send­um, sem lýst var hér að fram­an, fóstra ýmsir með sér þá sann­fær­ingu að svo­kallað beint lýð­ræði sé full­trúa lýð­ræð­inu fremra. Það fyrr­nefnda sýni rétt­ari þjóð­ar­vilja. Þar eru meiri­hlut­á­kvarð­anir teknar með ill aft­ur­kræfu þjóð­ar­at­kvæð­i. Þetta form beinnar ákvarð­ana­töku má sann­lega nota við svæð­is­bundnar kosn­ingar s.s. á sveit­ar­stjórn­ar­stigi. Það er einnig not­hæft sem tak­mörkuð við­bót við full­trúa­lýð­ræð­ið, en getur aldrei komi í stað þess.

Svo kallað beint lýð­ræði er heldur ekk­ert sann­ari mynd af lýð­ræð­inu en full­trúa­lýð­ræð­ið. Þing­bundnar meiri­hluta­á­kvarð­anir er hægt að fella úr gildi. Rík­is­stjórnir sem eru mynd­aðar með atkvæða­greiðslu í þing­inu má leysa frá störf­um, ef meiri­hluti þing­manna eða kjós­enda vill. Það er hins vegar miklu mun örð­ug­ara að breyta nið­ur­stöðum úr þjóð­ar­ar­kvæða­greiðsl­um. For­mæl­endur tíðs þjóð­ar­at­kvæðis ganga einnig almennt út frá lít­illi þátt­töku almenn­ings. Þó er það svo, að því lægri sem þátt­takan er, þeim mun veik­ara er lög­mæti nið­ur­stöð­unn­ar. Þessa reynslu þekkjum við Íslend­ing­ar. Í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslum koma oftar þeir til leiks, sem eru sam­mála um það eitt að segja nei. Þeir eru síðar hvorki vilj­ugir né hafa hæfi­leika til áfram­hald­andi sam­starfs á póli­tískum vett­vangi. Þjóð­ar­at­kvæði bíður í reynd aðeins uppá tvo kosti: Já eða Nei.

Póli­tískur menn­ing­ar­þroski

Þeir sem þekkja störf þjóð­þinga vita að frum­vörp taka margs háttar breyt­ingum  í með­förum þings og þing­nefnda. Frum­vörp bjóða uppá mála­miðl­anir og end­ur­bæt­ur. Sjón­ar­mið margra sam­fé­lags­hópa verða hluti af nýjum lög­um. Draga má þetta saman í þeirri nið­ur­stöðu að þjóð­ar­at­kvæði sé rétt­mætt við breyt­ingar á stjórn­ar­skrá eða ákvörð­unum sem eru ígildi stjórn­ar­skrár­breyt­inga.

Þýskur lög­spek­ingur hefur sagt, að starf­semi nútíma ver­ald­legs vest­ræns lýð­ræð­is­ríkis sé háð skil­yrðum sem það sjálft getur ekki tryggt. Það er rétt. Skil­yrðin eru þróað hag­kerfi, póli­tískur menn­ing­ar­þroski og með­vituð reynsla einnar þjóðar í víð­asta skiln­ingi.

Fyrr­nefnd kreppa vest­ræns lýð­ræðis ber þess því miður einnig merki, að mörgum full­trúum þess sé ekki fylli­lega ljóst hverjar for­sendur full­trúa­lýð­ræðis okkar séu. Þeir eru því ekki í aðstöðu til að meta að verð­leikum árangur þess, og geta því trauðla verið sverð þess og skjöld­ur. Vegna þess­arar van­þekk­ingar hneigjast, ekki bara pópúlist­ar, heldur einnig reyndir lýð­ræð­is­sinnar til að sjá kjarna lýð­ræð­is­ins í beinum meiri­hluta ákvörð­un­um. Á alþingi hefur ann­ars konar meiri­hluta­á­trún­aður löngum verið áber­andi. Lög eru keyrð í gegn án alvar­legra til­rauna til að ná breið­ari sam­stöðu. Of sjaldan er leitað eftir frið­samri nið­ur­stöðu and­stæðra skoð­ana. Sér­hags­munir stríð­ast á við almanna­hags­muni.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Ari Trausti Guðmundsson
Lagabreyting er varðar fiskeldi
Kjarninn 21. október 2018
Glæpamenn í jakkafötum
„Þeir ganga um í jakkafötum en eru glæpamenn“. Þetta er lýsing danska forsætisráðherrans á mönnum sem hafa orðið uppvísir að einhverju stærsta skattsvikamáli sem sögur fara af. Um er að ræða jafngildi um það bil tíu þúsund milljarða íslenskra króna.
Kjarninn 21. október 2018
Íslendingar borga þriðjung af því sem Danir borga fyrir kalda vatnið
Ódýrast er að nota kalt vatn á Íslandi af Norðurlöndunum.
Kjarninn 20. október 2018
María Pétursdóttir
Starfsgetumat – Upp á líf og dauða
Kjarninn 20. október 2018
Árni Finnsson
Verndarhagsmunir og sjálfbærni hvalveiða
Kjarninn 20. október 2018
Erfitt fyrir Íslendinga að hugsa langt fram í tímann og byggja innviði
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, segir að stundum þurfi einfaldlega að taka ákvarðanir og gera það sem er hagkvæmast og hentugast á hverjum tíma. Það virðist erfitt fyrir Íslendinga og við þurfum að taka okkur á í þeim efnum.
Kjarninn 20. október 2018
„Kannski ætti lögmaðurinn að prófa sitt eigið meðal“
Stjórnendur síðunnar Karlar gera merkilega hluti hafa sent frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 20. október 2018
Bragginn við Nauthólsveg 100.
Ekki farið eftir innkaupareglum Reykjavíkurborgar
Það tók borgarlögmann 14 mánuði að vinna álit sem kallað var eftir í ágúst 2017. Samkvæmt því var endurbygging braggans við Nauthólsveg 100 ekki útboðsskylt en aftur á móti hafi ekki verið farið eftir innkaupareglum Reykjavíkurborgar.
Kjarninn 20. október 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar