Hnattvæðing andspænis þjóðvæðingu

Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifar greinaflokk um hnattvæðinguna og vestrænt lýðræði. Hér birtist annar hluti af fjórum.

Auglýsing

Þjóðir komu misilla undan hruninu. Þrjú eylönd Evrópu, gróflega fullyrt, urðu harðast úti. Ísland, Írland, og Kýpur, en einnig  Grikkland og Portúgal.

Verst varð ástandið á Íslandi, þökk sé krónunni og útbólgnu fjármálakerfi, en einnig í Grikklandi, með sitt ónýta skattkerfi, fölsuðu hagtölur, útbreiddu spillingu og ofurskuldir. Þrátt fyrir blessun ferðamannanna eigum við enn nokkuð langt í land með að ná okkur. 

En hnattvæðingin gerðist ekki bara á fjármálasviðinu, heldur einnig á sviði vöruframleiðslu og þjónustu þar sem móttökulöndin voru í Austurlöndum fjær og í Afríka. Fyrir mörg þessara landa var hnattvæðingin hvalreki sem efldi þau. Okkar minnsti bróðir bjó að vísu langt í burtu og var okkur framandi en þetta bætti hag hans, þrátt fyrir ómennskar vinnuaðstæður og lág laun. Héðan fluttust bæði Hampiðjan og ullarvinnsla og mikill samdráttur hjá Prentsmiðjunni Odda er angi af þessum meiði.

Auglýsing

En þar sem framleiðsla og atvinna hvarf, og frumkvæði að nýrri atvinnustarfsemi var ekki til staðar, misstu margir stóran spón úr aski sínum. Þessu fólki fannst sem það hefði  lent á úthafsskeri þangað sem bylgjur hnattvæðingar höfðu skolað því. Enginn kastaði björgunarhring á skerið.

En þar með er ekki allt sagt. Alþjóðlega fjármálakerfið var orðið risavaxið,voldugt og örlagaríkt. Arðurinn af starfsemi þess rann aðeins til fámenns hóps þeirra ríkustu þ.e. eigandanna. Lægri settar stéttir eða millistéttir náðu ekki að bæta hlut sinn. Þegar vextir voru síðan lækkaðir ofan í núll, töpuðu þessir síðasttöldu þjóðfélagshópar ávexti af áralögum sparnaði sínum. Andóf gegn og óánægja með þessa þróun var skiljanleg. Þarna brugðust flestar ríkisstjórnir Vesturlanda. Alþjóðavæðingin  skilur eftir sig bæði lönd og landshluta sem urðu fyrir skakkaföllum en líka þjóðir sem hagnast og dafna sbr. Kínverja.

Lýðskrum og þjóðleg hagkerfi

Til viðbótar þessu efnahagslega misgengi hefur straumur flóttamanna úr stríðum og efnahagsþrengingum skollið á Evrópuríkin. Þetta hefur magnað upp hræðslu við að framandi menning og trúarbrögð hinna ókunnugu muni breyta eða yfirtaka heimamenninguna. Fólki fannst sem samsömun (identitet) við eigin sögu og þjóðmenningu væri í hættu.

Sennilega hefði verið affarasælla að fara með meiri gát, því lýðskrumarar notfærðu sér  aðstæðurnar með því að ala á tortryggni og hatri. Þeim hefur víða orðið ágengt þó mest í afskekktum landshlutum, þar sem menntunarstig er lágt, gagnrýnin hugsun litin hornauga og atvinnuvegir orðnir laskaðir eða lítt samkeppnishæfir.

Ráð þeirra til að bregðast við og snúa vörn í sókn, er að loka landamærum, hagræða gengi, setja á innflutningshindranir og hafna alþjóðlegum samningum. Það er þó skammgóður vermir.

Efnahagsleg þjóðernisstefna dafnar illa í tæknivæddum, hnattrænum kapítalisma. Hún er rangt svar við áskorunum og afleiðingum hnattvæðingarinnar, því markaðshindranir skaða alla og draga að lokum mest úr samkeppnishæfni þess lands sem innleiðir þær. Þessi viðbrögð eru ættuð úr vopnabúri  fortíðar. Sams konar slagorð og „America First“ er þekkt úr hagsögunni sem „beggar my neighbour policy“ og var einn af orsakavöldum heimstyrjaldarinnar.

Nýkapítalíska fjármálakerfið er ósjálfbært og óstöðugt. Of seint er að takmarka það við landamæri þjóðríkja. En trauðla mun það ná að róast að marki á meðan stóru alþjóðlegu bankarnir geta treyst því, ef illa fer, að fá aðstoð frá ríkinu til að forða þeim frá gjaldþroti.

Höfundur er hagfræðingur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar