Hnattvæðing andspænis þjóðvæðingu

Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifar greinaflokk um hnattvæðinguna og vestrænt lýðræði. Hér birtist annar hluti af fjórum.

Auglýsing

Þjóðir komu misilla undan hrun­inu. Þrjú eylönd Evr­ópu, gróf­lega full­yrt, urðu harð­ast úti. Ísland, Írland, og Kýp­ur, en einnig  Grikk­land og Portú­gal.

Verst varð ástandið á Íslandi, þökk sé krón­unni og útbólgnu fjár­mála­kerfi, en einnig í Grikk­landi, með sitt ónýta skatt­kerfi, fölsuðu hag­töl­ur, útbreiddu spill­ingu og ofur­skuld­ir. Þrátt fyrir blessun ferða­mann­anna eigum við enn nokkuð langt í land með að ná okk­ur. 

En hnatt­væð­ingin gerð­ist ekki bara á fjár­mála­svið­inu, heldur einnig á sviði vöru­fram­leiðslu og þjón­ustu þar sem mót­tök­u­löndin voru í Aust­ur­löndum fjær og í Afr­íka. Fyrir mörg þess­ara landa var hnatt­væð­ingin hval­reki sem efldi þau. Okkar minnsti bróðir bjó að vísu langt í burtu og var okkur fram­andi en þetta bætti hag hans, þrátt fyrir ómennskar vinnu­að­stæður og lág laun. Héðan flutt­ust bæði Hamp­iðjan og ull­ar­vinnsla og mik­ill sam­dráttur hjá Prent­smiðj­unni Odda er angi af þessum meiði.

Auglýsing

En þar sem fram­leiðsla og atvinna hvarf, og frum­kvæði að nýrri atvinnu­starf­semi var ekki til stað­ar, misstu margir stóran spón úr aski sín­um. Þessu fólki fannst sem það hefði  lent á úthafs­skeri þangað sem bylgjur hnatt­væð­ingar höfðu skolað því. Eng­inn kastaði björg­un­ar­hring á sker­ið.

En þar með er ekki allt sagt. Alþjóð­lega fjár­mála­kerfið var orðið risa­vax­ið,vold­ugt og örlaga­ríkt. Arð­ur­inn af starf­semi þess rann aðeins til fámenns hóps þeirra rík­ustu þ.e. eig­and­anna. Lægri settar stéttir eða milli­stéttir náðu ekki að bæta hlut sinn. Þegar vextir voru síðan lækk­aðir ofan í núll, töp­uðu þessir síð­ast­töldu þjóð­fé­lags­hópar ávexti af ára­lögum sparn­aði sín­um. Andóf gegn og óánægja með þessa þróun var skilj­an­leg. Þarna brugð­ust flestar rík­is­stjórnir Vest­ur­landa. Alþjóða­væð­ingin  skilur eftir sig bæði lönd og lands­hluta sem urðu fyrir skakka­föllum en líka þjóðir sem hagn­ast og dafna sbr. Kín­verja.

Lýð­skrum og þjóð­leg hag­kerfi

Til við­bótar þessu efna­hags­lega mis­gengi hefur straumur flótta­manna úr stríðum og efna­hags­þreng­ingum skollið á Evr­ópu­rík­in. Þetta hefur magnað upp hræðslu við að fram­andi menn­ing og trú­ar­brögð hinna ókunn­ugu muni breyta eða yfir­taka heima­menn­ing­una. Fólki fannst sem sam­sömun (identitet) við eigin sögu og þjóð­menn­ingu væri í hættu.

Senni­lega hefði verið affara­sælla að fara með meiri gát, því lýð­skrumarar not­færðu sér  að­stæð­urnar með því að ala á tor­tryggni og hatri. Þeim hefur víða orðið ágengt þó mest í afskekktum lands­hlut­um, þar sem mennt­un­ar­stig er lágt, gagn­rýnin hugsun litin horn­auga og atvinnu­vegir orðnir laskaðir eða lítt sam­keppn­is­hæf­ir.

Ráð þeirra til að bregð­ast við og snúa vörn í sókn, er að loka landa­mærum, hag­ræða gengi, setja á inn­flutn­ings­hindr­anir og hafna alþjóð­legum samn­ing­um. Það er þó skamm­góður verm­ir.

Efna­hags­leg þjóð­ern­is­stefna dafnar illa í tækni­vædd­um, hnatt­rænum kap­ít­al­isma. Hún er rangt svar við áskor­unum og afleið­ingum hnatt­væð­ing­ar­inn­ar, því mark­aðs­hindr­anir skaða alla og draga að lokum mest úr sam­keppn­is­hæfni þess lands sem inn­leiðir þær. Þessi við­brögð eru ættuð úr vopna­búri  for­tíð­ar. Sams konar slag­orð og „Amer­ica Fir­st“ er þekkt úr hag­sög­unni sem „beggar my neig­h­bour policy“ og var einn af orsaka­völdum heim­styrj­ald­ar­inn­ar.

Nýkap­ít­al­íska fjár­mála­kerfið er ósjálf­bært og óstöðugt. Of seint er að tak­marka það við landa­mæri þjóð­ríkja. En trauðla mun það ná að róast að marki á meðan stóru alþjóð­legu bank­arnir geta treyst því, ef illa fer, að fá aðstoð frá rík­inu til að forða þeim frá gjald­þroti.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar