Takmarkað framsal á fullveldi og ESB

Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifar greinaflokk um hnattvæðinguna og vestrænt lýðræði. Hér birtist þriðji hluti af fjórum.

Auglýsing

Þrátt fyrir vanmátt þjóðríkjanna að glíma við samtvinnaðar flækjur hnattvæddra markaða og strauma flóttamanna, þá má ekki kenna þjóðernishyggjunni um allt það neikvæða sem flæðir yfir hinn vestræna heim um þessar mundir. Þjóðernishyggjan hefur ekki náð pólitískum undirtökum í álfunni. Hún skemmir vissulega út frá sér, en ræður ekki ferð.

Evrópusambandið er bólvirkið gegn þjóðernisrembingi og hamlar gegn því að þjóðir álfunnar fari aftur að troða illsakir hver við aðra. Þetta  merkilega ESB-samstarf hefur dregið vígtennurnar úr stórbokkaskap og hroka þjóðríkjanna. Stórveldi Evrópu, sem áður beittu smærri þjóðir ofríki, eru nú bundin á bás gagnkvæmra, skuldbindandi samninga. 

Meðlimaríki ESB eru svokölluð póstklassísk þjóðríki, sem með velyfirvegaða eigin hagsmuni að leiðarljósi, hafa ákveðið að deila einum hluta fullveldis síns með öðrum meðlimaríkjum. Annan hluta þess hafa þau afhent yfir- eða samþjóðlegum stofnunum s.s. Framkvæmdastjórn ESB og Evrópska Seðlabankanum. En stærsti hluti fullveldis þeirra er þó áfram heima í þjóðþingum hvers ríkis.

Auglýsing

Lýðræðislega kosin þjóðþing eru sá pólitíski vettvangur þessara samtengdu ESB þjóða, þar sem lýðræðið er skýrast. Þjóðþingin ein gera ríkisstjórnir lögmætar. Aðild að ESB breytir þessu ekki. Þrátt fyrir marga ófullkomleika og misbresti, þá eru þjóðríkin enn þær stofnanir sem raungera og standa vörð um grunnreglur réttarríkisins, lýðræðisins og að mestu leyti því sem við köllum velferðarríki.

Víða blása þeir vindar sem vilja afbaka og umsnúa þessum grunnreglum hins vestræna þjóðríkis. Í tveimur ESB löndum Ungverjalendi og Póllandi hefur þeim orðið nokkuð ágengt.

Þjóðræði og annars konar lýðræði

Umræðan um vestræna  þjóðríkið snýst einkum um tvenns konar sjónarmið. Innan Evrópu er í fyrsta lagi um að ræða viðhorf, sem lengst eru til hægri og vilja færa fullveldi  þjóðríkisins aftur til þess tíma, þegar ekkert framsal var á fullveldisþáttum til yfirþjóðlegra stofnana. Stuðningsfólk þeirra vill ganga úr ESB og endurheimta gamla þjóðveldið án nokkurra samnningsbundinna takmarkana á fullveldi þess.Hér heima heyrast raddir sem harma fullveldisskerðingu, sem þeir segja afleiðingu EES samningsins og hvetja til þess að honum verði sagt upp. Innan Bandaríkjanna eru stjórnmálaöfl sem telja ótæka þá takmörkun fullveldis sem felst í skuldbindandi alþjóðlegum samningum og krefjast uppsagnar þeirra samninga sem takmarka fullt forræði ríkisins til sjálfstæðra athafna á alþjóðavettvangi, óháð þeim afleiðingum sem það kann að hafa. Þarna eru róttækir lýðskrumarar áberandi en þjóðernissinnar  úr öðrum áttum hafa slegist í för með þeim.

Í öðru lagi eru þeir sem vilja breyta einni af stoðum vestræns þjóðríkis í það horf að koma sterkari pólitískum sjónarmiðum til áhrifa innan dóms- og fjölmiðlakerfisins. Þeir vilja láta ríkisstjórnir hafa afgerandi áhrif á skipun dómara. Það dregur úr sjálfstæði þeirra og veikir þrískiptingu valdsins. Þessi tilhneiging er vel þekkt hér heima og hefur lengi viðgengist. Svipaðrar ættar er sú stefna sem temja vill fjölmiðla til hlýðni og undirgefni. Þetta leiðir að lokum til þess að lýðræðið verður einnar víddar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar