Börnin bíða

Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík segir börn ekki eiga að þurfa að bíða þarfnist þau sérfræðiaðstoðar af einhverjum toga.

Auglýsing

Fimm sál­fræð­ingar eiga að sinna sautján leik- og grunn­skólum í Breið­holti. Svona er ástandið í þessum málum víða í Reykja­vík. Það skal því engan furða að biðin eftir sál­fræði­þjón­ustu skóla sé löng enda hefur þessi mála­flokkur verið sveltur árum sam­an.

Börn með vits­muna­frá­vik þurfa að bíða árum saman eftir grein­ingu. Snemmtæk íhlutun skiptir máli. Því fyrr sem vand­inn er greindur því fyrr er hægt að koma barn­inu til hjálpar með við­eig­andi úrræðum og ein­stak­lings­náms­skrá eftir atvik­um.

Flokkur fólks­ins vill útrýma biðlistum þegar börn eru ann­ars vegar og styrkja Þjón­ustu­mið­stöðvar svo hægt verði að auka sál­fræði­að­stoð við börn í leik- og grunn­skól­um. Einn sál­fræð­ingur getur í mesta lagi sinnt tveimur skólum ef vel á að vera. Börn og for­eldrar þurfa að hafa greiðan aðgang að skóla­sál­fræð­ingi og sér­hver leik- og grunn­skóli ætti að hafa aðgang að tal­meina­fræð­ingi.

Auglýsing

Efna­minni for­eldrar hafa ekki ráð á að fara með barn sitt til sál­fræð­ings út í bæ. Dæmi eru um að efna­minni for­eldrar taki lán til að geta greitt fyrir sál­fræði­þjón­ustu, við­töl, ráð­gjöf og/eða grein­ingu á einka­reknum stofum þar sem bið eftir þjón­ustu hjá sál­fræði­deildum Þjón­ustu­mið­stöðva telur stundum í mán­uð­um.

Flokkur fólks­ins vill efla geð­rækt í skólum og styrkja skól­ana til að aðstoða börn sem eru ein­mana, ein­angruð og vina­laus með mark­vissum aðgerðum s.s. sjálfs­styrk­ing­ar­nám­skeið­um.

Börn eiga ekki að þurfa að bíða þarfn­ist þau sér­fræði­að­stoðar af ein­hverjum toga. Flokkur fólks­ins hefur hags­muni barns­ins í fyr­ir­rúmi í einu og öllu og í sam­ræmi við Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna sem hefur verið lög­giltur hér. Í þriðju grein hans er kveðið á um að allar ákvarð­anir eða ráð­staf­anir yfir­valda sem varða börn skulu byggðar á því sem börnum er fyrir bestu. Setja á lög og reglur sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem vel­ferð þeirra krefst. Aðild­ar­ríki  eiga að sjá til þess að stofn­anir og þjón­usta sem ann­ast börn upp­fylli reglur sem stjórn­völd hafa sett, sér­stak­lega um öryggi, heilsu­vernd, fjölda og hæfni starfs­manna og yfir­um­sjón.

Höf­undur skipar 1. sæti Flokks fólks­ins í Reykja­vík.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar