Skoðanagleði Íslendinga

Auður Jónsdóttir rithöfundur veltir fyrir sér orðræðuhefð á Íslandi og lýsir vaxandi óþoli fyrir pistlum þar sem skoðanir smætta veruleikann.

Auglýsing

Manni finnst eins og það sé logn í póli­tík­inni þessa dag­ana. Kannski lognið á undan storm­inum – eða ekki. Smá logn er kær­kom­ið. Hvað sem manni kann að finn­ast um ýmsar útfærslur rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þá er lognið and­ar­taks friður fyrir kjós­endur að kjarna sig, erlenda fjár­festa að styrkja traustið til land­ans, upp­byggi­legri verk­efni sam­starfs­stjórnar að taka á sig mynd og í raun gefst loks smá speis til umhugs­unar um hvað mann finnst raun­veru­lega um hitt eða þetta.

Allra síð­ustu kjör­tíma­bil hafa ein­kennst af nokkuð hat­rammri sam­fé­lags­um­ræðu, spill­ing­ar­mál­um, óráðsíu og gíf­ur­yrðum í skoð­anapistlum – sem eru skilj­an­leg í ljósi ástands­ins. En gíf­ur­yrði í skoð­anapistlum verða líka þreyt­andi til lengd­ar, sér­stak­lega miðað við umfang þeirra í fjöl­miðlum dags­ins, jafn­vel á kostnað frétta­skýr­inga og fjöl­breytt­ari efn­istaka.

Öll ped­ófíl­ar?

Ég finn fyrir vax­andi óþoli fyrir umfangi skoð­anapistla og hef þó skrifað þá ófáa sjálf. Þá er ég ekki að tala um pistla þar sem grein­ingu er fléttað saman við skoðun eða mál­efni spegluð í nýju ljósi heldur frekar pistla þar sem hlutir eru ein­fald­aðir svo mikið að skoð­anir höf­undar smætta veru­leik­ann; líf­sýnin ein­skorð­ast við lærða rétt­sýni og hann­aða orð­ræðu, hvort sem höf­und­ur­inn eyrna­merkir sig hægrinu, miðj­unni eða vinstr­inu; anar­k­is­ma, nýald­ar­póli­tík eða popúl­isma. Ýmist eru allir fégráð­ugir ped­ófílar í hægrinu, hug­mynda­fræði­legar gungur í miðj­unni, hof­móð­ugir naí­vistar í vinstr­inu; vill­ingar í Pírata­stefn­unni, tæki­fær­is­sinnar í Við­reisn, vit­leys­ingar í Flokki fólks­ins og heim­ótta­legir per­sónu­dýrk­endur í Mið­flokkn­um. Hverjir eru þá eftir í þessu landi?

Auglýsing

Erum við öll ýmist ped­ófíl­ar, gung­ur, naí­vistar, vill­ing­ar, tæki­fær­is­sinn­ar, vit­leys­ingar og áhan­gend­ur? Kannski að ein­hverju leyti – nema kannski ekki ped­ófíl­ar. Og kannski erum við miklu meira en allt þetta.

Veru­leik­inn týn­ist

Það sem ger­ist þegar við leyfum skoð­unum að skil­greina okkur í stað þess að skil­greina þær er að veru­leik­inn týn­ist. Auð­vitað eigum við að hafa skoð­anir á hlut­un­um, það er nán­ast sið­ferð­is­leg skylda okkar – er skoðun mín í augna­blik­inu. En að sama skapi þarf maður að vera með­vit­aður um hvernig skoð­anir geta tak­markað okkur ef við per­sónu­gerum okkur eftir þeim og að hversu vel sem skoðun kann að hljóma í eyrum okkar sjálfra þá er hún ekki endi­lega hinn end­an­legi sann­leik­ur.

Hluti af vanda­mál­inu í skoð­ana­gjálfr­inu er skortur á grein­ingu þar sem sam­fé­lagið er speglað í alþjóð­legum hrær­ing­um. Veru­leik­inn er skringi­leg sam­suða af stjórn­mála­hrær­ing­um, flók­inni nútíma­menn­ingu, sam­runa þjóð­ar­brota með til­heyr­andi menn­ing­ar­á­tök­um, lúmskum áhrifum stríðs­á­taka í öðrum lönd­um, ófyr­ir­sjá­an­legra tækni­breyt­ingum og milli­ríkja­deilum stór­þjóða, átak­an­legu mis­rétti heims­búa og stétta­á­tök­um, svo ekki sé minnst á lofts­lags­breyt­ingar og hrika­legar afleið­ingar þeirra. Ekk­ert ein­hlítt svar er til við öllu þessu. Eina sem við getum gert er að reyna að kynna okkur hlut­ina með opnum huga. Í öllu þessu kraðaki þarf svo að huga að lífskil­yrðum og mann­rétt­indum hér heima og hvernig aðferða­fræði dugi best til að sem flestir megi notið þeirra á sann­gjarnan hátt.

Allt sem við sjáum ekki

Til þess að við getum kynnt okkur sem flest með opnum augum þurfa hér að þríf­ast fjöl­miðlar sem hafa aðstöðu til að vinna, sam­kvæmt sið­ferð­is­við­miðum og vinnu­lags­reglum alþjóða­fjöl­miðl­un­ar, úr sem fjöl­breyttustum upp­lýs­ingum og setja þær í það víða sam­hengi sem marg­slung­inn veru­leik­inn krefst. Fjöl­miðlar sem hafa bol­magn til að tengja okkur við umheim­inn og fylgj­ast með flóknum átaka­málum nútím­ans – sem eru oft svo flókin því þau eru ekki síður af menn­ing­ar­legum toga en stjórn­mála­leg­um. Og það er meira en að segja það að fylgj­ast með öllu þessu sam­spili flók­inna þátta á ólíkum sviðum á tímum hraðra breyt­inga.

Sú upp­lýs­inga­veita sem fjöl­miðlar eru hefur mikil áhrif á stjórn­málin og alla sam­fé­lags­um­ræðu. Í fljótu bragði virð­ast þeir sjá okkur fyrir dag­legum fréttum og afþr­ey­ingu. En svo er allt hitt – sem við fáum og sjáum ekki. Átök umheims­ins hafa áhrif á líf okkar án þess við séum endi­lega með­vituð um þau og umræð­una í öðrum lönd­um. Þegar fjöl­miðlar freist­ast til að ljá skoð­anapistlum of mikið vægi, af því að þeir eru ódýrt efni sem redda klikk­um, svo þeir halla á frétta­skýr­ing­ar, er hætt við að les­endur séu sviknir um eitt­hvað.

Hroka­fullt tal

Sem dæmi má nefna að um dag­inn rakst ég á franska konu sem þakk­aði mér fyrir pistil um gyð­inga­andúð á Íslandi. Henni finnst umræðan hér á landi hættu­lega ein­föld­uð, fólk skipti sér ýmist í fylk­ingar með Palest­ínu­mönnum eða Ísra­els­mönnum þegar gyð­inga beri almennt á góma og úti­loki marg­þættan veru­leika fólks sem telst vera gyð­ing­ar, ómeð­vitað um hrær­ingar í Evr­ópu og hvernig gyð­ingar þar þjást nú fyrir þau átök.

Mér finnst þetta mál ágætt dæmi um þessa ein­földun veru­leik­ans sem við sættum okkur of oft við í svo mörgum mál­um. Hvernig við leyfum okkur að skoða heim­inn með erki-­ís­lenskum gler­augum sem er að svo mörgu leyti ábóta­vant. Hvernig við ein­földum flókin mál í skot­gröfum stjórn­mála eins og það eigi að vera til upp­skrift að öllu eftir kokka­bókum réttu orð­ræðn­anna. Kannski er þetta hroka­fullt raus, dæmi­gerð skoð­anapistla­hróp konu sem vakn­aði illa fyrir köll­uð. En samt. Læt það gossa. Munar varla um enn eina illa ígrund­aða skoðun í haf­sjó skoð­ana­kórs Íslend­inga. Það er hvort sem er stafalogn í augna­blik­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit