Skoðanagleði Íslendinga

Auður Jónsdóttir rithöfundur veltir fyrir sér orðræðuhefð á Íslandi og lýsir vaxandi óþoli fyrir pistlum þar sem skoðanir smætta veruleikann.

Auglýsing

Manni finnst eins og það sé logn í póli­tík­inni þessa dag­ana. Kannski lognið á undan storm­inum – eða ekki. Smá logn er kær­kom­ið. Hvað sem manni kann að finn­ast um ýmsar útfærslur rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þá er lognið and­ar­taks friður fyrir kjós­endur að kjarna sig, erlenda fjár­festa að styrkja traustið til land­ans, upp­byggi­legri verk­efni sam­starfs­stjórnar að taka á sig mynd og í raun gefst loks smá speis til umhugs­unar um hvað mann finnst raun­veru­lega um hitt eða þetta.

Allra síð­ustu kjör­tíma­bil hafa ein­kennst af nokkuð hat­rammri sam­fé­lags­um­ræðu, spill­ing­ar­mál­um, óráðsíu og gíf­ur­yrðum í skoð­anapistlum – sem eru skilj­an­leg í ljósi ástands­ins. En gíf­ur­yrði í skoð­anapistlum verða líka þreyt­andi til lengd­ar, sér­stak­lega miðað við umfang þeirra í fjöl­miðlum dags­ins, jafn­vel á kostnað frétta­skýr­inga og fjöl­breytt­ari efn­istaka.

Öll ped­ófíl­ar?

Ég finn fyrir vax­andi óþoli fyrir umfangi skoð­anapistla og hef þó skrifað þá ófáa sjálf. Þá er ég ekki að tala um pistla þar sem grein­ingu er fléttað saman við skoðun eða mál­efni spegluð í nýju ljósi heldur frekar pistla þar sem hlutir eru ein­fald­aðir svo mikið að skoð­anir höf­undar smætta veru­leik­ann; líf­sýnin ein­skorð­ast við lærða rétt­sýni og hann­aða orð­ræðu, hvort sem höf­und­ur­inn eyrna­merkir sig hægrinu, miðj­unni eða vinstr­inu; anar­k­is­ma, nýald­ar­póli­tík eða popúl­isma. Ýmist eru allir fégráð­ugir ped­ófílar í hægrinu, hug­mynda­fræði­legar gungur í miðj­unni, hof­móð­ugir naí­vistar í vinstr­inu; vill­ingar í Pírata­stefn­unni, tæki­fær­is­sinnar í Við­reisn, vit­leys­ingar í Flokki fólks­ins og heim­ótta­legir per­sónu­dýrk­endur í Mið­flokkn­um. Hverjir eru þá eftir í þessu landi?

Auglýsing

Erum við öll ýmist ped­ófíl­ar, gung­ur, naí­vistar, vill­ing­ar, tæki­fær­is­sinn­ar, vit­leys­ingar og áhan­gend­ur? Kannski að ein­hverju leyti – nema kannski ekki ped­ófíl­ar. Og kannski erum við miklu meira en allt þetta.

Veru­leik­inn týn­ist

Það sem ger­ist þegar við leyfum skoð­unum að skil­greina okkur í stað þess að skil­greina þær er að veru­leik­inn týn­ist. Auð­vitað eigum við að hafa skoð­anir á hlut­un­um, það er nán­ast sið­ferð­is­leg skylda okkar – er skoðun mín í augna­blik­inu. En að sama skapi þarf maður að vera með­vit­aður um hvernig skoð­anir geta tak­markað okkur ef við per­sónu­gerum okkur eftir þeim og að hversu vel sem skoðun kann að hljóma í eyrum okkar sjálfra þá er hún ekki endi­lega hinn end­an­legi sann­leik­ur.

Hluti af vanda­mál­inu í skoð­ana­gjálfr­inu er skortur á grein­ingu þar sem sam­fé­lagið er speglað í alþjóð­legum hrær­ing­um. Veru­leik­inn er skringi­leg sam­suða af stjórn­mála­hrær­ing­um, flók­inni nútíma­menn­ingu, sam­runa þjóð­ar­brota með til­heyr­andi menn­ing­ar­á­tök­um, lúmskum áhrifum stríðs­á­taka í öðrum lönd­um, ófyr­ir­sjá­an­legra tækni­breyt­ingum og milli­ríkja­deilum stór­þjóða, átak­an­legu mis­rétti heims­búa og stétta­á­tök­um, svo ekki sé minnst á lofts­lags­breyt­ingar og hrika­legar afleið­ingar þeirra. Ekk­ert ein­hlítt svar er til við öllu þessu. Eina sem við getum gert er að reyna að kynna okkur hlut­ina með opnum huga. Í öllu þessu kraðaki þarf svo að huga að lífskil­yrðum og mann­rétt­indum hér heima og hvernig aðferða­fræði dugi best til að sem flestir megi notið þeirra á sann­gjarnan hátt.

Allt sem við sjáum ekki

Til þess að við getum kynnt okkur sem flest með opnum augum þurfa hér að þríf­ast fjöl­miðlar sem hafa aðstöðu til að vinna, sam­kvæmt sið­ferð­is­við­miðum og vinnu­lags­reglum alþjóða­fjöl­miðl­un­ar, úr sem fjöl­breyttustum upp­lýs­ingum og setja þær í það víða sam­hengi sem marg­slung­inn veru­leik­inn krefst. Fjöl­miðlar sem hafa bol­magn til að tengja okkur við umheim­inn og fylgj­ast með flóknum átaka­málum nútím­ans – sem eru oft svo flókin því þau eru ekki síður af menn­ing­ar­legum toga en stjórn­mála­leg­um. Og það er meira en að segja það að fylgj­ast með öllu þessu sam­spili flók­inna þátta á ólíkum sviðum á tímum hraðra breyt­inga.

Sú upp­lýs­inga­veita sem fjöl­miðlar eru hefur mikil áhrif á stjórn­málin og alla sam­fé­lags­um­ræðu. Í fljótu bragði virð­ast þeir sjá okkur fyrir dag­legum fréttum og afþr­ey­ingu. En svo er allt hitt – sem við fáum og sjáum ekki. Átök umheims­ins hafa áhrif á líf okkar án þess við séum endi­lega með­vituð um þau og umræð­una í öðrum lönd­um. Þegar fjöl­miðlar freist­ast til að ljá skoð­anapistlum of mikið vægi, af því að þeir eru ódýrt efni sem redda klikk­um, svo þeir halla á frétta­skýr­ing­ar, er hætt við að les­endur séu sviknir um eitt­hvað.

Hroka­fullt tal

Sem dæmi má nefna að um dag­inn rakst ég á franska konu sem þakk­aði mér fyrir pistil um gyð­inga­andúð á Íslandi. Henni finnst umræðan hér á landi hættu­lega ein­föld­uð, fólk skipti sér ýmist í fylk­ingar með Palest­ínu­mönnum eða Ísra­els­mönnum þegar gyð­inga beri almennt á góma og úti­loki marg­þættan veru­leika fólks sem telst vera gyð­ing­ar, ómeð­vitað um hrær­ingar í Evr­ópu og hvernig gyð­ingar þar þjást nú fyrir þau átök.

Mér finnst þetta mál ágætt dæmi um þessa ein­földun veru­leik­ans sem við sættum okkur of oft við í svo mörgum mál­um. Hvernig við leyfum okkur að skoða heim­inn með erki-­ís­lenskum gler­augum sem er að svo mörgu leyti ábóta­vant. Hvernig við ein­földum flókin mál í skot­gröfum stjórn­mála eins og það eigi að vera til upp­skrift að öllu eftir kokka­bókum réttu orð­ræðn­anna. Kannski er þetta hroka­fullt raus, dæmi­gerð skoð­anapistla­hróp konu sem vakn­aði illa fyrir köll­uð. En samt. Læt það gossa. Munar varla um enn eina illa ígrund­aða skoðun í haf­sjó skoð­ana­kórs Íslend­inga. Það er hvort sem er stafalogn í augna­blik­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiÁlit