Tugmilljarða kostnaður þéttingarstefnu

Viðar Freyr Guðmundsson fjallar um skipulagsmál í aðsendri grein.

Auglýsing

Gatna­mótin Reykja­nes­braut-­Bú­staða­vegur eru í þriðja sæti á lista yfir hættu­leg­ustu gatna­mót lands­ins. Þar hafa orðið 54 slys á fólki á s.l. 10 árum. Sam­an­lagt 90 manns slas­að­ir. Við þetta bæt­ast hátt í 300 óhappa, þar sem aðeins bif­reiðar verða fyrir tjóni. Sem gerir þessi gatna­mót jafn­framt að einum þeim kostn­að­ar­söm­ustu, þegar bæði slys og óhöpp eru talin sam­an.

Glæra frá Vegagerðinni

Ekki nóg með það, þá tefja þessi gatna­mót umferð gríð­ar­lega mik­ið. Ekki síst í síð­deg­istraffík­inni. Þá má sjá hvernig röðin frá þessum gatna­mótum nær alveg aftur að Sunda­görðum um Sæbraut­ina og upp á Grens­ás­veg gegnum beygju­akrein á mótum Reykja­nes­braut­ar-Vest­ur­lands­veg. Þessar raðir af bílum valda fjölda afta­ná­keyrsla sem sjást glögg­lega á slysa­korti Sam­göngu­stofu.

Auglýsing

Hér sjást aftanákeyrslur á Miklubraut milli Réttarholtsvegar og Reykjanesbrautar. Bláir punktar eru óhöpp án meiðsla. Grænir punktar eru slys á fólki.

Á mynd­inni hér má sjá fjöldan allan af slysum og óhöppum sem flest ger­ast í síð­deg­is­um­ferð­inni, þegar röð mynd­ast til að beygja til hægri inn á Reykja­nes­braut niður beygju-ramp­inn. Sú röð endar þegar umferðin kemst loks­ins yfir ljósin við Reykja­nes­braut-­Bú­staða­veg. 

Mis­læg gatna­mót borga sig upp á stuttum tíma 

Sé lagður saman kostn­aður við slys og óhöpp við þessi gatna­mót ásamt þeim afta­ná­keyrslum sem verða þar sem ekið er á bíla­röð­ina sem myndast, þá nemur kostn­að­ur­inn af slysum meira en 3,5 millj­arða króna á 10 ára tíma­bili. Það eru 350 millj­ónir á ári. 

Sam­kvæmt mæl­ingum Vega­gerð­ar­innar er með­al­tal­s­töf 24 sek­úndur á hverja bif­reið við þessi gatna­mót, það eru 74.000 bif­reiðar á sól­ar­hring og klukku­stund í akstri er talin kosta 2.480 kr (elds­neyti og tími öku­manns). Þannig má reikna að árlegur kostn­aður vegna tafa er um 448 millj­ón­ir. 

Sam­an­lagður sam­fé­lags­legur kostn­aður við þessi ljósa­stýrðu gatna­mót er því ekki minni en 798 millj­ónir á ári. Það hafa verið byggð mis­læg gatna­mót fyrir innan við millj­arð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að und­an­förnu. Þannig mætti vel ímynda sér að þessi aðgerð borgi sig á einu kjör­tíma­bili.

Ein af hugmyndum Vegagerðarinnar. Þarna er ekki gert ráð fyrir vinstri-beygju frá Bústaðavegi inn á Sæbraut.

Kast­ast í kekki milli borgar og Vega­gerð­ar 

Vega­gerðin er búin að benda á vand­ann við þessi gatna­mót síðan 2006, eða leng­ur. Í nýlegri grein­ar­gerð er nið­ur­staðan þessi: 

„Það er mikið stíl­brot í kerf­inu í dag að gatna­mót Bústaða­vegar og Reykja­nes­brautar skuli ekki vera mis­læg. Tafir síð­degis eru mjög miklar og hætta á óhöppum og slysum því mun meiri en ella.” 

Vega­gerðin gagn­rýnir Reykja­vík­ur­borg í þessu máli, líkt og þeir hafa gert í öðrum mál­um, t.d. hvað varðar Sunda­braut. Vega­gerðin vill að stofn­brautir séu hafðar með mis­lægum gatna­mót­um. En borgin hefur ekki áhuga á því.

Tölvumynd Vegagerðarinnar af annarri lausn þeirra.

Mín hugmynd að lausn með lágmarks raski á grænu svæðunum. Myndin er tölvuteikning af mislægum T-gatnamótum sett yfir Google-loftmynd af svæðinu.

Stofnæðar án ljósa­stýr­inga 

Vega­gerðin skil­greinir stofnæðar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem eft­ir­far­andi:

  • Reykja­nes­braut allt frá Kefla­vík­ur­flug­velli að Vest­ur­lands­vegi við Elliða­ár­ósa og áfram að fyr­ir­hug­aðri

  • Sunda­braut og síðan eftir Sunda­braut norður á Kjal­ar­nes og allt að Hval­fjarð­ar­göng­um. 

  • Hafn­ar­fjarð­ar­vegur frá vega­mótum í Engi­dal (Álfta­nes­veg) norður að Sæbraut í Reykja­vík. 

  • Vest­ur­lands­vegur og Mikla­braut frá Grens­ás­vegi að miðbæ Mos­fells­bæj­ar. 

  • Suð­ur­lands­vegur frá Vest­ur­lands­vegi austur fyrir Rauða­vatn. 

  • Breið­holts­braut frá fyr­ir­hug­uðum vega­mótum við Arn­ar­nes­veg að Suð­ur­lands­vegi við Rauða­vatn. 

Allt eru þetta þjóð­vegir í þétt­býli, sem tengja sveit­ar­fé­lögin og landið sam­an. Reykja­vík­ur­borg hefur mark­visst unnið gegn áformum um að bæta sam­göngur um þessar stofnæð­ar. Með samn­ingi árið 2012 voru fjöl­margar úrbætur slegnar út af borð­inu eða frestað í hið minnsta 10 ár. Þar á meðal fjölda mis­lægra gatna­móta við þjóð­vegi kringum höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Það er var­legt að áætla að sam­fé­lags­legur kostn­aður við þennan við­snún­ing hlaupi á tugum millj­arða í slysum og töf­um. Þetta skrif­ast á þétt­ing­ar­stefnu borg­ar­meiri­hlut­ans.

Samgöngubætur sem hætt var við eða frestað að frumkvæði Reykjavíkurborgar árið 2012.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar