Tugmilljarða kostnaður þéttingarstefnu

Viðar Freyr Guðmundsson fjallar um skipulagsmál í aðsendri grein.

Auglýsing

Gatnamótin Reykjanesbraut-Bústaðavegur eru í þriðja sæti á lista yfir hættulegustu gatnamót landsins. Þar hafa orðið 54 slys á fólki á s.l. 10 árum. Samanlagt 90 manns slasaðir. Við þetta bætast hátt í 300 óhappa, þar sem aðeins bifreiðar verða fyrir tjóni. Sem gerir þessi gatnamót jafnframt að einum þeim kostnaðarsömustu, þegar bæði slys og óhöpp eru talin saman.

Glæra frá Vegagerðinni

Ekki nóg með það, þá tefja þessi gatnamót umferð gríðarlega mikið. Ekki síst í síðdegistraffíkinni. Þá má sjá hvernig röðin frá þessum gatnamótum nær alveg aftur að Sundagörðum um Sæbrautina og upp á Grensásveg gegnum beygjuakrein á mótum Reykjanesbrautar-Vesturlandsveg. Þessar raðir af bílum valda fjölda aftanákeyrsla sem sjást glögglega á slysakorti Samgöngustofu.

Auglýsing

Hér sjást aftanákeyrslur á Miklubraut milli Réttarholtsvegar og Reykjanesbrautar. Bláir punktar eru óhöpp án meiðsla. Grænir punktar eru slys á fólki.

Á myndinni hér má sjá fjöldan allan af slysum og óhöppum sem flest gerast í síðdegisumferðinni, þegar röð myndast til að beygja til hægri inn á Reykjanesbraut niður beygju-rampinn. Sú röð endar þegar umferðin kemst loksins yfir ljósin við Reykjanesbraut-Bústaðaveg. 

Mislæg gatnamót borga sig upp á stuttum tíma 

Sé lagður saman kostnaður við slys og óhöpp við þessi gatnamót ásamt þeim aftanákeyrslum sem verða þar sem ekið er á bílaröðina sem myndast, þá nemur kostnaðurinn af slysum meira en 3,5 milljarða króna á 10 ára tímabili. Það eru 350 milljónir á ári. 

Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar er meðaltalstöf 24 sekúndur á hverja bifreið við þessi gatnamót, það eru 74.000 bifreiðar á sólarhring og klukkustund í akstri er talin kosta 2.480 kr (eldsneyti og tími ökumanns). Þannig má reikna að árlegur kostnaður vegna tafa er um 448 milljónir. 

Samanlagður samfélagslegur kostnaður við þessi ljósastýrðu gatnamót er því ekki minni en 798 milljónir á ári. Það hafa verið byggð mislæg gatnamót fyrir innan við milljarð á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Þannig mætti vel ímynda sér að þessi aðgerð borgi sig á einu kjörtímabili.

Ein af hugmyndum Vegagerðarinnar. Þarna er ekki gert ráð fyrir vinstri-beygju frá Bústaðavegi inn á Sæbraut.

Kastast í kekki milli borgar og Vegagerðar 

Vegagerðin er búin að benda á vandann við þessi gatnamót síðan 2006, eða lengur. Í nýlegri greinargerð er niðurstaðan þessi: 

„Það er mikið stílbrot í kerfinu í dag að gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar skuli ekki vera mislæg. Tafir síðdegis eru mjög miklar og hætta á óhöppum og slysum því mun meiri en ella.” 

Vegagerðin gagnrýnir Reykjavíkurborg í þessu máli, líkt og þeir hafa gert í öðrum málum, t.d. hvað varðar Sundabraut. Vegagerðin vill að stofnbrautir séu hafðar með mislægum gatnamótum. En borgin hefur ekki áhuga á því.

Tölvumynd Vegagerðarinnar af annarri lausn þeirra.

Mín hugmynd að lausn með lágmarks raski á grænu svæðunum. Myndin er tölvuteikning af mislægum T-gatnamótum sett yfir Google-loftmynd af svæðinu.

Stofnæðar án ljósastýringa 

Vegagerðin skilgreinir stofnæðar höfuðborgarsvæðisins sem eftirfarandi:

  • Reykjanesbraut allt frá Keflavíkurflugvelli að Vesturlandsvegi við Elliðaárósa og áfram að fyrirhugaðri
  • Sundabraut og síðan eftir Sundabraut norður á Kjalarnes og allt að Hvalfjarðargöngum. 
  • Hafnarfjarðarvegur frá vegamótum í Engidal (Álftanesveg) norður að Sæbraut í Reykjavík. 
  • Vesturlandsvegur og Miklabraut frá Grensásvegi að miðbæ Mosfellsbæjar. 
  • Suðurlandsvegur frá Vesturlandsvegi austur fyrir Rauðavatn. 
  • Breiðholtsbraut frá fyrirhuguðum vegamótum við Arnarnesveg að Suðurlandsvegi við Rauðavatn. 
Allt eru þetta þjóðvegir í þéttbýli, sem tengja sveitarfélögin og landið saman. Reykjavíkurborg hefur markvisst unnið gegn áformum um að bæta samgöngur um þessar stofnæðar. Með samningi árið 2012 voru fjölmargar úrbætur slegnar út af borðinu eða frestað í hið minnsta 10 ár. Þar á meðal fjölda mislægra gatnamóta við þjóðvegi kringum höfuðborgarsvæðið. Það er varlegt að áætla að samfélagslegur kostnaður við þennan viðsnúning hlaupi á tugum milljarða í slysum og töfum. Þetta skrifast á þéttingarstefnu borgarmeirihlutans.

Samgöngubætur sem hætt var við eða frestað að frumkvæði Reykjavíkurborgar árið 2012.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar